Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
45
Minning:
ÞorvaldurB. Gísla
son, yfirvélstjóri
Fæddur 30. júlí 1954
Dáinn 22. febrúar 1992
Ég var stödd í Danmörku þegar
mér bárust þær hörmulegu fréttir
að mágur minn, hann Valdi eins
og hann var kallaður, hefði dáið
af slysförum.
Það er erfitt að sætta sig við
þegar mönnum í blóma iífsins er
kippt í burtu svo sviplega. En við
verðum að trúa að það sé einhver
tilgangur með því.
Valdi var sonur Sjafnar Helga-
dóttur og Gísla S.B. Jónssonar frá
Reykjavík. Hann var elstur 6 systk-
ina og eini bróðirinn. Systur hans
voru Benedikta Helga, býr í Banda-
ríkjunum, Svanhvít, býr á Saurbæ
í Dalasýslu, Sigrún Soffía, býr í
Noregi, Þóra, býr í Bandaríkjunum
og Berglind, býr í foreldrahúsum.
Valdi byrjaði til sjós 15 ára gam-
all, þá með föðurbróður sínum á
björgunarskipinu Goðanum og
stundaði mest sjóinn og lengst af
sem vélstjóri.
1973 kom hann fyrst til Horna-
fjarðar og kynntist eiginkonu sinni,
Sigurborgu Þórarinsdóttur, sumar-
ið 1975. Þau giftu sig 23. nóvem-
ber 1979 og bjuggu hér á Höfn að
tveim árum undanskildum, sem þau
áttu heimil í Reykjavík, 1982-
1983. Þau eignuðust tvo syni, Gísla
Borgfjörð, f. 12. ágúst 1977 og
Ásbjörn, f. 29. ágúst 1981. Einn
son átti Valdi áður, Hallmar Frey,
f. 30. maí 1976.
Valdi bar umhyggju fyrir sínum,
hann átti það til að hringja utan
af sjó til að minna á tíma hjá tann-
lækni fyrir drengina. Svo hugurinn
hefur ekki alltaf verið langt að
heiman þó svo að dagarnir væru
margir á sjónum. Alltaf var hann
boðinn og búinn ef leitað var til
hans og reyndist hann tengdafor-
eldrum sínum sem góður sonur.
Bið ég góðan Guð að styrkja
elsku systur mína og drengina, for-
eldra, systur, tengdaforeldra og
aðra aðstandendur í þeirra miklu
sorg.
Veit honum, Drottinn,
þína eilífu hvíld
og lát þitt eilífa ljós lýsa honum.
(Sálmur.)
Elma Þórarinsdóttir.
í dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt Ijóð til þín var árum saman gi'afið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
(Tómas Guðmundsson)
Dauðinn gerir ekki boð á undan
sér. Þau sannmæli upplifðum við
skipsfélagar Þorvaldar Borgfjörð
Gíslasonar laugardaginn 22. febr-
úar síðastliðinn. Dagurinn hafði
verið eins og flestir dagar á sjó fram
til þessa. Það var létt yfir mann-
skapnum og Valdi var kátur og
reifur eins og við hinir. Hann hafði
stundað sjóinn um árabil og lengst
af á Haukafellinu. Hann var ósér-
hlífinn en þó sérlega gætinn, jafnt
við hefðbundin sjómannsstörf sem
önnur störf og ávallt var hjálpsem-
in skammt undan þar sem hann
var. En vegir almættisins eru
órannsakanlegir. Að kvöldi hafði
dagurinn sem leið svo ljúflega
áfram breyst í harmleik. Góður
skipsfélagi var numinn brott í slysi.
Það var samhent áhöfn sem tók
á móti nýju skipi fyrir einu og hálfu
ári og um borð hefur alltaf ríkt
góður vinnu- og félagsandi. Á skipi
eins og okkar starfar áhöfnin sem
einn maður og þar gilda önnur lög-
mál en á mörgum öðrum vinnustöð-
um. Því er slíkum hópi mikill feng-
ur í jafn góðum sjómanni og félaga
og Valdi var. Hann var úrræðagóð-
ur og samviskusamur við þau störf
sem hann sinnti og reyndist sam-
starfsmönnum sínum ávallt vel.
Um leið og áhöfnin á Ilaukafell-
inu þakkar Valda samfylgdina
sendum við eiginkonu hans, Sigur-
borgu Þórarinsdóttur, börnum og
öðrum aðstandendum samúðar-
kveðjur og vonum að minningin um
góðan dreng megi styrkja þau á
erfiðum tímum.
Skipshöfnin á
Haukafelli SF 111.
Kveðjuorð:
Sveinn Jónsson
Fæddur 3. júní 1918
Dáinn 27. desember 1991
Vinur okkar Sveinn Jónsson er
látinn. Eftir langt sjúkdómastríð
lést Sveinn 27. desember sl.
Með Sveini Jónssyni er fallinn í
valinn einn af mestu drengskapar-
mönnum, sem við hjón höfum
kynnst. Sveinn var af traustum al-
þýðustofnum, en ekki verða ættir
hans raktar hér.
Leiðir okkar Sveins og konu
hans, Kristínar Ingvarsdóttur, lágu
saman fyrir mörgum áratugum. Þá
höfðu þau hjón nýlega orðið fyrir
miklu umferðarslysi og lágu á
sjúkrahúsi. Engu að síður var útlit-
ið bjart og horft djarft til framtíð-
ar. Vinátta okkar þróaðist með ár-
unum og hefur aldrei borið skugga
á.
Sveinn Jónsson var óvenjulegur
maður um margt. Hann var mikill
atorkumaður og gekk að hveiju því
starfi, sem hann sinnti af festu og
alúð. Hann naut hvarvetna trausts
og virðingar samstarfsmanna
sinna. Undir fasmiklu yfirborði var
öllum ljóst, að leyndust djúpar til-
finningar og velvild til samferða-
fólksins. Sveinn mátti aldrei neitt
aumt sjá án þess að reyna að veita
lið. Margir eru þeir sem munu minn-
ast velgjörða Sveins Jónssonar í
sinn garð þegar í móti blés. Okkur
er einkar minnisstætt að þegar við
vorum erlendis, stundum langtím-
um saman, veittu Sveinn Jónsson
og Kristín kona hans börnum okkar
skjól og ómetanlegt liðsinni. Fyrir
það hefur aldrei verið goldið og
vart þakkað, enda ómögulegt að
þakka með verðugum hætti slíka
vinahjálp. Þess má geta, að einn
sona okkar var skírður í höfuðið á
Sveini.
Með þessum línum færum við
kveðjur og þakklæti fyrir órjúfandi
vináttu um áratugaskeið við Svein
Jónsson og hans ágætu konu, ekki
aðeins frá okkur hjónum, heldur
einnig frá börnum okkar öllum.
Skarð er nú fyrir skildi. Sveinn
Jónsson átti við langvarandi veik-
indi að stríða, en bar þau með ein-
stakri karlmennsku, svo sem allt
það mótlæti, sem hann varð fyrir í
lífinu. Sár harmur er nú kveðinn
að eftirlifandi eiginkonu Sveins,
börnum hans og barnabörnum svo
og öðrum ættingjum og vinum.
Við Sigríður þökkum Sveini Jóns-
syni og hans ágætu konu fyrir langa
og óbrotgjarna vináttu. Guð blessi
minningu góðs drengs.
Sigríður og Björn Ónundarson.
Blömastofa
Friöjinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opið oll kvöld
tll kl. 22,- einnlg um helgar.
Skreytingar við öil tilefni.
Gjafavörur.
Minningar- og
afmælisgreinar
Það eru eindregin tilmæli rit-
stjóra Morgunblaðsins til þeirra,
sem rita minningar- og afmælis-
greinar í blaðið, að reynt verði
að forðast enduríekningar eins og
kostur er, þegar tvær eða fleiri
greinar eru skrifaðar um sama
einstakling. Þá verða aðeins leyfð-
ar stuttar tilvitnanir í áður birt
ljóð inni í textanum. Almennt
verður ekki birtur lengri texti en
sem svarar einni blaðsíðu eða
fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.
Hafsteinn S. Halldórs-
son - Kveðjuorð
Það var mikið áfall fyrir okkur
þegar við fréttum að Hafsteinn
Smári Halldórsson, Haffi vinur okkar
og gamall skólafélagi, væri dáinn. í
hugann hrönnuðust upp gamlar
minningar um samverustundir okkar
í Reykjanesskóla við Djúp vetui'inn
1984-85 þegar við vorum saman í
8. bekk aðeins 14 ára gömul.
Mannskapurinn í Reykjanesskóla
var fámennur hópur krakka á aldrin-
um 13-16 ára. Lífið brosti við okk-
ur, flest vorum við áhyggjulaus um
framtíðina, hugsuðum vart um hana
öði-uvísi en bjarta. Þá hefði enginn
getað fengið okkur til að trúa því
að áður en sjö ár væru liðin, áður
en við værum orðin 22 ára, yrðu
þrír félagar okkar horfnir yfir móð-
una miklu. Förum við þar að tala
um Haffa, Gunna og Eyjó.
Það er erfitt að sjá á eftir Haffa,
eins yndislegur strákur og hann var.
Sambandið við hann hafði slitnað
síðustu árin, en hann gleymdist aldr-
ei. Það er einmitt þess vegna sem
þetta er svona sárt, að vita það að
nú getutn við aldrei hist aftur. Nú
er ekki lengur hægt að taka upp sím-
tólið og hringja í hann né hugsa um
hvað hann sé að gera. Nú vitum við
að við komum ekki til með að hitta
hann næst þegar hópurinn hittist,
því við vitum að hann er farinn. Nú
er engin von.
Við viljum ljúka þessurn orðum
með erindi úr hinu fallega ljóði Kristj-
áns frá Djúpalæk, rússnesku vöggu-
lagi:
Byrgðu fyrir blökkum skugga
bjöitu augun þín.
Eg skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum santan, vinur,
syrgt og glaðst í kveld."
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins hvein,
felur brátt í faðmi sínum
fagureygan svein,
eins og hljóður engill friðar
yfir jöiðu fer.
Sof þú væran vinur, ég skal
vaka yfir þér.
„Loks er dagsins önn á enda,
úti biitan dvín.
Hjördís Einarsdóttir,
Lind Björk Ólíifsdóttir.
Systir okkar, + KRISTÍN GUÐNADÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 4. mars
kl. 15.00. Ingibjörg Guðnadóttir, Ebbi Jens Guðnason, Kristján Guðnason.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANIMA A. EYJÓLFSDÓTTIR,
Njálsgötu 65,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn
3. mars, kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Thor-
valdsensfélagið eða aðrar líknarstofnanir.
Ragnheiður Ágústsdóttir,
Kristín Þ. Ágústsdóttir, Sigurður Örn Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GESTS JÓHANNESSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á B-deild dvalarheimilinu Hlíð fyrir
alúð og umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Bára Gestsdóttir,
Ragna Gestsdóttir, Davið Kristjánsson,
Tryggvi Gestsson, Guðbjörg Þórisdóttir,
Sigurður Gestsson, Kristín Halldórsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir þá samúð og hlýhug sem okkur var
sýndur við fráfall og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
ÞÓRUNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Hnífsdal.
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Sigríður Benediktsdóttir,
Þóra Benediktsdóttir,
Óskar Benediktsson,
Guðjón Benedíktsson,
Jón Ásgeirsson,
Þórir Haraldsson,
Jón Pálsson,
Ármann Eydal,
Jónatan Arnórsson,
Rannveig Bjarnadóttir,
Sigrún Jónsdóttir,
Edda Andrésdóttir,
Margrét Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.