Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpátsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Fossvogsdalurínn og
höfuðborgarsvæðið
Samkvæmt tillögu til þings-
ályktunar um vegaáætlun,
sem nú liggur fyrir Alþingi,
verður framkvæmdafé Vega-
gerðarinnar til nýrra fram-
kvæmda árið 1992 rétt rúmar
2.800 m.kr. Af þessari heildar-
summu, 2.800 m.kr., ganga
trúlega 530-550 m.kr. til höfuð-
borgarsvæðisins. Svæði, sem
spannar um 60 af hundraði íbúa
og skattborgara landsins, fær
í sinn hlut innan við 20 af
hundraði af þessu fram-
kvæmdafé. Enginn getur haldið
því fram, að landsbyggðin búi
við skertan hlut að þessu leyti.
Það gefur augaleið að mikil-
vægt er að byggja upp greiðar
samgöngur innan hvers þróun-
arsvæðis á landsbyggðinni, sem
og samgöngur milli landshluta,
til að styrkja atvinnulíf og
byggð á viðkomandi svæðum
og í landinu öllu. Til þess liggja
margs konar þjóðfélagsleg rök.
Og um þau er ekki deilt.
Jafnljóst er, eða ætti að vera,
að þar sem byggð er þéttust
og bílaumferð þyngst verður
að byggja upp traust og öruggt
vegakerfi. Langt er síðan að
bifreiðafjöldinn á höfuðborgar-
svæðinu óx flutningsgetu vega-
kerfisins yfir höfuð. Það fer
ekki fram hjá neinum sem til
þekkir.
Það er nauðsynlegt að hafa
framangreint í huga þegar
grunduð eru orð Markúsar Arn-
ar Antonssonar, borgarstjóra,
um nýlega staðfest aðalskipu-
lag Reykjavíkur 1990 til 2010
og samkomulag samstarfs-
nefndar Reykjavíkur og Kópa-
vogs um Fossvogsdal. í aðal-
skipulaginu er m.a. gert ráð
fyrir að koma samgönguæð um
Fossvogsdal fyrir neðanjarðar.
Um þetta efni sagði borgar-
stjóri í viðtali við Morgunblaðið:
„íbúar höfuðborgarsvæðisins
þurfa að leggja áherzlu á að
ríkið taki þátt í gerð mikil-
vægra samgöngumannvirkja
hér á þessu svæði. Við þurfum
að fá í okkar hlut réttlátan hluta
af skattpeningunum til að
standa undir gerð jafn mikil-
vægra og dýrra samgöngu-
mannvirkja og hér er um að
ræða.“
Samkomulag samstarfs-
nefndar Reykjavíkur og Kópa-
vogs um það, hvern veg verður
staðið að nauðsynlegum um-
hverfisbótum í Fossvogsdal er
sérstakt fagnaðarefni. Það ætti
að tryggja, að íbúar höfuðborg-
arsvæðisins geti áfram notið
þessa kjörna útivistarsvæðis,
eins og það nú er, að teknu til-
liti til staðfests aðalskipulags.
Það ætti einnig að tryggja að
útivistarsvæðið í Fossvogsdal
tengi á eðlilegan hátt útivistar-
svæðin í Elliðaárdal og Öskju-
hlíð.
Morgunblaðið hefur það eftir
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, for-
manni samstarfsnefndar
Reykjavíkur og Kópavogs, að
stofnbraut verði ekki lögð ofan-
jarðar í dalnum. „Það hefur enn
ekki verið tekin afstaða til þess
á hvern hátt austur-vestur
tengingin verður bezt tryggð.
Aðallega er rætt um tvær leið-
ir, stofnbraut neðanjarðar eftir
dalnum eða göng undir byggð
í Kópavogi. Við erum sammála
um að líta á dalinn sem eitt
skipulagssvæði án bæjarmarka
og að hraðbraut ofanjarðar í
dalnum er ekki til umræðu. Við
gefum okkur góðan tíma áður
en endanleg ákvörðun verður
tekin.“
Það hefur verið tilhneiging
til þess í fjölmennari sveitarfé-
lögum, hérlendis sem erlendis,
að byggja þétt, á stöku stað
allt of þétt, trúlega af hag-
kvæmnisástæðum. Stein-
steypuskógurinn hefur sums
staðar lagt undir sig nær allar
grónar lendur. Útvistarsvæði
hafa orðið of fá og of smá.
Umhverfið, ramminn um
byggðina og mannlífið, hefur
þá setið á hakanum, þvi miður.
Þess er þó skylt að geta að
fá, ef nokkur íslenzk sveitarfé-
lög, hafa sinnt umhverfisþætt-
inum, útivistarsvæðunum,
blóma- og trjárækt, betur en
höfuðborgin. En betur má ef
duga skal. Og samkomulag
Kópavogs og Reykjavíkur um
Fossvogsdal er góður vegvísir
inn í framtíðina að þessu leyti.
Það er stórmál að að gera um-
hverfi fólks aðlaðandi, fagurt
og gróðursælt.
Eftir stendur að umferðin á
höfuðborgarsvæðinu gerir
kostnaðarsöm samgöngumann-
virki óhjákvæmileg á næstu
misserum og árum. Atvinnulífið
á höfuðborgarsvæðinu kallar á
þessar framkvæmdir, sem og
félagsleg og menningarleg
starfsemi og samskipti íbúanna
á þessu svæði. Það vegur og
þungt að arðsemi framkvæmd-
anna réttlætir þær. En þyngst
vegur umferðaröryggi rúmlega
60 af hundraði landsmanna,
sem að óbreyttu er hvergi nærri
nægilega mikið.
Frá Norðurlandaráðsþing’i
Forsætisráðherrar Norðurlanda um framtíð norræns samstarfs:
Mörg verkefni flytj ast
á evrópskan vettvang
Aukin áherzla á samráð Norðurlanda um Evrópumál, utanríkis- og öryggismál
Helsinki. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaða-
manni Morgunblaðsins.
Forsætisráðherrar Norður-
landanna slógu tóninn í gær fyr-
ir 40. þing Norðurlandaráðs,
sem hefst í finnska þinghúsinu
i Helsinki í dag, þriðjudag. Ráð-
herrarnir ræddu framtíð nor-
ræns samstarfs á tveggja daga
löngum fundi. Helzta niðurstaða
þeirra er sú, að með samþykkt
EES-samningsins og hugsan-
legri inngöngu fleiri Norður-
landa í Evrópubandalagið (EB)
muni fjölmörg verkefni flytjast
af norrænum vettvangi og á
evrópskan. Norrænt samstarf
muni því í framtíðinni beinast
að þrengra sviði en áður. Ráð-
herrarnir vilja leggja mikla
áherzlu á aukið samráð Norður-
landanna um Evrópumál, utan-
ríkis- og öryggismál.
Mikilvægasta málið á dagskrá
ráðherrafundarins var áfanga-
skýrsla starfshóps persónulegra
fulltrúa forsætisráðherranna, sem
þeir stofnsettu á fundi sínum á
Álandseyjum í nóvember til að
endurmeta norrænt samstarf.
Skýrsluhöfundar eru allir virtir
stjórnmála-, kaupsýslu- eða emb-
ættismenn. Fulltrúi Davíðs Oddss-
onar í hópnum er Matthías Á.
Mathiesen, fynverandi utanríkis-
ráðherra.
í skýrslu hópsins segir að það
Forsætisráðherrar Norðurlanda á blaðamannafundi í Ilelsinki í gær. Frá vinstri: Poul Schlúter, Dan-
mörku, Gro Harlem Brundtland, Noregi, Esko Aho, Finnlandi, Carl Bildt, Svíþjóð, og Davíð Oddsson,
íslandi.
sé í þágu norrænna hagsmuna að
skuldbindandi samstarf Evrópu-
ríkja verði eflt, og er þá vísað
bæði til Evrópubandalagsins og
Evrópska efnahagssvæðisins.
„Norrænt samstarf er ekki leið
framhjá því evrópska, heldur hluti
af því,“ segir í skýrslunni.
Mat hópsins er að EES-samn-
ingurinn gangi mun lengra en nor-
rænt samstarf hefur hingað til
gert í efnahagsmálum og hvað
varðar frelsi í flutningum fólks,
fjármagns, þjónustu og vara á
milli Evrópuríkja. Norrænt sam-
Forsætisráðherrar Norðurlanda:
íslendingar fái aðild að sam-
starfi ríkja við Eystrasalt
ÍSLENDINGAR munu í framíðinni eiga aðild að samstarfi þjóða
við Eystrasalt. Forsætisráðherrar Norðurlanda voru sammála um
þetta á fundi sínum í Helsinki í gær. Svo virðist því sem Uffe
Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, hafi ekki talað í um-
boði stjórnar sinnar þegar hann í síðustu viku neitaði íslendingum
um áheyrnaraðild á ráðstefnu Eystrasaltsríkja, sem hefst í Kaup-
mannahöfn á fimmtudag.
Aðilar að Eystrasaltssamstarf-
inu eru allar þjóðir, sem eiga land
að Eystrasalti. Það eru Finnar,
Svíar, Danir, baltnesku þjóðirnar,
Pólveijar og Þjóðveijar, auk Norð-
manna. Poul Schlúter, forsætisráð-
herra Dana, skýrði frá því á blaða-
mannafundi í Helsinki í gær að á
ráðstefnunni í Kaupmannahöfn
væri ætlunin að setja á stofn
óformlegt ráð ríkjanna við Eystra-
salt. Ráðið ætti að samræma sam-
starf allra landa, sem hefðu
hagsmuna að gæta við Eystrasalt,
og leggja því til pólitískan drif-
kraft.
Forsætisráðherrann sagði að
hugmyndin væri að utanríkisráð-
herrar ríkjanna hittust einu sinni
á ári, en einnig væri möguleiki á
að fagráðherrar héldu með sér
fundi. Hann minntist sérstaklega
á umhverfisráðherra ríkjanna í því
sambandi, en mengun í Eystrasalti
er gífurleg og margir fiskistofnar
í hættu af þeim sökum.
Schlúter lagði mikla áherzlu á
að ekki væri um nýja alþjóðastofn-
un að ræða, heldur óformlegan
samráðsvettvang. „Við ætlum alls
ekki að falla í þá freistni að byggja
upp formlegt eða stofnanabundið
samstarf," sagði hann.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið
að alger samstaða hefði verið um
það á milli forsætisráðherranna
fimm að íslendingar ættu heima í
Eystrasaltssamstarfinu. „Við tók-
um þetta upp á fundinum og fund-
um að því að ekki hefði verið sam-
þykkt að við yrðum aðilar að mál-
inu,“ sagði Davíð. „Þeir lýstu því
allir yfir, forsætisráðherrarnir,
Schlúter meðtalinn, að hann vildi
styðja það að við yrðum aðilar að
samstarfinu.11
Forsætisráðherra sagði að ekki
væri ljóst hvort íslendingar yrðu
fullgildir aðilar að samstarfsvett-
vangi ríkjanna við Eystrasalt. Að
minnsta kosti myndi ísland eiga
áheyrnarfulltrúa á fundum í fram-
tíðinni, þótt óvíst væri að tími ynn-
ist til að ganga frá áheyrnaraðild
Islendinga á fundinum í Kaup-
mannahöfn á fimmtudag.
„Við létum þá skoðun í ljós að það
væri mjög undarlegt, að við yrðum
skildir eftir úti,“ sagði Davíð Odds-
son. „Þó menn gætu sagt að við
ættum ekki beinlínis land að Eyst-
rasalti, væri enginn vafí á að þetta
samstarf gæti skarazt talsvert við
Norðurlandasamstarfið og þess
vegna væri eðlilegt að við gætum
fylgzt með því.“
Efnahagsnefnd Norðurlanda-
ráðs sendi Uffe Ellemann-Jensen
bréf að loknum fundi nefndarinnar
í gær. I bréfinu segir að það hljóti
að vera mistök að íslendingum
hafi ekki verið boðið til ráðstefn-
unnar í Kaupmannahöfn og er far-
ið fram á að þau verði leiðrétt.
starf geti hins vegar haldið áfram
á þeim sviðum, sem EES nær ekki
til, eða þar sem ákvarðanir Norður-
landa stangist ekki á við þ_að, sem
ákveðið er innan EES. í þessu
sambandi hafa einkum verið nefnd
menningarmál, umhverfismál og
ýmis mál, sem snúa að félagslegum
réttindum og velferð. Skýrsluhöf-
undar benda líka á að samkvæmt
EES-samningnum rúmist svæðis-
bundið samstarf á borð við nor-
ræna samvinnu með ágætum innan
Evrópusamstarfsins.
í yfirlýsingu, sem forsætisráð-
herrarnir fimm gáfu út að loknum
fundi sínum í gær, segir að aukinn
samruni Evrópuríkja og samþykkt
EES-samningins skapi skilyrði fyr-
ir enn nánara samstarf Norður-
landa.,,1 nánustu framtíð munu
fleiri Norðurlönd semja um aðild
að Evrópubandalaginu," segir í
yfirlýsingunni. „Þar með er nauð-
synlegt að endurmeta norrænt
samstarf út frá þeim kringum-
stæðum að öll eða flest Norður-
löndin verði aðildarríki EB.“ í yfir-
lýsingunni segir einnig að þar sem
stór hluti Norðurlandasamstarfsins
flytjist nú til EES eða EB, verði
hægt að einbeita sér enn frekar
að samstarfi á öðrum sviðum.
Hlutleysisstefna Svía og Finna
stendur nú ekki lengur í vegi fyrir
samstarfi'Norðurlanda í utanríkis-
og öryggismálum og forsætisráð-
herrarnir leggja mikla áherzlu á
að þróað verði samráð Norðurlanda
í þeim efnum. Einnig telja þeir
mikilvægt að löndin geti haft með
sér samráð um ýmis mikilvæg
Evrópumál, jafnóðum og þau koma
upp á yfirborðið. „Með það í huga
að Norðurlöndin hafa gert
mismunandi bandalög og bera
mismunandi skuldbindingar, á
samráðið að byggjast á fijálsri
þátttöku og ekki að vera bind-
andi,“ segja ráðherrarnir.
Þeir leggja einn'ig áherzlu á ann-
að pólitískt samstarf ríkisstjórna
Norðurlandanna, í því skyni að
gæta norrænna hagsmuna í Evr-
ópusamstarfinu. Ráðherrarnir
ræddu þrjár tillögur, sem snúa að
þessu. I fyrsta lagi er rætt um að
forsætisráðherrarnir taki að sér
forystuhlutverkið í norrænu sam-
starfi til að gefa því aukinn þunga.
í öðru lagi taki löndin að sér til
skiptis formennsku í hópi Norður-
landa og formennskulandið sam-
ræmi og_ skipuleggi hið pólitíska
amstarf. í þriðja lagi vilja forsætis-
ráðherrarnir að norrænar stofnanir
verði lagaðar að Evrópusamstarf-
inu, bæði Norræna ráðherranefnd-
in og sjálft Norðurlandaráð.
Starfshópurinn um endurskoðun
norræns samstarfs mun skila loka-
skýrslu fyrir fund forsætisráðherr-
anna á Borgundarhólmi í ágúst-
mánuði næstkomandi og þá munu
ráðherrarnir væntanlega gera
formlegar tillögur um breytingar
á Helsinkisáttmálanum, stofnsátt-
mála Norðurlandasamstarfsins.
Forsætisráðherrum Eistlands,
Lettlands og Litháens hefur verið
boðið til Borgundarhólmsfundarins
til að leggja áherzlu á stuðning
Norðurlanda við Eystrasaltsríkin.
*
Atta milljarðar til fjárfest-
inga í Eystrasaltsríkjimum
RÍKISSTJÓRNIR Norðurlandanna ætla að verja tæplega átta millj-
örðum íslenzkra króna til fjárfestinga í Eystrasaltsríkjunum, Eist-
landi, Lettlandi og Litháen, næstu þrjú árin. Einkum verður stutt
við bakið á litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Frá þessu var skýrt á blaðamann- yrði bezt ýtt undir frumkvæði og
afundi forsætisráðherra Norð-
urlandanna í Helsinki í gær. Fram
kom að ráðherrarnir teldu heppileg-
ast að beina fé til lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja, þar sem þannig
einkaframtak.
Ákveðið hefur verið að nýta þær
norrænu fjárfestingarstofnanir,
sem fyrir eru, í þágu verkefnisins.
Með því hefur verið fallið frá hug-
myndum um sérstakan Ijárfesting-
arbanka fyrir Eystrasaltsríkin.
Meðal annars munu Norræni fjár-
festingarbankinn og Evrópski þró-
unarbankinn (EBRD) lána til fjár-
festinga í ríkjunum þremur.
Gert er ráð fyrir að íslendingar
leggi til um 1% lánsfjárins, sem er
sama hlutfall og þeir leggja til
kostnaðar við norrænt samstarf.
Mikill mannfjöldi fagnaði Sigdísi á Egilsstaðaflugvelli. MorgunblaðiS/Bjöm Svoinsson
Nýr Fokker lendir á Egilsstöðum;
Sýnir trú Flugleiða
Sigrún Yrja Klörudóttir gefur vélinni nafn og það er Sigurður Helga-
son forstjóri Flugleiða sem aðstoðar hana.
- segir Sigurður
Helgason
forstjóri
Egilsstöðum.
SIGDÍS, ný Fokker 50 vél Flug-
leiða, lenti á Egilsstaðaflugvelli á
laugardag. I ávarpi sem Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða,
flutti við það tækifæri sagði hann
að með kaupunum á fjórum vélum
fyrir innanlandsflugið hefðu
Flugleiðir ráðist í fjárfestingu til
framtíðar. Sýndi þetta trú Flug-
leiðamanna á öflugri byggð um
land allt og öflugri ferðaþjónustu
á landsbyggðinni.
Mikill fjöldi Austfirðinga fagnaði
komu Sigdísar er hún lenti á Egils-
staðaflugvelli í blíðskaparveðri laust
eftir hádegi á laugardag. Við kom-
una var vélin ausin vatni úr Lagar-
fljóti og gefið nafnið Sigdís. Um þá
athöfn sá Sigrún Yija Klörudóttir frá
Fáskrúðsfirði með aðstoð Sigurðar
Helgasonar.
Sigurður Helgason afhenti verð-
laun í teiknimyndasamkeppni sem
Flugleiðir efndu til í skólum á Aust-
urlandi. Hlutskörpust varð Þóra
„Samskonar tilboð hefur verið í
gangi á áætlunarleiðum félagsins til
New York og Baltimore frá því í jan-
úar,“ sagði Pétur J. Eiríksson fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Flug-
leiða. „Reynslan var góð og tilboðinu
vel tekið af viðskiptavinum. Þó að
farþegum á fullu fargjaldi til Evrópu
hafi ekki fækkað hjá Flugleiðum upp
Magnea Helgadóttir. Einnig afhenti
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hótel-
stjóri, í Valaskjálf, Sigrúnu Yiju
farandbikar til staðfestu þess að hún
var valinn Austfirðingur ársins af
hlutstendum svæðisútvarps Austur-
lands.
Sigurður Helgason sagði við komu
Sigdísar að eftir ítarlega skoðun á
á síðkastið teljum við rétt að gefa
farþegum á Saga Class til Evrópu
kost á því sama.“
Tilboðið gildir til 31. maí, og ein-
ungis er keypt er Saga Class-fargjald
fram og til baka. Hámarksdvöl á
áfangastað er einn mánuður en lág-
marksdvöl engin.
markaðnum hefðu Fokker 50 vélar
orðið fyrir valinu þegar Flugleiðir
hefðu staðið frammi fyrir því að
endurnýja flugvélakostinn á innan-
landsleiðum félagsins. Fokker 50
vélarnar hefður ekki verið ódýrustu
vélarnar sem völ var á en þeir hefðu
metið þær sem hagkvæmustu og
öruggustu vélarnar sem á markaðn-
um væru. Sú skoðun hefði ekki
breyst við óhappið sem Ásdís lenti í
fyrir fáum dögum. Það óhapp mætti
að öllu leyti rekja til gijóthlífar sem
sett var á vélina vegna slæmra flug-
valla hér á landi. Þessar hlífar hefðu
nú verið fjarlægðar af öllum vélar
Flugvéla og yllu því ekki frekari
vandræðum. Hver Fokker 50 vél
kostaði 870 milljónir króna. Það
væri því ljóst að með þessum véla-
kaupum væru Flugleiðir að ráðast í
fjárfestingu til framtíðarinnar. Sýndi
þetta glöggt hvaða trú forráðamenn
Flugleiða hefðu á öflugri byggð um
land allt og þeim möguleikum sem
fælust í ferðaþjónustu á landsbyggð-
inni.
- Björn.
Frír miði fyrir maka á Saga
Class með Flugleiðum
FLUGLEIÐIR hafa sótt um það leyfi til samgönguráðuneytisins að mega
bjóða frían farmiða fyrir maka þeirra er ferðast á fullu Saga Class-far-
gjaldi frá íslandi til allra áfangastaða félagsins í millilandaflugi.
• •
Olfushreppur gefur gænt ljós á Sogn:
Samningar við eiganda í dag
ÖLFUSHREPPUR hefur gefið heilbrigðisráðherra grænt ljós á að
setja á stofn réttargeðdeild að Sogni í Ölfusi. Þorkell Helgason aðstoð-
armaður heilbrigðisráðherra segir að í framhaldi af þessu verði strax
í dag hafist handa við að semja við eiganda Sogns, Náttúrulækninga-
félagið, um leigu eða kaup á staðnum. Þorkell reiknar frekar með að
ríkið kaupi Sogn en leigi enda erfitt að vera með ótyggan aðgang að
húsnæði undir starfsemi sem þessa.
„Fyrir utan samninga við eigenda
munum við hefjast handa við að
gera nauðsynlegar breytingar á hús-
inu en endurskoðaðar teikningar um
breytingarnar hafa Iegið nokkuð
lengi fyrir,“ segir Þorkell. „Og við
munum einnig hefjast handa við að
ráða starfsfólk til staðarins en það
þarf að fara í starfsþjálfun til Sví-
þjóðar.“
Þorkell segir að hann sé ánægður
með að þetta mál sé loks komið í
höfn en upphaflegar áætlanir gerðu
ráð fyrir að starfsemi á Sogni hæf-
ist í vor. Vegna tafa er nú gert ráð
fyrir að réttargeðdeildin hefji starf-
semi um mitt sumar.