Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
Tillaga til þingsályktunar:
Veiðiheimilda verði
aflað í Barentshafi
Einnig kannaðir möguleikar á veiðiheimild-
um við strendur S-Ameríku, Asíu og Afríku
FYRIR Alþingi hefur verið lögð tillaga til þingsályktunar um að
ríkisstjórninni verði falið að kanna möguleika Islendinga á veiði-
heimildum í lögsögu annarra ríkja. Einkum ríkja sem eiga lög-
sögu í Barentshafi og við strendur Suður-Ameríku, Asíu og Afríku.
Flutningsmenn tillögunnar eru
Össur Skarphéðinsson og Gunn-
laugur Stefánsson. í greinargerð
þeirra segir m.a.: „Mælingar vís-
indamanna á ástandi fiskstofna í
Barentshafí benda til að þorsk-
stofnar í hafinu séu á örri uppleið
og gert er ráð fyrir að veiðiheimild-
ir margfaldist á þessum áratug.
Nú þegar hafa bæði Færeyingar
og Grænlendingar náð samningum
um heimildir til þorskveiða í Bar-
entshafi." Ennfremur segir að með
hliðsjón af slæmum horfum með
þorskárganga hér við land sé rök-
rétt að íslendingar feti í fótspor
granna sinna um veiðiheimildir á
þorski í Barentshafi.
Hvað veiðar á öðrum svæðum
varðar er ljóst að miklir vannýttir
Jón Ólafsson
1 Skífunni:
Farið yfir verðlagsforsendur nýrra kjasamninga:
Viðræður um samningstíma
og launaþróun í biðstöðu í bili
Atvinnuástandið hefur ekki verið jafn alvarlegt í 20 ár segir atvinnumálanefnd
fiskistofnar séu við strendur
Suður-Ameríku, Asíu og Afríku.
Til skamms tíma hafi erlendum
þjóðum verið bannað að veiða í
landhelgi ríkja á þessum slóðum
en þau viðhorf séu nú að breyt-
ast. Með því að leita hófanna um
veiðiheimildir á þessum slóðum sé
líklegt að í kjölfar fylgi sala á al-
hliða tækniþekkingu úr íslenskum
sjávarútvegi.
Mogunblaðið/Sverrir
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbúnar og Gunnar Birgisson, formað-
ur Verktakasambands íslands, fá sér í nefið á samningafundinum hjá ríkissáttasemjara í gær. Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, fylgist með.
Skoðar kvik-
myndahús og
plötufyrir-
tæki í Vilníus
JÓN Ólafsson, eigandi Skífunn-
ar og Regnbogans, átti viðræður
við nokkra aðila í Vilníus í Lithá-
en fyrir skemmstu um hugsan-
leg kaup hans á kvikmyndahús-
um og hljómplötufyrirtækjum
þar í borg.
Jón kvaðst hafa skoðað ýmsa
möguleika, bæði kvikmyndahús og
hljómplötufyrirtæki, þegar hann
var staddur í Vilníus en alltof
snemmt væri að segja til um hvort
af einhveijum kaupum yrði. „Það
er ekki hægt að segja að manni
lítist vel á markaðinn í Litháen í
dag en framtíðin hlýtur að verða
allt önnur. Það eru tækifæri þarna
en alltof snemmt að segja nokkuð
um þetta á þessu stigi,“ sagði Jón.
Hann sagði að það væri undir
þeim aðilum sem hann átti viðræð-
ur við í Litháen komið, hvort af
viðskiptum yrði.
ÁKVEÐIÐ var á samningafundi Alþýðusambands íslands með
vinnuveitendum í gær að heíjast handa um að ræða verðlagsfor-
sendur nýrra kjarasamninga, vaxtamál og atvinnumál, en láta liggja
á milli hluta í bili viðræður um samningstíma og launaþróun, en
farið verður í að ræða þá hluti í beinu framhaldi. Samninganefnd
Alþýðusambandsins fundaði lengi um þessi mál í gær og var síðan
rætt við vinnuveitendur og þeim kynnt viðhorfin. Þá voru tillögur
atvinnumálanefndar aðila til úrbóta í atvinnumálum kynntar í
gær. Smærri hópur fundar í dag um tiltekin atriði samninga og
samninganefndirnar hittast á nýjan leik á morgun.
„Við fórum yfír hvernig við teld-
um skynsamlegast að haga samn-
ingaviðræðum. Það var rætt um
möguleikana á samningi til hausts
og það var rætt um möguleikana
á samningi til árs. Það má kannski
segja að flestir hafí talið æskilegt
að ná samningi til árs en jafnframt
að menn séu nokkuð sammála um
að það verði að sjálfsögðu að ráð-
ast af innihaldinu,“ sagði Ásmund-
ur Stefánsson, foseti ASÍ.
Hann sagði að niðurstaða fund-
arins hefði verið að ganga til við-
ræðna við atvinnurekendur um á
hvaða forsendum þeir teldu að
hægt væri að gera samninga hvort
sem væri til lengri eða skemmri
tíma. í framhaldi af því hefði verið
ákveðið að fara yfir verðlagsfor-
sendur sameiginlega, auk þess sem
rætt yrði um vaxtamál og atvinnu-
mál. Þá yrði rætt við önnur laun-
þegasamtök um hvemig fylgt yrði
eftir kröfum í velferðarmálum og
farið yrði yfír hvaða möguleikar
væru á aðgerðum ef samningavið-
ræður sigldu í strand.
í tillögum atvinnumálanefndar
segir að atvinnuástandið í upphafi
þessa árs sé það versta í rúm 20
ár. Meðal atriða sem nefnt er að
geti skilað árangri strax í ár til
þess að bæta atvinnuástandið eru
auknar úthafskarfaveiðar, nýir
veiðimöguleikar á ýmsum tegund-
um sem ekki hafi verið nýttar sem
skyldi hingað til, landanir erlendra
fiskiskipa verði heimilaðar, veiði-
heimildir Færeyinga verði tak-
markaðar, auknar framkvæmdir í
vegamálum, fé til nýbygginga í
húsnæðismálum verði tryggt, búið
verði í haginn fyrir Fljótsdalsvirkj-
un, viðhaldsframkvæmdir verði
auknar og sumarvinna náms-
manna verði tryggð.
Hvað varðar stefnumótun til
lengri tíma er nefnd heildstæð
sjávarútvegsstefna, hvalveiðar
verði hafnar aftur, tollar af öllum
sjávarafurðum til Evrópuband-
alagsins verði felldir niður, fram-
leiðsla og sala á síld til manneldis
Mál Eðvalds Hinrikssonar í Eistlandi:
Saksóknari tekur af-
stöðu iiuiau mánaðar
EISTNESKUR sagnfræðingur,
sem sæti á í þingnefnd, sem
rannsakar samstarf Eistlend-
inga við hernámsyfirvöld Þjóð-
verja og sovésk yfirvöld í Eist-
Hraðfrystihús Grundarfjarðar:
Leitað eftir kaup-
um á nýju fiskiskipi
STJÓRNARFUNDUR í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar hefur ákveðið
að leita eftir kaupum á nýju skipi í stað togarans Krossness. Á
meðan mun verða samið við eigendur báta og skipa í heimabyggð
um hráefnisöflun og verður að hluta til notaður kvóti Krossness til
þessa en hann nam 1.700 tonnum af þorskígildum.
Atli Viðar Jónsson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihússins segir að
uppi hafi verið hugmyndir um að
leita eftir leigu á skipi til skamms
tíma meðan verið væri að huga að
kaupum á nýju. „Á stjórnarfundin-
um var hinsvegar ákveðið að fara
af krafti í leit að kaupum á nýju
skipi þar sem stjórnarmenn töldu
of mikla áhættu fólgna í að hafa
skip á skammtímaleigu til veiða,“
segir Atli Viðar. „Við erum þegar
famir að skoða ýmsa möguleika
með skipakaup en þessi mál skýr-
ast væntanlega betur á næstunni."
Iandi, telur að skjöl í rikisskjala-
safninu í Tallinn um mál Eð-
valds Hinrikssonar gefi hvorki
tilefni til rannsóknar né annarra
réttarhalda yfir honum. Ríkis-
saksóknari Eistlands ætlar að
taka afstöðu um framhald á
máli Eðvalds Hinrikssonar inn-
an mánaðar á grundvelli gagna
KGB. Þetta kom fram í fréttum
Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi.
Þá kom ennfremur fram að í
ríkisskjalasafninu í Tallinn væru
margar handtökuskipanir með
undirskrift Eðvalds en hins vegar
væri þar engar aftökuskipanir að
finna. Nokkrir af þeim, sem Eð-
vald hafði látið handtaka voru
gyðingar, sem teknir voru af lífi.
Þar á meðal eru nöfn þeirra, sem
Wiesentahl-stofnunin telur að Eð-
vald hafi látið taka af lífi.
Ekki er þó talið að skjölin nægi
til að sakfella hann þrátt fyrir að
í lagalegum skilningi væri hægt
að ákæra hann fyrir samstarf við
Þjóðveija og að hafa fyrirskipað
handtöku gyðinga, sem varla yrði
gert vegna fjölda svipaðra mála,
sno-ði ennfremur í frétt RUV.
verði aukin, orkuauðlindinar verði
nýttar í meira mæli og fleira.
Sjá tillögur atvinnumála-
nefndar á bls. 16 og viðtal við
fjármálaráðherra á miðopnu.
Slasað-
ist illa í
árekstri
UNG KONA var flutt meðvit-
undarlaus á sjúkrahús eftir
harðan árekstur tveggja bíla
á Reykjanesbraut við Hnoðra-
holt í fyrrakvöld. Samkvæmt
upplýsingum lögreglu komst
konan til meðvitundar á
sjúkrahúsi í gær. Hún er talin
á batavegi en höfuðkúpa
hennar mun hafa brákast.
Önnur kona slasaðist einnig í
þessum árekstri en ekki eins
alvarlega.
Konan ók Ford Escort-bíl sín-
um norður Reykjanesbraut, frá
Hafnarfirði áleiðis til Reykjavík-
ur, þegar hús missti stjórn á bíl
sínum, sem snerist á götunni
og lenti í vegi fyrir Lancer-bíl
sem kom úr gagnstæðri átt.
Áreksturinn var geysiharður
og missti konan meðvitund en
kona sem ók Lancernum meidd-
ist minna.
Innanlands-
flug féll niður
ALLT innanlandsflug Flugleiða
féll niður eftir kl. 14 í gærdag
vegna slæmrar veðurspár og
mikillar ísingar.
Flogið var til Akureyrar í gær
kl. 14 en sú vél komst ekki til baka
til Reykjavíkur. Flug til ísafjarðar,
Vestmannaeyja, Sauðárkróks,
Húsavíkur, Egilsstaða og Akur-
eyrar féllu niður. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Flugleiðum var áætlað
að um 200 manns hefðu af þessum
sökum ekki komist leiðar sinnar í
gærdag.