Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 19

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 19 Gaddafi for- dæmir IRA Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefur fordæmt hermdarverkasamtökin írska lýðveldisher- inn (IRA) vegna sprengjutil- ræða þeirra í Lundúnum að undanfömu. Hann sagði á þingi landsins á mánudag að hann hefði byijað að styðja hryðjuverka- samtökin til að refsa Bretum fyrir að leyfa Bandaríkjamönn- um að nota breska herflugvelli til árása á Líbýu árið 1986. Gaddafi sagði að stuðningur- inn við IRA hefði verið glap- ræði og honum yrði hætt. Svartahafs- deilan leyst? Konstantín Morozov, varnar- málaráðherra Ökraínu, skýrði frá því í gær að hernaðarsér- fræðingar frá Úkraínu og Rússlandi hefðu lagt fram til- lögur um hvernig skipta ætti Svartahafsflotanum sem sovét- lýðveldin fyriverandi hafa deilt um. Hann skýrði ekki frá tillög- unum í smáatriðum en sagði fréttamönnum að Úkraínu- menn fengju nógu stóran hluta flotans til að geta varið land sitt. Skip búin kjarnavopnum yrðu áfram undir stjórn Sam- veldis sjálfstæðra ríkja. Jeltsín heim- sækir Bush George Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gær að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, færi í opin- bera heim- sókn til Bandaríkj- anna 16.-17. júní til að ræða „síbatn- andi sam- skipti ríkj- anna tveggja". Bush fór lof- samlegum orðum um Jeltsín, sagði hann hafa „staðið sig frábærlega" við að koma á umbótum eftir hrun kommúnis- mans. Dauðadóm- ar í Alsír Dómstóll í Alsír dæmdi þijá heittrúaða múslima til dauða í gær. Tveir aðrir voru dæmdir til 10 og 20 ára fangelsisvist- ar. Mennirnir fimm voru ásamt 20 öðrum sakaðir um að hafa framið morð, haldið fólki í gísl- ingu og haft ólögleg vopn í fórum sínum. Mennimir em félagar í Hizbollah (Flokki guðs) og vom handteknir eftir að veiðivörður var drepinn og sprengiefnum stolið. Fregnir herma að einn sakbominganna hafi játað að nota hafí átt sprengiefnið til að „ráðast á herbúðir, dómstóla og fleira“. Jeltsín Gaddafi Litháen: Brottflutningur hersveita hafinn Vilnius. Reuter. HAFINN var í gær brottflutningur hersveita hers Sovétríkjanna fyrrverandi frá Litháen en í fyrstu lotu verða fluttar brott loftvarn- arsveitir sem iiöfðu bækistöðvar um 10 km frá höfuðborginni, Vilnius. Myrtu utigangsmenn og seldu háskóla líkin Bogota. Reuter. Lögregluyfirvöld í Kólombiu skýrðu frá því í fyrrakvöld að fund- ist hefðu jarðneskar leifar 30 manna í kólombískum háskóla og grunur léki á að öryggisverðir skólans hefðu myrt mennina, aðal- lega útigangsfólk, og selt læknadeildinni líkin. Jarðneskar leifar fólksins fund- ust í háskólanum eftir að illa særð- ur sorphreinsunarmaður hafði Rússland: Neita að vís- indamenn séu á leið til íraks sloppið og skýrt lögreglunni frá því að öryggisverðirnir hefðu ráðist á sig og nokkra aðra sorphreinsun- armenn. Lögreglan rannsakaði málið og fann lík sjö manna og þriggja kvenna í læknadeildinni og einnig 20 höfuðkúpur, 15 lungu, 20 heila og 15 limi. Kólombíska sjónvarpið sýndi myndir af líkunum og eitt þeirra var án höfuðs. Lög- reglan sagði að fórnarlömbin hefðu verið skotin og lamin til bana. Lögreglan fann einnig mann sem var enn á lífi eftir að hafa orðið fyrir skoti og barsmíðum. „Flest bendir til að öryggisverð- irnir hafi framið morðin og síðan selt líkin,“ sagði talsmaður lögregl- unnar og bætti við að fimm verðir hefðu verið handteknir. Kólombísk blöð sögðu að fyrsta morðið, sem vitað væri um, hefði verið framið fyrir tveimur mánuðum og hið síð- asta fyrir fjórum dögum. Háskólinn er í hafnarborginni Barranquilla og talið er að lækna- deildin hafi greitt 130.000 pesos (11.400 ÍSK) fyrir hvert lík. fluttar fyrr en fundist hefur hús- næði til að hýsa þær. Litháar vilja að brottfíutningi um 80.000 hermanna samveldisheij- anna verði lokið sem allra fyrst en heimkvaðning sveitanna hefur þeg- ar tafist vegna deilna um hvert þær skuli fluttar. -----» ♦ ♦----- Begin á sjúkrahús Jerúsalem. Reuter. MENACHEM Begin, fyrrum for- sætisráðherra Israels, var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann inissti meðvitund á heimili sínu snemma morguns. Dan Michaeli, forstöðumaður Ic- hilovs-sjúkrahússins í Tel Aviv, sagði á blaða- mannafundi að líklega hefði Beg- in fengið hjarta- áfall. Það hefði valdið því að blóðstreymi til heilans hefði stöðvast tíma- bundið og hætta væri á varanleg- um heilaskemmdum af þeim sökum. í fyrstu var talið að Begin hefði fengið heilablóðfall. Michaeli sagði að ástand Begins væri enn mjög alvarlegt. Begin tók við embætti forsætis- ráðherra árið 1977 og gegndi því í sex ár. Á valdatíma hans náðist friðarsamkomulag við Egypta og er það eina samkomulagið af því tagi sem Israelar hafa gert við ar- abaríki. Hlaut Begin ásamt Anwar Sadat, forseta Egyptalands, friðar- verðlaun Nóbels í kjölfarið. Kólombía: Reuter Brottflutningur fyrrum sveita sovéska hersins frá Litháen hófst í gær og má sjá hér hluta bílalestarinnar. Rúm hálf öld er liðin frá því að sovéski herinn réðst inn í Litháen en ríkið var innlimað í Sovétríkin í seinna stríðinu. Brottflutningur þeirra hófst með athöfn í Mitskunai- flugstöðinni að viðstöddum blaða- mönnum, yfirmönnum heija sam- veldisins og litháískum leiðtogum. í liðsaflanum sem lagði í gær af stað til Pétursborgar í Rússlandi voru 18 liðsforingjar, 12 undirfor- ingjar og 73 tæknimenn, 15 flutn- ingabílar og 36 færanlegir eldflaug- askotpaliar. Eldflaugarnar sem til- heyrðu loftvarnarsveitinni verða fluttar með járnbrautarlestum síð- ar. Fiölskyldur hermannanna fylgdu þeim ekki og verða ekki Moskvu. Reuter. JEVGENÍJ Velíkhov, varafor- seti rússnesku vísindaakademí unnar, vísaði því á bug á mánu- dag að rússneskir kjarneðlis- fræðingar störfuðu að þróun kjarnorkuvopna í írak eða öðr- um ríkjum Miðausturlanda. Velíkhov sagði að ástæðulaust væri að óttast að rússneskir kjarn- orkuvísindamenn myndu streyma til ríkja þriðja heimsins þótt þar byðust betri kjör en heima fyrir. Vestrænir leiðtogar hafa óttast að eftir hrun Sovétríkjanna yrðu þarlendir vísindamenn auðkeyptir til ríkja á borð við írak, Líbýu og írans og með því yrði erfíðara að hindra hugsanlega útbreiðslu kjamorkuvopna. Velíkhov sagði hins vegar að örugg framtíð biði vísindamann- anna í Rússlandi við störf á alþjóð- legri rannsóknarstofnun sem Bandaríkjamenn munu aðstoða við að koma þar upp. MASTER ♦ VÖKVAVINDUR PULLMASTER eru afkastamiklar vökvavindur með jöfnum vinduhraða í báðar áttir. Knúnar vökvadrifnum gírmótor. Sjálfvirkar diskabremsur og öryggisbremsa. Innbyggð vökvakæling gegn ofhitun við mikið álag. Allir snúningsfletir aflokaðir og vinna í olíubaði. Kúlu- og keflalegur á öllum snúningsflötum tryggja langa og áfallalausa notkun með lágmarks bilanatíðni. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. PULLMASTER LASALAN H.F. - rökréttur kostur. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 DAGAR EFTIR BOKAMARKAÐURINN KRINGLUNNI Félay Isl.bókaútgelenda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.