Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 13

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 13 ANDSTÆTT HRÓA HETTI eru ráðherrarnir að hlífa þeim ríku á kostnað þeirra fátæku. Öðnivísi var Hróa hetti farið. Sovétkerfi eftir Gunnlaug Þórðarson Lögfræðingarnir í dómsmála- ráðuneytinu og fjármálaráðuneyt- inu hafa löngum séð ofsjónum yfir launum sýslumanna og bæjarfógeta og á síðustu tímum hefur þeim tek- ist að fá þau svo mjög lækkuð, að sýslumenn og bæjarfógetar eru yf-' irleitt á lægri launum en undirmenn þeirra, t.d. lögreglumenn. Það er styrkur fyrir hvert byggð- arlag að hafa vel launað yfirvald og er venjulega til menningarauka. Nú er þessu ekki lengur að heilsa. Hæstaréttardómarar í fullu starfi eru líka of lágt iaunaðir. Það er stjórnarskrárbundið ákvæði að hæstaréttardómarar haldi fullum launum, þegar þeir láta af starfi. Mun ákvæði þetta hafa verið sett til að styrkja stöðu dómsvaldsins í þrískiptingu valdsins. Nú er aðstað- an breytt í þjóðfélaginu og e.t.v. ástæðulaust að þeir haldi fullum launum, er þeir láta af störfum fyr- ir aldurs sakir og hafi þannig meiri rétt en aðrir embættismenn. Aður fyrr var miðað við setu í réttinum til sjötugs, en nú orðið við 65 ára aldur, þegar dómari að öðru jöfnu er orðinn hvað hæfastur. Siðlausir taxtar Stundum heyrist talað um að taxti lögmanna sé of hár. Um dag- inn var skúmur í ríkisútvarpinu frá Akureyri að senda lögfræðingum og tannlæknum tóninn. Hann sagði taxta þeirra löglega en siðlausa. Um tannlæknana tók hann taxta sjúkraþjálfara til viðmiðunar. Sá samanburður er alveg út í hött. Orð sín um taxta lögmanna reyndi hann ekkí að rökstyðja. E.t.v. er afsakan- legt að þessi sjálfumglaði maður skuli ekki vita að verulegur hluti þess sem greitt er lögmönnum renn- ur beint í ríkissjóð sem virðisauka- skattur og réttargjöld. Verri ríkisstjórn Hér í blaðinu 21. september 1989 hélt ég því fram, að það væri ríkis- Fyrirlestur um Newman kardinála SÉRA Frank Bullivant, kaþólsk- ur prestur frá Englandi sem starfar í Róm, flytur fyrirlestur um Newman kardínála í safnað- arheimili kaþólska safnaðarins fimmtudaginn 5. mars kl. 20.30. Mánudaginn 9. mars flytur hann erindi á sarna stað og sama tíma um IBO (Internationaler Bauord- en) og er sá fyrirlestur einkum ætlaður ungu fólki. IBO eru sam- tök ungs fólks til að styðja hús- næðislaust fólk til að koma sér upp húsnæði. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrum þessum. Séra Bulli- vant talar á íslensku. (Fréttatilk. frá Fél. kaþólskra leikmanna.) stjórn Steingríms Hermannssonar til baga, að enginn lögfræðingur sæti í henni. Nú er ég farinn að efast um þessa skoðun mína að fenginni reynslu af setu fjögurra lögfræðinga í ríkisstjórn. Engin rík- isstjórn hefur vegið eins að rétti fólks og sú er nú situr. Það er eng- in afsökun, að enginn hinna lög- lærðu ráðherra hefur fengist við lögmennsku. Nú væri e.t.v. réttara að segja, að það væri bagi hverri ríkisstjórn að hafa ekki lögmann innan sinna vébanda. Svívirðing Nýlega voru samþykkt lög um aukatekjur ríkissjóðs. Með þeim lögum eru gjöld sem ríkið leggur á skuldara fjór- eða fimmfölduð, en áður hafði ríkið hækkað gjöld fyrir gjaldþrot úr kr. 6.000 í kr. 153.000. Hér er á ferðinni bein skattlagning á þá, sem standa höllum fæti í þjóð- félaginu og lendir á því fólki, sem ekki hefur séð sér fært að greiða skuldir sínar, m.a. á þeim sem freistast hafa til að koma sér upp húsnæði. Algengt er að fleiri en eitt lán hvíli á íbúð fyrst eftir íbúð- arkaup. Lendi ein skuldin í vanskil- um, er hætt við að allt fari úr bönd- unum. Til þessa hefur það verið regla þegar fasteign lendir á nauð- ungaruppboði, að uppboðsgjald til ríkissjóðs sé einungistekið af fyrsta vanskilaláninu. Nú skal greiða ógn- argjald af hverri vanskilaskuld fyrir sig. Lögmannsþóknun er blátt áfram hlægileg í samanburði við þær fjár- hæðir, sem lögmönnum er gert að vinna inn fyrir ríkissjóð án neinnar þóknunar og við aukið álag. Einum af ágætustu embættis- mönnunum í réttarfarskerfinu varð að orði við mig, er þessar nýju álög- ur lögfræðinganna í ríkisstjórn bar á góma: „Þetta er svívirðing gagn- vart fólki.“ Réttaröryggi teflt í tvísýnu Fjármálaráðherra virðist ekki hafa hugmynd um hvað hann hafði verið að gera með þessum aukatekj- ulögum, er hann í fjölmiðli sagði eitthvað á þá leið, að þetta væri mátulegt á lögfræðingana, þeir væru svo ríkir. Fáránlegt að ráð- herrann skyldi þá ekki vita að þessi gjöld lenda 4 skuldurunum, þótt það komi í hlut lögmanna eða kröfueig- anda að leggja út fyrir greiðslunni til ríkissjóðs, reyndar upp á von og óvon um að fá þau greidd. Dæmi- gert fyrir hugsun þessara „einka- ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Hinn þekkti húðfrœðingur, MICHELLE AMBERNI kynnir og veitir persónulega ráðgjöf varðandi notkun á nýju áhrifaríku kremlínunni RM2 frá STENDHAL. Fimmtudaginn 5. mars kl.10-18. AMARÓ snyrtivörudeild, Akureyri. ^tmirlLial W Stendhalfrœðingurveitirförðunarráðgjöl, OI (cíl C1 ll a I O með lltalínunni frá STENDHAL „Verst við þessar auka- tekjur eða „skatta“ er að á þeim er allhátt lág- marksgjald, sem lendir jafnt á snauðum sem rík- um. Þegar skuldin hefur aftur á móti náð tiltekinni fjárhæð hættir greiðslan til ríkissjóðs að hækka.“ væðara" er, að þessar ofboðslegu álögur hafa það í för með sér, að aðgangur að dómskerfinu er háður efnahag fólks. Þurfi maður t.d. að fá víxilskuld upp á 50.000 kr. heimta inn getur slíkt verið torsótt vegna þeirra fjárhæða, sem skuld- areigandi þarf að leggja fram til tryggingar kostnaði við innheimt- una, en sá kostnaður rennur beint í ríkissjóð. Ljóst er að hinir efna- minni verða að sætta sig við að láta fóturn troða rétt sinn. Jafn réttur fólks að dómskerfinu er grundvallarhugsun lýðræðis og mannréttinda. Með gjaldskránni er nánast gert ómögulegt að fá vandræðafólk í atvinnulífinu gert gjaldþrota. Þeir sem í heiðarleika sínum sjá von- leysi rekstrar síns, er og gert tor- velt að lýsa sig gjaldþrota. Með þessu móti munu aðilar, sem skylt er að verði gerðir fjárhagslega skaðlausir, leika lausum hala í þjóð- Gunnlaugur Þórðarson félaginu, því það er nú orðið svo útlátasamt að fylgja málum eftir. Þessi mikla hækkun verður á marg- an hátt til tjóns, t.d. er því fólki, sem á laun sín inni hjá gjaldþrota aðila, mjög svo t-orveldað að fá þau greidd úr ríkissjóði. Verst við þessar aukatekjur eða „skatta“ er að á þeim er allhátt lágmarksgjald, sem lendir jafnt á snauðum sem ríkum. Þegar skuldin hefur aftur á móti náð tiltekinni fjárhæð hættir greiðslan til ríkis- sjóðs að hækka. Með þessu móti Ríkisstjórnin hefur „einkavæð- ingu“ á oddinum, Samt vill svo undarlega til, að með þessu nýja skipulagi er verið að leiða mikinn hluta lögmanna í eins konar sovét- kerfi með því að láta þá leggja fram mikla vinnu til að afla ríkissjóði tekna án þess að fá neitt fyrir. Hugur lögfræðinganna í ríkisstjórn í garð koilega sinna lýsir sér best í því, að með þessum nýju aðgerðum hafa þeir lægst launuðu í réttar- kerfinu verið sviptir lítilfjörlegum aukatekjum, sem þeir höfðu með smáræðis vottagjöldum, sem nú eru aflögð. Vonandi eru þessar aðfarir ekki fyrirboði þess að lögmannsstörf verði að láglaunastörfum, eins og var í gamla Sovét, en þar voru lög- menn líka ofsóttir. Hlálegast væri ef löglærðir póitíkuksar verði þess valdandi. Höftmdur er hæs t.i ré t Larlögma ður. HÁRTAP * Við höfum réttu lausnina. Hríngið í síma 91-67 80 30 á kvöldin og um helgar og fáið upplýsingabækling. Skanháv Klapparberg 25 111 Reykjavik ÚRVAL-ÚTSÝN í Mjódd: s(mi 699 300; við Auslurvöll: sfmi 2 69 00 ( Hafnarfirði: sttni 65 23 66; við Rdðbústorg d Akureyri: s(mi 2 50 00 - og bjá umboðsmötmum um land alll i-»-ir*=r=sn *Mgreisluverð á mann í tiibj’li, án morgunverðs.Flugvallarsbattur, forfallagjald og skattur ílbailandi, alls u.þ.b. 2.850 kr., er ekki mnifalinn i verði. ■ 1-1-,1^1-m-i-i-i— i-í-i-i,|-a-i^i-i-i-|zí— rjxLr-«-T.a=T /f///SAS í samvinnu viö SAS býður Úrval-Útsýn ferðir til Thailands á ótrúlega hagstæðu verði. Farþegar okkar munu dvelja á hinu stórglæsilega Royal Cliff Beach Resort hóteli á Pattaya ströndinni sem þrjú undanfarin ár hefur verið útnefnt besta strandhótel í Asíu. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar og umboðsmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.