Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 25

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 25 ^ Morgunblaðið/Rúnar Þór A leið í íshokkýkeppni Stór hópur krakka sem æft hefur íshokký hjá Skautafélagi Akureyrar hélt suður til Reykjavíkur fyrir skömmu og keppti við heimamenn í þess- ari íþróttagrein. Þetta er glaðbeittur hópur sem greinilega gefur ekkert eftir. Um 50 milljóna króna hagnaður hjá KEA: Meginverkefnið að hagræða í rekstri til að lækka kostnað Heildartekjur félagsins á síðasta ári voru rúmlega 8,7 milljarðar HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga nam um 50 niilljón- um króna á síðasta ári, að teknu tilíiti til skatta og óreglulegra tekna og gjalda. Eigið fé félagsins er nú rúmlega 2.800 milljónir króna og hefur aukist um 9% á milli ára. Afkoma einstakra deilda félagsins og á milli greina er misjöfn, en það er sammerkt með þeim flestum að fjármagnskostnaður hefur hækkað mikið á milli ára, sem bæði hefur stafað af óhagstæðri gengisþróun og háu vaxtastigi. Meginverkefni kaupfélagsins verður að hagræða í rekstri til að lækka kostnað og á það bæði við innkaupsverð vara og annan rekstrarkostnað. Mývatnssveit: Tvö umferð- aróhöpp á sama stað Björk, Mývatnssveit. NYLEGA hafa orðið tvö umferð- aróhöpp á þjóðveginum hér í sveitinni, nánar tiltekið í hraun- inu milli Geiteyjarstrandar og Garðs. í báðum tilfellum óku bíl- ar saraan í beygjum og blind- liornum. Ekki urðu slys á fólki, en verulegar skemmdir á bifreið- um. Á þessum vegarkafla eru hættu- legar beygjur og blindhorn. Þar hafa orðið nokkur slys á undanföm- um árum, enda oft mikil umferð, sérstaklega á sumrin. Nú er það orðin krafa vegfarenda að úr þessu verði bætt, áður en fleiri og alvar- legri slys verða. -----» ♦ ♦--- Sautjánda kirkjuvikan stendur yfir KIRKJUVIKA stendur nú yfir í Akureyrarkirkju og er hún sú sautjánda i röðinni, en mikið er um að vera í kirkjunni alla vik- una. Magrét Bóasdóttir söngkona mun fjalla um börn og söng á mömmu- morgni í safnaðarheimilinu í dag á milli kl. 10 og 12. Þá verður föstu- messa í kirkjunni kl. 20.30, þar sem sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknar- prestur Glerárprestakalls, predikar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Opið hús fyrir aldraða verður í safnaðarheimilinu kl. 15-17 á morgun, fímmtudag. Þar ræðir Olöf Leifsdóttir iðjuþjálfí um þjálfun við daglegar athafnir og sýnir þjálfun- artæki, kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Bjöms Steinars Sól- bergssonar og Jón Viðar Guðlaugs- sonar slær á létta strengi. Kvöldvaka fyrir unga fólkið verð- ur haidin í safnaðarheimili í kvöld og hefst hún kl. 19.45. Lúðrasveit Akureyrar leikur, gítarnemar úr Hljómskólanum spila, kór Mennta- skólans á Akureyri syngur og Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju leggur sitt af mörkum, þá mun Freyvangsleikhúsið flytja atriði úr söngleiknum Jesus Christ Super- star, en eftir kvöldvökuna verður útigrillveisla. í bráðabirgðaruppgjöri fyrir árið 1991 sem nú liggur fyrir kemur fram, að hagnaður fyrir fjármagns- liði var 334 milljónir króna á móti 436 milljónum á árinu á undan. Heildartekjur félagsins voru 8.700 milljónir króna og hafa þær aukist um tæp 5% á milli ára. Launagreiðsl- ur félagsins námu 1.265 milljónum króna og jukust um 13% á milli ára. Fjármagnskostnaður að frádregnum fjármagnstekjum var um 277 millj- ónir króna og hækkaði um 81 milljón milli ára, eða um 41%. Hagnaður af reglulegri starfsemi var um 73 millj- ónir króna á móti 241 milljón árið á undan. Félagið lagði um 90 milljónir króna til hliðar á síðasta ári til að mæta skuldatöpum og greiðslum á ábyrgðum sem félagið er í. Óreglu- legar tekjur, þ.e. söluhagnaður, voru um 90 milljónir króna á síðasta ári, en voru 42 milljónir árið á undan. Félagið greiddi um 22 milljónir króna í skatta á liðnu ári. Afkoma deilda kaupfélagsins var misjöfn á síðasta ári, hvað matvöru- verslun varðar var afkoman mun verri árið 1991 en árið 1990, en sér- vöruverslanir voru með svipaða 'af- komu. Ástæða lakari afkomu er fyrst og fremst aukin samkeppni, sem leiddi til þess að álagning minnkaði og söluaukning varð lítil. Verslunar- deildir veltu á síðasta ári rúmum 3,8 milljörðum, sem er 5,2% aukning milli ára. Afkoma iðnfyrirtækja var í heild betri en árið áður, og jókst veltan um 9,8% og var 610 milljónir króna. Þjónustufyrirtæki veltu 379 milljón- um og bættu í heild rekstur sinn, sérstaklega batnaði rekstur á Hótel KEA og Bílaverkstæði Dalvíkur. Afkoma fiskvinnslunnar var mun lakari en árið á undan þrátt fyrir töluverða magnaukningu, en hráefn- isverð hækkaði langt umfram hækk- un á afurðum auk þess sem annar kostnaður hækkaði umtalsvert. Hvað útgerðina varðar varð afkoman tölu- vert betri á milli ára, en í heild versn- aði afkoman. Velta sjávarútvegsins varð rúmir 1,4 milljarðar og jókst um 27,8% milli ára. Hvað varðar landbúnað var veltan tæplega 2,5 milljarðar og minnkaði um 6,1%. Afkoma sláturhúss varð þó viðunandi á síðasta ári, en afkoma mjólkursamlags versnaði til muna, m.a. vegna þess að innvegið mjólkur- magn dróst saman um rúma milljón- lítra. Lagning vegar- kafla í Óxnadal: Lægsta til- boð liðlega helmingur af áætlun LÆGSTA tilboð í lagningu tæp- lega tíu kílómetra kafla Norður- landsvegar í Oxnadal var rúmlega hclmingur kostnaðaráætlunar Vegagerðarinnar. Kostnaðaráætl- un liljóðaði upp á tæplega 88 millj- ónir kr. en tilboð Gunnars og Kjartans sf á Egilsstöðum var 45,7 milljónir tæpar, eða 51,9% af áætlun. Lægsta tilboðið er því 42,3 milljónir kr. undir kostnað- aráætlun. Umræddur vegur er á milli Engi- mýrar og Varmavatnshóla í Öxna- dal. Hann er 9,6 km að lengd og á verktaki að skila verkinu af sér fyrir 1. ágúst 1993. Verk þetta er með stærri verkum í vegalagningu sem boðin eru út um þessar mundir og bárust 20 tilboð. Öll tilboðin voru v undir kostnaðaráætlun nema tvö, það hæsta var frá ístaki, 144,2 milljónir kr., eða hátt í 100 milljónum kr. hæira en lægsta tilboðið. Kúabændur á Eyjafjarðarsvæðinu: Skipta verður um kæli- kerfi 95% mjólkurtanka Ytri-Tjörnum. ALLT útlit er nú fyrir að skipta verði út eða breyta kælikerfum í 95% allra nyólkurtanka sem í notkun eru hjá bændum á mjólkur- samlagssvæði Kaupfélags Eyfirðinga. Ástæðan er sú að kælikerfi tankanna er keyrt á svokölluðu Freon R-12, sem veldur eyðingu ósónlagsins við leka. Á afganginum, eða 5% tankanna, er efnið R-22, sem ekki er eins skaðlegur kælivökvi. Að sögn Olafs Jónssonar dýra- mjólkurtanka. Ljóst er því að læknis í Mjólkursamlagi KEA er ekki unnt að skipta um tegund efnis á tönkunum, þ.e. setja R-22 á þá, nema með mikilli fyrirhöfn og kostnaði og þar sem tankarnir eru orðnir nokkuð gamlir er það ekki talið borga sig. Á samlagssvæðinu era 210 framleiðendur með upp undir 220 kaupa þarf umtalsvert magn nýrra tanka á svæðið og er þar kominn nýr og óvæntur útgjaldaliður fyrir bændur, sem síst máttu við því á þessum tíma. Ólafur Jónsson segir í grein í Dýralæknaritinu, að þar sem flest- ir tankar á samlagssvæðinu séu komnir nokkuð til ára sinna, þurfí ýmist að skipta um rafkerfi eða gera við botnleka í meirihluta þeirra innan tíðar. Af þeim sökum sé í bígerð að skrifa helstu fram- léiðendum mjólkurtanka og kanna hvað þeir hafí upp á að bjóða, sem geti hentað eyfirskum bændum og uppfylli kröfur alþjóðasamninga á þessu sviði. Stjórn Félags eyfirskra naut- gripabænda hefur verið fengið þetta mál til umfjöllunar og mun koma saman til fundar á fimmtu- dag til að ræða hvað best er að gera. Benjamín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.