Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
9
Nú er rétti tíminn til að
Island dregst
hrattafturúr
I grein Fijálsrar verzlun-
ar segir m.a.:
„Islendingar eru að
dragast aftur úr ná-
grannaþjóðum á Vestur-
löndum. Virtír hagfræð-
ingar hafa boðað okkur
að íslcndingar verði fá-
tækasta þjóð Vestur-Evr-
ópu um næstu aldamót
haldi efnahagsþróunin
svona áfram hér á landi.
Komi ekki til vakningar
og afgerandi stefnu-
breytingar í efnahags-
og atvinnumálum mun-
um við færast hratt niður
i átt til afkomu og stöðu
landa þriðja heimsins.
Hagvaxtaraukning var
28% á íslandi á árunum
1980-1987 en landsfram-
leiðslan dróst hér saman
um 5% síðustu árin.
Við drögumst hratt
aftur úr nágrannaþjóð-
unum á ýmsum sviðum:
Arin 1980-1990 jókst
landsframleiðsla OECD-
ríkja um 34% en um 22%
á Islandi. Snar þáttur í
aukinni landsframleiðslu
hér á landi er vegna
fjölgunar þjóðarinnar.
Þess vegna jókst lands-
framleiðsla á maiui ein-
ungis um 10% hjá okkur
á áruiium 1980-1990 eií
um 24% í ríkjum OEiCD.
Kaupmáttur atvinnu-
tckna á mami jókst að-
eins um 0,5% á Islandi á
árunum 1980-1990 en um
11% í ríkjum OECD. Út-
flutningur á mann jókst
um 13% á íslandi á árun-
um 1980-1990 en um 56%
þjá OECD-ríkjum. Á síð-
ustu tíu árum hefur verð-
bólga á íslandi verið að
meðaltali 33% á ári en
innan við 5% í ríkjum
OECD.“
Frjáls verzlun segir
áfram:
„Hér skal nefnt dæmi
um þá þýðingu sem þessi
óhagstæði samanburður
við ríki OECD hefur fyr-
ir okkur: Heildarútflutn-
ingur íslendinga árið
1990 nam um 128 miiy-
Verður ísland þriðja
heims ríki?
Staksteinar staldra í dag við tvær
greinar í Frjálsri verzlun, „Lífskjör tekin
að láni" og „Skattur á eignirog eignatekj-
ur“. í fyrri greininni er látinn í Ijós ótti
um að ísland sigli hraðbyri á efna-
hagströppu þriðja heims ríkja.
örðum króna. Hefði
aukning útflutnings ís-
lendinga vcrið jafn mikill
á áratugnum 1980 tU
1990 og í ríkjum OECD
hefðu útflutningstekjur
okkar árið 1990 ekki
numið 128 miiyörðum
króna heldur 170 rnillj-
örðum. Upp á vantar
rúma 40 milljarða króna
sem svarar um 60% af
útflutningi sjávarafurða
árið 1990.“
Skattur á fjár-
magnstekjur
Ólafur Nilsson endiu'-
skoðandi segir m.a. í
grein í Fijálsri verzlun:
„Með skattí á fjár-
magnstekjur er almennt
átt við skattlagningu
vaxta af hvers konar
eignum og skattlagningu
arðs af hlutafé. Við skatt-
lagningu þessara tckna
kernur m.a. tíl skoðunar
með hvaða hætti farið
skuli með nafnvextí,
verðbætur, afföil og
gcngismun. Hugtakið
eignatekjur er þó nokkru
víðtækara því þá bætast
við aðrar tekjur af eign-
um, svo sem leigutelqur.
Það er samræming skatt-
lagningar þessara tckna
og þeirra eigna sem þær
gefa, sem mun verða
verkefni nefndarhmar.
Margvísleg form eigna
bera vexti eða fjár-
magnstekjur, svo sem
innistæður í innlánsstofn-
unum og margskonar
skuldabréf og önnur
verðbréf. Þessar eignir
bera ýmist nafnvexti,
vexti og verðbætur, vexti
og gengismun, arð eða
hafa ákveðið verðgUdi
eða gengi á hveijum
tíma.
Það skal undirstrikað
að vaxtatekjur atvinnu-
rekstrarins, bæði félaga
og einstaklinga í atvinnu-
rekstri, eru og hafa verið
skattskyldar. Það eru því
fyrst og fremst vaxta-
tekjur einstaklinga utan
atviimurekstrar sem
hafa verið skattfijálsar
og ætlunin er að skatt-
leggja. Ekki liggja fyrir
nákvæmar upplýsingar
um það hvemig skiptíng
Iiins nýja skattstofns yrði
milli t.d. tekna af banka-
innistæðum og af hinum
ýmsu tegundum skulda-
bréfa, svo sem af spari-
skirteinum, bankabréf-
um, hlutdeUdarbréfum
og öðrum markaðsverð-
bréfum, ef þessi bréf eru
með fjölbreytilegum
vaxtaákvæðum. Engin
skráning er nú til á eig;
endum þessara bréfa. í
seinni tið hafa kaupend-
ur þeirra verið nafn-
skráðir t\já þeim pen-
ingastofnunum og verð-
bréfafyrirtækjum, sem
selt hafa bréfin, en bréfin
geta síðan gengið kaup-
um og sölum milli aðila
án þcss að eigendaskiptin
séu skráð hjá útgefend-
um.“
Siðar í greininni segir:
„Skatturinn þarf að
vera hlutlaus gagnvart
hinum ýmsu spamaðar-
formum. Rikisskuldabréf
og vextir af þeim ættu
að lúta sömu reglum og
aðrar eignir og eigna-
tekjur.
Komi tíl skattlagning-
ar vaxtatekna hefði verið
æskilegt að miða við
raunvexti, en það tel ég
óraunhæft vegna erfið-
lcika við framkvæmdina.
Það er i raun mikil bjart-
sýni að ætla framteljend-
um og skattyfirvöldum
að glíma við slíkan út-
reikning. Skattlagning
nafnvaxta verður þvi að
teljast, cina leiðin við nú-
verandi aðstæður með
lægra skatthlutfalli en
gildir um aðrar tekjur.
Aukin verðbólga myndi
hins vegar raska þcssum
möguleika.
Mikilvægt er að gert
verði ráð fyrir skattfrelsi
upp að ákveðnu marki
eigna og tekna, en með
því myndu ýmsar eignir
falla brott sem ekki bera
jákvæða raunvexti."
hefja reglulegan spamað með
áskrift að spariskírteinum
ríkissjóðs.
Notaðu símcinn núna,
hringdu í
62 60 40,
69 96 00
eða 99 66 99
sem er grænt númer.
RÍKISVERÐBRÉFA
Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040
sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797
RABBFUNDUR í VÍB-STOFUNNI
Fiskur í höikusamkeppni
við aðra matvöru
A morgun, flmmtudaginn 5. mars, verður Magnús Gústafs-
son, forstjóri Coldwater Seafood Corporation, í VlB-stof-
unni og ræðir við gesti um framtíðarhorfur í sölu á
íslenskum fiski. Hvarvetna í heiminum er íslenskur fiskur í
harðri samkeppni við aðrar fæðutegundir. Hvernig fer
verðmyndun fram við þær aðstæður? Með hvaða hætti er
hægt að vinna skipulega að því að hækka fiskverð og auka
þannig tekjur þjóðarinnar?
Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Verið velkomin!
Ármúla 13a,1. hæö.