Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
29
Kristbjörg Ó. Bjöms-
dóttír - Kveðjuorð
Kristbjörg Ólafía Björnsdóttir
lést í Fj ó rð u ngs sj ú k ra h ú si n u á
Akureyri 30. janúar 1992 eftir
langvarandi veikindi. Kristbjörg
var fædd og uppalin í Glerárhverfi
á Akureyri. Hún var dóttir Björns
Hallgrímssonar og Sigríðar Ölafs-
dóttur sem bjuggu í Brekku, þau
eru nú bæði látin. Sigríður og
Börn eignuðust 6 börn, var Krist-
björg þeirra elst, þá Hreinn, látinn
fyrir nokkrum árum, Árný, Stefán
Hallgrímur, Sigurbjörn og Elsa.
Kristbjörg var gift Aðalsteini
Hjaltasyni frá Rútsstöðum í Eyja-
firði. Eignuðust þau 4 börn, sem
eru, Anna, fædd ’51, búsett í
Sydney Ástralíu, Björn, fæddur
’56, búsettur á Akureyri, Freyr,
fæddur ’58, búsettur í Stavanger,
Noregi, og Lilja fædd, ’70 og býr
í föðurhúsum.
Ég kynntist Kiddu (eins og hún
var oft kölluð) á haustdögum 1976,
er sonur hennar Freyr bauð mér í
mat á heimili þeirra í Stafholti 12.
Ég man svo vel hvað ég var feim-
in þegar ég kom í Starfholtið, en
heimilisfólkið tók mér vel og hefur
reynst mér svo vel allar götur síð-
an. Kidda var frekar hlédræg við
fyrstu kynni, rétt eins og ég, en
við kynntumst hvor annarri alltaf
betur og betur, enda kom ég alloft
í mat til hennar. Það endaði svo
með því að ég flutti inn á heimilið
1977 og bjó þar í þijú ár. Við Kidda
vorum mikið saman þennan tíma
og reyndist hún mér mjög vel og
gekk mér nánast í móðurstað.
Kidda var alltaf góð við mig. Hún
setti aldrei út á neitt við mig, en
þegar hún vildi leiðbeina mér um
eitthvað var það sagt í léttum dúr,
og ég held að ég hafi oftast tekið
það til greina. Henni t.d. leist ekki
á að ég færi á ball í bættum galla-
buxum, og hún vildi að ég strauj-
aði blússur mínar og treyjur. Kidda
var húsmóðir í orðsins fyllstu
merkingu, húnm var oftast heima
við, hafði til kaffi og kökyr þegar
okkar var að vænta úr vinnu. Ekki
komu allir í fjölskyldunni heim í
mat á sama tíma, það fannst henni
allt í lagi og passaði uppá að sá
er síðastur kæmi fengi heitan mat
ekki síður en hinir. Eitt var það
sem var svo merkilegt við Kiddu,
að þrátt fyrir veikindi gerði hún
slátur, hreingerningar og annað
þess háttar, en hún gerði það ævin-
lega á meðan við vorum að vinna,
við urðum þess ekki vör að neitt
stæði til. Þetta er dæmi um konu
sem vinnur verk sín í hljóði. Það
eru margar minningar sem koma
upp í hugann þegar þetta er skrif-
að, og eiga þær eftir að ylja mér
um ókomin ár. Við Kidda gerðum
margt saman, ein sumamótt er
mér t.d. mjög minnistæð. Við vor-
um einar heima yfír helgi, bóndi
hennar og sonur, þá kærasti minn,
höfðu farið á sjó saman. Þáð var
yndislegt veður sól og hiti, og
Akureyri skartaði sínu fegursta. Á
laugardagskvöldi fórum við saman
í heimsókn til vinafólks, og sátum
þar langt frameftir kvöldi. Þegar
við komum heim var sólin komin
upp eða hafði aldrei sest, það var
svo mikil veðurblíða og kyrrð þarna
um hánótt. Ég stakk þá uppá því
að við löbbuðum út á klappirnar
sunnan við Krossanes, og þangað
fórum við. Þar sátum við langt
frameftir nóttu og nutum góðs
útsýnis yfír fjörðinn sem var speg-
ilsléttur og fallegur. Þarna áttum
við skemmtilegt spjall saman.
Þetta er nótt sem líður mér seint
úr minni. Eftir að ég flutti úr Staf-
holti og fór að búa, þótti mér gott
að geta leitað til hennar eftir upp-
skriftum og aðferðum við mat-
reiðslu. Hún kom oft til mín og
hjálpaði mér við sláturgerð, laufa-
brauðsgerð og annað það sem ung
húsmóðir þarfnast aðstoðar við.
Kristbjörg var tengdamóðir mín
í 9 ár, en þó ég hafí slitið samvist-
Minning:
Oktavía Olafsdótt-
ir Thorarensen
Fædd 1. febrúar 1914
Dáin 25. febrúar 1992
í dag er til moldar borin móður-
systir mín, Oktavía Ólafsdóttir
Thorarensen. Hún lést á Vífils-
staðaspítala 25. febrúar sl. eftir
löng og erfið veikindi. Oktavía
fæddist 1. febrúar í Búrfellskoti í
Grímsnesi, næstyngst ellefu systk-
ina. Sjö þeirra komust á fullorðins-
ár. Lifir nú aðeins eitt þessara
systkina, það yngsta, Leifur. Syrg-
ir hann nú systir sína. Foreldrar
Oktavíu voru: Vigdís Jónsdóttur
frá Steinum undir Eyjafjöllum og
Ólafur Þorsteinsson frá Heiðarbæ
í Þingvallasveit. Kornung fluttist
hún með fjölskyldu sinni til Reykja-
víkur, og átti þar heima síðan.
Oktavía var tvígift. Ung að árum
kynntist hún fyrri manni sínum,
Finnboga Kr. Stefánssyni, starfs-
manni hjá heildverslun Johnson &
Kaaber. Finnbogi var ættaður úr
Reykjavík. Þau giftust 13. júlí
1934. Þau eignuðust þrjú börn:
Gunnar, fæddur 1935, söl'ustjóra
hjá Kassagerð Reykjavíkur. Er
hann kvæntur Auði Kjartansdótt-
ur. Eiga þau heima í Kópavogi.
Albert, fæddur 1940, bygginga-
meistara. Er hann kvæntur Sól-
veigu Ingibergsdóttur. Þau eiga
heima í Mosfellsbæ. Yngst var Sig-
rún, fædd 1941. Hún giftist til
Texas í Bandaríkjunum, og lést
þar 1982 frá tveimur ungum dætr-
um. Barnabörn Oktavíu eru átta,
og barnabarnabörnin tólf. 8. júní
1951 lést fyrri maður Oktavíu,
aðeins 38 ára gamall. Hann hafði
þá átt við vanheilsu að stríða um
nokkurt skeið. Stóð þá Oktavía ein
uppi með þijú börn. Með dugnaði
og ráðdeild tókst henni að sjá sér
og sínum farboða. Mestan sinn
búskap áttu þau hjón heima á
Hallveigarstíg 2. Árið 1960 urðu
þáttaskil í lífi Oktavíu, er hún
kynntist seinni manni sínum,
Gunnari Thorarensen, úr Reykja-
vík. Gunnar lést 31. júlí langt um
aldur fram. Voru þau þá nýkomin
úr ferðalagi frá útlöndum. Báðir
voru eiginmenn Oktavíu hinir
mætustu menn. Oktavía starfaði
alla tíð hjá heildverslun Johnson &
Kaaber. Mat hún mikils stjórnend-
ur og starfsfólk þess fyrirtækis,
enda sýndu þeir henni órofa tryggð
til æviloka. Oktavía var gestrisin
og góð heim að sækja, þótt efnin
væru nú oft ekki mikil. Hún var
veitul og gjöful. Það var ekki henn-
ar háttur að láta lítið af hendi
rakna, ef ættingjar og vinir áttu
hlut að máli. Hún lét brauðstritið
aldrei ná tökum á lífi sínu, en
komst þó vel af Ekki lét hún ást-
vinamissi og annað mótdrægt í líf-
inu hafa áhrif á framkomu sína
við aðra. Hún bar byrðar sínar
sjálf, án þess að íþyngja öðrum.
En af því leiddi, að aðrir sóttust
eftir návist henar. Iiún var oftast
glaðsinna, en tók það óstinnt upp,
ef henni fannst ómaklega að öðrum
vegið. Hún var þó ekki hörð í dóm-
um sínum um aðra. Vildi heldur
horfa á það, sem henni þótti já-
kvætt í fari annarra. Heimili henn-
um við son hennar var ég ævinlega
velkomin í Stafholtið og kom ég
þar oft með sonarsoninn sem var
henni svo kær. Þótti honum gott
að fá að gista hjá ömmu og afa
við og við. Eitt er það atvik sem
lýsir Kiddu svo vel. Ég bjó þá uppí
Síðuhverfi og veðurspáin ekki
glæsileg. Spáð var vestan hvas-
sviðri eða stormi, og átti að bresta
á um miðnætti. Kidda vissi að ég
er veðurhrædd og hringir í mig
um 9 leytið, og spyr hvort ég vilji
ekki koma til þeirra og gista yfír
nóttina. Feginleik mínum verður
bara ekki með orðum lýst. Ég var
ekki sein á mér og dreif mig niður
eftir. Það beið mín uppbúið rúm,
kaffí á könnunni og meðlæti.
Svona var hennar umhyggja mikil.
Þó að ég hafi svo eignast annan
dreng síðar, þá var strax svo sjálf-
sagt hjá þeim hjónum báðum, að
hann mætti kalla þau ömmu og
afa líka, eins og þeirra sonarsonur.
Ég veit að synir mínir báðir
munu sakna ömmu sinnar sárt, en
það er okkur huggun að vita að
algóður guð tekur vel á móti henni,
og líknar allar þrautir. Ég bið þess
að góður guð veiti syrgjandi ástvin-
um hennar styrk á komandi tímum.
Guð veri með ykkur öllum.
Aðalheiður Kjartansdóttir.
ar bar henni fagurt vitni. Þar var
öllu haganlega fyrir komið, hver
hlutur á sínum stað. Mörg hin síð-
ari ár átti Oktavía við vanheilsu
að stríða. Tók hún því sem öðru
með jafnaðargeði. Hún kveið ekki
vistaskiptunum. Taldi sig mæta
vinum í varpa þar sem nánustu
ættingjar hennar væru. Með þeim
hafði hún starfað hér, og taldi sig
eiga heimvon vísa hjá þeim að lífi
loknu. Nú hefur systkinahópurinn
úr Grímsnesi, er sleit þar barns-
skónum á fyrstu tugum þessarar
aldar, þynnst mjög. Eftir er Leifur
einn. Hann yljar sér nú við minn-
ingar um góð systkini. Fyrir hönd
systkina minna sendi ég öllum
ættingjum Oktavíu einlægar sam-
úðarkveðjur, um leið og ég kveð
kæra móðursystur með þökk fyrir
allt það, sem hún gerði fyrir okkur
meðan við áttum leið saman.
Hvíli hún í friði,
Vigdís Jónsdóttir.
t
Bróðir okkar,
LÁRUS GUÐMUNDSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. mars
kl. 15.00.
Fyrir hönd systkina,
Gunnar Guðmundsson,
Hvassaleiti 46,
Reykjavík.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HERMANN GUÐMUNDSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Langeyrarvegi 5,
Hafnarfirði,
sem lést fimmtudaginn 27. febrúar, verður jarðsunginn frá Víði-
staðakirkju föstudaginn 6. mars. Athöfnin hefst kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd og
Minningarsjóð íþróttamanna.
Guðrún Ragnheiður Erlendsdóttir,
Baidvin Hermannsson, Elsa Kristín Jónsdóttir,
Auður Hermannsdóttir, Anders Engiund,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum öllum, nær og fjær, samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS JÓNSSONAR
frá Ey.
Jón Halldórsson, Margrét Þorsteinsdóttir,
Elsa Halldórsdóttir,
Ingibjörg Halldórsdóttir, Sváfnir Sveinbjarnarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir þá samúð, hlýhug og vináttu sem
okkur var sýnd við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
JAKOBÍNU JÓNSDÓTTUR,
Laugarbrekku 14,
Húsavík.
Guð blessi ykkur öll.
Ásgeir Bjarnason, Jóna Guðjónsdóttir,
Guðmundur Bjarnason, Vigdís Gunnarsdóttir,
Stefán Jón Bjarnason, Þórdís Arngrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Jón B. Jónsson, Sonja Axelson,
Sigurður Jónsson, Guðlaug Benediktsdóttir,
Grétar Jónsson, Ágústa Olsen,
Sigrún Jónsdóttir, Jóna Svana Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eigin-
konu minnar, systur og mágkonu,
SIGRÍÐAR LOFTSDÓTTUR
iðjuþjálfa
frá Sandlæk.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Arngrimsson,
Elínborg Loftsdóttir, Birgir Baldursson,
Loftur S. Loftsson, Kristjana Bjarnadóttir,
Erlingur Loftsson, Guðrún Helgadóttir,
Baldur Loftsson, Alda Johansen.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við frá-
fall og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður,
SAMÚELS JÓNSSONAR
frá Þingdal.
Stefanía Eiríksdóttir,
börn og tengdabörn.