Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 46

Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 félk f fréttum RANGARVALLASYSLA Tólf ára stúlka íþróttamaður ársins SKEMMTANIR Þotan - nýtt nafn á veitinafahúsi [pflavík. Keflavík, Um áramótin tóku þeir Sverrir Þór Halldórsson og Annel B. Þorsteinsson veitingahúsið við Vest- urbraut 17 í Keflavík á leigu sem þeir opnuðu síðan í lok janúar eftir gagngerar breytingar. Nýi veitinga- staðurinn heitir Þotan, en hét áður K-17. Að sögn þeirra Sverris og Annels voru helstu breytingarnar á húsinu þær að þar er nú mun stærra dansgólf en áður auk breyttrar sæta- skipunar. Þá var húsið máiað í bjart- ari litum en áður og einnig var allur Ijósabúnaður lagfærður. Eigandi hússins er Keflavíkurbær og tóku þeir félagar staðinn á leigu í 5 ár og hyggjast þeir vera þar með dan- sleikjahald um helgar ogtónleika auk þess vera með árshátíðir og ráð- stefnuhald. Þá hafa þeir í hyggju að opna sórstakan matsal í húsinu síðar meir. -BB „Við konur þurfum kalsíum* Kalciumkarbonat ACO fiillnægir auðveldlega daglegri kalsíumþörf! Nú hafa vísindalegar rannsóknir víðs vegar um heiminn sýnt fram á nauðsyn þess að konur bæti sér upp það magn kalsíums sem þær fá ekki með fæðunni. Með því minnka líkumar á bein- þynningu þegar líða tekur á ævina. í Bandaríkjunum halda vísindamenn því fram að konur þurfi 1500 mg af kalsíum á dag frá og með 45 ára aldri til þess að beinagrindin haldi sínu rétta kalkinnihaldi og styrk- leika. Á meðgöngu og þegar barn er haft á brjósti þurfa konur einnig á meira kalki að halda en venjulega. Kalciumkarbonat ACO eru bragðgóðar tuggutöflur með frísk- legu sítrónubragði. Stundum getur fram- sýni verið hyggileg. ■' f*4 ■fö. Kalciumkarbomt 250mgCa2' ACO tfeSSlOö tuggtabícttcri VMMatfúi..... t tabtott 1-4 o_.. öiter fcnilgt lí Tuggae b((cí 5 í Kalciumkarbonat ACO Fæst i apótekinu. Morgunblaðið/Björn Blöndal Sverrir Þór Halldórsson og Ann- el B. Þorsteinsson á efri hæð veitingahússins Þotunnar við Vesturbraut sem þeir ætla að reka næstu 5 árin. ^HvoIsvelli. Iþróttamaður ársins í rang- árvallasýslu var valinn fyrir nokkni á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Það eru félagar í Kiwanisklúbbnum Dímon sem standa fyrir vali þessu og er þetta ellefta árið sem kjör þetta á sér stað. Að þessu sinni var komung fijálsíþróttakona frá Hellu, Friðsemd Thorar- ensen, fyrir valinu. Friðsemd er aðeins tólf ára og hefur hún staðið sig frá- bærlega vel á íþróttamótum sl. ár og tvívegis fengið 1.100 stig eða meira fyrir tvær keppnisgreinar og 1.050 fyrir þriðju greinina. Það má segja að hún hafi sprengt skala fijálsíþróttasambandsins því mest hafa verið gefin 1.100 stig fyrir afrek í hennar ald- ursflokki. Bestu afrek Frið- semdar eru í langstökki utan- húss, 4,62 m og í langstökki án atrennu innanhúss, 2,27 m. í 60 m hlaupi er tími henn- ar 8,8 sek. Þessi unga og efni- lega íþróttakona hefur sannarlega vakið verðskuldaða athygli en hún var á yngra ári í sínum aldursflokki á síðasta ári. í öðru sæti um val á íþróttamanni ársins var Óskar Páls- son í Golfklúbbnum á Hellu. Óskar COSPER COSPER --Rifjasteik? Ég kem í hvelli. Morgunblaðið/Steinunn Osk Kolbeinsdóttir Iþróttamaður ársins í Rangárvalla- sýslu, Friðsemd Thorarensen. er frá Hvolsvelli og hefur verið j afnb- esti golfleikari GHR um langt ára- bil. Hann hefur nú 5 í forgjöf og náði góðum árangri á nokkrum mótum í sumar. í þriðja sæti var Eggert Sigurðsson frá UMF Þórs- mörk, Fljóthlíð. Eggert hefur náð góðum árangri í stökkum en hann keppir á fyrra ári í unglingaflokki og setti m.a. nýtt íslandsmet í lang- stökki án atrennu í þeim flokki, stökk 3,34 m. Auk þess að velja íþróttamann ársins tóku Kiwanismenn upp þá nýbreytni að veita viðurkenningar fyrir allar þær greinar sem keppt er í, eða 8 greinar alls. Fá þá kepp- endur í fleiri greinum viðurkenning- ar en ella því mjög fjölbreytt íþrótta- líf er í sýslunni. Val þetta fór á þessa leið: Borðtennismaður ársins var Rúnar Ingi Hjartarson, UMF Njáli, fijálsíþróttamaður ársins var Frið- semd Thorarensen, UMF Heklu, golfmaður ársins var Arngrímur Benjamínsson, GHR, hestaíþrótta- maður ársins var Sigríður Tlieodóra Kristinsdóttir, Geysi, karatemaður ársins var Þorbjörg Tryggvadóttir, UBH, knattspyrnumaður ársins var Bjarni Þórarinn Brynjólfsson, Njáli, körfuboltamaður ársins var Arni Rafn Rúnarsson, UBH, og sundmað- ur ársins var Kristín Jóhannesdóttir, UBH. - SÓK 3 ODYRASTIR Allar fermingar- myndatökur eru að verða upppantaðar Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs síbii 4-30-20 VAKORTALISTI Dags.3.3.1992.NR.72 5414 8300 0362 1116 5414 8300 1950 6111 5414 8300 2675 9125 5414 8300 2717 4118 5414 8300 2772 8103 5414 8301 0407 4207 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5412 8309 0321 7355 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF. Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0014 1613 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4543 3700 0008 4965 4548 9000 0033 0474 4548 9000 0035 0423 4548 9000 0033 1225 4548 9000 0039 8729 Oll kort útgefin af JUGOBANKA og byrja á: 4506 21** Öll kort útgefin af B.C.C.I. Aígreiðslufólk vinsamlegas! takiö ofangreind kort úr umferð og sendiö VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrír að klólesta kort og visa á vágest. ■3ZSi Hötöabakka 9 • 112 Reykjavík Slmi 91-671700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.