Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Fjárhagsáætlun Kópavogs árið 1992: Rekstrarafgangur til framkvæmda og niður- greiðslu skulda rum 26% - segir Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs GUNNAR Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir að rekstur og fjárhagur Kópavogs hafi verið slæmur þegar núverandi meirihluti tók við að loknum bæjarstjórnarkosningunum 1990 og mun verri en þeim óraði fyrir í kosningabaráttunni. Það hafi kostað mikla vinnu að rétta fjárhag bæjarins við og í fjárhagsáætlun fyrir árið i ár náist loks það markmið að halda rekstrargjöldum bæjarins í skefjum þrátt fyrir auknar álögur ríkisins án þess að þjónustustig lækki og rekstrar- afgangur til framkvæmda og niðurgreiðslu skulda verði rúmlega 26%. Það sé forsenda þess að geta staðið í framkvæmdum án þess að safna skuídum. Rekstrargjöld tæpar 1.100 milljónir Gunnar segir að þeir hafi yfirfar- ið hvern einasta útgjaldalið og spar- að og hagrætt eins og mögulegt var. Niðurstaðan væri sú að áætluð heildarútgjöld bæjarins yrðu 1.708 —milljónir á árinu 1992 og þegar búið væri að draga ýmis konar þjón- ustutekjur frá, svo sem strætis- vagnagjöld og dagvistargjöld, þá væru rekstrargjöidin 1.097 milljón- ir, sem væri svipað í krónutölu og á síðasta ári og raunar hefðu rekstr- argjöldin hækkað mjög lítið í krónu- tölu frá 1990. Stærstu útgjaldalið- irnir væru 380 milljónir til félags- mála, 229 milljónir til fræðslumála og 134 milljónir til æskulýðs- og íþróttamála. Tekjurnar væru áætlaðar 1.490 milljónir og þar af kæmu 902 millj- ónir vegna álagningar útsvars, 235 milljónir vegna aðstöðugjalda og 255 milljónir vegna fasteigna- skatta. Til rekstrar af sameiginleg- um tekjum fari 73,6%, þrátt fyrir auknar álögur rjkisins á sveitarfé- lögin, en þær nemi um 45 milljónum á Kópavog. Hlutfall rekstrar af sameiginlegum tekjum hafi ekki orðið jafnlágt mörg undanfarin ár, en frá árinu 1986 hafi það verið á bilinu 79% til rúmlega 85%. Að hans mati megi þetta hlutfall hins vegar ekki fara yfir 70-75% ef reka eigi sveitarfélög með góðu móti, því annars verði lítill afgangur til fram- ^.kvæmda og niðurgreiðslu skulda. Þetta markmið næðist núna en það hefði ekki tekist að ná því á síðasta ári. í ár væru því tæpar 400 milljón- ir króna til ráðstöfunar til fram- kvæmda, eignabreytinga og niður- greiðslu skulda. Ætlunin væri að greiða niður skuldir að upphæð ríf- lega 200 milljónir og aðrar 200 milljónir færu til framkvæmda. Látlaus skuldasöfnun í tíð fyrri meirihluta Gunnar sagði að meirhlutinn teldi sig vera búinn að koma böndum á rekstur sveitarfélagsins og hefði náð verulegum árangri í því eins og fjárhagsáætlun ársins 1992 >sýndi. „Rekstur fyrri meirihluta virðist allur hafa farið út og suður. Afgangur til framkvæmda og af- borgunar skulda var mjög lítill og árangurinn var látlaus skuldasöfn- un öll árin sem hann stjórnaði," sagði Gunnar. Framkvæmdaáætlun ársins 1992 hljóðar upp á tæpar 720 milljónir og segir Gunnar að hún sýni fram- kvæmdagleði þrátt fyrir þrönga stöðu, enda vilji þeir nota tækifærið til framkvæmda þegar lægð sé á verktakamarkaði og möguleiki að fá hagstæð tilboð í verk. Þá sé ekki síður mikilvægt að hamla gegn atvinnuleysi og því ætli bærinn að ráðast í eins miklar framkvæmdir og hann geti með góðu móti. Meðal helstu framkvæmda megi nefna að til endurbyggingar eldri gatna sé veitt 130 milljónum króna, en þar séu stærstu verkefnin endurbygg- ing Þinghólsbrautar og Hlíðarveg- ar. Þá verði veitt 45 milljónum til að leggja bundið slitlag á götur og ríflega 140 milljónir fari til nýbygg- ingar gatna. Til framkvæmda við skóla fari 107 milljónir, 50 milljón- ir til framkvæmda vegna málefna aldraðra og 40 milljónir til bygging- ar Listasafns. Framkvæmdirnar eru fjármagnaðar með því að frá rekstri kemur 181 milljón, gatnagerðar- og yfirtökugjöld er um 241 milljón og eignir eru seldar fyrir 66 milljón- ir en þar er einkum um að ræða eignir í Digraneshlíðum sem keypt- ar voru á síðasta ári. Þá koma til ríkisframlög vegna skólabygginga og annars samtals að upphæð tæp- lega 100 milljónir. Frá framkvæmd- asjóði aldraðra koma 44 milljónir og lán vegna Skerjafjarðarræsis er ráðgert 90 milljónir, en það er tek- ið hjá Norræna fjárfestingabankan- um með Reykjavíkurborg. Fjörurnar í Kópavogi hreinsaðar Gunnar sagði að Skeijafjarðar- ræsið væri lykillinn að því að hreinsa fjörurnar í Kópavogi og með þeim framkvæmdum næðist langþráð markmið sem bæjaryfir- völd hefði stefnt að árum saman. Um væri að ræða stórframkvæmd sem Kópavogur réðist í samvinnu við Reykjavíkurborg, Garðabæ og Seltjarnarnes og ætti að kosta í heild í kringum einn og hálfan millj- arð þegar það væri tilbúið, en áætl- að væri að taka það í notkun 1994-95. Ræsið byijaði í Garðabæ og færi í gegnum bæjarfélögin og endaði einn og hálfan kíiómetra út í sjó frá Akurey. Kostnaður Kópa- vogs vegna þess væri 180 milljónir og heimingurinn félli tii í ár. Að auki kæmi kostnaður við ræsi í Kópavogi að upphæð 80-90 milljón- ir, þannig að heildarkostnaður yrði á bilinu 260-70 milljónir en hefði áður verið áætlaður 360 milljónir. I eldri götunum í Kópavogi væri einfalt kerfi, þ.e. að skolp og regn- vatn safnaðist í sama ræsið og ef það yrði ekki aðskilið og lagt tvö- falt kerfi í göturnar þýddi það að dæla þyrftu regnvatninu úr Kópa- vogi út fyrir Akurey. Það þýddi hlutfallslega mjög aukinn kostnað fyrir Kópavog í rekstri ræsisins. Því væri mikill fjárhagslegur ávinn- ingur fyrir bæinn að vera búinn að aðskilja í götunum áður en Skeija- fjarðarræsið kemur. Gunnar sagði að þegar núverandi meirihluti tók við stjórn bæjarins fyrir tæpum tveimur árum átti eftir að endurnýja 15 kíiómetra af eldri götum í Kópavogi. Ef svo héldi sem horfði þá yrði búið að endurnýja 10 kílómetra af þessum 15 í lok kjörtímabilsins. í málefnasamningi segði að endurbyggingu gamalla gatna skuli ljúka á 4-6 árum og allt útlit sé fyrir að það markmið náist. Skammtímaskuldum breytt í langtímaskuldir Gunnar sagði að á árinu 1992 myndu falla á bæinn afborganir vegna lána sem hefðu verið tekin í tíð fyrri meirihluta að upphæð 430 milljónir. í fyrra hefðu fallið á bæ- inn afborganir að upphæð 370 millj- ónir, þannig að samtals væru þetta íinfmiiiu i »«**-M!**w**#*#«lf i 800 milljónir á tveimur árum. Á næsta ári lækkaði þessi upphæð en þá kæmu til afborgunar 100 millj- ónir. „Við höfum verið að vinna að því frá því við tókum við að breyta skuldum bæjarins úr skammtíma- skuldum í langtímaskuldir á hag- stæðum vöxtum. Áður en við tókum við voru nánast öll lán til skamms tíma og bærinn borgaði háar upp- hæðir í vanskila- og dráttarvexti. Á þessu liðlega eina og hálfa ári sem við höfum verið við stjórnvölin erum við búin að breyta þessum lánum í langtímalán á hagstæðum raun- vöxtum sem eru breytilegir en eru nú í kringum 7,7%. Eins og sést á fjármagnsyfirlitinu eru skamm- tímaskuldir nánast úr sögunni hjá bænum, engir dráttarvextir greiddir á árinu 1992, og við áætlum að greiða niður skuldir um 210 milljón- ir króna í ár. Það hefur verið talað um slæma fjárhagsstöðu bæjarins og vinstri menn hafa talað um að við höfum safnað skuldum sem nema 2 milljónum á dag frá því við tókum við, en hafa skal það sem sannara reynist. Þegar við tókum við á miðju ári 1990 kom í ljós að vinstri flokkarnir höfðu falsað fjár- hagsáætlunina verulega. Þeir höfðu ofáætlað tekjur bæjarins um 100 milljónir og vanáætlað rekstrargjöld um 160 milljónir og gjöld til fram- kvæmda um 90 milljónir. Þar var einkum um að ræða framkvæmdir við sundlaugina, en til hennar höfðu þeir áætlað 60 milljónir, en kostnað- urinn þegar upp var staðið reyndist verða 140-50 milljónir. Við stóðum því uppi með 350 milljóna skuld sem við vissum ekki um og gátum ekki haft áhrif á. Þetta þýddi að í lok árs 1990 voru heildarskuldir bæjar- ins orðnar um 2 milljarðar og það er sú grunnstaða sem við tökum við,“ sagði Gunnar. Villandi að tala um heildarskuldir Hann sagði að það væri mjög villandi að tala um heildarskuldir þegar fjármál sveitafarfélaga væru annars vegar. Heildarskuldirnar væru í dag í kringum 2,5 milljarð- ar. Bærinn gæti slegið lán um einn milljarð til viðbótar og lagt þá upp- hæð inn á bankabók og þá væru skuldirnar 3,5 milljarðar. Hins veg- ar væri staðan óbreytt þar sem peningalegar eignir kæmu móti. Eðlileg viðmiðun væri því heildar- skuldir að frádregnum peningaleg- um eignum. Kópavogur ætti miklar peningalegar eignir á móti sínum skuldum. Þessar eignir væru bæði í lóðum sem yrðu seldar á árinu, inneignum hjá ríkinu, og útistand- andi óinnheimtum gjöldum. Þegar þetta allt væri tekið til þá hefðu nettóskuldir bæjarins verið um 1.400 milljónir króna um síðustu áramót eða um 200 miiljónum hærri en þegar núverandi meirihluti tók við. Að teknu tilliti til niðurgreiðslu skulda á árinu væri þess vænst að skuldastaðan yrði svipuð í lok ársins og þegar meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks tók við. Að auki væri ekki tekið tillit til óseldra lóða og sá kostnaður sem lagður hefði verið í framkvæmdir í Smárahvammi. Þar lægju fastir peningar í gatnagerð að upphæð 4-500 milljónir. Þeir myndu koma inn á næstu tveimur árum og þegar búið væri að koma þeim fram- kvæmdum í verð myndi skuldastað- an batna verulega til viðbótar. Þess- ar eignir væru ekki færðar sem peningalegar eignir fyrr en væri fyrirséð að lóðirnar væru seldar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs í Kópavogi. Reynum ekki að blekkja með bókhaldskúnstum „Við erum ekki að reyna að blekkja fólkið okkar með bókhalds- kúnstum. Núverandi meirihluti hef- ur afskrifað um 150 milljónir af töpuðum kröfum eftir að hann tók við. Nú erum við komnir á það stig að geta bæði greitt niður skuldir bæjarins og framkvæmt, en erum ekki bundnir í þann klafa sem fyrri meirihluti var að geta ekki fram- kvæmt nema safna skuldum. Grunnurinn að öllu er reksturinn. Ef rekstur bæjarfélagsins er í lagi eru fjármunir til ráðstöfunar bæði til framkvæmda og afborgunar skulda. Ef reksturinn er ekki í lagi þýðir það skuldasöfnun eða stöðnun. Enda var það með ólíkindum þegar við tókum við hvað var mikið af framkvæmdum sem var löngu orðið tímabært að hefjast handa um. Ég nefni til dæmis Hjallaskóla. Það var framkvæmd upp á 80 milljónir sem við urðum að byija á í fyrra og svo mætti lengi telja,“ sagði Gunnar. Hann sagði að núverandi meiri- hluti hefði verið gagnrýndur fyrir hækkun fasteignagjalda. Stað- reyndin væri hins vegar sú að ekki væri um hækkun að ræða heldur tilfærslu milli einstakra gjaldliða. Fasteignaskattur hefði verið lækk- aður úr 0,5% af fasteignamati í 0,485% og fyrirætlanir væru um að lækka hann á næstu tveimur árum í svipað og hann væri í Reykjavík, sem væri 0,421%. Á móti hefði vatnsskattur hækkað úr 0,13% í 0,20% í kjölfar laga sem samþykkt hefðu verið á Alþingi fyrir jól. Þau fælu í sér að lágmarksgjald væri fellt niður og eingöngu væri borgað eftir rúmmáli, auk þess sem fast gjald fyrirtækja væri einnig fellt niður og þau borguðu eingöngu eft- ir mæli. Til að ná sömu tekjum hefði því orðið að hækka vatnsskattinn auk þess sem hann legðist aðeins á fasteignamat húss ekki húss og lóð- ar eins og í Reykjavík. Heildarálagning hækkar lítillega Hann nefndi að gjald til Sorpu og vegna sorphirðu hefði einnig hækkað um 500 krónur úr 5.500 krónum í 6 þúsund krónur á íbúð. Þrátt fyrir það þyrfti bæjarfélagið að leggja 20 milljónir úr sameigin- legum sjóðum til þess að endar næðu saman. Þetta væru emu hækkanirnar hjá Kópavogsbæ. Út- svar væri óbreytt og því hefði heild- arálagning hækkað lítillega. Kópa- vogur hefði hins vegar ekki farið þá leið sem sum önnur sveitarfélög hefðu farið að hækka útsvarspró- sentuna í 7,5% og fullnýta heimild til álagningar. Þar með fengu þau aðgang að jöfnunarsjóði sveitar- félaga og greiðslur úr honum. Þetta yki útgjöld ríkisins og þannig fengju þessi sveitafélög framlög úr ríkis- sjóði til þess að mæta útgjöldum vegna bandormsins og það væri ekki hægt að segja að þetta væri skynsamleg hagstjórn eða meðferð á skattpeningum borgaranna. Það væri hins vegar mjög villandi að bera sveitarfélög saman við Reykja- vík, sem hefði mjög miklar tekjur af aðstöðugjöldum og léti eðlilega íbúa sína njóta þess. Þessi árangur næðist þrátt fyrir auknar álögur ríkisins á sveitarfélög vegna band- ormsins svonefnda. 45 milljónir vegna bandormsins „Þetta er afleitur skattur sem ríkisstjórnin leggur á sveitarfélögin án fyrirvara og án þess að spyija kóng eða prest. Þetta eru viðbótar- útgjöld fyrir Kópavog upp á um 45 milljónir og þar yfir og við höfum mætt þessu með sparnaði í rekstri og niðurskurði framkvæmda, en ekki með skattahækkun. Kópavog- ur er tilbúin'til að axla byrðar eins og aðrir þegar að kreppir og við vonumst til að þessi lögregluskattur og annað verði ekki við lýði nema í ár. Það er þó þannig að það virð- ist vera regla að þegar ríkið leggur slíkt á að það verði ekki tekið af aftur,“ sagði Gunnar. Hann sagði aðspurður um reynsl- una af rekstri bæjarfélagsins til þessa að þeir hafi orðið fyrir veru- legu áfalli þegar þeir hafi verið búnir að kynna sér fjárhagsstöðuna eins og hún var þegar þeir tóku við. „Rekstur bæjarfélagsins var í rústum. Við höfum unnið að því hörðum höndum að koma honum í það horf sem hann á að vera og teljum okkur vera búna að því núna. Við vissum að skuldastaðan var slæm og sögðum það í kosningabar- áttunni, en hún var mun verri en okkur hafði nokkurn tíma órað fyr- ir. Við sögðumst líka að við ætluð- um að stöðva frekari skuldasöfnun og við sjáum nú þegar komið er fram á mitt kjörtímabil að hún verð- ur betri heldur en þegar við tókum við. Allur áróður vinstri manna um aukna skuldasöfnun er úr lausu lofti gripinn. Þeir eru fljótir að gleyma því að þetta er þeirra ar- fleifð sem við urðum að taka við og gera það besta úr,“ sagði Gunn- ar Birgisson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.