Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 24

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 Hermanns Guðmunds- sonar fyrrverandi alþing’ismanns minnst I UPPHAFI þingfundar í gær minntist Salome Þorkelsdóttir látins þingmanns, Hermanns Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra, sem andaðist á Borgarspítalanum síðastliðinn fimmtudag, 27. febrúar, 77 ára að aldri. Tilmæli stjórnarandstöðu: Ekki verði greidd at- kvæði með rafbún- aði að svo stöddu FORMENN þingflokka sljórnarandstöðu hafa skrifað Salome Þorkels- dóttur forseta Alþingis bréf og farið fram á að forsætisnefnin fjalli um þann atburð að þingmaður greiddi atkvæði fyrir fjarstaddan þing- mann. Þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir er farið fram á að rafbúnaður verði ekki notaður við atkvæðagreiðslur. Hermann Guðmundsson fæddist í Reykjavík 15. júni 1914. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur Guðlaugsson vélstjóri og Marsibil Eyleifsdóttir. Hermann fluttist tólf ár að aldri til Hafnarfjarðar og átti þar heimili síðan. Hann lauk gagnfræðaprófi í Flensborgar- skóla vorið 1932 og var verkamað- ur og sjómaður næstu árin. Hann var erindreki Sjálfstæðisflokksins 1939-42. Næstu árin sinnti hann aðallega formennsku í verkalýð- samtökum. Störf Hermanns að verkalýðsmálum voru umfangs- mikil, m.a. var hann formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði 1940-52 og 1954-78 og var í stjórn Alþýðusambands íslands 1942-48 og 1968-80, for- seti þess 1944-68. Hermann Guðmundsson starf- aði mikið að íþrót.tamálum. Hann var formaður Knattspyrnufélags- ins Hauka í Hafnarfírði 1933—38. Halldór forsætisráðherra Margir þingmanna og ráðherra eru nú fjarverandi, m.a. vegna Norðuriandaráðsþings, búnaðar- þings og einnig veikinda. Alls eru á Alþingi tíu varamenn. Einungis þrír ráðherrar eru nú á landinu. Halldór Blöndal, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Jón Baldvin Hannibalsson. Halldór Blöndal er nú starfandi ráðherra allra þeirra ráðuneyta sem Sjálfstæðisfiokkurinn hefur undir sinni forsjá. Halldór Blöndal er því Hann var í íþróttaráði Hafnar- fjarðar 1935—45 og í stjórn Iþróttabandalags Hafnarfjarðar 1945—59. Hann var formaður íþróttanefndar ríkisins 1946—49 og átti áfram sæti í nefndinni til 1952. Árið 1959 var hann kosinn í framkvæmdastjórn íþróttasam- bands íslands, varð varaforseti þess 1951 en lét af því starfi þeg- ar hann varð framkvæmdastjóri sambandsins. Árið 1958 var hann skipaður í endurskoðunarnefnd laga um íþróttakennaraskóla ís- lands. Á sviði stjórnmála var Hermann Guðmundsson einnig kjörinn til trúnaðarstarfa. Hann var formað- ur Stefnis, félags ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, 1938—38. í bæjarstjórn Hafnar- íjarðar var hann 1942—43 og jafn- framt í útgerðarráði Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar. Við alþingis- starfandi, forsætisráðherra, fjár- málaráðherra, sjávarútvegsráð- herra, menntamálaráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra auk .sinna föstu ráðherraembætta, landbúnað- ar og samgöngumála. Að utanríkisráðuneytinu frátöldu stýrir nú Jóhanna Sigurðardóttir ráðuneytum Alþýðuflokksins. Jó- hanna hefur því nú, auk félagsmála- ráðuneytisins, ráðuneyti iðnaðar, viðskipta, heilbrigðis og trygginga og umhverfismála á sinni hendi. Hermann Guðmundsson kosningar árið 1946 var hann í kjöri fyrir Sameiningarflokk al- þýðu — Sósíalistaflokkinn, varð landskjörinn þingmaður og sat á Alþingi til 1949. Salome Þorkelsdóttir þingfor- seti sagði að Hermanni Guðmund- syni hefði auðnast að starfa lengi og vel að sínum áhugamálum. Á sinni ævi hefði hann leyst um- fangsmikið starf fyrir íjölmenn og vaxandi samtök íþróttamanna. Hermann hafi hafíst til forystu í landssamtökum verkalýðsins. Af því áhugamáli hans hafí vera hans og störf í stjórnmálsamtökum mótast fram til þess að hann hvarf af Alþingi. Eftir það var Hermann ekki bundinn stjórnmálaflokki. „Margt og mikið hefur áunnist í íþrótta- og verkalýðsmálum á starfsárum Hermanns Guð- mundssonar, og þar munaði jafnan um það sem hann hafði fram að leggja, meðal annars með veru sinni á Alþingi,“ sagði þingforseti og bað þingmenn um að minnast Hermanns Guðmundssonar með því að rísa úr sætum. í bytjun 93. fundar Alþingis í gær var minnst látins þingmanns og kjör- bréf varamanna rannsökuð. Að þessu afloknu voru atkvæðagreiðsl- ur um þijú þingmál á dagskránni. Forseti Alþingis gerði þá kunnugt að formenn þingflokka stjórnarand- stöðunnar hefðu farið fram á fundar- hlé til að halda fundi í þingflokkun- um. Þingforseti frestaði því fundi Alþingis í rúma klukkustund.. Þingflokkar stjórnarandstöðu héldu síðan fundi til að ræða „þing- störf og fleiri atriði". En það var þó vitað að öryggi í atkvæðagreiðsl- um og atburðir síðustu viku, þegar Matthías Bjarnason (S-Vf) greiddi atkvæði fyrir Árna Johnsen (S-Sl), voru aðalumræðuefni. Eftir að þingflokksfundum stjórn- arandstæðinga var lokið laust eftir kl. 15., héldu formenn þingflokka allra þingflokka fund með forseta Alþingis. Björn Bjarnason varafor- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks fór fram á að þingflokkar stjórnar- andstöðunnar settu formlega fram óskir sínar. Formenn þingflokka stjórnar- flokkanna hafa skrifað forseta Al- þingis svohljóðandi bréf: „Þingflokk- ur Alþýðubandalags, þingflokkur Framsóknarflokks og þingflokkur Samtaka um kvennalista óska eftir því við forseta þingsins að forsætis- nefndin verði kölluð saman og íjalli um þann alvarlega atburð sem átti sér stað við atkvæðagreiðslu á Al- þingi fimmtudaginn 27. febrúar síð- astliðinn. Einnig ijalli nefndin um þær umræður og yfirlýsingar sem verið hafa í fjölmiðlum í kjölfarið. Að lokinni þeirri umijöllun óska þingflokkarnir eftir því að forsætis- nefndin birti yfírlýsingu sína varð- andi þennan atburð að höfðu sam- ráði við fulltrúa þingflokka. Þar til niðurstaða forsætisnefnd- arinnar liggur fyrir fara fulltrúar þessara þingflokka fram á að raf- búnaður verði ekki notaður við at- kvæðagreiðslu þingsins enda fari atkvæðagreiðsla fram samkvæmt 2. málsgrein 66. greinar þingskapar- laga.“ Bréfið undirrita Margrét Frí- mannsdóttir formaður þingflokks Alþýðubandalags, Valgerður Sverr- isdóttir varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins og Anna ÓI- afsdóttir Björnsson formaður þing- flokks Samtaka um kvennalista. Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þingis sagði að forsætisnefndin myndi taka þetta erindi fyrir á fundi nefndarinnar næsta dag, miðviku- daginn. Hún var ekki reiðubúin til að tjá sig frekar um efni bréfsins. Stuttar þingfréttir Leiðrétting Sjúkrahúsprestur pré- dikar við föstuguðsþjón- ustur í Hallgrímskirkju FOSTUTIMINN er gengin í garð, tíminn þegar kristnir menn liug- leiða boðskap krossins og fylga í anda krossferli Krists. Um aldir hafa Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verið trúfastur fylginautur á þeirri gögnu, íhugun og eftirfylgd í minningakirkju Passíusálma- skáldsins, Hallgrímskirkju, eru Passíusálmarnir lesnir við kvöldbæn- ir alla virka daga nema miðvikudaga og laugardaga kl. 18. Og á miðvikudagskvöldum kl. 20.30 eru föstuguðsþjónustur, þar sem sung- ið er úr Passíusálmunum og leitast við að heimfæra fornan en sístæð- an boðskap þeirra á aðstæður samtímans. Krökkum boðið sælgæti I TILEFNI öskudagsins munu kaupmenn og verslunareigendur við Laugaveg bjóða öllum krökkum sem leggja leið sína í miðbæ- inn á öskudag upp á góðgæti. Síðustu ár hafa Reykvíkingar verið að taka upp öskudagssiði Norðlendinga. Krakkar klæðast skemmtilegum búningum og arka á Lækjartorg til þess að slá köttinn úr tunnunni. Laugavegssamtökin vilja nú leggja sitt af mörkum til þess að auka enn við öskudags- stemmninguna. Allir krakkar á leið á Lækjart- org eru því boðnir velkomnir í verslanir við Laugaveginn, þar sem þeim verður boðið upp á eitt- hvert góðgæti. í staðinn vonast verslunarfólkið til þess að krakk- arnir taki lagið og syngi fyrir það eitt eða tvö lög. (Fréttatílkynning) Merkjasala Rauða krossins í dag Árlegur merkjasölud.igur Rauða kross íslands er í dag, öskudag. Slagorð merkjasölunnar er „Alheimshreyfing", sem er (il að undir- strika það að hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans þekkir engin landamæri og starfar í næstum öllum löndum heims að mannúð- armálum. Jafnframt að landfélög hreyfingarinnar draga lærdóm hvert af öðru og hafa jafnar skyldur til að hjálpa hvert öðru þegar neyðarástand skapast. Að þessu sinni hafa föstuguðsþjón- usturnar sameiginlega yfirskrift „Krossinn og þjáningar mann- anna“. Sjúkrahúsprestar munu leggja út af krossorðum Krists. Aðaláhersla verður lögð á kyrrð, Eimreið á ferð í Reykjavík í tilefni af 75 ára afmæli Reykjavíkurborgar á þessu ári ætla starfsmenn hafnarinnar að dusta rykið af eimreið sem notuð var við hafnargerðina 1913-1917 og fara með hana sem leið liggur frá Öskjuhlíð, um Snorrabraut, Sæbraut, Lækjargötu, Hringbraut og að Kaffívagningum á Granda í dag, öskudag, 4. mars. Förin hefst kl. 13.00 og er áætlað að eimreiðin verði í grennd við Lækjartorg um kl. 13.30. íhugun, fyrirbæn og tilbeiðslu and- spænis leyndardómi þjáningarinn- ar og huggun krossins. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi á boðstólum í safnaðarsal og tækifæri til samræðna. Hugleið- ingaefnin og prédikarar eru sem hér segir: 4. mars 1. orðið: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur Borgarspítalans. 11. mars 2. orðið: „Sannlega segir ég þér: í dag skaltu vera með mér í Paradís." Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur ríkisspítala. 18. mars 3. orðið: „Kona, sjá þar er sonur sinn. Sonur, sjá þar er móð- ir þín.“ Sr. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur Borgarspítala. 25. mars 4. orðið: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig.“ Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestur Landakotsspít- ala. 1. apríl 5. orðið: „Mig þyrst- ir.“ Sr. Jón Bjarman, sjúkrahús- prestur Landspítala. 8. apríl 6. og 7. orðin „Það er fullkorrfnað" og „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn“. Sr. Sigurður Pálsson fram- kvæmdastjóri Ilins íslenska biblju- félags. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Deildir Rauða kross íslands, sem nú eru 47, hafa selt merki á ösku- dag allar götur síðan 1925 og renn- ur hagnaðurinn af merkjasölunni til margvíslegra mannúðarmála. Nokkrar deildir hafa tekið sig sam- an um að styrkja heilsugæslu í smáríkinu Lesoto, sem er í Suður- Afríku, aðrar eru að safna fyrir sjúkrabíl til nota í heimabyggð sinni og enn aðrar láta féð renna til öldr- unarmála og námskeiðahalds svo eitthvað sé nefnt. Á höfuðborgai'pvæðinu hafa í greinum í Morgunblaðinu í síð- ustu viku um Ijóð Hórasar í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, slæddust villur inn í tilvitnanir. Um leið og beðist er velvirðingar á þessu birtir blaðið erindin hér aftur leiðrétt. Snjóa leysir úr lautum og grös á grundunum spretta, brestur nú brumið á tijám; jörðin litkast, og lækir sem líða spakir með bökkum stilla sinn kliðmjúka streng. Þokkagyðjan fer þýðum sporum í laufþéttum lundi nakin með dísum í dans. Og síðar: hvort sem yfír eyðimörk sólu brennda eða fram á háfjöll um refilstigu háskalega haldið skal, eða meðfram húmuðu fljóti. Og ennfremur: síðan þar sem sólvagn of nálægt ekur, svo að mannlíf fengi þar aldrei dafnað; vinu mína, mjúka í tali og fríða, mun ég þar elska. deildirnar sameinst um að merkja- salan verði í.höndum Umgmenna- hreyfingar RKÍ. URKI selur merkin í samvinnu við íþróttafélög, skáta og skóla. Enn vantar sjálfboðaliða í miðborg Reykjavíkur og þau börn sem vilja selja merki geta snúið sér til skrif- stofu URKI á Þingholtsstræti 3 í Reykjavík.. Einnig verður URKÍ með uppá- komu í Kringlunni á öskudag og raunar fram á laugardag, en merkj- asalan verður fram að helgi. Merk- in kosta 300 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.