Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
17
Fjárfestingarsjóður stórkaupmanna:
Svik í tafli við
stjómarkjörið
- segir Jóhann J. Ólafsson, sem náði
ekki kjöri eftir 21 árs stjórnarsetu
NÝ STJÓRN hefur verið kjörin í Fjárfestingarsjóð stórkaupmanna.
Jóliann J. Ólafsson, forstjóri Jóhanns Ólafssonar & Co., gaf kost á sér
sem aðalmaður í sljórn en náði ekki kjöri. Jóliann, sem beitti sér fyr-
ir stofnun sjóðsins fyrir 21 ári og var fyrsti formaður hans, segir að
Magnús R. Jónsson, forsljóri Garra hf., hafi svikið sainkonuilag við
stjórnarformanninn um sljórnarkjörið. Jóhann hefur ritað Lýði Björns-
syni, formanni sjóðsins, bréf þar sem hann segir fyrirtæki sitt úr sjóðn-
um og óskar eftir því að fá fé sitt í honum greitt út sem fyrst.
120 fyrirtæki eiga aðild að Fjár-
Frá borgarafundi Eyverja um atvinnumál.
Morgunblaðið/Sigurgeir
festingarsjóðnum, velflest innan vé-
banda Félags íslenskra stórkaup-
manna. Hvert fyrirtæki greiðir um
Borgarafundur um atvinnumál í Eyjum:
Menn sammála um að kvótínn
væri í höndum of fárra manna
Hugmyndir um sumarbústaða byggð og beinan útflutning á fiski
UPPBYGGING sumarbústaðabyggðar og útflutningur á ferskum
fiskflökum beint frá Eyjum voru meðal hugmynda sem velt var upp
á borgarafundi um atvinnumál sein Eyverji, félag ungra sjálfstæðis-
manna, hélt í Vestmannaeyjum síðastliðinn sunnudag.
Að sögn Óskars Arasonar gjald-
kera Eyveija var atvinnuleysið í
Eyjum, sem ekkert lát virtist vera
á, ástæða þess að félagið boðaði til
atvinnumálafundarins. Sagði Óskar
að upp undir 90 manns hefðu sótt
fundinn sem verið hefði málefnaleg-
ur og vel heppnaður.
Framsögu höfðu fulltrúar verka-
fóiks, sjómanna, atvinnurekenda í
fiskiðnaði og bæjaryfirvalda. Síðan
voru leyfðar fyrirspurnir. Óskar
mat andann á fundinum þannig að
menn væru sammála því að kvótinn
væri vandamálið. Hann væri kom-
inn á of fárra manna hendur og
gætu fyrirtækin ráðskast með
hann.
Á fundinum var velt upp ýmsum
hugmyndum, meðal annars um
Varahlutir ódýrari í
Bílanausti en erlendis
BÍLANAUST hf. lét nýlega
kanna vöruverð nokkurra bíla-
varahluta í nágrannalöndunum,
og kom þá í ljós að í flestum
tilfellum voru varahlutirnir
ódýrari í verslun Bílanausts en
í nágrannalöndunum. Gallup á
íslandi gerði könnunina fyrir
BÍlanaust. I þremur borgum af
fjórum reyndust varahlutirnir
hjá Bílanausti vera ódýrari en
meðal innkaupsverðin í erlendu
borgunum, en verðlag á vara-
hlutunum reyndist vera 20%
lægra hjá Bílanausti en meðal-
verðin í erlendu borgunum, sam-
kvæmt upplýsingum frá fyrir-
tækinu.
Könnunin ver gerð í samtals 24
verslunum í London, Kaupmanna-
höfn, Osló og Stokkhólmi, og voru
sömu vörumerki og vörunúmer
borin saman á öllum stöðum. Vald-
ar voru sjö vörutegundir sem álitn-
ar voru fáanlegar á öllum stöðun-
um, og þær kannaðar fyrir þijár
bílateggundir.
í samanburði við London reynd-
ust 18 varahlutir af 22 vera ódýr-
ari hjá Bílanausti og 4 á hærra
verði. í heildina reyndust vörurnar
vera 25% lægri en meðalverðin í
London. Miðað við Kaupmanna-
höfn voru 17 varahlutir af 22 ódýr-
ari hjá bílanausti, en 5 voru dýr-
ari. Vörurnar hjá Bílanausti voru
í heildina 32% Iægri en meðalverð-
in í Kaupmannahöfn. Miðað við
Osló voru 10 varahlutir ódýrari hjá
Bílanausti, en 12 voru dýrari.
Verðlagið reyndist vera 4% hærra
að meðaltali hjá Bílanausti en í
Osló. Miðað við Stokkhólm voru
17 varahlutir af 22 á lægra verði
hjá
en
Bílanausti og 5 voru dýrari,
heildarmismunur á verðlagi
þessara tegunda reyndist vera 17%
lægra verð hjá Bílanausti.
Ólafur Lárusson formaður at-
vinnumálanef ndar V estmanna-
eyja.
áherslyr í ferðamálum. Fram kom
að ísfélag Vestmannaeyja ætti land
suður á eyju og þar væri búið að
teikna sumarbústaðabyggð. En
uppbyggingin væri dýr og ferða-
mannatíminn stuttur svo ekkert
hefði orðið úr framkvæmdum. Ólaf-
ur Lárusson, formaður atvinnu-
málanefndar Vestmannaeyja, sagði
að rætt hefði verið um að fá stéttar-
félögin, bæði í Vestmannaeyjum og
uppi á landi, til samstarfs við land-
eigendur um byggingu sumarbú-
staða. Ólafur sagði einnig að fram
hefðu komið hugmyndir um útflutn-
ing á ferskum fiski með nýrri kæl-
ingaraðferð. Og jafnvel að nýta
möguleika sem sköpuðust með nýj-
um flugvélum og lagfæringum á
flugvellinum að flytja flök út beint
frá Vestmannaeyjum. Þá var rætt
um kynningu á Vestmannaeyjum
sem þjónustubæ við sjávarútveginn.
I lok fundarins var samþykkt
ályktun þar sem þeim tilmælum er
beint til stjórnenda bæjarfélagsins,
ríkisins, atvinnumálanefndar og
fyrirtækja í bænum að þeir taki
höndum saman og bægi atvinnu-
leysi frá íbúum Eyjanna. Fundar-
menn niinna á margar góðar tillög-
ur sem komið hafi fram á fundin-
um, þær verði athugaðar gaum-
gæfilega strax í þessari viku.
15 þúsund kr. á mánuði og er höfuð-
stóll sjóðsins nú um 176 milljónir
kr. Hlutverk hans er að lána til stór-
kaupmanna vegna íjárfestinga og
tækjakaupa.
í bréfi Jóhanns segir að formaður
sjóðsins hafi náð samkomulagi við
Magnús R. Jónsson um að stjórnin
bæri Magnús upp til kjörs sem vara-
maður. Lýður hefði staðfest við Jó-
hann að Magnús hefði fallist á þá
tilhögun. Samkomulagið hefði
Magnús greinilega gert til þess að
safna stuðningsmönnum sínum á
fundinn án þess að aðrir franibjóð-
endur gerðu slíkt hið sama. Á aðal-
fundinum hefði Magnús síðan svikið
samkomulagið og gefið kost á sér
sem aðalmaður. Þá hefði Birgir R.
Jónsson, formaður Félags íslenskra
stórkaupmanna, ekki stutt eigin til-
lögu sem stjórnarmaður heldur kosið
Magnús. í bréfinu kveðst Jóhann
hafa fengið staðfestingu frá for-
manni sjóðsins og framkvæmda-
stjóra, Stefáni Guðjónssyni, að til-
laga stjórnar hafi átt að vera þannig
að Magnús yrði borinn upp sem
varamaður.
í bréfi Jóhanns til Lýðs Björnsson-
ar, formanns sjóðsins, segir síðan:
„Nú er í sjálfu sér ekkert við því
að segja þó að skipt sé um stjórnar-
menn í lýðræðislegum og drengileg-
um kosninum, en lúaleg framkoma
og undirferli eins og fram hefur
komið gagnvart þér sem formanni
og fyrrverandi stjórn sjóðsins er með
öllu óþolandi. Það er ljóst að í stjórn
Fjárfestingarsjóðs stórkaupmanna
eru komnir menn sem er ekki treyst-
andi. Slíkum mönnum er ekki hægt
að fela mikla ijármuni annarra til
varðveislu. Þess vegna segi ég fyrir-
tæki mitt úr sjóðnum og óska eftir
að fá fé mitt greitt út sem allra
fyrst.“
Bflar skemmd-
ust í grjótflugi
SKEMMDIR urðu á um það bil
10 bílum við Vesturvang í Hafn-
arfirði í fyrradag eftir mistök
við sprengingar á byggingarlóð.
Að sögn lögreglu þeyttist grjót
allt að 70 metra og braut rúður og
ljósker í bílum, auk þess sem þak-
skegg nálægs húss skemmdist og
lakk á nokkrum bílum rispaðist.
Oljóst mun hvað olli þessu atviki
en meðal þess sem til skoðunar er
er hvort frágangi á mottum til að
hefta gijótflugið hafi verið ábóta-
vant.
Söngvahefti
eftir HaUgrím
Helgason
komið út
NÝLEGA er koniið út söngvaheft-
ið Hcimþrá eftir Ilallgríni Ilelga-
son.
Þetta eru fimm lagasett ljóð Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar en lögin eru:
Gamlar ja'sur, Ljós, Rödd völvu, Þrá-
tefli og Heimþrá, fyrir einsöng og
píanóundirleik, en undirleikur er hér
sjálfstæður sem styrkjandi meðleikur
í samspili við söngröddina.
NAMSKEIÐIFERDAFRÆÐUM
Stefnumörkun, markaÖsgreining, framkvæmd
og eftirlit í ferðaþjónustu
★ HaldiÖ af FerÖamálaskóla íslands, Menntaskólanum í Kópa-
vogi.
Dagana 9., 10. og 11. mars frá kl. 10.00 til kl. 16.00.
HaldiÖ á Holiday Inn í Reykjavík.
Ætlaö fölki í feröaþjónustu og öðrum þeim, er áhuga hafa
á uppbyggingu þessarar þjónustugreinar á íslandi.
Fyrirlesari er Mrs. Caroline A. Cooper, CHA, R.D., virtur
leiðbeinandi og forstjóri ferðamáladeildar við bandarískan
háskóla, Johnson & Wales University, Rhode Island.
NámskeiÖsgjald ásamt hádegisveröi er kr. 18.000,-.
Skráning og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferða-
málaskóla íslands, Menntaskólanum í Kópavogi, mánudag
til föstudags frá kl. 10.00 til kl. 14.00 og laugardaginn 7.
mars frá kl. 13.00 til kl. 17.00.
Siminn er 643033.
★
★
★
★
★
Ferðamálaskóli íslands
MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI
ICELAND SCHOOL OF TOURISM