Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 1

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 53. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nagorno-Karabak: Samveldisherinn kemst ekki a brott Moskvu. Reuter. ARMENAR í Stepanakert, höfuðstað Nagorno-Karabak, komu í gær í veg fyrir, að unnt væri að flytja burt síðustu herdeild samveldishers- ins en þeir óttast allsherjarárás Azera á borgina þegar herinn er far- inn. Yfirvöld í Armeníu sökuðu í gær Azera um að hafa skotið niður þyrlu, sem var að flytja burt konur og börn. Vopnaðir Armenar og íbúar í Stepanakert lokuðu öllum vegum frá borginni til að hindra brottflutning samveldishermannanna og kvaðst fólkið mundu leggjast fyrir skrið- drekana ef nauðsyn krefði. Óttast það stórárás Azera strax og herinn er á burt en stjórnarandstæðingar í Azerbajdzhan og þjóðernissinnar leggja hart að Ayaz Mutalibov, for- seta landsins, að hefna strax árása Bandaríkin: Fjörkipp- ur í efna- hagslífið Washington. Reuter. HAGVÖXTUR í Bandaríkjun- um jókst um 0,9% í janúar- mánuði og er það mesti fjör- kippurinn í hálft ár. Þykir það boða gott fyrir efnahagslífið á næstunni. Hækkaði gengi dollarans strax og skýrt var frá þessu. Hagvöxturinn er metinn með tilliti til nokkurra hagvísa, sem eiga að segja fyrir um ástandið í efnahagslífmu allt að níu mán- uði fram í tímann. Höfðu efna- hagssérfræðingar búist við, að hann ykist um 0,7% en í nóvem- ber og desember minnkaði hann um 0,2% í hvorum mánuði. Sjö af 11 hagvísum voru jákvæðir í janúar. Armena og fjöldamorðanna, sem þeir eru sakaðir um. Hefur af þess- um sökum verið boðað til neyðar- fundar í azerska þinginu á morgun. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins í Armeníu sagði í gær, að Azer- ar hefðu skotið niður armenska her- þyriu, sem var að flytja um 50 manns, aðallega konur og börn, til Jerevans í Armeníu. Kom þyrlan niður nærri azersku þorpi en flestir lifðu þó af. Áður hafa Armenar ver- ið sakaðir um að hafa skotið niður azerskar þyrlur. Suleyman Demirel, forsætisráð- herra Tyrklands, sagði í gær, að Tyrkir gætu ekki látið átök Azera og Armena afskiptalaus enda væru þau eins og púðurtunna, sem gæti sprungið þá og þegar með alvarleg- um afleiðingum fyrir nágrannaríkin. Hefur tyrkneska stjórnin reynt að miðla málum milli þjóðanna en tyrk- neskir þjóðernissinnar krefjast þess, að Azerum, sem tala tyrkneska tungu, verði lagt lið gegn Armenum. A flótta frá „blóðvöllunum “ í Burma Reuter Talsmenn alþjóðlegra hjálparstofnana sögðu í gær, að Burma væri að breytast í sams konar „blóðvöll" og Kambódía var á valdatíma Rauðu khmeranna. Hafa tugþúsundir múslima, sem eru minnihluti í landinu, flúið yfir til Bangladesh og segir fólkið sögur af óskaplegum grimmdarverk- um stjórnarhersins, fjöldamorðum, misþyrming- um og þrælkunarbúðum. Þetta flóttafólk er ný- komið yfir Naaf-fljótið, sem rennur á landamær- um ríkjanna. Stofnun sjálfstæðs ríkis sam- þykkt í Bosníu-Herzegovínu Sarajevo. Reuter. ALIJA Izetbegovic, forseti Bos- níu-Herzegovínu, sagði í gær að lýðveldið myndi segja sig úr lög- um við Júgóslavíu og verða að sjálfstæðu ríki. Þjóðaratkvæða- greiðsla var haldin í Bosníu um helgina um hvort lýðveldið ætti að lýsa yfir sjálfstæði og voru 99,43% þeirra sem kusu fylgjandi því. „Bosnía er sjálfstæð og vill verða að alþjóðlega viðurkenndu ríki,“ sagði Izetbegovic þegar úrsiitin lágu fyrir. Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni var einungis 63% þar sem Serb- ar í Bosníu sátu flestir heima á kjör- dag í mótmælaskyni en þeir vilja viðhalda.tengslum við Serbíu. Þrjár Norrænt samstarf innan Evrópubandalagsins: Islendingar ekki fullir þátttakendur utan EB -segir Carl Bildt forsætisráðherra Svíþjóðar Hclsinki. Frá Ólafi Þ. Stephensen, hlaOamanni Morgunblaðsina. CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Islendingar muni ekki einangrast frá öðrum Norðurlöndum, þótt þeir gangi ekki í Evrópubandalagið, en þeir verði hins vegar ekki fullir þátttakend- ur í norrænu samstarfi, sem í auknum mæli muni eiga sér stað innan ramma EB. Þetta kom fram í samtali Bildts við Morgunblaðið i gær. Bildt sagði í ræðu sinni á Norð- urlandaráðsþingi, sem hófst í Hels- inki í gær, að nýtt norrænt sam- starf innan evrópsks ramma væri í augsýn. Norrænt samstarf, sem hefði verið að glata mikil- vægi sínu, myndi fá nýjan kraft með tengingu við evrópskt sam- starf. Bildt sagði að allt benti til að öll Norðurlöndin myndu ganga í Evrópubandalagið á næstu árum - sennilega þó að Islandi undanskildu. „ísland mun ekki einangrast frá Norðurlandasamstarfinu. Það er hlutverk okkar að sjá til þess að Island eigi áfram mögu- leika á að taka þátt í norrænu samstarfi,“ sagði Bildt í samtali við Morgunblaðið. „Það er æski- legt að ísland tengist Evrópu- samstarfinu. En íslendingar munu ekki taka fullan þátt í samstarfi okkar ef þeir kjósa að standa fyrir utan Evrópu- bandalagið." Bildt sagði að mikið af því, sem áður hefði heyrt undir nor- ræht samstarf, myndi flytjast til Evrópubandalagsins. „Island verður áfram fullgildur aðili að Norðurlandaráði sem slíku, en margir stórir málaflokkar munu Carl Bildt lyftast á evrópskt plan,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði að íslendingar yrðu að ákveða sjálfir hvernig þeir vildu haga tengslum sínum við EB. „En séð út frá sjónarhóli norræns sam- starfs væri æskilegast að öll Norð- urlöndin gengju í EB. Á því er enginn vafi,“ sagði Bildt. Sjá bls... þjóðir byggja Bosníu og er sú stærsta múhameðstrúarmenn eða um 41% íbúa. Þá eru 17% íbúa Kró- atar og 31% Serbar. Vopnaðir Serbar settu upp götu- tálma víðs vegar um Sarajevo, höf- uðborg Bosníu, á mánudag og olli það miklu öngþveiti í borginni. Inn- anríkisráðuneytið í Bosníu sagði þrjá menn hafa fallið í skotbardögum þann tíma sem götutálmarnir voru uppi. í gær var hins vegar allt með kyrrum kjörum í Sarajevo eftir að um tíu þúsund manns gengu með kertaljós um borgina til að mótmæla aðgerðum Serba. Forseti Bosníu varaði Serba við að grípa til áþekkra aðgerða að nýju og sagði að ef það gerðist myndi hann hvetja almenna borgara til að koma í veg fyrir það. Fulltrúar stjórnarinnar og Serba eiga nú i viðræðum um framtíð lýð- veldisins og eru uppi tillögur um víðtæka sjálfstjórn einstakra þjóða þegar Bosnía verður að sjálfstæðu ríki. Serbar telja hins vegar að tveir þriðju hluti landssvæðis Bosníu til- heyri þeim og Radovan Karadzic, formaður Serbneska lýðræðisflokks- ins, sagði í gær að Serbar myndu stofna sjálfstætt ríki „í tengslum við Júgóslavíu" ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálf- stæði var einnig haldin í Svartfjalla- landi (Montenegro) um helgina og sagði Ta/i/ug-fréttastofan í Belgrad að jafn afgerandi meirihluti hefði þar verið andvígur sjálfstæði og hefði verið því fyigjandi í Bosníu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.