Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992
f, þu a/bir mikium tima-i cuð Ulscl.
fjárnnctLasióuncc... tniéad ui£a£þú ájtL
battx 2SÖO kr. L bankux."
Gömlu hjónin lifðu langa
ævi. Börnin þeirra fengu öll
meira og minna snert af
svefnsýki.
Spilaðu eitthvað svo þjónn-
inn Vakni!
HÖQNI IIREKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Af áleggi
Frá Bimi Irtga Björnssyni:
Þar sem margir kollegar hafa
haft samband við mig vegna greinar
sem birtist í Morgunblaðinu 27. febr-
úar sl. undir málaflokknum neytend-
amál, sé ég mig tilneyddan tii að
stinga viður penna og bera hönd
fyrir höfuð kjötiðnaðarstéttarinnar.
í Morgunblaðsgrein þessari fjallar
Margrét Þorvaldsdóttir um gæði
áleggs frá innlendum framleiðend-
um. Það er þungur dómur sem Mar-
grét fellir yfir íslenskri áleggsfram-
leiðslu og að mínu mati mjög órétt-
látur og mun ég í greinarkorni þessu
reyna að færa rök gegn fullyrðingu
Margrétar. Hún segir í grein sinni
að á markaðnum sé „piastálegg"
framleitt með tromluaðferð og sé
það mjög vinsælt meðal framleið-
enda, en neytendur sniðgangi þessa
vöru. Því er til svara að vissulega
er framleitt mikið af ódýrri skinku
hérlendis og hvers vegna hefur sú
framleiðsla aukist undanfarið? jú,
það er vegna þess að neytendur vilja
þessa vöru og kaupa hana, ef neyt-
endum líkar ekki einhver vara, þá
kaupa þeir hana einfaldlega ekki.
Þá má benda á það að sennilega er
þetta ódýra „plastálegg" að ryðja
smyglaðri erlendri skinku útaf mark-
aðnum. Margrét kemur inn á það í
grein sinni að innlendar. áleggs-
tegundir myndu ekki standast sam-
keppni við erlent álegg. Því er til
að svara að eflaust finnast áleggs-
tegundir eriendis sem hvarflaði ekki
að nokkrum manni að leggja sér tii
munns hérlendis og þannig verður
þetta alltaf þar sem ftjálst framboð
og samkeppni ríkir, að bæði verður
boðið uppá gott og lélegt álegg dýrt
og ódýrt álegg. Þegar kjötiðnaðurinn
á Islandi er borinn saman við erlend-
an kjötiðnað langar mig að vitna í
orð tveggja virtra matreiðslumeist-
ara sem hafa ferðast og starfað víða
um heim, en það eru þeir Hilmar
B. Jónsson og Sigurðyr Hall. Þeir
sögðu á matvælakynningu sem hald-
in var á vegum Félags íslenskra iðn-
rekenda á Hótel Loftleiðum sl. vor
að íslfenskur kjötiðnaður jafnaðist á
við það besta sem þeir hefðu kynnst
erlendis. Þá vil ég benda á að sl. tvö
ár hafa verið í undirbúningi reglur
um gæðastaðla í kjötiðnaði á vegum
fagfélaganna, Félags ísl. iðnrekenda
og Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins. Þessar reglur eru nánast til-
búnar og eru núna til umíjöliunar
hjá Hollustuvernd ríkisins. Þá má
einnig minnast á að löggjöf um efna-
innihald kjötiðnaðarvara á íslandi
er með þeim strangari sem þekkjast
í heiminum og ætti það eitt að
tryggja neytendum hollar og ómeng-
aðar kjötvörur. Nei Margrét, það eru
ekki svona kveðjur sem ungur og
uprennandi matvælaiðnaður þarfn-
ast í málgagni þjóðarinnar, nógur
er nú „bölmóðurinn" samt. Ég er
sannfærður um að fagmenn og fyr-
irtæki í kjötiðnaði hérlendis munu
eftir sem áður framleiða góðar og
hollar kjötvörur úr hinu frábæra
hráefni sem landbúnaðurinn skilar
okkur og því sé engu að kvíða hvað
sem líður öllu EB og GATT.
BJÖRN INGI BJÖRNSSON
Formaður Meistara-
félags kjötiðnaðarmanna
Úthaga 7 Selfossi
Frá Grími S. Norðdahl
A einum fyrsta stjórnarfundi sem
ég sat í UMF Aftureldingu, barst
bréf frá einum félaga okkar og sveit-
unga, þess efnis að hann færi þess
á leit við félagið að það lánaði sér
tvö hundruð krónur í tæpt ár. Hann
hafði orðið fyrir alvarlegum veikind-
um og í þá daga var allt á kostnað
þess veika.
Við urðum hljóð og hugsi, ekki
vantaði viljann, en þetta voru tveir
þriðju af peningaeign félagsins.
Loks segi ég: „Við skulum reyna
að gera þetta og leggja það fyrir
næsta fund. Helga á Blikastöðum
segir þá og vár unglingur eins og
við öll: „Nei, þetta gerum við ekki.
Við lánum honum þetta og látum
engan af vita. Það er nóg skrafað í
sveitinni þó þetta mál sé ekki þar
með. Ef eitthvað kemur fyrir hann,
að hann geti ekki staðið í skilum,
þá erum við fimm ekkert verr stæð
Ferðamenn: Gætið varúðar
og fyrirhyggju á ferðum
ykkar. A þessum árstíma er
allra veðra von og færð fljót
að spillast.
með að borga þetta, en hann einn.“
Þetta var gert og allt fór vel.
Við Helga höfum þekkst frá því
að við vorum börn, en nú fyrst tók
ég eftir því að hún var drenglyndari
og tillögubetri en gerist.
Ævilöng samvinna og kynni hafa
staðfest þetta. Þess vegna færði ég
henni þetta áttræðri:
Æfilanga eg hef minnst
oft með huga glöðum.
Hamingjunnar að hafa k’ynnst
Helgu á Blikastöðum.
Síðar varð mér ljóst að afstaða
Helgu átti djúpar rætur í góðu upp-
eldi og var í rauninni bergmál af
samhjálparanda þjóðarinnar í þús-
und ár og er einna best lýst í bók
Gunnars Friðrikssonar þar sem hann
segir frá mannlífinu í Aðalvík vestra.
GRÍMUR S. NORÐDAHL
Úlfarsfelli, Mosfellssveit
Af drengskap
Yíkveiji skrifar
Svo sem kunnugt er telja fjöl-
miðlamenn það sjaldnast eftir
sér að gagnrýna það, sem þeim
fínnst fordild. Beinast spjótin þá
gjarnan að stjórnmálamönnum og
embættismönnum, sem er ekki
óeðlilegt, því að venjulega eru þeir
að fara með opinbert fé. Er sjálf-
sagt að veita hæfilegt aðhald og
gagmýni, ef um bruðl eða óhóf
slíkra aðila er að ræða.
Víkverja kom þetta í hug, þegar
hann las frásagnir DV af undirbún-
ingi veisluhalda á vegum blaðsins
vegna menningarverðlauna DV,
sem voru afhent í síðustu viku. Er
sjaldgæft að staðið sé að veisluhöld-
um með þeim hætti, sem þar er
lýst, og gestgjafar gorti jafnmikið
af því opinberlega, hvað þeir hafi
á boðstólum.
XXX
Sama dag og DV-veislan var
haldin birtist nákvæm frásögn
í blaðinu með litmynd af kokkinum,
þar sem því var lýst í smáatriðum,
hvernig staðið hefði verið að öflun
veislufanga og með hvaða hætti þau
yrðu matreidd. Meðal rétta voru
ígulker, veidd við Birgisklett hjá
Stykkishólmi. Matreiðslumeistari
þar var sagður hafa verið í við-
bragðs- og veiðistöðu sólarhringum
saman, en hann kafaði eftir íguiker-
unum.
DV segir, að ígulkerin séu um
5-8 sm í þvermál og séu eggjastokk-
ar þeirra ætir, en þeir eru 10-20%
þyngdar. Voru hrogn úr ígulkeri í
forrétt fyrir gesti DV, og fyrir hvern
mann þurfti 4-5 ígulker að sögn
blaðsins, en um 40 manns voru í
veislunni góðu, þannig að alls hafa
verið notaðir eggjastokkar úr um
200 ígulkerum í forréttinn. Þá seg-
ir í DV-frásögninni um matreiðslu
á ígulkerunum: „Þau eru borin fram
hrá og yfir þau er sett kampavíns-
vinaigrettesósa sem gerð er úr ólífu-
olíu, hvítvínsediki, eplasafa og sinn-
epi. Sósan er bragðbætt með salti,
pipar, estragon og kampavíni.
Hrognin sjálf eru ekki krydduð.
Með þessu eru söl, sem bleytt hafa
verið upp í köldu vatni og græ'nt
salad.“
Allt minnir þetta Víkveija á forn-
ar oflátungs- eða ólíkindasögur.
XXX
aginn eftir DV-veisluna mátti
lesa þetta í blaðinu:
„Sem fyrr fetuðu kokkar Holtsins
ótroðnar slóðir við matseldina. Eftir
matinn skýrði Jónas Kristjánsson
ritstjóri gestúm frá því sem þeir
höfðu gætt sér á. í forrétt voru hrá
ígulkerahrogn. Þau voru borin fram
í ígulkerum með kampavínsvinaig-
rettesósu, sölum og grænu salati.
Þá var borinn á borð búri með engi-
fersósu og rauðlauk og gulllax með
rósmarínsósu. Fyrir matinn höfðu
gestir gætt sér á Tio Pepe sérríi og
bergvatni (innsk. Víkverja: Það er
kólsýrt vatn í ætt við sódavatn en
með minni kolsýru). En með matn-
um dreyptu menn á Gewurztraminer
frá 1990 og bergvatni. Máltíðinni
lauk að venju með kaffi, konfekti
og Noval púrtvíni frá 1986.
Finnur Torfi Stefánsson dásam-
aði matseldina í ræðu sinni, sagði
að kokkarnir fremdu hina einu
sönnu list „sem við öll erum jú á
höttunum eftir“.“
Er nokkru við þetta að bæta?