Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
15
Starfsdagar í grunn-
skólum í niðurskurði
eftir Þórhall
Jósepsson
Einn daginn fyrir skömmu kom
dóttir mín til mín og tilkynnti mér
að ég þyrfti ekki að vekja hana í
fyrramálið, það væri frí í skólanum
og hún gæti sofið út þann daginn.
Ég spurði hana hvers vegna væri
frí og svarið var afar einfalt, það
var starfsdagur.
Þá rifjaðist það upp fyrir mér að
skömmu áður, í lok janúar, var frí
fimmtudag og föstudag vegna
starfsdaga og næsta mánudag
vegna foreldraviðtala. Það rifjaðist
einnig upp fyrir mér að síðustu tvær
vikurnar eða svo fyrir jólin var harla
ódijúgur skólatíminn, suma dagana
ekki nema ein stund í skólanum.
Og ef ég man rétt, þá voru nemend-
ur sendir heim nokkra daga í haust
vegna starfsdaga og mér skilst að
vænta megi hins sama til vors.
Þetta gerist á sama tíma og
menntamálaráðherra er að reyna
að spara í grunnskólanum einhveij-
ar 180 milljónir króna og af fréttum
að dæma má helst ná þeim sparn-
aði með því að skerða kennslu eldri
nemenda sem nemur tveimur stund-
um á viku.
Þar sem kennarar og samtök
þeirra bera hag nemanda fyrir
bijósti umfram annað, eins og
margoft hefur komið fram í máli
þeirra, mótmæltu þau þessum nið-
urskurði og töldu illa farið með
nemendur. Ég get fallist á að ekki
er gott að senda nemendur heim
þegar þeir ættu að réttu lagi að
njóta vandaðrar kennslu og um-
hyggju góðra kennara.
Þess vegna kemur mér í hug að
spyija, hvort fráleitt sé að bæta
nemendum upp þessa skerðingu
vegna sparnaðar með því að fella
niður starfsdagana og hafa nem-
endur í skólanum í staðinn og kenna
þeim og veita aðra þá handleiðslu
sem skólinn getur veitt? Og kenna
meira fyrir jólin? Og taka for-
eldraviðtölin frá degi til dags í stað
þess að setja heila daga undir þau
þörfu verk?
Ekki kemur mér í hug að halda
því fram að starfdagar séu óþarfir
eða gagnslausir nemendum, en ég
held að nemendurnir hafi meira
gagn af góðri kennslu, þess vegna
spyr ég.
Mér finnst ástæða fyrir skólayf-
irvöld og kennara að íhuga þetta,
ekki síst í ljósi þess að nú árar illa
í okkar þjóðfélagi og fjármunir eru
af skornum skammti, mér skilst að
við megum þakka fyrir ef þeir eiga
ekki eftir að minnka töluvert enn.
Það er vandaðra manna háttur
að hjálpast að við að sigrast á að-
steðjandi erfiðleikum. Eg heyrði í
fréttum að apótekarar hyggist
leggja sitt lóð á vogarskálarnar að
létta almenningi lyfjakostnaðinn
með því meðal annars að lækka
álagninguna, það er taka frá sjálf-
um sér ef ég skil rétt. Nú er tæki-
færi skólamanna að fylgja fordæmi
þeirra og auka k'ennsluna og vega
þannig upp skerðinguna sem af 180
milljóna króna niðurskurðinum
„Þess vegna kemur mér
í hug að spyrja, hvort
fráleitt sé að bæta nem-
endum upp þessa skerð-
ingu vegna sparnaðar
með því að fella niður
starfsdagana og hafa
nemendur í skólanum í
staðinn og kenna þeim
og veita aðra þá hand-
leiðslu sem skólinn getur
veitt?“
hlýst. Svigrúmið er fyrir hendi, þar
sem eru starfsdagar, heilir foreldra-
dagar og kennslufall vegna jólaund-
irbúnings.
Höfundur er fyrrverandi kennari,
nú sUirfsmaöur stjórnarráðsins.
Þórhallur Jósepsson
wm §m m m ■ ■ ■ ■
Merkjasoludagur
Rauða krossins
ÖSKUDAGUR er hefðbundinn merkjasöludagur Rauða krossins. Á hverju
ári síðan 1925 hafa börn og unglingar um land allt aðstoðað Rauða kross
deildirnar við landssöfnun þennan dag.
Fénu, sem safnast, er variðtil margvíslegs hjálpar-
starfs, svo sem til byggingar heilsugæslustöðvar í
Lesótó, kaupa á sjúkrabílum og fleiri brýnna
verkefna.
Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á
móti sölubörnunum þegar þau bjóða merki
dagsins og styrkja þannig hjálparstarf Rauða
krossins.
Rauði kross íslands
★ GBC-Pappírstætarar
Þýsk framlelðsla
Ýmsar stærðlr og gerðlr fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
FJAÐRAGORMAR
í ÝMSA BÍLA
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722
I
ARGUS/SÍA