Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
31
LEIKLIST
Viðamikil sýning í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð
Leikfélag Menntaskólans við
Hamrahlíð sýnir um þessar
mundir óperuna Upphaf og endi
Mahagonny-borgar eftir Bertold
Brecht og Kurt Weill í hátíðarsal
skólans. Verkið var sérstaklega
þýtt af Böðvari Guðmundssyni
fyrir leikfélagið. Leikstjóri er Hall-
dór E. Laxness og stjórnandi
hljómsveitar er Guðni Franzson.
Atli Rafn Sigurðsson, einn sólóist-
anna í uppfærslunni, segir að þar
sem tónlistarbraut sé við Mennta-
skólann við Hamrahlíð hafi verið
nærtækt að velja þetta verk.
„Þetta er ákaflega viðamikið verk
og það hefur verið bæði gaman
og erfitt að setja óperuna upp.
Þetta er með metnaðarfyllri fram-
haldsskólasýningum síðari ára og
þess vegna er þetta svolítið sér-
stakt,“ segir Atli.
Hann segir að verkið sé erfitt
í fiutningi og því hafi verið tekinn
góður tími til æfinga.
Óperan fjallar í meginatriðum
um gleðiborgina Mahagonny og
þangað fiykkist fólk alls staðar
að til að flýja hversdagsleikann
og gera sér glaðan dag.
Halldór E. Laxness, leikstjóri
verksins, segir að haft hafi verið
samband við sig síðastliðinn apríl
og hann beðinn um að taka þetta
að sér. „Þetta verk er að mínu
mati eitt af perlum óperunnar.
Þetta er nútíma ópera og flest lög-
in eru sprottin upp úr dægurlög-
um,“ segir Halldór.
Hann segir að æfingar á verk-
inu hafi staðið yfir frá því í októb-
ermánuði. „í þessari uppfærslu er
um 40 manna kór auk Kórs
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Einnig eru um níu sólóistar og um
40 manna hljómsveit svo að þetta
er mjög stórt í sniðum. Það þurfti
mikið skipulag til að koma þessu
saman og það er frábært að vinna
með þessum krökkum og þau hafa
staðið sig alveg stórkostlega," seg-
ir Halldór.
Nokkur atriði úr óperunni í upp-
setningu Leikfélags Menntaskól-
ans við Hamrahlíð.
HJÁLPARSTARFID
HELDUR ÁFRAM
Gíróseðlar í bönkum
og sparisióðum
VTT)
HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
Uírusvörn
á200kr
SKE/FAN 17 - * (91) 681665. FAX: (91) 680664
TIL AÐ MÆTA
„MICHAELANGELO"
FÖSTUDAGINN ó. MARS
MEÐ FORSKOT
Á FRAMTÍDINA
TrÉTæknivai
FERMMGARGJOFIN
FRÁ
Snyrtitaska
kr. 1.850.-
Skartgripaskríni
Rakvélar
frá kr. 3090.- Bindisherðatré
kr. 740.-
| 4 *
Hárblásarar
frá kr. 890.-
Gullhringur
kr. 2.300.-
Hálsmen
kr. 1.500.-
kr. 1.240.-
PANTANASÍMI52866
B. MAGNÚSSON ^
HÓLSHRAUNI 2 ■ SÍMI 52866 ■ P.H. 410 • HAFNARFIRÐI f
_Dale .
Carnegie
þjálfun
VILTU VIRKJA STARFSFÓLKIÐ BETUR
OG NÁ MEIRIÁRANGRI í REKSTRINU?
Næsta STJÓRNUNARNÁMSKEIÐ verður á
miðvikudögum og stenduryfir sex miðvikudagsmorgna.
Rætt verður um
★ SKAPANDI HUGMYNDAFLUG
★ ÁRANGURSRÍKA ÁÆTLUN
★ AÐ SKIPULEGGJA MEÐ
HAGNAÐI
★ TÍMASTJÓRNUN
★ VALDDREIFINGU
★ HVATNINGU OG
★ ÁKVARÐANATÖKU Konráð Adolphsson
Kennslan fer fram með virkri þátttöku og hagnýtum
tilraunum í starfi. Er hugsanlegt að þú eigir GULLNÁMU
í fyrirtækinu án þess að vita það sjálfur?
Hvernig væri að kanna málið nánar og fræðast um það
hvemig þátttakendur fóru að því að spara hundruð
þúsunda í rekstrinum? Námskeið þetta er metið til
punkta í háskólanámi í Bandaríkjunum.
FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR
ÍSÍMA
81 2411
o
STJÓRIUUIMARSKÓLINN
Konrað Adolphsson. Einkaumboð tyrir Dale Carnegie namskeiðin"