Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
53
Aróður gegn bændastéttinni
Frá Guðjóni Ólafssyni:
Eg set hér á blað hugleiðingar
mínar um hvernig linnulaus áróður
á bændastéttina gegnum árin, varð
til að upp úr sauð hjá nokkrum fund-
armanna á fundi sem haldinn var í
Miðgarði í Skagafirði, þar sem Jón
Baldvin Hannibalsson kynnti GATT-
samninginn. Virðist það hafa vakið
menn til umhugsunar um hvað væri
að gerast. Ég hef verið að hugsa
um þetta frá öðru sjónarhorni.
Óvissa er mikil hjá bændum, nýgerð-
ur búvörusamningur er ósamþykktur
af Alþingi og enginn virðist vita
hvenær hann verður samþykktur.
Búvörusamningnum fylgir 33%
skerðing, síðan kemur GATT-samn-
ingurinn sem enginn virðist vita fyr-
ir víst hvernig niðurstaðan verður
á, önnur en sú að honum fylgir líka
skerðing. Það er því ekki undarlegt
þó bændur séu uggandi um framtíð
sína. Ég hef stundað búskap í 28
ár, og allan þann tíma hafa kratar
og fleiri aðilar, rekið svo linnulausan
áróður gegn bændastéttinni að mér
hefur oft ofboðið. Við svona óvissu-
ástand brýst út margra ára gremja
í garð þeirra sem áróðurinn hafa
stundað. Ég hef oft hugsað um til-
ganginn þegar ég horfi á sjónvarpið
á kvöldin og sé og heyri talað um
hungur víða um heim, svo les ég í
blöðunum að íslenskum bændum er
líkt við glæpasamtök. í vikublaðinu
Pressunni 9. janúar sl. las ég grein
með yfirskriftinni „Mál er að ofbeld-
inu linni“ þar kemur orðið landbún-
aðarmafía að minnsta kosti tvisvar
fram. Mafía, eru það ekki mestu
glæpasamtök heims? Svona skrif
hleypa einungis illu blóði í fólk og
það er ansi hart að vera líkt við
mafíu og ræningja vegna þess að
maður velur sér það lífsstarf að
framleiða landbúnaðarafurðir í svelt-
andi heimi.
Svona skítkast eins og kemur
fram í þessari grein í Pressunni og
víðar þjónar engum tilgangi, en ger-
ir þá sem það skrifa aumkunar-
verða. Fyrir nokkru síðan var ég á
fundi á Hvammstanga, þar sem
bændur sem við höfum kosið til að
gegna trúnaðarstörfum fyrir okkar
samtök og þeirra starfsmenn út-
skýrðu Dunkel-tilboðið fyrir bænd-
um. Skömmu síðar var ég á fundi í
Miðgarði þar sem utanríkisráðherra,
formaður Alþýðuflokksins þess
flokks sem hefur rekið hvað harð-
asta gagnrýni og áróður á bænda-
stéttina, túlkar sama mál á allt ann-
an veg en fulltrúar bændasamtak-
anna gerðu. Þetta gerði mig fyrst
hálf ráðvilltan, síðan vaknaði sú
spurning, hveiju á maður að trúa?
Auðvitað trúir maður þeim mönn-
um sem maður hefur valið til trúnað-
arstarfa fyrir sig, frekar en utanrík-
isráðherra sem oft hefur gagnrýnt
bændur óvægilega og af lítilli sann-
girni. Sú gagnrýni og heift í garð
utanríkisráðherra er fram kom á
fundinum í Miðgarði, finnst mér
vera afleiðing af óvæginni gagnrýni
á landbúnaðinn.
Það má vera umhugsunarefni að
rauði þráðurinn gegnum alla þessa
fundi með bændum er „við trúum
þér ekki, Jón Baldvin". Þegar heil
stétt í þjóðfélaginu vantreystir utan-
ríkisráðherra sínum svo mikið, ráð-
herra sem fer með einhvern við-
kvæmasta málafiokk í stjórninni, er
eitthvað mikið að. Svona afleiðingar
getur áratuga neikvæður áróður
haft.
Ég virði það við utanríkisráðherra
að hann óskaði eftir því við fjölmiðla-
menn á fundinum í Miðgarði, að
þeir birtu ekkert úr ræðum þriggja
fundarmanna en samt er einni þeirra
hampað manna á milli og í blöðum?
Hver er tilgangurinn?
GUÐJÓN ÓLAFSSON
V aldasteinsstöðum
Strandasýslu
Betur má ef duga skal
Frá Benedikt Sigurðssyni:
I ágústmánuði árið 1914 átti sér
stað sögulegur atburður. Snaggara-
legur náungi og þaulvanur skipu-
leggjari, Allan S. Brown að nafni,
sýndi áræðni í verki og barði að
dyrum Jóseph G. Prance, virts en
lítið þekkts klæðskera og ávarpaði
hann með eftirfarandi orðum: Mig
langar að ræða við þig um stofnun
bræðrafélags manna sem m.a.
styddu hvern annan ef veikindi
bæri að höndum.
Prance bauð Brown að ganga í
bæinn og ræða málin. Þar með var
isinn brotinn og samtal þeirra varð
upphafið að einni stærstu þjónustu-
hreyfingu heims, Kiwanis Intemati-
onal.
Kiwanishreyfingin var síðan
stofnuð með formlegum hætti í
Detroit í Michigan-fylki í Bandaríkj-
unum, 21. janúar 1915.
Nafn hreyfingarinnar er fengið
úr indíánamáli. I upphaflegri mynd
var það „Nun — Kee — Wan — is“
sem talið er næst þýða: Við njótum
okkar, við látum í okkur heyra.
Það hafa Kiwanismenn svo sann-
arlega gert; hreyfíng þeirra hefur
vaxið jafnt og þétt og hana er nú
að finna víða um heim.
Arið 1964 var fyréti Kiwanis-
klúbburinn stofnaður á íslandi, nú
eru þeir orðnir 43 talsins með um
1.300 félaga. Þá hafa um 460 kon-
ur sameinast í sama tilgangi og
karlarnir um allt land undir nafninu
Sinawik.
Kiwanis er nánar tiltekið alþjóð-
leg þjónustuhreyfing einstaklinga
sem hafa á huga á því að taka virk-
an þátt í að bæta samfélagið.
Fijálst samstarf þeirra gerir þeim
kleift að vinna að þjóðlegum umbót-
um í mannúðarskyni. Má þar sem
dæmi nefna: Aðstoð við ungt fólk
eða aldrað, náttúravernd, þróun
félagslegrar aðstöðu og eflingu vin-
áttu og skilnings þjóða á milli.
Kiwanishreyfingin er fyrst og
fremst þjónustuhreyfing sem setur
manngildið ofar öðru og lætur and-
leg og mannleg verðmæti skipa
æðri sess en þau sem eru af verald-
legum toga spunnin.
í þessu ljósi hefur Kiwanis leitast
við að tileinka sér hina gullvægu
setningu úr heilagri ritningu: Það
sem þér viljið að aðrir menn gjöri
VELVAKANDI
-LYKLAVESKI
LYKLAVESKI fannst fyrir utan
Þinghólsstræti 46 í Kópavogi
fyrir nokkru. Upplýsingar í síma
642250.
PEYSA
ÞRIGGJA ára stelpa tapaði lopa-
peysunni sinni á leið frá Torfu-
felli að barnaheimilinu Ösp fyrir
skömmu. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í Ólöfu
í síma 674071.
inu frá því ég var barn en nú
les séra Bolli Gústafsson þá svo
hratt að ómögulegt er að fylgj-
ast með. Passíusálmarnir eru
mjög djúpt umhugsunarefni fyr-
ir okkur öll enda eftir okkar
merkasta sálmaskáld. Þessi
upplestur er hinn lélegasti sem
ég hef heyrt síðustu 10 árin.
Eg hef haft mikið álit á séra
Bolla og treysti því að hann taki
þetta til athugunar og sjái til
þess að það sem eftir er af sál-
munum verði ekki lesið svona
hratt.
OF HRAÐUR
UPPLESTUR
Elísabet Hansen:
ÉG VAR alin upp við það að
lésa Passíusálmana með útvarp-
PERLUFESTI
PERLUFESTI, sem er gamall
ættargripur, tapaðist föstudag-
inn 21. febrúar i vesturbæ.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í Ásu í vinnusíma
622120.
yður, skuluð þér og þeim gjöra.
Víða um heim hafa Kiwanisfélag-
ar siglt undir flaggi þessu og unnið
ötult starf.
Á íslandi hefur róður þeirra birst
í hinum ýmsu myndum. Þau verk-
efni sem Kiwanis hefur hleypt af
stokkunum eru mýmörg og spanna
fjölmörg svið þjóðlífsins.
Hér eru engin tök á því að gera
þeim fullnægjandi skil en þess má
geta, að fyrir skömmu opnaði Rauði
krossinn fyrir skömmu svokallað
grænt númer (99-66-22) sem gerir
börnum og unglingum kleift að
hringja fyrir sama verð, óháð bú-
setu þeirra og styrkti kiwnisklúb-
burinn Katla auglýsingu á neyðar-
þjónustu þessari sem birst hefur í
öllum dagblöðum.
Þá er rett að nefna eitt stærsta
verkefni Kiwanis fyrr og síðar, sem
ber heitið K-Iykillinn. Um er að
ræða sautján ára verkefni sem
hingað til hefur verið unnið í þágu
geðsjúkra á íslandi og flestir kann-
ast við.
Af framansögðu má sjá að starf-
semi Kiwanis er æði fjölbreytileg
en neyðin hvarkvæm og aðstoð
biýn.
Tökum höndum saman og leit-
umst við að bæta og fegra mannlíf-
ið því þar býr hinn sanni þjóðarauð-
ur.
Dyr Kiwanis standa öllum opnar
sem vilja leggja hönd á plóginn.
félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu.
BENEDIKT SIGURÐSSON
Ægissíða 96 Reykjavík.
BREYTTU AHYGGJUM
í UPPBYGGJANDI ORKU!
NÁMSKEIÐ:
MARKVISS ÁHRIFARÍK
MÁLFLUTNINGUR FUNDARSTJÓRN
r
hársnyrtistofa,
Ármúla 17a, 2. hæð, sími 32790.
Ragnheiður Guðjohnsen, hárgreiðslumeistari.
Opið alla virka daga frá 08-18.00.
Opið á laugardögum frá 09-16.00
A
V
Við afhendingu þessarar úrklippu er veittur 20% afsláttur.
Gildirtil l.apríl.
J
r
Skrifstofutækninám
Fyrir aðeins kr. 5.000 *
Námið er sniðið að þörfum vinnumarkaðarins.
Þú lærir að færa bókhald og nota tölvu við lausn
algengra verkefna á nútíma skrifstofu, dl dæmis
ritvinnslu, áæltanagerð og tölvubókhald.
* Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára
Tölvuskóli íslands
Sími: 67 14 66, opiö lil kl. 22
• Vandaöar útihuröir úr furu, oregon pine og mahóní tilbúnar til
uppsetningar. Þeim fylgir karmur, lamir, skrá, húnar og
þéttilistar.
• Viö sérsmíöum einnig huröir og glugga eftir þínum óskum.
Gerum föst tilboö í alla smíöi.
• Góðir greiðsluskilmálar.
Áratuga reynsla í hurða- og gluggasmíði.
1
viö Reykjanesbraut í Hafnarfirði - Símar 54444 og 654444