Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 4

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 Úrskurði um gildi nauðasamnings AB frestað til 17. mars: Tilskilinn fjöldi samþykkti en fjárhæðir til athugunar Félagið býðst til að greiða 25% af skuldum innan 60 daga SAMKVÆMT gögnum sem lögð voru fyrir fund lánardrottna Al- menna bókafélagsins í skiptarétti Reykjavíkur í gær hefur félagið fengið samþykki 75% kröfuhafa, sem er tilskilinn meirihluti fyrir nauðasamningi sem felur í sér að 25% af skuldum félagsins, eins og þær stóðu 1. ágúst síðastliðinn, verði greiddar en afgangurinn falli niður. Að sögn Grétu Baldurs- dóttur borgarfógeta var því frest- að til fundar sem haldinn verður 17. þessa mánaðar að úrskurða endanlega um hvort nauðasamn- ingarnir nái fram að ganga, meðal annars til að fara yfir gögn máls- ins og kanna hvort þessi fjöldi kröfuhafa ráði jafnframt yfir 75% eða meira af kröfufjárhæðinni, en svo þarf að vera til að samningur- inn hljóti staðfestingu. ÓIi Björn Kárason framkvæmda- stjóri AB sagðist í samtali við Morg- unblaðið telja að að óbreyttu væru nauðasamningarnir í höfn með tals- verðum meirihluta umfram það sem lög áskiija, bæði hvað varðar fjölda kröfuhafa og íjárhæð krafna. Við innköllun krafna vegna nauðasamninganna lýsti 321 aðili um 129 milljóna króna kröfum á hendur félaginu, en að sögn Óla Björns námu heiidarskuldir félagsins um síðastliðin áramót um 180 millj- ónum króna. Rætt um kaup á Sogni Heilbrigðisráðuneytið stefnir að því að samkomulag um kaup/leigu á Sogni náist fyrir hreppsnefndarfund í Ölfushreppi sem halda á í dag og fjalla á um réttargeðdeildina. Þorkell Helgason aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir að viðræð- ur við Náttúrulækningaféiagið, sem á Sogn, séu þegar hafnar og allar líkur á samkomulagi fyrir fundinn. „Við höfum stefnt að því að málefni Sogns lægju ljós fyrir af okkar hálfu áður en hreppsnefndin fundar um málið og allar líkur eru á því að það takist," sagði Þorkell. Þeir sem ekki lýstu kröfum sínum verða bundnir af nauðasamningnum, hljóti liann staðfestingu skiptaréttar, en samkvæmt frumvarpi til nauða- samningsins er gert ráð fyrir að fé- lagið greiði innan 60 daga 25% af skuldum félagsins, eins og þær stóðu 1. ágúst síðastliðinn en aðrar skuld- ir falli niður. VEÐUR I DAG kl. 1 Heimild: Veöurstofa ísiands (Byggt ó veöurspá kJ. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 4. MARZ YFIRLIT: Búist er við stormi á öllum miðum og vesturdjúpi, norður- djúpi, suðausturdjúpi og suðurdjúpi. Um 500 km suðvestur af Reykja- nesi er heldur vaxandi 965 mb lægð sem hreyfist norður og síðar norð- vestur. Yfir Grænlandi er 1.010 mb hæð. Heldur hlýnar i bili. SPÁ: Allhvöss sunnanátt með skúrum eða slydduóljum um sunnan- og vestanvert landiö en að mestu úrkomulaust norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, stinningskaldi eða allhvasst með óljum sunnan- og vestanlands, en muii hægari og að mestu úrkomulaust i öðrum landshlutum. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.. 10° Hitastig V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka FÆRÐ A VEGUM: Greiðfært er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og einnig um Suðurnes. Einnig er orðið fært um Hellisheiði og Þrengslí eru fær en éljagangur er á heiðinni. Vegir á Suðurlandi eru flestir þokkalega færir og fært með suðurströndinni austur á Austfirði. Vegir í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, í Ðölum og vestur í Reykhólasveit eru færir en Brattabrekka er ófær. Fært er á milli Bíldudals og Brjánslækjar og einnig á milíi Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar og ísafjaröar og þaðan til Bolungarvíkur og Súðavíkur. í morgun var vegurinn um ísafjarðardjúp og Steingrimsfjarðar- heiði mokaður, en undir kvöld var veður versnandi og búist viö að heið- ín lokaðist þá og þegar. Frá Drangsnesi er fært suður Strandirnar. Holtavörðuheiði er fær en þar fer veður og færð versnandi. Annars eru flestir vegir á Norðurlandi færir, svo sem til Siglufjarðar og Akureyrar. Fært er frá Akureyri til Ólafsfjarðar og einnig austur um Þingeyjarsýslur. Á Austurlandi eru flestir vegir greiðfærir. Vegagerðin o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað V / / / * / * * * * / / * / * * // / / * / *** Alskýjað $ V VEBUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hfti 3 2 veður skýjað alskýjað Bergen 4 rigning Helsinki 3 alskýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Narssarssuaq +3 skýjað Nuuk -í-4 léttskýjað Ósló 6 skýjað Stokkhólmur 4 rigning Þórshöfn 6 skýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 8 súld Barcelona 14 mistur Berlfn 8 skýjað Chicago 3 þoka Feneyjar vantar Frankfurt 10 skýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 6 rigningogsúid London 12 alskýjað Los Angeles 13 rigning Lúxemborg 7 skýjað Madrid 12 þokumóða Malaga 15 alskýjað Mallorca 16 alskýjað Montreal +15 heiðskírt NewYork 1 þokumóða Orlando 14 þokumóða Paris 11 skýjað Madeira 17 hálfskýjað Róm 16 heiðskírt Vín 11 skýjað Washlngton 6 þokumóða Winnipeg +5 hálfskýjað Vextip banka og sparisjóða Utlánsvextir Víxillán, forvextir 113,75% 12,75% 12,25% 112,75% Almenn skuldabréfalán (algengustu vextir skv upplýsingum Seðlatjanka Islands) 114,75% 113,25% i 13,00% 113,25% Vísitölubundin lán (algengustu vextirskv. upplýsingum Seölabanka islands) j 10,35% 10,00% 9,75% 9,75% Innlánsvextir Sértékkareikningar | 2,00% 1 1-25% \ 1,00% | 1,25% . Vísitölubundnir reikningar, 6 mánaða ; 3,00% 2,75% 2,75% 2,75% Si LANDSBANKI ÍSLANDSBANKI BUNAÐARBANKI SPARISJÓÐIR Inn- og útlánsvextir banka Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á nokkrum inn- og útlánsformum banka og sparisjóða eftir vaxtabreytingar um mánaða- mótin. Lánskjaravísitala hefur verið óbreytt síðustu þijá mánuði. Heimsókn Jórdaníukonungs: Hittir forseta og ráðherra að máli HUSSEIN Jórdaníukonungur mun hafa sólarhrings viðdvöl hér á, landi á leið sinni til Bandaríkjanna í upphafi næstu viku. Heimsókn Hus- seins er ekki opinber. Að sögn Harðar Bjarnasonar siðameistara utanríkisráðuneytisins á einkaþota Husseins að lenda á Kefiavíkurflugvelli um klukkan 17.30 á sunnudag og áætlað er að hann haldi ferð sinni áfram til Bandaríkjanna um kvöldmatarleytið á mánudag. Hörður sagði að ekki yrði um fasta dagskrá að ræða meðan á dvöl Husseins stendur hér á landi, að öðru leyti en þvi að hann myndi, eins og venja væri í heimsóknum sem þessum, hitta forseta íslands, forsætisráðherra og utanríkisráð- herra. Hussein mun hitta Bandaríkjafor- seta að máli 12. þessa mánaðar í Washington. Þeir hittust síðast í ágúst 1990 skömmu eftir að írakar réðust inn í Kúveit, og þá hafði Hussein stutta viðdvöl á Islandi á leið sinni yfir Atlantshaf. Sókn sækir um leyfi til vinnumiðlunar BORGARRÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt fyrir sitt leyti um- sókn Starfsmannafélagsins Sóknar um að annast tíma- bundna vinnumiðlun fyrir félags- menn sína. Er erindi félagsins fyrst og fremst tilkomið vegna fyrirhugaðra uppsagna á Sókn- arstarfsmönnum sem vinna á Landakoti. Sókn sótti um leyfi til vinnumiðl- unar til félagsmálaráðuneytisins í síðasta mánuði. í umsókn félagsins kemur fram að óskað sé éftir leyf- inu tímabundið vegna þeirra örðug- leika, sem við blasi hjá Sóknar- starfsmönnum Landakots og fleiri stofnana á félagssvæði Sóknar vegna niðurskurðar á spítölum og öldrunarstofnunum. Vísað er í kjarasamning Sóknar þar sem segir að meðlimir félagsins skuli sitja fyrir vinnu hjá atvinnurekendum þeim sem samningurinn tekur til. „Þar sem Sókn hyggst beita at- vinnurekendur þessu forgangsrétt- arákvæði og fyrirjiggur að meðal- aldur félagsmanna Sóknar, sem flestir eru konur, er hár (yfir 50 ár), og ástandið á hinum almenna vinnumarkaði er bágborið, viljum við geta sinnt þessum hóp af allri þeirri alúð sem okkur er unnt,“ segir síðan í umsókninni. Ráðuneytið sendi Reykjavíkur- borg þetta erindi til umsagnar og borgarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti í gær. Tilboði tekið í 1. áfanga Húsaskóla BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu sljórnar Inn- kaupastofhunar um að taka til- boði Sveinbjörns Sigurðssonar hf. í 1. áfanga í byggingu Húsaskóla í Grafarvogi. Tilboðið hljóðaði upp á 94,95 milljónir króna og var lægst 7 tilboða í verkið, 88,4% af áætlun hönnuða. Tilboðið er samþykkt með fyrir- vara um að ákveðin tæki séu innifal- in í tilboðinu en talíð var að sam- kvæmt gögnúm gætu komið upp efasemdir um það. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107,4 milljónir. Næstlægsta tilboðið átti Reisir hf., 95,04 milljónir, Ár- mannsfell hf. bauð 96,4 milljónir, Al-verk hf. bauð 99,2 milljónir, Byrgi hf. bauð 100 milljónir, Agúst og Magnús hf. bauð 113,06 milljón- ir ög Istak hf. bauð 119,7 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.