Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 14

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 Hafa skal það sem sannara reynist eftir Svanhildi Kaaber og Eirík Jónsson Því miður hefur oft reynst erfitt að kalla fram almenna umræðu um skólamál í þjóðfélaginu. Þess vegna ber að fagna þeirri umfjöllun sem síðustu vikur hefur orðið í fjöl- miðlum og manna á meðal um þennan mikilvæga málaflokk, þó tilefni umræðunnar, ákvarðanir ríkisstjómarinnar um niðurskurð á fjármagni til skólastarfsins, séu sannariega ekkert fagnaðarefni. Þeir sem styðja ákvarðanir ríkis- stjómarinnar hafa látið að því liggja að Kennarasamband íslands hafi farið offari í málflutningi sín- um og jafnvel dreift gögnum og upplýsingum sem ekki fá staðist. Máli sínu til stuðnings birta þeir fullyrðingar og tölur sem erfítt kann að vera að hrekja fyrir þá sem ekki hafa heildarsýn yfir mála- flokkinn. Hér verða leiðréttar nokkrar vill- ur í málflutningi fylgismanna ríkis- stjómarinnar og bætt við skýring- um þar sem þær hefur vantað til að nauðsynleg heildarmynd fáist: Framlag ríkisins pr. nemanda í grunnskóla Þetta kemur t.d. fram í greinum alþingismannanna Einars Guð- finnssonar (Morgunblaðið 8. febr- úar 1992) og Björns Bjamasonar (Morgunblaðið 19. febrúar). Þar er fjallað um framlög ríkisins á hvem nemanda í grunnskólum. Með grein Einars birtist eftirfar- andi tafla sem Bjöm vitnar síðan í: þessar: Fyrir árið Í990 var fræðsluskylda fyrir 6 ára nemend- ur og þeim ákvarðaður tími miðað við fjölda í hverjum skóla. Vorið 1990 var skólaskylda 6 ára barna lögbundin og frá haustinu 1990 var þeim reiknaður tími eins og öðrum nemendum grunnskóla. Þá var líka ákveðið að hámarksfjöldi nemenda í 6 ára bekkjum skyldi vera 22. Á fjárlögum ársins 1990 var gert ráð fyrir 40 miiljónum króna vegna þessara ákvarðana á fyrrihluta skólaársins 1990-1991, þ.e.a.s. mánuðina september-des- ember. Á fjárlögum áreins 1991 er að fullu reiknað með kostnaði vegna framkvæmda þessara ákvæða. Þegar tafla Einars er skoðuð kemur í ljós að sú aukning sem varð á fjármagni til grunn- skóla árið 1991, m.a. vegna ákvörðunar um skólaskyldu 6 ára nemenda og fámennari bekkjar- deilda í yngstu árgöngunum er að engu orðin. Aukið fjármagn vegna þessa nýja verkefnis er ekki lengur til — heldur er kostnaður greiddur með því að draga af því sem eldri nemendum var ætlað. Nemendafjöldi í bekkjardeildum í áðumefndri grein Bjöms Bjarnasonar er m.a. fjallað um nemendafjölda í bekkjardeildum og þess getið að meðaltalsfjöldi nemenda í bekkjardeild á landinu öllu séu 19 nemendur. Björn telur að meðaltalsfjöldi nemenda í bekkjardeild í Reykjavík sé 21,7 nemendur. Þessar tölur eru út af fyrir sig ekki dregnar í efa. Hins vegar hefði gjaman mátt fylgja Framl. pr. nem. 121 125 120 „Reynsla kennara og skólastjórnenda er ekki sú að niðurskurður sem ákveðinn hefur verið vegna tímabundinna erfiðleika þjóðfélagsins skili sér til baka þegar betur árar.“ um að vita til þess að annars stað- ar séu nemendur færri. Meðaltals- tölur af þessu tagi gefa því mjög ranga mynd af ástandinu. í grein Bjöms og reyndar einnig í grein Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar lögfræðings sem birtist í Morgunblaðinu 12. febrúar er því haldið fram að á síðustu tíu ámm hafi orðið mikil útgjaldaaukning í skólakerfínu. Til þessarar fullyrð- ingar er einmitt vitnað í leiðara Morgunblaðsins 14. febrúar. Ekki benda opinberar upplýsingar til þess að hér sé rétt með farið — nema síður sé. Hlutfall skólamála af heildarútgjöldum ríkissjóðs hef- ur frá árinu 1980 verið nánast óbreytt 14-15% ríkisútgjalda. Þetta kemur skýrt fram á með- fylgjandi mynd sem birtist í fram- kvæmdaáætlun menntamálaráðu- neytisins í skólamálum til ársins 2000. Kennslumagn á árunum 1960 og 1992 Ólafur Amarson aðstoðarmaður menntamálaráðherra, lætur hafa eftir sér í Morgunblaðinu 11. febrúar sl. samanburð á heildar- kennslumagni á ámnum 1960 og 1992. Sá samanburður er fullkom- lega óraunhæfur, enda verið að bera saman átta árganga í grunn- skóla annars vegar og tíu árganga hins vegar. Þar að auki er langt frá því að öll sagan sé sögð í full- yrðingum hans um kennslumagn árið 1960. Framlög á hvern grunnskólanema Fjöldi Framl. á verðl. Framl. á verðl. nemenda hvers árs jan. ’92 1990 42.875 4.449.583 5.171.682 1991 42.700 4.984.540 5.341.293 1992 42.817 5.122.112 5.122.112 Þær tölur sem þama birtast eru ekki dregnar í efa. Hins vegar er ámælisvert að nauðsynlegar skýr- ingar fylgja ekki töflunni — sem þess vegna gefur alranga mynd. Skýringamar sem vantar eru með að víða í þéttbýli er fjöldi nemenda í bekkjardeild langt yfir meðaltalinu, enda miklu fámennari bekkir í dreifbýli. Það er augljós- lega lítil huggun kennurum og nemendum í 28-30 manna bekkj- Þetta skal útskýrt nánar. Árið 1960 voru 6 ára böm ekki í skóla og þeim þess vegna engin tími reiknaður. Þá lauk skyldunámi þegar unglingar voru 14 ára. Til þess að öðlast rétt til inngöngu í Svanhildur Kaaber einu ári og taka landspróf eða tveim árum og ljúka gagnfræða- prófi. Þessu reiknar aðstoðarmað- ur ekki með, en telur saman 'þá tíma sem ætlaðir voru til kennslu 7 ára — 14 ára nemenda. Reyndar reiknar hann alltaf með lægstu heimilli viðmiðun, en á þessum tíma var sá sveigjanleiki í tíma- magni til skóla að svo dæmi sé tekið áttu 12 ára böm að fá 32-34 stundir á viku. í því tilviki reiknar Ólafur með 32 stundum. Þannig reiknast honum til að árið 1960 hafi þeir árgangar sem þá vom í skyldunámi fengið 9.075 mínútur. Lítum nú á það sem réttara er: Eins og áður er komið fram þurfti unglingur að ljúka einu eða tveim námsámm til viðbótar við það sem þarna er talið til þess að öðlast rétt til inngöngu í framhaldsnám, þ.e.a.s. öðlast 'Sams konar rétt til framhaldsnáms og gmnnskólapróf veitir nú. Landsprófsbekknum vora reiknaðar 1.640 mínútur á viku. Til að ljúka gagnfræðaprófi þurfti að bæta við tveim árum, samtals 3.080 mínútur á viku. Sé miðað við meðaltal verður því að bæta 2.360 mínútum við þær 9.075 sem aðstoðarmaður menntamálaráð- herra telur ef ekki á að halla réttu máli. Við þetta er svo rétt að bæta að hér er hvergi reiknað með kennslu í sundi — sem að sjálf- sögðu er hluti skyldunáms þá eins og nú. Árið 1960 giltu tvenns kon- ar reglur um talningu sundtíma og fór þá eftir því hvort sundlaug var í nágrenni skóla eða ekki. Ef svo var átti að reikna mað einni stund á viku öll námsárin, að öðr- um kosti 108 stundum vegna kennslu á sundnámskeiðum. Þetta telur aðstoðarmaðurinn hvergi með. framhaldsskóla þurfti að bæta við Sé allt þetta talið saman verða þær 9.075 mínútur sem Ólafur Arnarson nefndi að 11.595-11.765 mínútum á viku eftir því hve mik- il sundkennsla var. Þegar sú tala er svo borin saman við þær 11.400 stundir sem .reikna má með að verði ætlaðar til kennslu í 1.-10. bekk grunnskóla næsta vetur er augljóst að vikulegur kennslufjöldi þetta skólaár (’91-’92) er ívið hærri en var á sjöunda áratugnum, en verði niðurskurðaráform ríkis- stjómarinnar að vemleika verður vikuleg kennsla skólaárið ’92-’93 nokkm minni en hún var 1960. Að lokum Nú kann að vera að einhveijum lesanda þyki hér fullnákvæmlega farið í saumana á greinarskrifum manna um skólamálin að undan- förnu. Rétt er að hafa í huga að reynsla kennara og skólastjóm- enda er ekki sú að niðurskurður sem ákveðinn hefur verið vegna tímabundinna erfiðleika þjóðfé- lagsins skili sér til baka þegar betur árar. Engin sýnileg ástæða er til að ætla að svo verði einmitt nú. Þvert á móti hafa margir sem um þessi mál fjalla miklu fremur trú á því að með tilskipunum um niðurskurð á fjárveitingum til skólastarfsins sé ekki bara verið að taka fljótfærnislegar og van- hugsaðar ákvarðanir vegna tíma- bundinna fjárhagsörðugleika held- ur sé ekki síður verið að breyta áherslum og meginmarkmiðum um skólastarfið sem landsmenn hafa hingað til staðið saman um og tal- ið mikils virði, eins og sannaði við setningu grunnskólalaganna síð- astliðið vor. Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands fslands. MEÐAL ANNARRA ORÐA Hvers virði er handleggur? eftir Njörð P. Njarðvík Fyrir Alþingi liggur nú stjóm- arfmmvarp til skaðabótalaga, þar sem fjallað er um bætur fyrir lík- amstjón. Má fullyrða að það marki töluverð tímamót í viðhorfi til meiðsla og örorku, ef það verður að lögum. í stuttu máli má segja að gmndvelli örorkumats sé ger- breytt (eins og kemur fram í at- hugasemdum við frumvarpið, bls. 22): „Horfíð er frá mati sem í meginatriðum er læknisfræðilegt. í stað þess kemur raunhæft fjár- hagslegt mat á þeim áhrifum sem líkamstjón hefur á hæfi hins slas- aða til að afla tekna til vinnu.“ Fjárhagslegt mat Þessi tvö hugtök eru nánar skýrð á bls. 11: „1 hreinu læknis- fræðilegu mati felst að sams kon- ar áverkar (eða eftir atvikum geð- rænt tjón) eru metnir til sama hundraðshluta, án tillits til starfs eða menntunar tjónþola og án þess að líta til þess hver áhrif örorkan hefur á getu hans til þess að afla vinnutekna. Við fjárhags- legt örorkumat er hins vegar leit- ast við að meta til örorkustigs þau áhrif sem líkamsmeiðsli (eða geð- rænt tjón) hafa á ijárhag eða nánar tiltekið hæfi hans til að afla tekna með vinnu.“ í stuttu máli má segja að örorkubætur nemi skv. frumvarpinu sexföldum árslaunum, sem em svo margföld- uð með örorkustiginu. Sá sem hefur 250 þúsund króna mánaðar- laun fær því snöggtum hærri ör- orkubætur en sá sem hefur 60 þúsund. Hins vegar er ekki miðað við hærri árslaun en 4,5 milljónir eða 375 þúsund krónur á mánuði. Varanlegt mein „Breyting á grundvelli örorku- mats veldur því að margir tjónþol- ar, sem hefðu eftir núgildandi reglum fengið örorkubætur, eiga ekki rétt á þeim. í stað þess koma reglur um staðlaðar miskabætur, bætur fyrir „varanlegt mein“ ... Réttur til bóta fyrir varanlegt mein stofnast án tillits til þess hvort tjónþoli á rétt til bóta fyrir varanlega örorku“. (bls. 23). Þetta er nánar skýrt svo (bls. 14): „Veruleg örkuml, svo sem missir lima eða varanlegar hreyf- ingarhindranir, skerða ekki nærri alltaf getu til að afla vinnu- tekna ... Hins vegar er almennt talið að skaðabótareglum beri að haga þannig að slík likamsspjöll beri að meta til bóta.“ Rætt er um að „unnt sé að veita bætur fyrir skerðingu á getu tjónþola til þess að njóta lífsins eins og heil- brigðir menn, t.d. þegar líkams- spjöll valda því að tjónþoli getur ekki stundað íþróttir, notið lista eða er ófær um að eignast börn. Bætur fyrir mein taka því við nokkru af hlutverki bóta fyrir læknisfræðilega örorku, þ.e. að vera greiðsla fyrir ýmsar afleið- ingar líkamstjóns sem ekki verða beinlínis taldar ijárhagslegar ...“ Þama er með öðrum orðum að nokkm vegið upp á móti mismun- un þeirri sem nú skal gilda um örorkubætur. Aukið misrétti En það breytir því hins vegar ekki, að með þessu lagafmmvarpi er enn verið að auka á misrétti í þjóðfélagi okkar. Allir vita að launamismunur hefur verið að aukast hér á landi. Það er fleira láglaunafólk en áður og fleira hálaunafólk en áður, en fólki með sómasamleg meðallaun hefur fækkað. Enn er verið að þjóna þeim sem betur mega sín. Enn er verið að festa í sessi það bren- glaða mat á gildi starfa í þjóðfé- laginu. í frumvarpinu er tekið dæmi af skurðlækni sem skaddast á hendi „og er örorka eftir læknis- fræðilegu mati 20%. Vegna meiðslanna verður hann að hætta skurðaðgerðum og á einungis kost á störfum sem fyrirsjáanlega gefa af sér 50% lægri tekjur til fram- búðar. Regla 5. gr. veitir í þessi tilviki rétt til bóta fyrir 50% ör- orku“. Læknar munu vera þeir einu í heilbrigðisstétt sem hafa góð laun, eru verulegir hálaunamenn. Og tekið er fullt tillit til þess. En hvað um hjúkrunarfólk? Hvers á það að gjalda? Hvers virði er handleggur hjúkmnarkonu? Ég hef margsinnis þurft að dveljast á sjúkrahúsi vegna skurðaðgerða, og ævinlega hef ég dáðst að starfi hjúkrunarfólksins, fórnfýsi þess, þolinmæði, jafnlyndi og ósérhlífni. Ég er sannfærður um að starf þess á. mikinn þátt í bata sjúkl- inga, og sá bati skilar þjóðfélaginu skjótt arði. En starf hjúkrunar- fólks er lítils metið í Iaunum, og því skal það einnig fá litlar ör- orkubætur. Sömu sögu er að segja um aðr- ar stéttir sem starfa í þágu ann- arra í bókstaflegum skilningi, þær sem annast uppeldi barna og menntun, fóstmr og kennarar. Þær em ekki hátt metnar. Þetta kalla ég brenglað viðhorf til starfsgildis. Og enn verra er, ef slíkt mat á að ganga aftur í við- horfi til meiðsla og örorku. Vill íslenska þjóðin staðfesta þetta viðhorf í mati á örorku? Ég efast um það. Ég mótmæli því að hand- leggur hjúkrunarkonu sé minna virði en handleggur arkitekts eða hátekjumanns á auglýsingastofu (svo að dæmi séu nefnd). Hins vegar má segja að þetta frumvarp sé í samræmi við þann ójöfnuð sem mótar stefnu þeirra sem nú fara með völd á íslandi. Höfundur er ritböfundur og dósent í íslenskum bókmcnntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.