Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
Skýrsla atvinnumálahóps til samninganefndar ASI og VSI/VMS:
Atviimuástandið í upphafi
árs það versta í rúm 20 ár
Samningamenn Alþýðusambandsins hjá ríkissáttasemjara í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
ATVINNUMÁLAHÓPUR sem
stafað hefur á vegum Alþýðusam-
bands Islands og vinnuveitenda til
að koma með tillögur til úrbóta í
atvinnumálum lagði fram tillögur
sínar í gær og fara þær hér á
eftir í heild.
Yfirlit um atvinnuástand
„Atvinnuástand nú í upphafi þessa
árs er það versta í rúm tuttugu ár.
Atvinnuleysi í janúar 1992 var 3,2%,
sem þýðir að um 4.000 manns voru
án atvinnu í mánuðinum. Ástandið í
febrúar var enn verra og ekki er
sýnilegt að það batni í bráð, að
óbreyttu.
Verulegur samdráttur verður í
fískveiðum og fiskvinnslu á þessu
ári vegna minnkandi kvóta. Veiði
hefur auk þess verið lítil það sem
af er árinu, sem þegar hefur látið
segja til sín í minni atvinnu. Háir
vextir hafa tvímælalaust haft nei-
kvæð áhrif á fjárfestingu og aukið
á samdráttinn og brýnt er að þeir
lækki nú þegar. Minnkandi útflutn-
ingsframleiðsla og fjárfestingar
draga úr þjóðartekjum.
Mikilvægt er að örva framleiðslu
og atvinnustarfsemi í landinu með
markvissri stefnumörkun. Til
skemmri tíma til að bregðast við
núverandi atvinnuleysi og til lengri
tíma til að marka hér stórhuga og
markvissa stefnu sem miðar að því
að efla og bæta samkeppnisstöðu
íslands gagnvart helstu viðskipta-
löndum okkar.
Markmiðið er að hér skapist skil-
yrði fyrir öflugum hagvexti, sem leiði
til aukinna þjóðartekna og aukins
kaupmáttar á komandi árum. Það
er sameiginlegur skilningur nefndar-
manna, að nauðsyn sé á samræmdu
átaki aðila vinnumarkaðarins og
stjómvalda um margvíslegar breyt-
ingar í íslenskum þjóðarbúskap til
þess að ná framangreindu markmiði.
Allar aðgerðir þurfa að hafa að
leiðarljósi skýra og ótvíræða arð-
semi, sem bætir samkeppnisstöðu
þjóðarinnar um leið og þær geta
dregið úr þeim vanda í atvinnumál-
um, sem nú er við að glíma. Nefndin
hefur unnið að athugun þessara
mála nú um þriggja mánaða skeið
og vill benda á eftirfarandi atriði,
sem geta fært okkur aukna verð-
mætasköpun nú strax og í framtíð-
inni.
Atriði sem geta skilað árangri
strax á þessu ári
1. úthafskarfi. Ágætur árangur
hefur náðst í veiðum á úthafskarfa
og er það fagnaðarefni. Fyrirsjáanleg
er aukning á þeim veiðum á þessu
ári og þeim næstu. Engu að síður
er nauðsynlegt að leggja áherslu á
frekari rannsóknir á þessari fískteg-
und og veiðimöguleikum.
2. Nýir veiðimöguleikar. Nauð-
synlegt er að hefja og/eða auka rann-
sóknir á öðrum vannýttum fískistofn-
um. svo sem litla karfa, langhala,
gulllaxi, búrfiski, blálöngu, háffisk-
um, skrápflúru, sandkola og langl-
úru. Sama á við um hryggleysingja,
svo sem beitukóng, tijónukrabba,
ígulker og kúffisk.
Nauðsynlegt er að styrkja með
fjárframlögum veiði- og vinnslutil-
raunir með ofangreindar tegundir.
Þá er nauðsynlegt að styrkja tilraun-
ir með gerð hentugra veiðarfæra
fyrir skelfisk. Jafnframt verði nýttir
þeir veiði- og vinnslumöguleikar
hörpudisks og kúffísks, sem þegar
eru fyrir hendi, og veittur stuðningur
til þess.
3. Landanir erlendra fiskiskipa.
Landanir erlendra fiskiskipa verði
heimilaðar, en því fylgir bæði atvinna
við vinnslu afla og vinna við skipavið-
gerðir, ásamt margs konar annarri
þjónustu. Jafnframt er mikilvægt að
leita samninga við Grænlendinga um
aflaskiptingu.
4. Veiðiheimildir Færeyinga.
Veiðiheimildir Færeyinga verði tak-
markaðar frá því sem nú er, eða
felldar niður.
5. Vegamál. Á ráðstefnu um sam-
göngumál, sem haldin var 26. febr-
úar, boðaði samgönguráðherra þá
stefnu, að aukinn verði flutnings-
þungi á vegum til samræmis við
Evrópustaðla, þ.e. úr 10 tonna öxul-
þunga í 11,5 tonn. Þessi breyting
getur stóraukið hagkvæmni vöru-
flutninga hér á landi, þar sem flutn-
ingsgeta eykst um 25-30%.
Það er því mikilvægt að taka á
málinu strax og gera áætlanir um
framkvæmd þessarar stefnu og arð-
semi hennar fyrir þjóðarbúið. Skipta
má þessu í tvennt: 1) Hækka öxul-
þunga á þeim vegum, sem þola það
nú þegar. 2) Ryðja úr vegi hindrunum
á hringveginum, sem ekki leyfa slík-
an öxulþunga.
Höfuðmarkmiðið er að ljúka hring-
veginum og tengingu helstu kaup-
staða landsins, með uppbyggingu á
bundnu slitlagi og endurnýjun þeirra
brúa, sem eru svo lélegar að þær
þola ekki þennan aukna þunga. Við
forgangsröðun þessara verkefna skal
fyrst og fremst litið til arðsemi
þeirra.
Heildarkostnaður þessara verk-
efna er áætlaður 4-5 milljarðar króna
til viðbótar við þá fjármuni, sem
ætlaðir eru til nýframkvæmda í vega-
málum á næstu árum. Ljúka þarf
þessu verkefni á næstu árum, svo
við íslendingar drögumst ekki um
of aftur úr þjóðum Vestur Evrópu á
þessu sviði. Því telur nefndin rétt að
athuga hvort ekki sé rétt að flýta
þessari þróun, m.a. með því að at-
huga erlendar lántökur í þessu skyni.
Fyrirsjáanlegar tafir eru á stór-
framkvæmdum innanlands á árunum
1992-1993 og er þá ástæða til þess
að nota sér þennan slaka til að ein-
beita sér að verkefnum eins og þess-
um.
6. Húsnæðismál. Nýbyggingar
íbúðarhúsnæðis hafa á undanfömum
árum verið mjög viðkvæmar fyrir
sveiflum á raunvöxtum og útflutn-
ingstekjum. Mikill og skyndilegur
samdráttur í nýbyggingum íbúða
hefur slæm áhrif á fyrirtæki og at-
vinnu í byggingariðnaði. Því verður
að tryggja fjármagn til nýbygginga
ef gripið verður til þess ráðs að tak-
marka útgáfu húsbréfa í því skyni
að lækka vexti.
Komi upp sú staða að umframeft-
irspurn verði eftir húsbréfum, miðað
við lánsfjárlög, leggur nefndin til
eftirfarandi:
1) að þeir sem eru að byggja eða
kaupa sína fyrstu íbúð hafí forgang.
2) að ákveðnum hiuta af fjár-
magni til húsnæðismála verði varið
til nýbygginga.
Áríðandi er að móta stefnu í þess-
um málum og jafnframt ná fljótt
niður vöxtum, svo húsbyggjendur
geti sem fyrst tekið ákvörðun um
framkvæmdir.
7. Virkjanir. Þrátt fyrir fyrirsjáan-
legar tafír í orkusölumálum vegna
frestunar byggingar álvers, er Ijóst
að Fljótsdalsvirkjun verður byggð og
þegar er búið að fjárfesta nokkuð í
því sambandi.
Það væri hagkvæmt að búa í hag-
inn varðandi frekari framkvæmdir
við Fljótsdalsvirkjun á eftirfarandi
hátt:
Ljúka frágangi við Blönduvirkjun
og flytja vinnubúðir þaðan og í
Fljótsdal. Ljúka síðan vegagerð á
virkjanasvæðinu, sem þegar er hafín.
Þá geta virkjunarframkvæmdir haf-
ist hvort sem er að vetri eða sumri.
Að öðrum kosti gætu framkvæmdir
tafist í 1-2 misseri frá því ákvarðan-
ir um byggingu álvers yrðu teknar.
Með því að hefja þessar fram-
kvæmdir í sumar væri hægt að draga
úr þenslu á vinnumarkaði síðar þeg-
ar væntanlegar álversframkvæmdir
hefjast. Mikils er vert að koma í veg
fyrir slíka þenslu, sem hefði mjög
slæm áhrif á atvinnulífið.
Þá er rétt að hafa það í huga, að
byggingarframkvæmdir virkjunar
eru 1-2 árum lengri en bygginga-
framkvæmdir álvers.
8. Viðhald opinberra mann-
virkja. Á undanfömum áratugum
hafa opinberir aðilar vanrækt að
halda við byggingum sínum svo víða
er ástand orðið mjög slæmt. Margar
opinberar byggingar liggja undir
skemmdum og þurfa viðhalds við sem
fyrst. Dráttur á viðhaldi leiðir til
meira tjóns.
Á tímum atvinnuleysis og tóma-
rúms á vinnumarkaði er kjörið tæki-
færi til að nýta vinnuaflið í viðhalds-
framkvæmdir. Þjóðhagsleg hag-
kvæmni af slíku getur orðið mikil.
9. Sumarvinna námsmanna. Á
vegum félagsmálaráðuneytisins er
að störfum nefnd sem fjallar um
sumarvirinu námsmanna. Fulltrúar
frá ASÍ og ‘VSÍ eru í nefndinni.
Nefndin hefur einkum verið að fjalla
um aðgerðir til að útvega næg störf
handa námsfólki í sumar. Samkvæmt
könnun Þjóðhagsstofnunar mun
afleysingastörfum á landsbyggðinni
fækka um 1.400 og um 400 á höfuð-
borgarsvæðinu.
Þau atriði sem eru til umræðu í
nefndinni eru einkum útvegun
ýmissa starfa við umhverfismál, sem
yrðu fjármögnuð af ríki og sveitarfé-
lögum í sameiningu en framkvæmdin
yrði að mestu á vegum sveitarfélaga
en aðilar eins og Skógræktin, Land-
græðslan og Náttúnivemdarráð yrðu
ráðgjafar.
Þá er nefndin að kanna möguleika
á ýmsum störfum eða verkefnum
sem gætu staðið undir sér rekstr-
arlega og yrðu ekki á opinbem fram-
færi.
Útvega þarf opinbert fjármagn til
að tryggja vinnu námsmanna í sum-
ar. Mætti hugsa sér það þannig að
til að skapa vinnu legið ríkið fram
sömu fjárapphæð og viðkomandi
sveitarfélag.
Stefnumótun til framtíðar
Eins og sagði hér í inngangi er
nú þegar nauðsynlegt að móta fram-
tíðarstefnu í íslenskum efnahagsmál-
um, sem hefur það meginmarkmið
að leiðarljósi að bæta samkeppnis-
stöðu íslenskra atvinnuvega gagn-
vart umheiminum, sem og að jafna
starfsskilyrði atvinnuveganna hér
innanlands. Það er tillaga nefndar-
innar að aðiiar vinnumarkaðarins
taki höndum saman við stjórnvöld
og hefji slíka almenna stefnumótun,
sem miði að því að stórbæta sam-
keppnisstöðu Islands gagnvart um-
heiminum, þannig að unnt sé að
hrinda af stað öflugu hagvaxtar-
skeiði hér á landi, sem stuðli að
bættum hag launafólks og atvinnu-
fyrirtækja.
Þá vill nefndin benda á nauðsyn
þess að hefja nú þegar markvissa
vinnu til þess að auka nýtingu á
þeim auðlindum þjóðarinnar, sem nú
eru lítið eða ekki nýttar. í því sam-
bandi leggur nefndin til:
1. Sjávarútvegsstefna. Mótuð
verði heildstæð sjávarútvegsstefna,
þar sem hugað verði sérstaklega að
uppbyggingu fískmarkaða, hag-
kvæmni vinnslu úti á sjó samanborið
við vinnslu í landi og heildaraf-
rakstri sjávarútvegsins. Miklu máli
skiptir: 1) Að þeir fjármunir sem nú
þegar em í sjávarútvegi nýtist, 2)
að möguleikar til framleiðslu séu
sveigjanlegir þannig að auðvelt sé
að laga sig að markaðsaðstæðum á
hvetjum tíma, 3) að mögulegt sé að
þróa framleiðslu í átt til verðmætari
framleiðslu, sem jafnframt skapi
meiri atvinnu, 4) að tekið sé tillit til
eðlilegrar þróunar byggðar.
2. Veiðar sjávarspendýra. Hval-
veiðar, þar með taldar hrefnuveiðar,
verði hafnar aftur eins fljótt og kost-
ur er. Sjónarmið íslands verði kynnt
rækilega á alþjóðavettvangi, þar á
meðal nauðsyn þess að stunda veiðar
sjávarspendýra til þess að viðhalda
jafnvægi í náttúmnni. Gerðar verði
markvissar tilraunir til þess að afla
að nýju markaða fyrir selafurðir.
3. Evrópubandalagið. Lögð er
þung áhersla á að eitt brýnasta hags-
munamál sjávarútvegsins er að náð
verði samningum um niðurfellingu
innflutningstolla af öllum sjávaraf-
urðum til Evrópubandalagsins.
4. Síld. Miklir möguleikar liggja
[ aukinni framleiðslu og sölu á síld
til manneldis. Ný tækifæri til sölu á
hefðbundna markaði hafa verið að
opnast og annars staðar geta verið
möguleikar á að byggja upp nýjan
markað. Þessu þarf að fylgja eftir
með markaðsátaki, sem er viðameira
og fjárfrekara en svo að framleiðend-
ur og útflytjendur ráði við það einir.
5. Rannsóknir og tilraunaveið-
ar. Auknar verði rannsóknir og til-
raunaveiðar á lítt könnuðum haf-
svæðum innan okkar auðlindalög-
sögu.
6. Orkulindirnar. Nefndin vill
sérstaklega vekja athygli á því að í
íslensku háhitasvæðunum liggur
ónotuð gufuorka sem, ef nýtt er beint
til iðnaðarþarfa, er einhver ódýrasta
og hagkvæmasta orka i veröldinni.
Sá hængur er á þessu máli, að ekk-
ert orkufyrirtæki hefur tekið frum-
kvæði á þessum vettvangi. Því telur
nefndin mjög brýnt að öflug orkufyr-
irtæki með sérþekkingu á þessu sviði
eins og Hitaveita Reykjavíkur og
Orkubú Suðumesja hugi að þessum
málaflokki og leiti markaða fyrir
háhitagufu til iðnaðarframleiðslu hér
á landi. Fmmathuganir benda til
þess að margvíslegir iðnaðarkostir
séu hér mögulegir í framtíðinni.
Þá vill nefndin varpa fram þeirri
spurningu hvort ekki sé rétt að færa
undir eina stjórn virkjun raforku til
stóriðju, sem og sölu og markaðsmál
þessarar_ orku.
7. Önnur iðnaðarfyrirtæki.
Nefndin kannaði stöðu mála varð-
andi hugsanlega þilplötuverksmiðju
og slípipappírsverksmiðju. Mun það
ráðast í lok ársins hvort af þessu
verður. Jafnframt var rætt um fríiðn-
aðarsvæði og telur nefndin að rétt
sé að kanna slíka möguleika áfram.
Möguleg nýting á fjárfestingu
sem fyrir er í landinu og ber
nú lítinn eða engan arð
1. Ónýtt raforka. Ljóst er að nú
er til í landinu veruleg ónýtt raforka.
Fulltrúar nefdarinnar hafa átt fund
með Landsvirkjun, RARIK og RR,
þar sem rætt var um þann möguleika
að fyrirtæki fengju tímabundið hag-
stætt verð á þeirri umframorku, sem
nú er til staðar í raforkukerfínu að
því marki sem þau gætu aukið raf-
orkunotkun sína til nýrra verkefna.
Nú er til ónýtt orka, sem samsvarar
600 gígawattstundum sem er föl til
nýrra nota á mjög hagkvæmu verði
næstu 4 árin í hið minnsta. Leggur
nefndin til að nú þegar verði hugað
að nýtingarmöguleikum þessarar
orku og hvetur til samstarfs við iðn-
aðarráðuneyti og orkufyrirtækin um
þau mál.
2. Fiskeldi. Það er skoðun hópsins
að fískeldi sé framtíðaratvinnugrein,
þó að illa hafí tekist til í byijun.
Lögð er áhersla á að hraðað verði
að koma aftur af stað fískeldi og að
sú fjárfesting og þekking sem þegar
er fyrir hendi verði nýtt. Þá lýsir
hópurinn stuðningi við fyrirhugaðar
tilraunir við klak á þorski.
3. Stálfélagið. Ef til kemur fmm-
kvöðull til rekstrar á Stálfélaginu,
væri íhugunarvert að skoða þátttöku
með honum. Einn af möguleikunum
er sá, að kanna hvort lífeyrissjóðir í
landinu væra tilbúnir til að styðja
að framgangi málsins.
4. Veiðar og vinnsla erlendis.
Ljóst er að nú er til í landinu umtals-
verð vannýtt fjárfesting í sjávarút-
vegi hvort heldur er í veiðiskipum
eða vélum og tækjum til fiskvinnslu.
Nefndin leggur til að nú þegar hefj-
ist markvissar athuganir á þeim
möguleikum að við íslendingar öflum
okkur réttinda til veiða og ef til vill
vinnslu í öðrum Íöndum til þess hvort-
tveggja í senn að auka heildartekjur
þjóðarbúsins með slíkum fjárfesting-
um á erlendum vettvangi sem og
jafnframt um leið að bæta afkomu
sjávarútvegsins heima fyrir með betri
nýtingu þeirrar fjárfestingar sem
eftir stæði. Fjárfestingar okkar er-
lendis á þessu svjði myndu hámarka
verðmæti ofangreindra eigna.
Samstaða um markvissa
atvinnuuppbyggingu
Það er trú nefndarinnar, að ef
samstaða tekst með þjóðinni um
nýja stefnumótun og markvissar að-
gerðir í atvinnuuppbyggingu til
bættrar samkeppnisstöðu Islands, sé
ekki ástæða til neinnar svartsýni um
framtíð íslenskrar atvinnuþróunar.
Þvert á móti er full ástæða til að
ætla að slík djörf stefnumótun geti
leyst úr læðingi umtalsverðan kraft
í íslenskum framleiðsluatvinnuveg-
um og hleypt af stað nýju hagvaxtar-
skeiði hér á landi, sem gæti á næstu
tíu ámm stóraukið þjóðartekjur og
þar með kaupmátt launafólks og allr-
ar þjóðarinnar.
Skipulag og framkvæmd
Nú þegar atvinnumálanefnd aðila
vinnumarkaðarins hefur skilað af sér
skýrslu um hugsanlegar aðgerðir í
atvinnumálum þarf einhvern aðila til
að framkvæma tillögur og halda
áfram mótun atvinnustefnu.
Vel má hugsa sér að stjórnvöld
og aðilar vinnumarkaðarins skipi
slíka nefnd en síðan verði aðrar sjáf-
stæðar nefndir í landshlutunum sem
einbeiti sér að verkefnum í sínu hér-
aði.
Aðilar þurfa að ræða fyrirkomulag
þessara mála og koma með tillögu
þar um.“