Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
&
+ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNHILD HOPEN SNÆHÓLM Mánabraut 13, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þann 3. mars. Njörður Snæhólm, Harald Snæhólm, Þórunn Hafstein, Vera Snæhólm, Gylfi Hjálmarsson og barnabörn.
+ Elskuleg systir okkar og mágkona, ÓLAFÍA GUÐNADÓTTIR, Bláhömrum 2, lést í Vífilsstaðaspítala 2. mars. Systkini og tengdasystkini.
+ Móðursystir mín, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Olga Ásgeirsdóttir.
+ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURJÓN JÓNSSON, Álftamýri 33, lést 29. febrúar á Hrafnistu, Reykjavík. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elinborg Tómasdóttir og börn.
+ Móðir okkar, ANNA KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Lækjarbakka, Mýrdal, andaðist 2. mars. Þórólfur Gfslason, Fjóla Gísladóttir, Ragnhildur Gisladóttir.
m + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fósturfaðir, SIGURÐUR KARL GUNNARSSON vélvirki, Holtagerði 32, Kópavogi, andaðist 2. mars. Þórunn Jónsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Þórir Þrastarson, Sigriður A. Þrastardóttir, Dagný Þrastardóttir.
+ Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA MARI'A BJARNADÓTTIR, Dalatanga 25, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Fossvogskírkju föstudaginn 6. mars kl. 13.30. Steindór Marteinsson, Herdís Bjarney Steindórsdóttir, Snæbjörn Ingvarsson, Guðríður Steindórsdóttir, Gunnar Þorvaldsson, Þorgeir Lawrence og barnabörn.
+ Móðirokkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR, Furugerði 1, áður Rauðagerði 28, Reykjavík, sem lést þann 24. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. mars kl. 13.30. Svanbjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Þorbjörnsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Jóhann Ólafsson, Guðni Sigurjónsson, Elfnborg Kristinsdóttir, Sóley Tómasdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Jóhanna A. Eyjólfs-
dóttir — Kveðjuorð
Fædd 2. desember 1906
Dáin 22. febrúar 1992
I gær var jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík ein af merk-
ustu konum eldri kynslóðarinnar í
Reykjavík. Mér er bæði ljúft og
' skylt að setjast niður til að minnast
þessarar góðu vinkonu minnar sem
var komin á efri ár. Það var í árs-
byijun 1976 er fundum okkar Jó-
hönnu bar saman, áhugi minn á
verzlun og þá sér í iagi blómaversl-
un leiddu okkur saman. Hún og
eiginmaður hennar Ágúst Jónsson
höfðu rekið blómaverslunina
Hvamm á Njálsgötu 65 í nokkuð
mörg ár eftir að hann lést árið
1973 vildi hún hætta þessari starf-
semi og eftirlét mér þá aðstöðu og
húsnæði sem þau höfðu rekið sína
blómaverslun í og ég stofnaði mína
eigin blómaverslun á þeim stað og
nefndi hana Stefánsblóm. Og það
var mér mikii gleði og ánægja að
finna fyrir því mikla trausti og vin-
sældum sem þau hjón höfðu notið
hjá sínum viðskiptavinum og naut
ég góðs af og var það mikil uppörv-
un fyrir mig sem ungan mann að
fá slíkt veganesti á nýjum slóðum
í þessari starfsemi. Jóhanna varð
strax mikil vinkona mín þó að árin
á milli okkar væru mörg. Hún starf-
aði hjá mér í verslun minni í nokk-
ur ár mér til mikillar ánægju og
það var alltaf gott að leita til henn-
ar hvenær sem var því hún bjó í
sama húsi og var alltaf reiðubúin
tii aðstoðar með litlum fyrirvara ef
svo vildi til. Þó að hún væri komin
á efri ár var hún mjög glæsileg,
fínleg, prúð og glettin mjög.
Jóhanna átti mjög glæsilegt
heimili sem hún bjó sér, manni sín-
um Ágústi Jónssyni bakarameistara
og dætrum sínum tveimur, enda
með eindæmum smekkleg og list-
ræn. Þau höfðu rekið bakarí á
Njálsgötu 65 í samvinnu við nábúa
sína þau Steinunni og Alfreð Niels-
en, sem nú er látinn. Það kannast
flestir af eldri kynslóðinni úr gamla
bænum við þessa starfsemi sem
fram fór á Njálsgötu 65, bakarí,
blómaverslun o.fl.
Jóhanna og Ágúst eignuðust
tvær dætur, Ragnheiði (Lilla) sem
er fráskilin og á hún þijár dætur
og Kristínu (Denden) sem gift er
Sigurði Erni Einarssyni, skrifstofu-
stjóra í Seðlabankanum og eiga þau
tvær dætur. Það hefur gefið mér
mikið að kynnast og eiga Jóhönnu
að vini og verð ég henni ævinlega
þakkiátur hvernig hún tók mér
strax við okkar fyrstu kynni. Það
varð mitt hlutskipti að fá að kynn-
ast henni og hennar fjölskyldu og
fá þá aðstöðu í hennar húsnæði til
að geta hafist handa með minn eig-
in rekstur. Jóhanna var all tíð mjög
heilsugóð þar til nú síðustu ár og
bjó hún á sínu eigin heimili og hugs-
aði um sig sjálf, á Njálsgötu 65,
þar til síðastliðið sumar að hún fór
á Elliheimilið Grund, þar sem hún
lést 22. febrúar sl. 85 ára gömul.
Ég vil að lokum kveðja Jóhönnu
vinkonu mína í bili og þakka henni
fyrir okkar góðu vináttu og þau
samskipti sem við áttum.
Ég flyt dætrum hennar, tengda-
syni og fjölskyldum þeirra mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
ÞorvaldurB. Gísla
son — Kveðjuorð
Fæddur 30. júlí 1954
Dáinn 22. febrúar 1992
Það er ætíð svo sárt þegar dauð-
inn knýr dyra og hrífur á brott með
sér ástvini okkar. Sárast þó þegar
um er að ræða fólk í blóma lífsins
sem svo ótai verkefni á framundan,
en máski hafa önnur og stærri verk-
efni beðið hans Valda míns handan
þessa lifs, þess vegna hafí hann
verið svo skjótt kallaður úr þessum
heimi. Það var þungbær frétt að
heyra að Þorvaldur Borgfjörð Gísla-
son hefði farist í slysi við störf sín.
Hann hafði að vísu valið sér að
ævistarfi sjómennskuna sem er með
áhættumeiri störfum í okkar þjóðfé-
lagi en samt kom þetta sem þungt
högg á okkur öll. Sem betur fer
órar okkur mannanna börn sjaldn-
ast fyrir hve örlög við hljótum.
Mínar fyrstu minningar bundnar
honum Valda eru frá því við vorum
smáfólk, þá kom hann í heimsókn
ásamt foreldrum sínum, en með
þeim og mínum foreldrum var jafn-
an góður vinskapur og frændsemi
með móður minni og Gísla föður
Valda. Þessi snáði féll strax vel inn
í krakkahópinn heima og urðu þeir
fljótt mátar Onni bróðir og Valdi,
enda báðir kátir ærslabelgir. Það
er nöturlegt til þess að hugsa að
nú eru þeir báðir horfnir frá okkur
langt um aldur fram. Á unglingsár-
um dvaldi Valdi stundum hjá okkur
hluta úr sumri. Þetta er yndislegur
tími að eiga í sjóði minninganna.
Við vorum nokkuð mörg saman
frændsystkini og vinir á svipuðu
reki og kátt á hjalla gjarnan. Upp
í hugann koma til dæmis ófá sveita-
böllin sem farið var á og þar var
hann Valdi svo sannarlega hrókur
alls fagnaðar, hann var okkur ynd-
islegur félagi og aufúsugestur alla
jafnan. Eftir því sem árin liðu tvístr-
aðist þessi káti hópur og við tók
alvara lífsins búskapur og barna-
uppeldi eins og gengur. Valda leið-
ir lágu austur á Hornafjörð. Þar
fann hann sinn ágæta lífsförunaut,
Sigurborgu Þórarinsdóttur. Þau
bjuggu þar lengst af og eignuðust
tvo syni, Gísla og Ásbjörn. Fyrir
+
GUÐJÓN B. GÍSLASON
bóndi,
Syðstu-Fossum,
lést 2. mars í Sjúkrahúsi Akraness.
Dætur, tengdasynir
og barnabörn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HANSÍNA SIGURÐARDÓTTIR,
Háaleitisbraut 54,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. mars kl. 15.00.
Magnús Magnússon,
Rebekka Magnúsdóttir, Alexander Olbrich,
Kristján Magnússon
og barnabörn.
Sofðu vært hinn síðsta blund,
uns hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
(Vald. Briem)
Drottinn veiti henni hina eilífu
hvíld og láti hið eilífa ljós lýsa yfir
henni. Hún hvíli í friði.
Stefán.
-------» ♦ 4------
Leiðrétting
Þijú nöfn misrituðust í minning-
arorðum um Jóhönnu Á. Eyjólfs-
dóttur í blaðinu í gær. Nafnið
Hanna varð Anna í undirritun á
fyrstu greininni og í undirritun ann-
arrar greinar stendur Gústi þar sem
standa á Gústa. Loks misritaðist
nafn Kristínar Þórdísar, dóttur
Jóhönnu og Ágústar. Þar stóð Þor-
steinsdóttur. Eru hlutaðeigendur
beðnir afsökunar á þessum misrit-
unum í greinunum.
hjónaband eignaðist Valdi son,
Hallmar Frey, sem á heima á Húsa-
vík. Þau eiga nú öll um sárt að
binda svo og foreldrar, systur og
aðrir ættingjar. Ég og fjölskylda
mín sendum ykkur innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur í þungbærum missi
ykkar. Ég leyfi mér að trúa að
handan fljótsins mikla, sem aðskilur
heimana tvo, hafi hann bróðir minn
tekið á móti þessum kæra félaga
og leitt hann á vit nýrra heim-
kynna, en við erum fátækari eftir,
eigum aðeins minningar um góðan
dreng sem allt of skjótt var frá
okkur tekinn, þær minningar verða
perlur á vegi okkar og verða aldrei
frá okkur teknar.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(J.Hallgrimss.)
Hvíli kær frændi og vinur í ró.
Didda frænka.
ERFIDRYKKJUR
Perlan á Öskjuhlíð
r e k l a J sími 620200