Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 18

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 Bandaríkjaþing: Bush beitir neitun- arvaldi vegna Kína Peking. Reuter. KINVERSK stjórnvöld fögnuðu I gær þeirri ákvörðun George Bush Bandaríkaforseta á mánudag að beita neitunarvaldi gegn þeirri ákvörðun Bandaríkjaþings að tengja umbætur í mannréttind- amálum í Kína því að ríkið yrði áfram á lista yfir þau ríki sem njóta bestu kjara í viðskiptum við Bandaríkin. „Við teljum þetta hafa verið mjög skynsama ákvörðun sem eigi eftir að bæta tengsl Kína og Bandaríkjanna," sagði talsmaður kínverska utanríkisvið- skiptaráðuneytisins. Frumvarpið um að tengja við- skiptakjör og ástand mannréttind- amála í Kína hafði verið samþykkt með miklum meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Til að hnekkja neitunarvaldi forseta þarf hins vegar tvo þriðju meirihluta í báðum deildum og hefur Bush aldr- ei orðið undir í deilum af þessu tagi við þingið. Kínvetjar hafa notið bestu kjara í viðskiptum við Bandaríkin allt frá árinu 1980 en endurskoða þarf þá ákvörðun árlega. Andstæðingar Bush saka hann um að sýna Kín- veijum ekki nægilega hörku í mannréttindamálum til að tryggja áframhaldandi viðskipti við þá, sem eru Bandaríkjamönnum mjög hagstæð. Keyptu Kínveijar vörur og þjónustu af Bandaríkjamönnum fyrir 13 milljörðum dollara hærri íjárhæð en þeir seldu þangað á síðasta ári. Noregur: Deilt um áform sljóm- arinnar um þotukaup Ósló. Frá Helge Serensen, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁÆTLANIR sem norska ríkisstjórnin er sögð hafa á prjónunum um að kaupa Falcon-þotu til afnota fyrir Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hafa mætt mikilli andstöðu. Einkum er Jiað verð- ið, 180 milljónir norskra króna (ríflega 1,6 milljarðar ISK), sem andstæðingar þessara áætlana hafa gert athugasemdir við. Fjör í Rio Hin árlega kjötkveðjuhátíð stendur nú sem hæst í Brasilíu og að venju eru hátíðahöldin fjölmenn og lang- vinn um land allt. Á myndinni má sjá tvær brasílískar stúlkur dansa samba á götum Rio de Janeiro í gær. Efnavopnum Iraka tortímt: Eyðilegging eldflauga sögð ganga samkvæmt áætlun „Það væri mjög misráðið að nota 180 milljónir króna af all- mannafé til þotukaupa," segir Erik Solheim, leiðtogi Sósíalíska vinstri- flokksins. Talsmenn ríkisstjórnar- innar hafa einnig gefið til kynna að ef til vill sé réttast að leita ódýrari leiða. „Vélin er of dýr til að ríkisstjórnin samþykki þessi kaup,“ segir Dag Berggrav, ráðu- neytisstjóri. Hann sagði að til greina kæmi að herinn og ríkis- stjómin sameinuðust um kaup á þotu. Margt bendir til þess að forsæt- isráðherrann hafí ekkert vitað um þessar áætlanir um flugvélakaup, en þær munu vafalítið verða rædd- ar í Stórþinginu. Bagdad. Reuter. FULLTRÚAR Sameinuðu þjóð- anna í írak skýrðu frá því í gær að þeim hefði tekist að eyði- leggja 75 íraskar eldflaugar hlöðnum taugagasi án þess að það hefði haft nein áhrif á um- hverfið eða íbúa næsta nágrenn- is. Hafist var handa við að eyði- leggja flaugarnar þann 25. febr- úar sl. skammt frá borginni Nass- iryia sem er 300 kílómetrum suð- ur af Bagdad. Michel Desgrange, sem hefur yfirumsjón með verkinu, sagði að í upphafi hefðu fímm flaugar verið eyðilagðar, þá tíu og síðan fleiri koll af kolli. „Við vildum tryggja það á hveiju stigi að það sem við værum að gera væri með öllu hættulaust,“ sagði Desranges. Hann sagði að nú hefði verið geng- ið fyllilega úr skugga um að svo væri og héðan í frá yrðu allt að fjörutíu flaugar eyðilagðar á dag. Kvaðst hann vongóður um að búið yrði að eyða öllum taugagasflaug- um íraka innan níu daga. Bráðlega verður einnig hafist handa við að tortíma birgðum íraka af sinneps- gasi og öðrum efnavopnum. Desgrange sagði öll samskipti við íraka hafa gengið eðlilega fyrir sig og samkvæmt því sem samið hefði verið um. Annar hópur vopna- sérfræðinga frá Sameinuðu þjóðun- um, sem hafði það verkefni að eyði- leggja búnað er nota átti til endur- bóta á eldflaugum, fór hins vegar frá Bagdad um helgina eftir að þeim hafði verið neitað um leyfi til að hefja verkið. Hefur öiyggisráð SÞ fordæmt þá ákvörðun Iraka og kallað samningamenn þeirra til New York til þess að greina frá ástæðum hennar. -------» ♦ ♦------ ■ LONDON - írski lýðveldis- hcrinn, IRA, tilkynnti á sunnudag, að Iiðsmenn hans ætluðu að trufla þingkosningarnar í Bretlandi í sum- ar með ýmsum ráðum og þykir ljóst, að vænta má fleiri sprengjutilræða á næstunni. Sprengjutilræðum og ofbeldisverkum IRA í Bretlandi hef- ur fjölgað að undanförnu. Breska lögreglan er því að efla viðbúnað sinn og hafa stjómmálamenn verið sérstaklega varaðir við. 29 manns slösuðust í sprengingunum fyrir helgi og flestir þegar sprengja sprakk ájárnbrautarstöð við Lund- únabrú. Kenneth Baker, innanrík- isráðherra Bretlands, sagði á sunnudag, að IRA myndi aldrei bíða annað en ósigur í þessu stríði og sprengingarnar hefðu þau áhrif ein að herða baráttu stjórnvalda gegn þeim. Framtíðarsýn forstjóra bandarísks raforkufyrirtækis: Jarðhiti á Islandi beislaður til rafmagnsframleiðslu Florída. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JARÐHITI á íslandi er af mörgum rafmagnsfræðingum talinn vera stórbrotnasta orkulind í heimi hér og ein sú heppilegasta til framleiðslu ómengaðs rafmagns. Talið er að sú orka gæti m.a. komið i staðinn fyrir kjarnorkuframleitt rafmagn, sem frem- ur slæmt orð fer af nú um stundir ekki síst eftir kjarnorkuslysið í Tsjernobyl. Rafmagnsfyrirtæki í Bandaríkjunum, sem nefnist Transsystems Inc, hefir nýlega skráð höfundarrétt sinn að aðferð til framleiðslu rafmagns úr jarðhitastöðvum og fyrirtækið hefur einnig skráð einkaleyfi á aðferð til að flyfja rafstraum um úthöfin í stórum stil í þar til gerðum lokuðum rennum. Þær eiga að fylgja hafsbotninum á ákveðnu dýpi til þess m.a. að útiloka árekstra við skip og ísjaka. Þótt rennur þessar verði „lokaðar“ verða þær þó það um- fangsmiklar að þær yrðu aðgengi- legar og manngengar þannig að auðvelt væri að sinna viðhaldi og viðgerðum. Til dæmis er talið nauðsynlegt að unnt verði að halda við „kælipökkum" í rennun- um sem munu vera nauðsynlegir vegna raforkufiutningsins. Meiriháttar viðgerðir færu fram frá þar til gerðum kafbátum og kæmust menn úr þeim inn í rennurnar. Sú aðferð að flytja menn úr einu lokuðu hólfi í sjó í annað er vel þekkt og þykir tiltölu- lega einföld í framkvæmd. Smærri viðgerðir væri hægt að fram- kvæma með því að senda fjar- stýrð verkfæri inn í hólfín. j Til þessa hefur verið ljóst að það er óframkvæmanlegt að flytja rafstraum í stórum stíl um úthöf- in t.d. með því að leggja raftaug- amar á hafsbotninn líkt og gert var við símalínur í upphafi. Við það myndi of mikil orka tapast. En með tiltölulega nýrri uppgötv- un, sem byggir á svonefndri ofur- leiðni, þykir sýnt að auðveldara verði en áður að flytja háspennu- rafstraum langar leiðir. Reynsla Norðmanna I Noregi hefur þegar hefur ver- ið sýnt fram á að gerlegt er að flytja háspennurafstraum undir sjó í Iokuðum rennum. Norðmenn hafa notað þessa aðferð er lagðar hafa verið leiðslur yfir fjarðar- mynni og þykir það hafa gefist Vel. Fréttaritari ræddi við Walter E. Tengelsen, forstjóra Transsy- stem Inc., sem er aðalhvatamaður að hugmyndinni um að beisla jarð- hita á íslandi til rafmagnsfram- leiðslu í stórum stíi til útflutn- ings, aðallega til austurstrandar Bandaríkjanna en einnig til Evr- ópu. „Austurströnd Bandaríkj- anna er dæmigert svæði, sem myndi hagnast stórskostlega ef þar væri fáanleg hrein og ómen- guð raforka," sagði hann. „Sama er að segja um Evrópubandalags- ríkin. Möguleikar á framleiðslu „hreinnar" raforku eru þýðingar- mikilir sérstaklega ef svo skyldi fara að öryggisbúnaður kjarn- orkuvera bilaði. Þá kunna kröfur um lokun kjarnorkuvera að magn- ast vegna hættu á því að eit- urefni sleppi út í andrúmsloftið. Rafmagn framleitt úr jarðhita- orku í stórum stíl er lausnin en það eru tiltölulega fá jarðhita- svæði í Bandaríkjunum, sem unnt væri að nýta í þessu skyni. Nán- ustu jarðhitasvæðin við austur- strönd Bandaríkjanna til fram- leiðslu rafmagns eru á íslandi. Þar býr okkur vinveitt þjóð , sem nýtir jarðhita sinn til fullnustu og til betra viðurværis," sagði Teng- elsen. Hann er þeirrar skoðunar að það yrði gerlegt og hagkvæmt að flytja raforku frá íslandi og kveður sýnt að bæði Bandaríkja- menn og Islendingar gætu hagn- ast á því. Tengelsen sagði að framleiðsla rafmagns með vatnsáflí væri vitanlega vel þekkt aðferð -en hið sama gilti ekki um framleiðslu rafmagns úr jarðhitaorku. Sú að- ferð væri tiltölulega ný og vafa- laust þyrfti umtalsverð þróunar- vinna að fara fram. Tækninni. hefði á hinn bóginn fleygt fram að undanförnu og teldu sérfræð- ingar sýnt að þetta væri gerlegt. Þær aðferðir sem þegar lægju fyrir yrðu nú teknar til skoðunar og vafalaust væri að einhveija tæknilega örðugleika þyrfti að leysa. Kjarnorkuverum lokað „Eitt er víst, það er unnt og verður hagkvæmt, að dómi sér- fræðinga, að beisla jarðorku ís- lands til blessunár fyrir ísland sjálft og rafmagnsnotendur á austurströnd Bandaríkjanna, í Evrópu og væntanlega víðar," sagði Walter Tengelsen. Hann kvaðst ekki vera í minnsta vafa um að hugmyndin um „rafmagns- samband við ísland“ næði fram að ganga. Kröfur um „hreina og ómengaða" raforkuframleiðslu myndu aukast eftir því sem tímar líða. Hann minnti á að Banda- ríkjastjórn hefði ekki tekist að tryggja leyfi til bygginga nýrra kjarnorkuvera -, tæp tíu ár væru liðin frá því að síðast var veitt leyfi til byggingar kjarnorkuvers til rafmagnsframleiðslu í Banda- ríkjunum. Gömlum kjarnorkuver- um hefði verið lokað af öryggis- ástæðum og sú þróun gæfi stgrka vísbendingu um hvert stefndi í þessu efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.