Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
Fyrsta heimsráðstefna vís-
indamanna um hollustu hvít-
lauks og innihaldsefna hans
eftir Erling
Sigurðsson
Vegna umræðna, sem orðið
hafa um hvítlauk á síðum Morg-
unblaðsins, hef ég tekið saman
eftirfarandi upplýsingar úr
„Townsend letter for Doctors
um fyrstu heimsráðstefnu vísind-
amanna um hollustu hvítlauks og
innihaldsefni hans:
Ráðstefnuna sem haldin var í
Washington D.C. í Bandaríkjun-
um sóttu allir helstu vísindamenn
sem leggja stund á hvítlauksrann-
sóknir. Fyrirlesarar voru yfir 50
vísindamenn frá 15 þjóðum og á
ráðstefnunni kynntu þeir ný-
fengnar niðurstöður sínar úr mik-
ilvægustu rannsóknum sínum.
Einnig sóttu ráðstefnuna læknar,
na'ringarfræðingar, næringarráð-
gjafar, matvælafræðingar auk
þeirra er skrifa um og áhuga
hafa á bættu mataræði og heilsuf-
ari almennt.
Á ráðstefnunni beindist um-
ræðan einkum að hollustu kæli-
tækniunnins (kæliþroskaðs) hvít-
lauks (Kyolic), því í þriðjungi er-
inda var íjallað um virkni þessar-
ar hvítlauksafurðar. Það er enn-
fremur mjög athyglisvert, að að
undanskildum hráhvítlauk voru
eingöngu notuð í rannsóknum og
sem viðmið, kælitækniunnar af-
urðir (Kyolic) þrátt fyrir fjölbreytt
úrval hvítlauksafurða frá öðrum
framleiðendum. Hér á eftir eru
raktar þær niðurstöður sem vöktu
mesta athygli ráðstefnugesta.
Jákvæð áhrif á hjarta-
og æðakerfið
Dr. Asaf A. Qureshi frá Wis-
consinháskóla skýrði frá því að
hann og félagar hans hefðu sýnt
fram á lækkun blóðfitu vegna
þess að kólesteról myndaðist í
minna mæli en ella og styrkur
þríglýseríða í blóðvökva og
þromboxans B2 minnkaði, og að
ennfremur kom í ljós að blóðflög-
ur kekkjuðust síður vegna áhrifa
kælitækniunnins kyolic. Rann-
sóknirnar voru gerðar á kjúkling-
um sem voru með of mikla blóð-
fitu (kólesteról) í blóði sínu. Mikil
blóðfita og mikil tilhneiging til
kekkjunar blóðflagna eru vel
þekktir áhættuþættir hjartasjúk-
dóma sem eru ein helsta orsök
dauðsfalla í flestum heimshlutum.
Það hljóta því að teljast ánægjuleg
tíðindi ef unnt reynist að minnka
blóðfitu og draga úr blóðflögu-
kekkjun með því að neyta kæli-
tækniunnins hvítlauks og vernda
þannig hjarta og blóðrásarkerfið.
Áhrif gegn krabbameini
Athyglisverðustu tíðindin á
ráðstefnunni þóttu vera þau er
voru sögð af röð rannsókna um
tengsl krabbameins og hvítlauks.
Alls var skýrt frá niðurstöðum
tylft rannsókna, og af þeim voru
sjö er fjölluðu um áhrif kæliþrosk-
aðs hvítlauks (Kyolic) á krabba-
mein. Dr. John Milner við Næring-
arfræðideild Pennsylvaníu-
háskóla skýrði frá þvi að fæði
með 4% kælitækniunnins hvít-
lauks hefði minnkað um 72% tíðni
bijóstakrabbameins sem vakið
hefði verið með DMBA, en það
er efni sem er krabbameinsvald-
ur. Ennfremur komu kælitæk-
niunninn hvítlaukur og lífræn
brennisteinssambönd sem hann
inniheldur í veg fyrir að krabba-
mein, sem ætlað var að vekja með
inngjöf sérstakra krabbameins-
valda, næði að myndast. Þar var
meðal annars um krabbameins-
valda að ræða sem venjulega
vekja krabbamein í vélinda, ristli,
lifur og húð.
Dr. David Hoon við Læknamið-
stöð Kaliforníu-háskóla í Los
Angeles skýrði frá því að ef sortu-
æxlisfrumur voru meðhöndlaðar
með kælitækniunnum hvítlauk
(Kyolic) dró mjög úr vexti þeirra
og þær tóku að líkjast eðlilegum
frumum. Einnig kom í ijós að
kælitækniþroskaður hvítlaukur
stöðvaði æxlisvöxt í þvagblöðru.
Þessar niðurstöður vekja miklar
vonir um að kælitækniunninn
hvítlaukur (Kyolic) geti komið í
veg fyrir og unnið bug á krabba-
meini í mönnum.
Sindurefni (free radicals) og
myndun peroxíðs eru talin ráða
miklu um efna- og geislaeitrun,
öldrunarkvilla og öldrun. Tveir
rannsóknahópar skýrðu frá því
að kælitækniunninn hvítlaukur
drægi úr eitrun af völdum geislun-
ar.
Dr. Yoichi Itakura, rannsókna-
stjóri við Wakunaga-rannsóknar-
stofurnar í Japan, greindi frá
efnaþáttum sem nýlega hefðu
uppgötvast í hvítlauk, þ. á m. all-
ísín, en það er nýfundið efnasam-
band sem einnig er í kælitæk-
niunnum hvítlauk. Sannast hefur
að allísín vinnur gegn myndun ill-
kynja æxla. Hann minntist einnig
á óstöðugleika allísíns. í ljós hefur
komið að það sundrast á innan
við fjórum stundum við 40°C og
á 24 stundum við herbergishita.
Dr. Robert Lin, ráðstefnustjóri.
Ef það er geymt í kæliskáp (við
4°C) sundrast það á fáeinum vik-
um.
Margir rannsóknamenn, sem
flestir sóttu þessa ráðstefnu,
beina sjónum sínum að virkni
hvítlauks gegn hjarta- og æða-
sjúkdómum og krabbameini. Árið
1990 ákvað Bandaríska krabba-
meinsstofnunin að veija 20,5
milljónum dala til að finna fæðu-
tegundir og innihaldsefni þeirra
sem koma í veg fyrir myndun
krabbameina. „í þessu verkefni
er hvítlaukur sú fæðutegund sem
líklegust er til að sporna gegn
krabbameini", sagði dr. Herbert
Pierson, yfírmaður verkefnisins,
nýlega.
Aukaverkanir hvítlauks
Vegna umfangsmikilla rann-
sókna á áhrifum hvítlauks er gert
ráð fyrir því að neysla hans auk-
ist til mikilla muna í náinni fram-
tíð. Það ér hins vegar vel þekkt
staðreynd að neysla á hráum hvít-
lauk hefur ýmsar aukaverkanir,
ef mikils er neytt. Meðal óæski-
legra áhrifa er blóðleysi, melting-
artruflanir og niðurgangur, svo
og húðbólga. Því er mjög mikil-
vægt að rannsóknum á áhrifum
og virkni hráhvítlauks og hvít-
lauksafurða verði haldið áfram.
Dr. Osamu Imada, við Texas-
háskóla, skýrði niðurstöður úr
rannsóknum á eitrunaráhrifum
hvítlauks og hvítlauksafurða þar
sem stuðst var við þróað próf sem
mælir eitrunaráhrif. Hráhvít-
laukssafi í skammti frá 2,5 til 10
ml á kíló líkamsþyngdar hægði á
líkamsvexti, olli meltingartruflun-
um, þar á meðal magasári, og
blóðleysi. Einnig kom fram að
allísín, sem finnst í ferskum (nýk-
reistum) hráhvítlaukssafa, fram-
kallar sömu einkenni, en sum
hvítlauksfyrirtæki hafa haldið því
fram að allísín sé það efni sem
valdi hollustu hvítlauksins. Rann-
sóknir Imadas hafa sýnt ljóslega
fram á að kælitækniunninn hvít-
laukur (Kyolic) sé eina fánlega
hvítlauksafurðin sem staðfest hef-
ur verið að hafi engar óæskilegar
aukaverkanir í för með sér eftir
neyslu.
Meira um allísín
Dr. Robert Lín, ráðstefnustjóri,
tjáði þá skoðun sína að „allísín
væri einstaklega óstöðugt og
hvarfgjarnt efni, og að ekkert
bendi til þess að það sé hið virka
efni í líkamanum. Þær rannsóknir
sem lýst var á ráðstefnunni sýna
að mörg brennisteinssambönd (þí-
óallýisambönd) og afleiður þeirra
geri það að verkum að hvítlaukur
hafi ljölþætt áhrif og sé bæði
hollur og hafi lækningamátt. Því
er sú staðhæfing allsendis ósönn
að allísínið eitt sé hið virka efni
í hvítlauk. Raunar sé ólíklegt að
það eigi nema lítinn þátt í holl-
ustu og lækningamætti hans.
Mikil neysla allísíns getur valdið
eitrun.“ Þessi staðhæfing endur-
speglar samhljóða álit fyrirlesara
á ráðstefnunni.
Samantekt úr „Townsend Letter for
Doctors", U.S.A.
Yfirskrift merkjasölu RKÍ er alheimshreyfing:
Að gefa og þiggja
efíir Ilíinnes
Hauksson
Alheimshreyfíng er yfirskrift
merkjasölu Rauða kross Islands í
dag. Rauði krossinn er stærsta al-
þjóðahreyfing í heimi með um 250
milljónir félagsmanna. Rauði kross
íslands er hluti af þessari stóru
hreyfingu sem leggur á herðar hon-
um skyldur gagnvart meðbræðrum
okkar um allan heim. Fyrir utan
það að láta gott af sér leiða er
margvíslegur ávinningur af því að
taka þátt í alþjóðlegu starfí Rauða
krossins. Hann felst meðal annars
í því að við drögum lærdóm af starfí
okkar. Á grundvelli þess lærdóms
getum við lagt ýmislegt af mörkum
í okkar samfélagi. Við erum gefend-
ur og þiggjendur í þessu alþjóða-
samstarfí.
Það er oft hlutverk Rauða kross-
ins að bijóta ísinn. Hann nýtur virð-
ingar hvarvetna. Þegar Rauði
krossinn tekur upp hanskann fyrir
lítilmagnann, fylgir fjöldinn oft á
eftir. Nefnum dæmi: Rauði krossinn
hefur um allan heim átt frumkvæði
að því að aðstoða eyðnismitaða og
þannig lagt sitt af mörkum til að
eyða fordómum í þeirra garð; með
stuðningi við samtök þeirra, með
aðhlynningu og sums staðar, sér-
staklega í þriðja heiminum, með
víðtækri fræðslu.
Lærum af flóttamönnum
Annar hópur, sem víða hefur átt
erfítt uppdráttar, oft vegna for-
dóma, eru flóttamenn. Rauði kross
íslands er stoltur af því að hafa
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að-
stoðað flóttamenn frá fjarlægum
löndum við að fóta sig í íslensku
samfélagi. Þetta fólk hefur auðgað
okkar samfélag á margan hátt. Við
sem blöndum geði við flóttamennina
vitum, að íslendingar geta margt
af þeim lært, ekki bara á sviði
matargerðarlistar, sem hefur verið
mest áberandi, heldur á mörgum
sviðum daglegs lífs og ekki síst
ætti erfíð reynsla þeirra að kenna
okkur að meta það öryggi og vel-
sæld sem við sjálf búum við. Það
er óhætt að fullyrða, að ef íslend-
ingar færu jafn vel með verðmæti
og margir flóttamannanna væri
ástand efnahagsmála hér með öðr-
um hætti. í flóttamannamáium hafa
landsfélög Rauða krossins um allan
heim sýnt áræði, sums staðar í
miklum andbyr.
Stundum getur lítið landsfélag
eins og Rauði kross Islands haft
mikið til málanna að leggja í alþjóð-
legu samstarfi. Við settum á lagg-
irnar Rauða kross-húsið, sem í dag-
Iegu tali er nefnt Húsið og er neyð-
arathvarf fyrir unglinga, fyrir rúm-
um sex árum. Við höfum greint frá
góðri reynslu okkar af þessum
rekstri erlendis og þegar hefur
fínnski Rauði krossinn fetað í fót-
spor okkar og komið á fót líkum
rekstri og fleiri landsfélög hafa lýst
áhuga sínum. Hver veit nema að
eftir nokkur ár verði risin „Hús“
víða um heim.
Gul spjöld — ekki rauð
Formaður Rauða kross Islands
er einn af varaforsetum Alþjóða-
sambands Rauða kross-félaga og
er sem slíkur einn af helstu áhrifa-
mönnum sambandsins, sem er önn-
ur helsta stofnun Álþjóðarauða-
krossins. Hin stofnunin er Alþjóða-
ráðið, sem hefur samkvæmt alþjóð-
alögum sérstöku mannúðarhlut-
verki að gegna þar sem styijaldir
geisa. Einnig á þeim vettvangi geta
lítil landsfélög haft áhrif. Genfar-
sáttmálarnir urðu til fyrir tilstilli
Rauða krossins fyrir um fimm ald-
arfjórðungum. Sáttmálarnir eru í
raun þær leikreglur sem herstjórn-
um ber að lúta í stríði og Alþjóða-
ráðið hefur eftirlit með að farið sé
að reglunum. Þrátt fyrir þessa eftir-
litsskyldu hefur Rauði krossinn ekki
dómara- eða lögregluvald á víg-
velli. Hann getur því miður ekki
bundið enda á styrjaldir. En næst-
um öll ríki heims hafa undirgengist
að leyfa fulltrúum Rauða krossins
að fylgjast með og standi þeir her-
stjórnir að brotum á alþóðlegum
mannúðarlögum fá hlutaðeigandi
áminningu, oftast í kyrrþey. Stund-
um hefur þessu hlutverki Rauða
krossins verið líkt við hlutverk dóm-
ara á knattspyrnuvelli sem hefur
Hannes Hauksson
„Merkjasala Rauða
krossins á öskudag á
sér 66 ára hefð. Féð
sem inn kemur rennur
til deilda Rauða kross
Islands, en þær eru 47.
Deildirnar verja fénu
til mannúðarmála, ann-
aðhvort heima í héraði
eða úti í heimi í gegnum
Rauða kross Islands.“
aðeins gul spjöld — ekki rauð. Hann
getur áminnt þá sem ekki fara að
settum reglum en því miður ekki
sent þá heim. Þrátt fyrir allt er flest-
um ríkjum annt um orðspor sitt á
alþjóðavettvangi og því forðast þau
„gulu spjöldin".
Rauði kross íslands og sænski
Rauði krossinn hafa á undanförnum
árum beitt sér gegn misnotkun
barna í hernaði og er nú að frum-
kvæði þessara tveggja landsfélaga
verið að gera á því könnun hversu
víða og hvernig börn eru notuð í
stríði. Niðurstaðan þeirrar könnun-
ar mun vonandi á næstu árum
skapa umræðu sem leiðir til breyt-
inga á Genfarsáttmálunum sem
banna herkvaðningu barna undir
átján ára aldri. Aldursmörkin eru
nú 15 ár.
Sendifulltrúi á vettvangi
Það er ekki hægt _að fjalla um
hlutverk Rauða kross íslands í þess-
ari alþjóðlegu hreyfingu öðru vísi
en að minnast á Veraldarvaktina,
sem er sá hópur sem hefur fengið
þjálfun til að fara til hjálparstarfa
út í heimi með örstuttum fyrirvara.
í fyrra fóru utan á vegum RKÍ 23
sendifulltrúar og margir þeirra
störfuðu við ótrúlega erfiðar að-
stæður í námunda við vígvelli. Þótt
frumskylda sendifulltrúanna sé að
hjálpa sjúkum og særðum úti í heimi
hafa þeir líka skyldur við okkur hér
heima. Þeim ber, þar sem þeir fá
tækifæri til, að greina frá reynslu
sinni og með því upplýsa okkur um
þann framandi heim sem þeir hafa
kynnst og skapa með því samkennd
með þeim sem mestar hörmungar
þurfa að þola af völdum styijalda
og náttúruhamfara.
Merkjasala Rauða krossins á
öskudag á sér 66 ára hefð. Féð sem
inn kemur rennur til deilda Rauða
kross íslands, en þær eru 47. Deild-
irnar veija fénu til mannúðarmála,
annaðhvort heima í héraði eða úti
í heimi í gegnum Rauða kross ís-
lands. Á höfuðborgarsvæðinu fær
Ungmennahreyfing Rauða kross
íslands hagnaðinn af merkjasöl-
unni, en ungmennastarf Rauða
krossins var endurreist fyrir sex
árum og því vex stöðugt fiskur um
hrygg.
Eg bið fólk að taka vel á móti
merkjasölubörnunum. Málstaðurinn
er góður.
Iíöfunclur er framkvæmdastjóri
Ráuða kross íslands.
*
I
I
*
I
Í