Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
39
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Erumað
brenna
inni
Þorbergur Aðalsteinsson, lands-
liðsþjálfari, sagði að frammi-
staða íslenska liðsins væri óafsak-
anleg. „Það er erfitt að átta sig á
stöðunni sem við erum í. Mönnum
gekk illa að einbeita sér að leiknum.
Leikmenn Litháen bytjuðu strax- af
mikilli hörku sem við réðum ekki
við og lentum því strax undir.
Strákarnir látu umgerðina fara í
taugarnar á sér, en við verðum að
komast í gegnum svona leiki þrátt
fyrir stífa leiki.“
Þorbergur sagði ennfremur að
það hefði verið erfitt að leika sókn-
arleik gegn leikmönnum Litháen,
sem hefðu verið mjög sterkir maður
á móti manni. „Þessi leikur kostaði
okkur mikla orku, en ég er svekkt-
ur að ná aðeins jafntefli. Þetta er
hluti af undirbúningi okkar og það
verður að segjast eins og er að
tíminn er renna frá okkur. Við erum
að reyna að bæta styrk og þol á
sama tíma og við æfum leikaðferð-
ir og tækni en samt vantar okkur
fjóra til fimm lykilmanna hópsins.
Og við erum að brenna inni.“
Gerðum vitleysu að taka þátt í
hörkunni
Geir Sveinsson, fyrirliði, sagði
að leikmenn íslands yrðu að læra
af þessum leikjum og það mætti
ekki gerast að menn létu mótherj-
ana og aðrar aðstæður fara í taug-
amar á sér. „Við gerðum þá vit-
leysu að taka þátt í hörkunni og
létum kraftana ráða ferðinni frekar
en að leika með höfðinu. Þetta var
eina leið Litháen til að eiga mögu-
leika og við létum þá ráða ferðinni
en ég verð að viðurkenna að mót-
herjarnir era ekki sterkir.“
Geir sagði ennfremur að leik-
menn hefðu átt að hugsa um að fá
eitthvað út úr leiknum, með undir-
búning fyrir B-keppnina t huga. „En
það er jákvætt að við náðum að
rífa upp úr vonlítilli stöðu, 16:12,
og jafna leikinn."
Birgir
bjartsýnn
Birgir Sigurðsson, landslisðmaður
í handknattleik, er meiddur
eins og greint var frá í Morgunblað-
inu í gær. Við myndatöku sást
sprunga í ökla vinstri fótar. Sérfræð-
ingar, sem skoðuðu Birgi í gær,
hafa enn ekki skorið úr um hvort
meiðslin eru ný eða sprangan göm-
ul. Birgir átti við samskonar - hugs-
anlega sömu - meiðsli að stríða fyr-
ir nokkrum árum. Enn er því með
öllu óljóst hve Birgir verður lengi
frá, en hann var sjálfur bjartsýnn í
gær: „Ég hvíli í þrjá til f'jóra daga
og prófa svo að fara á æfingu!" sagði
hann við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Bjarni
lirgir Sigurðsson fylgist með
indsleiknum í Stykkishólmi í fyrra-
völd.
Geir Sveinsson, fyrirliði, var markahæstur íslensku landsliðsmannanna á Akranesi í gærkvöldi. Morgunbiaðið/Bjarni
Alvarieg
áminning!
ÍSLAND og Litháen gerðu 18:18 jafntefli í vináttulandsleik í hand-
knattleik á Akranesi í gærkvöldi. Lítið fór fyrir skemmtilegum
og vel útfærðum leik en harkan sat í fyrirrúmi og fyrir bragðið
var viðureignin lítt fyrir augað. Frammistaða íslenska liðsins var
langt frá því að vera viðunandi og er alvarleg áminning fyrir
B-keppnina, sem hefst í Austurríki eftir hálfan mánuð.
Islendingar byijuðu betur en eftir
að hafa komist í 4:1 um miðjan
fyrri hálfleik gekk allt á afturfótun-
um og leikmenn Lit-
háen nýttu sér mis-
tök mótheijanna.
Þeir héldu undirtök-
unum lengst af,
vora marki yfir í hálfleik, 10:9, og
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
komust í 16:12 er tæpar 12 mínút-
ur voru til leiksloka. Þá var eins
og íslendingar- áttuðu sig á stöð-
unni, þeim tókst að jafna áður en
yfir lauk og vora nálægt því að
komast yfir á síðustu sekúndunum.
Markvarslan var góð hjá íslenska
liðinu. Guðmundur Hrafnkelsson
var lengst af í markinu og stóð sig
mjög vel og sömu sögu er að segja
af Sigmari Þresti sem var í markinu
síðustu 11 mínúturnar. Vörnin var
hins vegar slök, iítil hreyfing og
samvinna sjaldséð. Sóknarleikurinn
var hugmyndasnauður og var sem
menn ættu ekkert svar við Litháum,
sem komu vel út á móti og gáfu
aldrei frið.
íslenska liðið féll í þá gryfju að
láta mótlætið fara í taugarnar á sér
og í stað þess að einbeita sér að
leiknum fór orkan í að rífast við
dómarana. Fyrir bragðið var allt
of mikið um mistök en slíkt kann
ekki góðri lukku að stýra og geng-
ur öragglega ekki í Austurríki.
URSLIT ~
Knattspyrna
SAF U-19 - ísland 1:3
Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmun-
um, vináttulandsleikur í knattspymu,
þriðjudaginn 3. mars 1992..
Mörk íslands: Atli Einarsson, Tómas Ingi
Tómasson, Ólafur H. Kristjánsson.
Mark SAF: Valur Valsson (sjálfsmark).
Lið íslands: Friðrik Friðriksson (Birkir
Kristinsson 46.), Valur Valsson, Þormóður
Egilsson (Einar Páll Tómasson 46.), Ólafur
H. Kristjánsson, Baldur Bragason, Atli
Helgason, Kristinn Rúnar Jónsson (Andri
Marteinsson 46.), Rúnar Krislinsson, Balrk^
ur Bjarnason, Atli Einarsson, Grótar Einai s^"
son (Tómas Ingi Tómasson 46.)
England
I. DEILD
Crystal Palace - Nottngham Forest.0:0
Áhorfendur: 12,608
Leeds - Aston Villa..............0:0
Áhorfendur: 28.896
Southampton - VVest Ham..........1:0
(Dowie 64.) Áhorfendur: 14.548.
2. deiid
Charlton - Grimsby...............1:3
Handknattleikur
Island - Litháen 18:18
íþróttahúsið á Akranesi, vináttulandsleikur
í handknattleik, þriðjudaginn 3. mars 1992.
Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 4:1, 4:6, 5:7,
9:9, 9:10, 9:11, 11:11, 11:13, 12:13, 12:16,
16:16, 16:17, 17:17, 17:18, 18:18.
Mörk fslands: Geir Sveinsson 4, Sigurðuie*
Bjarnason 3, Patrekur Jóhannesson 3,
Konráð Olavson 2, Valdimar Grímsson 2,
Gunnar Gunnarsson 2/1, Gunnar Andrésson
1, Bjarki Sigutðsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 9/2
(þar af 3 er knötturinn fór aftur til mót-
herja), Sigmar Þröstur Óskarsson 3.
Utan vallar: Átta mínútur.
Mörk Litháen: Jamíkynas 4, Gaikauskas
4/2, Kaslauskas 2, Komas Povilonis (leik-
maður HKN) 2, Cíkanauskas 2, Bucys 2,
Damgela 1, Malakauskas 1.
Varin skot: Janonís 10/1 (þar af 3 er knött-
urinn fór aftur til mótherja), Petrauskas 5
(þar af 1 er knötturinn fór aftur til mót-
hetja).
Utan vallar: 14 mínútur.
Dómarar: Óli P. Olsen og Gunnar Kjartans-
son.
Áhorfendur: Um 300.
Fram - Haukar 24:9
Jsiandsmótið í handknattleik - 1. deild
kvenna, mánudaginn 2. mars 1992.
Mörk Fram: Hulda Bjarnadóttir 6, Díana
Guðjónsdóttir 6/1, Ósk Víðisdóttir 5, Inga
Huld Pálsdóttir 3, Hafdís Guðjónsdóttir
3/2, Þórunn 1.
Mörk Hauka: Harpa Melsted 6/2, Kristín
2 og Elva Guðmundsdóttir 1.
■Leik Stjömunnarog ÍBV í 1. deild kvenna
var frestað í gærkvöldi, þar sem ekki var
flogið frá Éyjum. Leikurinn hefur verið sett-
ur á í kvöld kl. 20.
Körfuknattleikur
1. DEILD KARLA
ÍR-UBK.........................82:8tf«
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ
Leikið þétt í upphafi
Islandsmótið í knattspyrnu hefst
örlítið síðar í vor, en áætlað
var í fyrstu drögum mótanefndar,
sem greint var frá hér í blaðinu
á dögunum. Nú hefur verið ákveð-
ið að 1. deild karla hefjist laugar-
daginn 23. maí.
Þann dag verða þrír leikir: ÍBV-
Valur, Þór-Fram og KR-ÍA. Dag-
inn eftir mætast svo Víkingur-KA
og FH-Breiðablik.
Önnur umferð hefst strax mið-
vikudaginn 27. maí, þá verða tveir
leikir og þrír daginn eftir er um-
ferðinni lýkur. Þriðja umferð verð-
ur svo mánudaginn 1. júní (fjórir
leikiij og þriðjudaginn 2. júní
(einn leikur).
1. deild karla lýkur laugardag-
inn 12. september, og þá verða
allir leikir á sama tíma eins og
verið hefur í lok mótsins undan-
farin ár. Eftirtaldir leikir verða í
síðustu umferðinni í gær: Valur-
KR, ÍBV-KA, Víkingur-Breiða-
blik, FH-Fram og Þór-ÍA.
OLYMPIULEIKARNIR
Samveldin senda
sameiginlegt lið
Samveldi sjálfstæðra ríkja, SSR,
senda sameiginlegt Iið á
Olympíuleikana í Barcelona í sumar.
Valentín Balakhnítsjev, foi'seti
Fijálsíþróttasambands Rússlands,
staðfesti þetta á Evrópumeistara-
mótinu í fijálsíþróttum innanhúss í
Genúa á Ítalíu um helgina.
Hann sagði ennfremur að hin 11
ríki SSR yrðu sjálfstæðir aðilar að
Alþjóða fijálsíþróttasambandinu á
næsta ári.
Balakhnítsjev sagði að þrátt fyrir
góðan árangur á mótinu væri fram-
tíð fijálsíþróttamanna í fyrrum Sov-
étríkjum óljós. Peningar til uppbygg-
ingar væru ekki fyrir hendi og nauð-
synlegar íþróttavörur væru dýrar að
ekki væri minnst á annan kostnað.
Ef ekki ætti illa að fara yrðu ríkin
að styðja íþróttamennina og eins
þyrfti að fá sérstaka styrktaraðila.
„Við verðum að breyta núverandi
fyrirkomulagi."
10 dagai í boitanum!
Linz, Vínarborg og Luxemborg
Samvinnuferðir-Landsýn býður sérlega vandaða
ferð á B-keppnina í Austurríki 21 .-31. mars.
íslenskur bílstjóri sér um hópinn, sem gistir á
glæsihótelum allan tímann.
Innifalið íverði erflug, gisting, morgunverðurog
aðgöngumiðar á leikina allan tímann.
Flogið út 21. mars til Salzburgar. Okkar maður,
Grétar Hansson, verður til staðar með góðan bíl
og síðan er ekið til Linz.
28. mars er ekið til Vínarborgar og þaðan
30. marstil Luxemborgar.
Haldiðheim31.mars.
Verð á martrt í tvíbýti:
75.900, "miðað við staðgreiðslu.
79.600, “almennt verð.
Aukagjald vegna eins manns herbergis er
12.500 m.v. staðgreiðslu.
13.130 m.v. aimenntverð.
Ekki innifalið i verði: Flugvallarskattur kr. 1.250,-
Samvinniilei'ðir-I.aiiilsýn