Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 11

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 11 Þriðja stoð utanríkis stefnunnar: Evrópa eftir Björn Bjarnason í þessari viku er 40. þing Norður- landaráðs í Helsinki, höfuðborg Finn- lands. Um margra missera skeið hefur verið rætt um framtíð ráðsins með hliðsjón af samrunaþróuninni í Evrópu. I þessum umræðum hefur verið tekið mið af því að aðeins eitt Norðurlandanna, Danmörk, á aðild að Evrópubandalaginu (EB). Á þinginu í Helsinki er staðan í Norðurlandasamstarfínu hins vegar allt önnur en hún hefur nokkru sinni verið. Frá því að síðasta þing var haldið hafa Svíar lagt fram umsókn um aðild að EB og fínnska ríkis- stjórnin hefur mótað þá stefnu, að hinn 18. mars næstkomandi taki finnska þingið afstöðu til þess, hvort aðildarumsókn frá Finnum verði send til EB. í umræðum á norska Stór- þinginu í síðustu viku kom fram, að Norðmenn ættu á hættu að einangr- ast frá norrænu samstarfí sæktu þeir ekki um aðild að Evrópuband- alaginu. Á hinn bóginn kynni Norð- urlandasamstarfíð að ganga í endurnýjun lífdaga, ef þátttökuþjóð- irnar ættu samleið inn í EB. Staðan er með öðrum orðum sú um þessar mundir, að Norðurlandaráð kann ein- faldlega að breytast í samstarfsvett- vang Evrópubandalagsþjóða. Höfuð- markmið ráðsins yrði að tryggja hagsmuni aðildarríkjanna í samræmi við samstarfsreglur Evrópuband- alagsins. Engum blöðum er um það að fletta að hrun Sovétríkjanna og breytt staða í öryggismálum er helsta for- sendan fyrir því að Finnar óska eftir aðild að EB. Upplausn kommúníska miðstjórnarkerfisins hefur að sjálf- sögðu áhrif á starf allra alþjóðastofn- ana og þó sérstaklega Evrópustofn- ana. Um leið og öflugustu ríki Norð- urlandaráðs stefna að virkri þátttöku í evrópsku samrunaþróuninni vilja þau jafnframt efna til svæðisbundins samstarfs við öflugasta aðildarríki EB, Þýskaland. Þetta gera þau með aðild að Eystrasaltsráðinu, sem verið er að stofna, en auk Norðurlandanna fjögurra nær það til Eystrasaltsríkj- anna þriggja, Póllands og Þýska- lands. Eystrasaltsþjóðirnar og Pól- veijar vilja aðild að EB en pólitískar og efnahagslegar forsendur hennar eru ekki enn fyrir hendi í ríkjum þeirra. Evrópa og NATO Innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) gerðist það á fundi utanrík- isráðherra aðildarþjóðanna í Kaup- mannahöfn á síðasta ári, að sam- þykkt var að evrópsku aðildarríkin skilgreindu öryggishagsmuni sína sérstaklega í ljósi breytinganna í Mið- og Austur-Evrópu. Var þessi stefna áréttuð á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Róm í nóvember 1991. Þarf enginn að fara í grafgöt- ur um að ætlunin er að tryggja hina evrópsku stoð innan bandalagsins með auknu samstarfi EB-ríkjanna um varnar- og öryggismál. Er litið á Vestur-Evrópusambandið (Westem European Union) sem sérstakan samstarfsvettvang Evrópuþjóðanna í öryggismálum. Varnarstefna NATO hefur breyst í samræmi við upplausn Varsjár- bandalagsins og hrun Sovétríkjanna. Bandarískum hermönnum á megin- landi Evrópu fækkar og skipulag herstjórna og herafla á vegum NATO er allt annað en áður. Varnarstefnan tekur nú mið af því að staðbundið hættuástand getur skapast vegna pólitískrar, efnahagslegrar og félagslegrar upplausnar eða þjóðem- isátaka. Hrun Sovétríkjanna skapar óvissu í öryggismálum. Finnar og Svíar ætla til dæmis að auka útgjöld til hermála. Þótt kommúnisminn hrynji, breytist landafræðin ekki og tillit til hennar á að ráða ákvörðunum þeirra, sem ekki stjórnast af ósk- hyggju. Rangt stöðumat eða ósk- hyggja hefur ekki hingað til sett svip sinn á varnarstefnu NATO eða öflugasta ríkis þess, Bandaríkjanna. Kalt mat bandarískra stjórnvalda á þeim öryggishagsmunum, sem þau eiga að gæta, leiðir enn til sömu niðurstöðu og eftir síðari heimsstyij- öldina, að mikilsverðast sé að stuðla að öryggi og stöðugleika á Atlants- hafí. Þriðja stoðin í Morgunblaðsviðtali á hlaupárs- dag skýrir utanríkisráðherra frá því, að danski utanríkisráðherrann hafi hafnað ósk íslensku ríkisstjómarinn- ar um áheyrnaraðild að Eystrasalts- ráðinu (í Helsinki sl. mánudag sam- þykkti danski forsætisráðherrann hinsvegar ósk Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, um aðild íslands að þessu ráði). Þá dregur hann upp skuggalega mynd af því, sem kynni að gerast í Atlantshafsbandalaginu ef einangrunarstefna yrði ofan á hjá bandarískum stjórnvöldum og þau hyrfu frá beinni þátttöku í gæslu öryggis í Evrópu. Má helst skilja utanríkisráðherra á þann veg, að við stöndum nú frammi fyrir því, að meginstoðir íslenskrar utanríkis- stefnu, þátttakan í samstarfí Norður- landanna og aðildin að NATO, séu að molna. Augljóst er, að við íslendingar getum litlu ráðið um hina dramatísku atburðarás á alþjóðavettvangi. Eins og aðrar smáþjóðir verðum við að laga okkur að breytingunum og taka afstöðu eftir ýtarlegt og yfirvegað mat á því, hvernig hagsmunum okk- ar er best borgið. Hin skjóta stefnu- breyting Finna í afstöðunni til aðild- ar að EB sýnir, að tími smáþjóða til að taka ákvarðanir er ekki alltaf langur. Mestu skiptir að nýta hann vel og hrapa ekki að niðurstöðu í fljótræði. Þegar rætt er um norrænt sam- starf og Atlantshafsbandalagið sem meginstoðir íslenskrar utanríkis- stefnu, má ekki gleyma þriðju stoð- inni, það er hinni evrópsku. Nú er það evrópska stoðin, sem ræður mestu hvemig hinar tvær nýtast okkur. Árið 1950 samþykkti Alþingi aðild íslands að Evrópuráðinu. Þar er stað- inn vörður um lýðræði, mannréttindi og félagsleg réttindi. Fyrir þijátíu árum veltu íslensk stjórnvöld aðild að Evrópubandalaginu fyrir sér. Þau komust að þeirri niðurstöðu að sækja ekki um aðild. Tæpum tíu árum síð- ar gerðist ísland aðili að EFTA, Frí- verslunarsamtökum Evrópu. Nú er EFTA að semja við EB um evrópskt Björn Bjarnason. „Þegar rætt er um nor- rænt samstarf og Atl- antshafsbandalagið sem meginstoðir ís- lenskrar utanríkis- stefnu, má ekki gleyma þriðju stoðinni, það er hinni evrópsku. Nú er það evrópska stoðin, sem ræður mestu hvernig hinar tvær nýt- ast okkur.“ efnahagssvæði (EES) en á sama tíma blasir gjörbreyting á EFTA við vegna aðildar að minnsta kosti þriggja þátt- tökuríkjanna að EB. Ástæðan fyrir því, að ísland kann að einangrast innan Norðurlanda- ráðs er einfaldlega sú, að íslendingar hafa ekki ljáð máls á því að gerast aðilar að EB. Þessi staðreynd ræður vafalaust einhveiju um þá ákvörðun Dana að hafna ósk utanríkisráðherra íslands um áheyrnaraðild að Eystra- saltsráðinu. Við kunnum einnig að einangrast frá evrópskum öryggis- málum, ef ekki er hugað að þróun- inni innan Vestur-Evrópusambands- ins. Líklegt er, að ósk um áheyrna- raðild að því yrði vel tekið, enda ræður þar mat á öryggishagsmunum. Þegar rætt er um þróunina innan Atlantshafsbandalagsins má ekki gleyma hinni mikilvægu staðreynd, að í gildi er tvíhliða varnarsamningur milli íslands og Bandaríkjanna. Mikilvæg heimavinna Skömmu eftir að ísland hlaut fullt sjálfstæði hófst undirbúningur sókn- ar þjóðarinnar undir full yfirráð yfír fískimiðunum umhverfís landið. Und- ir forystu Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, var mótuð sú meginstefna, að allar ákvarðanir í málinu skyldu byggðar á vísindaleg- um grunni og í samræmi við alþjóða- rétt og þróun hans. Að baki stefnu- mótunarinnar fólst fræðilegt starf sem Hans G. Andersen þjóðréttar- fræðingar vann. Þessi stefnumótun skilaði giæsilegum árangri með út- færslunni í 200 sjómílur 1975 , sem var í góðu samræmi við þróun alþjóð- aréttar og hefur verið staðfest með hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. í landhelgismálinu var loka- markmiðið ávallt skýrt og ótvírætt: Að tryggja yfirráðin yfír lífsbjörg þjóðarinnar, þótt öflugar og almennt vinveittar nágrannaþjóðir ættu ákaf- lega bágt með að sætta sig við að hætta að sækja á íslandsmið. í öllum tilvikum tókst að lokum að ná sam- komulagi við þessar nágrannaþjóðir um viðunandi lyktir landhelgisdeilna. Þeirrar staðreyndar eigum við að minnast, þegar hugað er að mark- miðum í samstarfinu við Evrópuþjóð- irnar í samræmi við hinar öru breyt- ingar á alþjóðavettvangi og í sam- skiptum vinveittra nágrannaþjóða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTjQRk , KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur FASTEiGkAsiií Til sýnis og sölu m.a. eigna. Vel byggt steinhús - vinsæll staður Einbýlishús ein hæð 165 fm, auk bílsk. 23 fm. 5 svefnherb. m. meiru. Glæsileg lóð. Skipti möguleg á litlu sérbýli eða nýlegri 4ra herb. íb. í lyftuhúsi með góðu láni 2ja herb. íbúð á 4. hæð við Arahóla. Svalir - sólstofa. Húsið er ný- klætt að utan. 40 ára húsnæðislán kr. 2,2 millj. Skammt frá Álftamýrarskóla Suðuríbúð. á 3. hæð, 3ja herb. rúml. 80 fm, auk geymslu og sameign- ar. Rúmgóð stofa. Sólsvalir. Ágæt sameign. Byrjunarframkvæmdirfylgja að bílskúr. Lítið einbýlishús í Austurborginni Timburhús - járnklætt m. 3ja herb. ibúð að meðalstærð. Vel með far- ið. Góð lán um kr. 3,5 millj. Útsýnisstaður. Laust fljótlega. Skammt frá Háskólanum 2ja herb. kjallaraíbúð, ekki stór, í reisulegu steinhúsi við Ásvallagötu. Sólrik. Rúmgott svefnherb. og stofa. Sturtubað. Sér hiti. Laus strax. Rétt vestan við borgarmörkin Glæsilegt raðhús 280 fm m. innb. bílskúr. í smíðum, nú fullbúið undir tréverk. Selst þannig eða lengra komið. Eignaskipti möguleg. • • • Óvenju margir fjársterkir kaupendur á skrá. Margskonar eignaskipti. • • • ALMENNA FASTEIGNASAl AH LAUGWEGM8S?WAR2Íl50r2137Ö SKEIFATN FASTIIGNAMIÐLUN • SKIIFUNNI 19 • 685556 SÍMI: 685556 Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar gerðir fasteigna á söluskrá. Skoðum og verðmet- um samdægurs. Einbýli og raðhús | TUNGATA - RVIK Mikið endurn. parhús sem er kj. og | I tvær hæöir. Hæðin er stofa m/parketi, glæsil. eldh. m/góðum innr. og tækjum, I I vinnuherb., forst. og hol. Uppi eru 3 | rúmg. svefnherb. m/parketi og bað- herb. í kj. er 2ja herb. íb. Góður garö-1 j ur. Fráb. staðsetn. Verð 15,5 millj. Áhv. ( | byggsj. ca 3,4 millj. SMÁRAFLÖT - GBÆ Fallegt og vandað einbhús á einni hæð | 140 fm nettó ásamt 36 fm bílsk. 4 svefn- herb. Allar innr. vandaðar. Parket. Mjög I fallegur gróinn garður. Ákv. sala. Verð | j 14,3 millj. DALATANGI - MOS. Fallegt 3ja herb. raðhús á einni hæö I 87 fm nettó. Góðar innr. Góður garður I og verönd. Allt sér. Ákv. sala. Laus fljótl. | Verð 8,2 millj. 4ra-5 herb. og hæðir LYNGMOAR - BILSK. Mjög falleg 4ra herb. íb. á 1. hæð 105 I fm nettó. Fallegar innr. Parket. Suð-1 austursv. Bílsk. Sérþvhús í íb. Skipti [ mögul. á einb. í Garðabæ. V. 9,7 m. ESKIHLÍÐ Góð og björt endaíb. á 2. hæð. Suðvest-1 ursvalir. Fallegt útsýni. Góður staður. f í Ákv. sala. Verð 7,2 millj. ÍRABAKKI Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. Tvennar | svalir. Sérþvottah. Ákv. sala. V. 6,8 m. GRAFARVOGUR - BÍLSK. Glæsil. 4ra herb. íb. á 2. hæð 117 fm. I Fallegar innr. Suðaustursv. Þvhús í íb. | Fallegt útsýni. Áhv. hátt lán frá byggsj. 3ja herb. LAXAKVISL Glæsil. 3ja herb. íb. á 1. hæð (jarðhæð) I 90 fm í litlu 2ja hæða fjölbhúsi. Vandað-1 ar innr. Sérþvhús í íb. Verönd í vestur. | Ákv. sala. HJALLAVEGUR Falleg 3ja herb. íb. í risi. 55 fm nettó. I Parket. Nýl. eldhúsinnr. Áhv. nýtt lán | frá húsnstjórn 3 millj. Ákv. sala. Sér- hiti. Verð 5,8 millj. HÓLAHVERFI Falleg 3ja herb. íb. á 7. hæð 88 fm í| lyftublokk. Parket. Suðursv. Fráb. út- sýni. Áhv. veðdeild ca 1700 þús. og fl. langtímalán. Verð 6,5 millj. 2ja herb. ASPARFELL Björt og snyrtil. 2ja herb. íb. á 4. hæð I 60,5 fm nettó í lyftubl. Fallegt útsýni. [ Laus eftir mánuð. Áhv. húsnlán 2,51 millj. Ákv. sala. Verð 4,8 millj. BARÓNSSTÍGUR Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð 58,1 fm I nettó. Vestursv. Parket. Góðar innr. I Áhv. langtímalán 2 millj. Steinhús. Ákv. | sala. Verð 6,2 millj. SIMI: 685556 rMAGNUS HILMARSSON EYSTEINN SIGURÐSSON HEIMIR DAVIÐSON JON MAGNÚSSON HRL. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! Sérstakt blað um fermingar og fermingarundirbúning mun fylgja Morgunblaðinu fimmtudaginn 12. mars nk. Pantanafrestur auglýsinga er til 6. mars. Skilafrestur á tilbúnum auglýsingum er á hádegi 11. mars. ÞEIR, SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ AUGLÝSA í ÞESSU BLAÐI, HAFI SAMBAND VIÐ AUGLÝSINGADEILD MORGUNBLAÐSINS í SfMA 69 11 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.