Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
fclk i
fréttum
AFMÆLI
Hundrað ár í sama húsi
Haldið var upp á það í haust
er leið að 100 ár eru síðan
eitt elzta íbúðarhúsið á Húsavík
var reist, Arholt, en svo skemmti-
lega vill til að sama ættin hefur
frá upphafí búið í húsinu. Árholt
stendur á fallegum stað í miðjum
bænum, upp með Búðará, og seg-
ir svo í Sögu Húsavíkur, að ef til
vill sé Árholt rómantískasta húsið
í kaupstaðnum.
Byggjendur Árholts voru hjónin
Anna Vigfúsdóttir og Sigtryggur
Sigtryggsson, starfsmaður við
verzlun Örum & Wulffs. Jakobína
dóttir Sigtryggs og eiginmaður
hennar Klemens Klemensson
keyptu húsið 1911 og þar fæddust
böm þeirra, Sigtryggur Seðla-
bankastjóri og Anna eiginkona
Halldórs Pálssonar búnaðarmála-
stjóra. Þórhallur kaupfélagsstjóri,
bróðir Jakobínu, keypti Árholt í
október 1942 og síðan 6. nóvem-
ber 1943 hafa hjónin Hulda, dótt-
ir Þórhalls, og Jónas Egilsson,
búið þar, eða í tæpa hálfa öld.
Hulda og Jónas, niðjar þeirra
og ættingjar héldu upp á 100 ára
afmælið með pomp og prakt. Um
Árholt segir ennfremur í Sögu
Húsavíkur: „Hús þetta, sem eig-
endur ganga um með mikilli snyrt-
imennsku og prýði, hefur við sig
töfra frumleikans. Það er talandi
tákn þess, hvernig hagnýta má
gamlar byggingar á viðulegan
hátt og njóta þeirra nýtízkulega."
Efri myndin: Hjón Hulda Þór-
hallsdóttir og Jónas Egilsson,
sem búið hafa í Árholti í nær
50 ár.
Stór hópur hélt upp á afmælið
í garði Árholts.
FEGURÐ
Morgunblaöiö/Porkell
Keppendum um titilinn ungfrú
Reykjavík boðið í mat
essi mynd var tekin á veiting-
astaðnum Hard Rock nýlega
er þátttakendum keppninnar um
titilinn ungfrú Reykjavík var boð-
ið þangað í kvöldverð.
Stúlkurnar, sem allar eru af
höfuðborgarsvæðinu, eru nú þeg-
ar famar að æfa fyrir keppnina
sem fram fer fímmtudaginn 26.
mars næstkomandi á Hótel ís-
landi. Alls taka 15 stúlkur þátt í
keppninni og er þetta í fyrsta
skipti sem stúlkur af öllu Stór-
Reykjavíkursvæðinu taka þátt í
sömu keppninni.
/*’
I
I
I
I
| Tilvaldar fermingargjafir eins og
! Orðabókin og Passíusálmarnir
j á mjög hagstæðu verði.
j Opið virka daga írá 9 -17.
Bökaúfgáfa
ÆIENNING4RSJÓÐS
SKÁLHOLTSSTlG 7# REYKJAVÍK
SÍMI 621822
I
J
BRÚÐKAUP
Brúðarvísa kveðin í Fær-
eyjum en brúðkaupið var á
Islandi
essi hópur Færeyinga ætlaði
nýlega að koma til Islands til
að vera við brúðkaup Björmu Did-
riksen og Guðmundar Gunnarsson-
ar sem gefín voru saman í Lang-
holtskirkju í Reykjavík. Vegna veð-
urs var hins vegar ekki flogið til
Færeyja þennan dag og því komust
gestimir þaðan ekki í brúðkaupið.
Þeir komu þó allir saman og að
færeyskum sið kváðu Brúðarvísuna
daginn sem Bjarma og Guðmundur
voru gefín saman. Þar sem fáir
Færeyingar voru við brúðkaupið var
Brúðarvísan ekki kveðin þar því að
allan þennan hóp vantaði í veisluna.
COSPER
— Gisli, það er hér maður, sem þarf að tala við þig.