Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
21
fHtvgniiÞIafetfe
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Ríkisfjármál
o g eftirlit
Alvarlegur brestur hefur ver-
ið um árabil i opinberri
fjármálastjórn á íslandi, en þó
kastaði fyrst tólfunum á síðasta
ári. Mikill og langvarandi halli
hefur verið á ríkissjóði, lántökur
ríkisins,..stofnana þess og fyrir-
tækja hafa keyrt um þverbak
og það sama á við um mörg
sveitarfélögin. Hámark óráðs-
íunnar birtist þó í sjóðakerfi
hins opinbera, sem hefur verið
notað til að yfirfæra milljarða-
tap fyrirtækja á herðar skatt-
greiðenda. Miðað við umræð-
una í þjóðfélaginu virðast menn
ekki hafa þrek til að ræða það
sukk, svo notað sé orðfæri þing-
manns um smíði Borgarfjarðar-
brúarinnar á sínum tíma.
í lok síðustu viku kynnti
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra skýrslu um ríkisfjármálin
1991, sem hann hefur lagt fyr-
ir Alþingi. Þar kemur fram, að
myndin er enn svartari en búizt
var við fyrir aðeins fáum vikum.
Ríkissjóðshallinn er að vísu
svipaður, eða 12,5 milljarðar
króna, en hreinar lántökur opin-
berra aðila voru yfir 40 milljarð-
ar og urðu mun meiri en nokk-
urn óraði fyrir. Hallinn á ríkis-
sjóði samkvæmt fjárlögum árs-
ins var 4 milljarðar en hann
varð meira en þrefalt hærri
þegar upp var staðið. Opinberar
lántökur voru áætlaðar í láns-
fjárlögum ríflega 23 milljarðar
króna, en þær höfðu nær tvö-
faldast áður en árið var úti.
Erlendar lántökur urðu 21,6
milljarðar í stað 7 milljarða.
Þegar fjármálastjómin árið
1991 er gerð upp er myndin,
sem við blasir, með miklum
ólíkindum. Hvernig geta þeir,
sem stjórna opinberum fjármál-
um, leyft sér annað eins? Það
liggur við að önnur hver króna,
sem fer um hendur þeirra, sé
tekin að láni. Ríkissjóðshallinn
er ekkert annað en lántaka -
fyrst og fremst erlendis. Skuld-
um hefur verið safnað ár eftir
ár og er svo komið, að tíunda
hver króna sem inn kemur í
ríkiskassann fer í vaxtagreiðsl-
ur. Ný og ný lán eru slegin
fyrir afborgunum af skuldasúp-
unni.
Ábyrgðarleysið í opinberri
fjármálastjóm náði hámarki á
tíma ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar, sem kenndi
sig við jafnrétti og félags-
hyggju. Hún virðist hafa að-
hyllzt þá villukenningu Alþýðu-
bandalagsins, að hlutverk ríkis-
ins sé að útdeila peningum og
fjárskorti megi mæta með
hækkun skatta og gjalda og
endalausum lántökum. Þetta
má lesa út úr skýrslu fjármála-
ráðherra, en þar kemur glögg-
lega fram, að fyrstu fjóra mán-
uði síðasta árs, þegar þáverandi
stjórnai’flokkar háðu kosninga-
baráttu sína, fóru ríkisfjármálin
gersamlega úr böndunum. Þá
vora ákveðin 7,4 milljarða út-
gjöld ríkissjóðs umfram fjárlög,
en til samanburðar ber núver-
andi ríkisstjórn ábyrgð á 720
milljóna króna útgjaldaauka
næstu átta mánuði.
Úr skýrslu fjármálaráðherra
má einnig lesa, að ráðstafanir
ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar
til að draga úr ríkisútgjöldum
voru langt frá því að ná settu
marki. Það sést á endanlegum
halla. Það sama má segja um
opinberar lántökur. Þær urðu
meiri en nokkru sinni fyrr þrátt
fyrir aðgerðir, sem áttu að
lækka þær um 5-6 milljarða.
Þetta leiðir hugann að því,
að eftirlitskerfi fjármálaráðu-
neytisins með útgjöldum virðist
haldlítið. Þær áætlanir, sem
ráðuneytið leggur fram um rík-
issjóðshalla og opinberar lán-
tökur, falla allar um sjálfar sig.
Þær standast ekki þótt þær séu
lagðar fram á nokkurra mánaða
fresti. Brýn nauðsyn virðist þvi
að endurskoða allt eftirlitskerf-
ið og með nútíma tölvutækni á
ekki að vera óyfirstíganlegt
vandamál að tryggja haldgóðar
og traustar upplýsingar um
rekstur ríkisins. I þessum efn-
um getur ríkið farið í smiðju
til einkafyrirtækja, þar sem
hægt er að fylgjast með rekstri
frá degi til dags og fljótlega
kemur í ljós, hvort áætlanir
standast eða ekki. Rekstur rík-
isins er að vísu flókinn og viða-
mikill en það er engin afsökun.
Hvernig væri að fjármálaráð-
herra fengi aðstoð sérfróðra
manna úr atvinnulífinu til að
endurskoða kerfið og koma með
tillögur til úrbóta. Það hefur
verið skipuð nefnd af minna
tilefni.
Ríkisstjórnin og fjármálaráð-
herra vinna nú eftir fyrstu fjár-
lögum sínum. Hvernig á að
tryggja að þau standist? Hvern-
ig hefur útkoman verið fyrstu
tvo mánuði ársins? Eru fjárlög
haldin eða fer allt úr böndunum
enn eina ferðina? Slóðinn eftir
síðustu ríkisstjórn er að vísu
langur, en ríkisstjórnin getur
ekki notað hann sem afsökun,
því hlutverk hennar er að grípa
í taumana ef horfur eru á því
að fjárlög og lánsfjárlög verði
enn einu sinni ónýt pappírs-
Plögg.
Áður hafa Herbjörg Wassmo og
Sara Lidman komizt í hóp verð-
launahafa.
Tónlistarverðlaun Norðurlanda-
ráðs voru einnig afhent í gær-
kvöldi. Að þessu sinni féllu þau í
skaut sænska tónskáldinu Anders
Eliasson. Verkið, sem aflaði Elias-
son verðlaunanna heitir - Sinfónía
nr. 1 og er samið 1986.
FRA NORÐURLANDARAÐSÞINGI
Ávarp Fríðu Sigurðardóttur við afhendingu
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs:
Þakkir mínar bein-
ast til skáldanna
AFHENDING bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fór fram í gær-
kvöldi í Finlandia-húsinu í Helsinki, að viðstöddum um 1.200 gestum.
Verðlaunahafinn, Fríða Sigurðardóttir rithöfundur, gat af heilsufars-
ástæðum ekki farið til Helsinki að taka við verðlaununum, sem hún
hlaut fyrir bók sína „Meðan nóttin líður“. Sigríður Snævarr, sendi-
herra Islands í Finnlandi, tók því við verðlaununum fyrir hönd Fríðu
og las upp þakkarávarp hennar.
„Undanfarið hef ég verið að
hugsa um þakklæti," segir Fríða
meðal annars í ávarpi sínu. „Stund-
um hef ég horft á verðlaunaafhend-
ingar í sjónvarpi þar sem engu er
líkara en að verðlaunahafar missi
hreinlega allt taumhald á sér og
þakki ekki aðeins þeim sem verð-
launin veittu heldur einnig öllu og
öllum allt aftur til Adams og Evu.
Og maður yppir öxlum og grettir
sig, á varla orð. Nú verð ég hins
vegar að viðurkenna að ég er farin
að skilja þetta taumleysi þakklætis-
ins.“
Fríða segist einkum vilja koma
þakklæti á framfæri til rithöfunda,
til skáldanna, sem auðgað hafi líf
sitt. „Eðlisfræðin segir okkur að
ekkert verði til af engu. Það lögmál
gildir einnig í listum. Hugsun fæðir
af sér hugsun, orð verður til af
orði, ekkert stendur eitt og sér,
heldur á sér stað í tíma og rúmi
af því sem á undan var unnið, teng-
ist heildinni. Því beinast þakkir
mínar fyrst og fremst til skáldanna,
og ekki aðeins til íslenzkra skálda,
þó að þeim eigi ég mesta skuld að
gjalda, hejdur til allra þeirra sem
hafa truflað mig og glatt, gert mér
gramt í geði og vakið upp spurning-
ar, ýtt við mér og dregið mig með
sér niður í myrk djúpin en einnig
sýnt mér fegurð himinsins. Þeim
þakka ég öllum lifandi sem liðnum
- því þannig er iistin, fljót sem
streymir gegnum tímann án tillits
til landamæra, trúarbragða, litar-
háttar eða kynferðis, háskalegt fljót
en gjöfult hverjum þeim sem þang-
að vill leita.“
Fríða Sigurðardóttir er fjórði Is-
lendingurinn, sem hlýtur bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
frá því þau voru fyrst veitt árið
1962. Ólafur Jóhann Sigurðsson
fékk verðlaunin 1976, Snorri Hjart-
arson 1981 og Thor Vilhjálmsson
árið 1988. Fríða er jafnframt þriðja
konan, sem dómnefndin verðlaunar.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, á tali við Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs.
40. þing Norðurlandaráðs í Helsinki:
Yarað við einangrun þeirra
landa sem verða utan EB
Helsinki. Frá Ólafi I*. Stephensen, blaðanianni Morgunblaðsins.
EVRÓPUMALIN áttu allan hug ræðumanna á 40. þingi Norðurlanda-
ráðs, sem hófst í Helsinki í gær. Af orðum margra ráðamanna á
Norðurlöndum má ráða að norrænt samstarf muni í æ ríkara mæli
verða hluti af evrópsku samstarfi, fremur en það geti komið í slað
þess. Hins vegar urðu ýmsir ræðumenn til að benda á að veldu sum
Norðurlöndin þann kost að standa utan Evrópubandalagsins, biði
þeirra einangrun og hnignun.
Ilkka Suominen, forseti finnska
þingsins, var kjörinn forseti Norður-
landaráðs í gær. Hann talaði um
það sem sjálfsagðan hlut í ræðu
sinni að öll Norðurlöndin gengju í
EB. „Ég vona bara að ákafinn verði
jafnmikill þegar við verðum allir
komnir í EB og Brussel tekur meira
og meira af tíma forsætisráðherr-
anna,“ sagði þingforsetinn þegar
hann hrósaði áformum forsætisráð-
herra Norðurlanda um breytingar á
norrænu samstarfi.
Leiðin liggur um Evrópu
Jan P. Syse, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Noregs og talsmaður
íhaldsmanna í Norðurlandaráði,
sagði að ísland og Noregur hefðu
enn ekki ákveðið sig um aðild að
Evrópubandalaginu. Hann sagðist
vona að Noregur myndi fylgja þró-
uninni í nýrri Evrópu, þar sem nor-
rænt samstarf myndi ganga í end-
urnýjun lífdaga. „Ég segi þetta sem
Norðmaður, en einnig sem talsmað-
ur íhaldsmanna á Norðurlöndum,
þar sem við vonum að með tímanum
muni Island einnig vera með. Leiðin
til sterkara norræns samstarfs ligg-
ur um Evrópu, sagði Syse.
Hann dró enga dul á að einangr-
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Viljum ekki vera hálfir þátt-
takendur og hornrekur
DAVÍÐ Oddson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Norðurlanda-
ráðsþingi í Helsinki í gær að samstarf Norðurlandanna kynni að
verða enn traustara og virkara en áður vegna þátttöku þeirra í evr-
ópsku samstarfi. Hann sagði hins vegar að Islendingar óttuðust nokk-
uð að fjarlægjast aðrar norrænar þjóðir. Ymsir kynnu að kjósa að
vera fremur utan norræns samstarfs en innan, yrðu íslcndingar að-
eins hálfvolgir þátttakendur í Norðurlandasamstarfinu.
„Norðurlöndin, sem utan Evrópu-
bandalagsins hafa staðið, nálgast
nú öll Evrópu," sagði Davíð. „Fyrst
innan vébanda hins Evrópska efna-
hagssvæðis og síðan flest landanna
væntanlega með beinni aðildarum-
sókn. Þegar Norðurlöndin knýja
þannig dyra hjá Evrópubandalaginu
þykir sumum fjúka í flest skjól um
norrænt samstarf. Það verði lítils
virði, í bezta falli árvisst fjölskyldu-
boð, þar sem rifjuð verði upp náin
og fom vinátta, en þess á milli sé
hugur þjóðanna bundinn suður í
Evrópu."
Forsætisráðherra sagði að menn
væru ekki komnir á Norðurlanda-
ráðsþing til að strengja þess heit
að sporna gegn því að Norðurlanda-
þjóðirnar yrðu virkar í Evrópusam-
starfinu. Fyrir þeirri þróun væru
bæði efnahagsleg og pólitísk rök,
og menn færu erindisleysu að reyna
að stöðva hana.
„Ég verð þess var, að íslendingar
óttast nokkuð, að sérstaða þeirra
geti leitt til þess að lengra bil verði
milli íslands og annarra norrænna
þjóða í framtíðinni, en verið hefur
um langa hríð,“ sagði forsætisráð-
herra. „Til þess megum við helzt
ekki hugsa, svo mikilvægt hefur
norrænt samstarf verið okkur á síð-
ustu áratugum. En okkur er farið
eins og öðrum norrænum þjóðum.
Fremur viljum við vera fullir þátt-
takendur í norrænu samstarfi, en
að vera hálfir þátttakendur og horn-
rekur. Við slíkar aðstæður kynni
ýmsum að þykja betra að vera úti
en inni.“
Hjörleifur Guttormsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins, kom í
ræðustól á eftir forsætisráðherra
og kvartaði undan því að hann hefði
ekki kveðið skýrt á um hvort Island
hygðist sækja um aðild að EB eða
ekki. Davíð svaraði: „ísland mun
ekki sækja um aðild að EB í nán-
ustu framtíð.“
un myndi fylgja því að standa utan
Evrópusamstarfsins. „Ekkert land
getur stöðvað ferð Norðurlanda til
Évrópu, en einstök lönd geta sjálf
sett sig hjá í þeirri sömu Evrópu.
Svo notað sé orðalag dagsins í dag,
þýðir slík ákvörðun einangrun,"
sagði Syse.
Poul Schlúter, forsætisráðherra
Danmerkur, hefur í mörg ár hvatt
öll Norðurlöndin til að fylgja for-
dæmi Danmerkur og ganga í EB.
Hann endurtók hvatningu sína enn
á ný í ræðu sinni í gær. „Það er
mikilvægt, einnig fyrir Danmörku,
að EES-samningurinn komist í
framkvæmd, og ég er ekki í vafa
um að það mun verða,“ sagði
Schlúter. „Burtséð frá því hvaða
ákvarðanir hin Norðurlöndin taka
um aðild að EB, munu þau verða
hluti af evrópsku samstarfi, og það
hefur í sjálfu sér mikla þýðingu,
alveg sérstaklega fyrir Island. En
þróunin á ekki að stanza hér. Ég
hef sagt það áður, og endurtek það
fúslega í dag: Danmörk vill gjarnan
að hin Norðurlöndin gangi í EB.
Ég tel að norrænt samstarf
myndi styrkjast stórkostlega. Þess
vegna höfum við fagnað umsókn
Svía og bíðum nú ákvörðunar Norð-
manna og Finna.“ Þarna kveður við
nýjan tón hjá Schlúter, sem spáði
því á þingi Norðurlandaráðs fyrir
þremur árum að ísland og Noregur
myndu ganga í EB innan fárra ára,
en minntist ekki á Svíþjóð og Finn-
land.
Einangrunarstefna þýðir
hniguun
Carl Bildt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, sagði að þeir, sem stæðu til
hliðar við hið nýja samstarf Evrópu-
ríkja, væru með því að svipta sjálfa
sig tækifæri til að móta framtíðina.
„Norræn einangrunarstefna er ör-
uggasta hugsanlega uppskriftin að
hnignun Norðurlanda. Þess í stað
er það þátttaka í Evrópu, sem er
lykillinn að framtíð Norðurlanda,"
sagði Bildt.
Gro Harlem Brundtland, forsæt-
isráðherra Noregs, sagði að sam-
starf Evrópuríkja byði upp á sögu-
legt tækifæri fyrir Norðurlönd.
„Þeir eru til, sem líta á það sem
niðurlægingu fyrir Norðurlönd að
þróunin á hinu breiðara evrópska
sviði ræður í auknum mæli atburða-
rásinni á Norðurlöndum. Ég deili
ekki þessari skoðun. Mörg af þeim
markmiðum, sem við á Norðurlönd-
unum höfum sett okkur, geta náðst
í stærra, evrópsku samhengi,“ sagði
forsætisráðherrann.
Endurmat á stöðu íslendinga
nauðsynlegt
Eiður Guðnason, umhverfisráð-
herra og samstarfsráðherra Norð-
urlanda, sagði í ræðu sinni að auk-
inn áhugi Norðurlanda á samstarfi
við Eystrasaltsríkin mætti ekki hafa
í för með sér að áhuginn á sam-
starfi Vestur-Norðurlanda dvínaði
eða að ísland, Grænland og Færeyj-
ar myndu einangrast í norrænu
samstarfi. Ráðherrann sagði að að
fiskveiðistefnu EB óbreytti væri
aðild íslands að bandalaginu ekki
á dagskrá. Eiður gagnrýndi að ís-
landi liefði ekki verið boðið á stofn-
fund Eystrasaltsráðs í Kaupmanna-
höfn og sagðist sömuleiðis undrandi
á að fundurinn væri haldinn á sama
tíma og þing Norðurlandaráðs.
Sumir þættust sjá nýtt
Norðurlandaráð í hillingum þar sem
Eystrasaltsráðið væri.
„Ég verð að segja skýrt og greini-
lega, að þetta vekur okkur Islend-
inga til umhugsunar. Afleiðingin
getur aðeins orðið visst endurmat
af okkar hálfu, ekki sízt þar sem
nú getúr svo farið að öll Norður-
löndin nema Island gangi í EB, sem
í meira mæli en hingað til mun
ætla sér hlutverk á sviði öryggis-
og vamarmála og að vissu leyti að
koma í stað NATO - að minnsta
kosti eru teikn um þetta á lofti,“
sagði Eiður. „Fari svo, tjáum við
íslendingar okkur ekki um þessa
þróun með hvössum orðum í bili.
Við segjum einfaldlega að þá verði
nauðsynlegt að endurskoða stöðu
okkar innan norræns samstarfs í
heild. Okkur fínnst við í raun vera
á vegamótum," sagði umhverfisráð-
herra.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra:
Ríkisstjórnin vill stuðla að
kj arasamningnm sem fyrst
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna til
að ræða við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að styrkja at-
vinnu, eins og hún sé reiðubúin til að ræða um alla þá hluti sem geti
greitt fyrir kjarasamningum. Hins vegar verði samningsaðilar að koma
sameiginlega fram með sínar tillögur og ljóst sé að niðurstaðan geti
ekki farið gegn þeim meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum að draga verulega úr halla ríkissjóðs og lánsfjárþörf hins opin-
bera og ná þannig fram lægri vöxtum.
Alþýðusamband íslands hefur lagt
áherslu á að í tengslum við kjara-
samninga taki ríkisstjórnin til baka
ýmsar aðgerðir sem hún hefur gripið
til. í minnisblaði sem ASÍ afhenti
ráðherrum á fundi sl. föstudag er
lögð áhersla á að persónuafsláttur
verði hækkaður, tekjutenging barna-
bóta verði afnumin en í staðinn komi
hátekjuskattur, tekjutenging elli- og
örorkulífeyris verði afnumin og lyfja
og lækniskostnaður almennings verði
lækkaður.
Friðrik Sophusson sagði að nið-
urstaða fundarins hefði verið sú að
ríkisstjórnin muni ræða þessar tillög-
ur. „En við teljum varla að um svör
verði að ræða af okkar hálfu fyrr
en við vitum hver sameiginleg sjónar-
mið aðilanna eru. Ég vek athugli á
því að Alþýðusambandið stendur
ekki einhuga að öllum þeim hug-
myndum sem birtast í þessu minnis-
blaði. Til dæmis kemur skýrt fram
að bæði sjómenn og verslunarmenn
hafa fyrirvara um hátekjuskatt,“
sagði Friðrik.
Atvinnumálahópur Alþýðusam-
bandsins og vinnuveitenda hefur i
tengslum við kjarasamningana mót
að ýmsar tillögur sem miða að þv
að auka atvinnu og þar er gert ráð
fyrir þátttöku hins opinbera. Friðrik
sagði að ríkisstjórnin væri tilbúin að
ræða þessi mál við aðila vinnumark-
aðarins en þá yrðu menn að finna
lausnir sem ekki brytu í bága við
meginmarkmið ríkisstjórnarinnar.
Hann sagði síðan að ríkisstjórnin
vildi að sjálfsögðu gera það sem í
hennar valdi stæði til að kjarasamn-
ingar geti náðst sem ailra fyrst; það
væri liður í Jiví að viðhalda stöðug-
leikanum. „Á meðan kjarasamningar
eru lausir er mjög erfitt fyrir stjórn-
völd og atvinnulífíð að gera áætlanir
fram í tímann því kjarasamningarnir
eru svo stór efnahagsleg aðgerð að
ef um er að ræða róttæka breytingu
frá því sem nú er geta allar áætlan-
ir farið fyrir lítið.
Sameining sjúkrahúsa í Reykjavík:
Sparnaður nemur 200
milljómim króna í ár
-segir Þorkell Helgason aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra
ÞORKELL Helgason aðstoðarmað-
ur heilbrigðisráðherra telur vil-
landi að tala um að kostnaður við
sameiningu Borgarspítala og
Landakots nemi 435 milljónum
króna í ár eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gærdag. Fyrir
liggi að almennur niðurskurður á
þessum tveimur spítölum í ár nemi
630 milljónum króna. Við samein-
ingu fái þeir til baka 435 milljónir
króna þannig að raunverulegur
sparnaður af sameiningunni í ár
sé 200 milljónir króna. Að vísu
gæti hluti af 435 milljónunum
runnið til Ríkisspítalanna eftir því
hvernig samið verður um bráða-
þjónustuna.
„Með því bráðabirgðasamkomulagi
sem gert hefur verið um sameiningu
þessara tveggja spítala er verið að
ná fram þremur markmiðum,“ segir
Þorkell. „í fyrsta lagi er verið að
ganga frá ráðstöfunum á því fé sem
þessar stofnanir fá úr varasjóð heil-
brigðisráðuneytisins, í öðru lagi er er
verið að marka leið að frekari samn-
ingu en mikil vinna liggur þegar að
baki við undirbúning þeirra og í þriðja
lagi var verið að eyða óvissu gagn-
vart starfsfólki þessara stofnanna."
í máli Þorkels kemur ennfremur
fram að heilbrigðisráðuneytið leggi
mikla áherslu á að þótt það lýsi yfír
vilja til sameiningar þessara stofn-
anna sé ekki verið að festa í sessi
verkaskiptingu milli allra sjúkrahús-
anna í Reykjavík með samkomulag-
Eins og Morgunblaðið gi'eindi frá
í gær var kona að ganga í hús við
Langholtsveg og innheimta áskrift-
argjöld fyrir tímarit þegar unglings-
piltur reif af henni axlartösku með
46 þúsund krónum, þar af 18 þús-
undum í reiðufé, og hljóp á brott
ásamt tveimur félögum sínum.
inu. Það atriði eigi eftir að ræða nán--
ar í samvinnu við Ríkisspítalanna.
„Við lítum á þetta samkomulag sem
mikinn ávinning fyrir okkur og ávinn-
ingur spítalanna sjálfra er ekki hvað
síst fólginn í að með sameiningu er
verið að færa saman verkþætti hjá
þeim þannig að þeir geta sérhæft sig
meir en verið hefur,“ segir Þorkell.
Eftir lýsingu konunnar fann lög-
regla piltana í húsi við Efstasund
skömmu síðar og við yfirheyrslur
gengust þeir við verknaðinum og
vísuðu á töskuna, sem falin var und-
ir húsgafli í nágrenninu. Þar í voru
peningarnir óhreyfðir og var þeim
komið til konunnar.
Rán upplýst og pen-
ingarnir fundnir
ÞRÍR piltar, 15 og 16 ára, hafa játað að hafa rænt konu tösku með
46 þúsund krónum á Langholtsvegi i fyrrakvöld. Peningarnir og task-
an hafa fundist og komisl til skila.
Möguleikar á framleiðslu sæ-
strengja hérlendis kannaðir
Gæti veitt 4-500 manns atvinnu
ÞRJÁR íslenskar verkfræðistofur, Ráðgjöf og hönnun, Rafteikning og
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, eru um þessar mundir að kanna
möguleika á að setja upp sæstrengjaverksmiðju hér á landi. Stofurnar
óskuðu nýlega eftir samstarfi við Landsvirkjun um málið og var því vel
tekið, að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.
400 til 500 manns munu vinna við framleiðslu strengsins ef af henni
verður.
Edgar Guðmundsson, verkfræðing-
ur hjá Ráðgjöf og hönnun, segir að
um stórverkefni sé að ræða. „Ef
strengurinn yrði framleiddur erlendis
kæmi afskaplega lítið af verðmæta-
sköpun sem fylgdi framleiðslunni
hingað til lands eða ekki nema um
10 til 15%. Á hinn bóginn ef hann
yrði framleiddur hér gæti mjög stór
hluti af verðmæti þessa strengs kom-
ið til nota íslensku efnahagslífi.
Mismunurinn á þessu tvennu gæti
verið um 20 milljarðar fyrir hvern
streng," segir Edgar.
Hann segir að verksmiðju þurfí að
byggja hvort sem er. Hver sæstreng-
ur yrði um 1000 kílómetrar lengd og
framleiddir yrðu 200 kílómetrar á
ári. Um 5 ár tæki því að framleiða
einn streng sem flutt gæti 500 MW
afl.
Pálmi R. Pálmason, framkvæmda-
stjóri virkjanasviðs á Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen, segir að ef á
annað borð verði farið út í að flytja
út raforku héðan með sæstreng þá
megi ætla að hægt verði að flytja út
að minnsta kosti 2000 MW af afli.
„Það þyrfti því að framleiða þijá til
fjóra strengi og framleiðsluferlið yrði
15 til 20 ár. Eftir þann tíma yrði
sérþekkingin á þessu sviði væntan-
lega orðið svo mikil hér, bæði varð-
andi gæðaeftirlit og framleiðsluna
sjálfa, að það er enginn sem segir
að þá þyrfti að stoppa," segir Pálmi.
Þeir segja að málið hafi verið í
athugun í marga mánuði en það sé
svo stórt í sniðum að enn verði það
að teljast á frumstigi þar sem bygg-
ing verksmiðju myndi krefjast nokk-
urra ára undirbúningstíma.
Þorsteinn Hilmarsson upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar segir að stjóm
fyrirtækisins hafí tekið erindi verk-
fræðistofanna vel og möguleikamir
verði kannaðir á næstunni.
„Það er þó ljóst að þetta yrði ekki
að veruleika fyrr en eftir nokkur ár.
Margir hlutir koma þama inn í eins
og hvort þörf sé á nýrri tækni við
framleiðsluna, sem verið er að rann-
saka og kanna erlendis, þar sem
sæstrengur héðan yrði lengri og lægi
dýpra en nokkur strengur sem lagður
hefur verið í heiminum," segir Þor-
steinn.