Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 40

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 40
sjóvaNBalmennar PC MAGAZINE UM IBM OS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" MOBGVNBLADW, ADALSTRÆTÍ 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, FAX 691181, PÓSTllÓLF 1655 / AKVREYRl: IlAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Eldingri sló niður í Búr- ^fellslínu 2 Víða rafmagnslaust ELDINGU sló niður í Búrfells- línu 2 um kl. 22.30 í gærkvöldi og olli rafmagnsleysi í Hafnar- firði, Garðabæ, hluta Breiðholts og á Suðurnesjum sem og í Hveragerði og á Selfossi. Rafmagnsleysið varð vegna eld- inga á Suðurlandi. Rafmagn var komið aftur á tæpum fimmtán mín- útum síðar á höfuðborgarsvæðinu. í Hveragerði og á Selfossi komst rafmagnið aftur á laust fyrir mið- nætti. Samkvæmt upplýsingum Lands- virkjunar er ekki fyllilega ljóst hvar eldingunni sló niður í Búrfellsiínu 2 en áætlað er að það hafi verið í grennd við Sogið. ------------ Apple-skákmótið: Hannes 'Hlífar vann Plaskett HANNES Hlífar Stefánsson vann Plaskett í 29 leikjum í 3. umferð alþjóðlega Apple-skákmótsins í gærkvöldi. Skákin var fjörug og með miklum sviptingum þar sem fórnir Plasketts gengu ekki upp. Önnur helstu úrslit í umferðinni voru að Helgi Ólafsson tapaði fyrir Sirov í 23 leikjum og Kotr- onias vann Conquest í 34 leikjum. Fáskrúðsfjörður: Ekkijafn lítil vinna áður á skut- togaraöld „TIÐIN hefur verið með eindæm- um leiðinleg síðan um miðjan desember síðastliðinn og við höf- um ekki haft jafn litla vinnu frá því við fengum togarana okkar, Ljósfell og Hoffell, árin 1973 og 1977,“ segir Eiríkur Ólafsson útgerðarstj óri Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. „Við höfum verið afskaplega óheppnir frá því Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar og Hraðfrystihús Breiðdælinga voru sameinuð, því síðan í október hefur verið afskap- lega dræmt fiskirí og lítil vinnsla,“ segir Jónas Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Gunnarstinds hf. á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Togarar frá Neskaupstað hafa lítinn afla fengið undanfarið og steindautt hefur verið hjá trillunum. Því hefur verið hráefnisskortur í saltfiskverkuninni en loðnufrysting hefur bjargað málunum í frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. sl. vikur. Sjá nánar í Úr verinu bls. B4. Alusuisse vill lægra orku- verð fyrir íslenska álverið 99 Oskudagur í dag Morgunblaðið/Þorkell Öskudagurinn er í dag. Hann er orðinn einn mesti hátíðisdagur íslenzkra bama ár hvert. Mikill undir- búningur hefur staðið yfir undanfarna daga í skói- um og á barnaheimilum og í dag munu bömin setja svip sinn á bæi og borg í skrautlegum klæð- um. Víða verður kötturinn sleginn úr tunnunni og litlir munnar fá sælgæti að launum fyrir söng. Krakkarnir í fjögurra ára deild Tjarnarborgar voru í óða önn að föndra þegar ljósmyndarann bar þar að í gær. Engar forsendur til að breyta orkusamningnum, seg-ir forstjóri Landsvirkjunar Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ALUSUISSE-LONZA, A-L, mun fara fram á lækkun raforkuverðs fyrir Islenska álfélagið, ÍSAL, á fundi með íslenskum ráðamönnum 19. mars næstkomandi. ISAL var rekið með 1,2 milljarða íslenskra króna halla árið 1991 og séð er fram á 1,6 milljarða ISK ha.Ha á þessu ári, ef álmarkaðurinn lagast ekki. Raforkuverðið fyrir ISAL er nú 12 mill. y Margeir Péturs- son hafði svart á móti Renet og vann Frakkann í 60 leikjum. Af skákum sem fóm í bið hafði Jóhann Hjartarson betri stöðu á móti Karli Þorsteins og Hannes Hlífar Þröstur Þórhalls Stefansson hafði peð yfir á móti Jóni L. Árna- syni. Staðan eftir þijár umferðir er sú að Kotronias er í 1. sæti með 2,5 vinninga, Plaskett hefur 2 vinninga, Sirov 1,5 vinninga og óteflda skák á móti Margeiri en í 4.-5. sæti em JUHannes og Helgi með 1,5 vinninga hvor. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunnar segir að hann hafi að vísu ekki heyrt óskir Alusuisse en hinsvegar sjái hann engar for- sendur til þess að breyta núverandi orkusamningi við ÍSAL. „Við emm með samning sem kveður á um að lágmarksverð sé 12,5 mill og há- marksverð 18,5 mill. Orkuverðið hefur síðan sveiflast þarna á milli,“ segir Halldór. „Landsvirkjun hefur þurft að sætta sig við að reikanlegt orkuverð hafi oft farið yfir 18,5 mill á undanförnum árum án þess að ÍSAL hafi þurft að greiða það sem umfram er og á sama hátt verður ÍSAL að sætta sig við er reiknanlegt orkuverð fer niður fyrir 12,5 mill. Það era þær leikreglur sem gilda.“ „Framleiðslukostnaðurinn á ís- landi er of hár miðað við þær að- stæður sem ríkja á álmarkaðnum,“ sagði Edward A. Notter, fram- kvæmdastjóri hráefna- og málm- sviðs A-L í gær. „Verðmæt fram- leiðsla hefur verið flutt þangað frá Essen í Þýskalandi svo að fram- leiðslu samsetningin er góð en það sem við fáum fyrir hana nægir þó ekki til. Það er raforka aflögu á Islandi og ég mun því fara fram á við ráðamenn að þeir komi til móts við okkur og hjálpi fyrirtækinu að draga úr tapi á rekstrinum á þessu ári með því að lækka orkuverðið. Atlantál-framkvæmdirnar hefjast ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Okkur finnst sanngjarnt að hlúð verði á meðan að álframleiðslunni sem er til staðar í landinu en ekki einblínt á framleiðslu sem er langt undan.“ Notter vildi ekki segja hversu mikla verðlækkun hann mun fara fram á en hann benti á að önnur iðnfyrirtæki í landinu borguðu 9 mills og ættu samt í rekstrarerfið- leikum. A-L, móðurfyrirtæki ÍSALs, var rekið með 101 milljónar sv. franka, eða 4,1 milljarða ÍSK, ágóða á síð- asta ári. Það var 167 milljóna sv. franka minni ágóði en árið áður. Reksturinn á efna- og pakkninga- sviði gekk vel en offramboð á áli frá Rússlandi, hrun markaðarins í Austur-Evrópu og alþjóðleg efna- hagskreppa stuðluðu að verulegu tapi á álsviði. Dr. Theodor M. Tschopp, framkvæmdastjóri A-L, spáði á árlegum fundi með frétta- mönnum í gær að fjölda óhag- stæðra álvera yrði lokað.ef rússn- eskt ál héldi áfram að flæða yfir markaðinn næstu ár og sagði að mörgum hefði þegar verið lokað ef þau væru ekki ríkisrekin. A-L hætti álframleiðslu í Rhein- felden á síðasta ári og seldi lítið álver í Austurríki. Framleiðsla í Essen, stærsta álveri A-L, verður skorin niður um 50.000 tonn, eða þriðjung, í þessum mánuði. Notter sagði að niðurskurður væri hugsan- legur í Straumsvík en það væri ekki á dagskrá. Hann spáði að allri álframleiðslu yrði hætt í Þýskalandi eftir þijú til fimm ár og taldi Noreg og ísland einu löndin í Evrópu sem ættu framtíð fyrir sér í álfram- leiðslu. -----» ♦ ♦----- Innbrot á heilsu- gæslustöð UM 100 þúsund krónum var stol- ið í innbroti í heilsugæslustöðina Sólvang í Hafnarfirði í fyrrinótt. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Þá var fyrir skömmu brotist inn í leikskólann við Kirkjuveg í Hafn- arfirði. Að sögn lögreglu var mikið skemmt þar og öllu umturnað. Málin era til rannsóknar og ósk- ar lögreglan eftir því að þeir sem búa yfir upplýsingum um þau hafi samband við sig. Sotheby’s í London: Tvö íslensk málverk á uppboði TVÖ íslensk málverk, annað eftir Jón Stefánsson og hitt eftir Jóhannes Kjarval, verða til sölu á upp- boði hjá hinu heimsþekkta uppboðsfyrirtæki Sothe- by’s í London þann 18. mars næstkomandi. Búist er við að málverkið eftir Jón Stefánsson verði selt á rúma eina milljón króna, að mati uppboðshaldara. í frétt frá Sotheby’s segir að verk Jóns Stefánssonar sé landslagsmálverk og sé 62x73 sm að stærð. Búist sé við að verkið verði selt á 1 til 1,5 milljónir króna. Verkið eftir Jóhannes Kjarval, sem er 51,5x67 sm að stærð, er einnig landslagsmálverk og gert er ráð fyr- ir að það seljist á 400 til 600 þúsund krónur. Myndin til hliðar er af olíumálverki Jóns Stefánssonar sem er á uppboðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.