Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 38

Morgunblaðið - 04.03.1992, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1992 faúm FOLK I BOJAN Bevc, knattspyrnumað- ur frá Slóveníu, er væntanlegur til Vestinannaeyja á næstunni. Sigur- lás Þorleifsson, þjálfari ÍBV, sagði að Beve yrði hjá félaginu um tíma til reynslu og koma verði í ljós hvort hann leikur með liðinu í sumar. Sló- veninn er þrítugur, varnar- eða miðjumaður. ■ GERD Miiller, mesti marka- skorari í sögu þýsku knattspyrnunn- ar og þó víðar væri leitað, hefur fengið vinnu hjá Bayern Miinchen, gamla félaginu sínu. Miiller átti við áfengisvandamál að stríða, en hefur sigrast á því og „njósnar" nú um unga og efnilega leikmenn fyrir Bayern. ■ LARRY Bird lék fyrsta leik sinn í þijá mánuði fyrir Boston er liðið vann Dallas 101:91 á sunnudag. Hann var skorinn upp vegna bak- meiðsla í nóvember. En það var ekki að sjá á leik hans því hann var besti leik- maður valiarins, skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og átti níu stoðsendingar. „Eg vildi ekki byija með miklum látum. En eftir að ég komst í samstuð við leik- menn fann ég mig vel — eins og ég hefði ekkert verið frá,“ sagði Bird. ■ CHICAGO og Portland léku á sunnudag, en þau eru talin sigur- strangleg í NBA-deildinni. Chieago sýndi það í þessum leik að leikmenn liðsins eru ekki á því að gefa frá sér meistaratitilinn átakalaust. Chicago sigraði 111:91. ■ VLADE Divac, skrifaði undir nýjan 6 ára samning við Lakers í síðustu viku. Samningurinn færir honum 19,5 milljónir dollara eða um 1,1 milljarð ÍSK. Hann fær um 190 milljónir ISK á ári. Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandarikjunum Ikvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Seltj.nes: Grótta - Víkingur.kl. 20 Valsheimilið: Valur-FH.......kl. 20 Blak Bikarkeppni karla, undanúrslit: Hagaskóli: IS - Þróttur R....kl. 20 Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Hagaskóli: IS - HK........kl. 21.15 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Ásgeir ánægður Öruggursigurá unglingaliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna A-LANDSLIÐ íslands mætti liði Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna, skipuðu leikmönn- um 19 ára og yngri, í vináttu- leik í Dubai í gær og hafði bet- ur, 3:1. ÆT Asgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, var ánægður með sína menn. „Við sóttum nánast stanslaust allan fyrri hálfleikinn," sagði hann. Valur Valsson, fyririiði, varð fyrir því óhappi að koma heimamönnum yfir eftir um 10 mín. leik. „Hann ætlaði að skalla boltann en náði honum ekki nógu vel og flejrtti honum í netið," sagði Ásgeir. Atli Einarsson úr Víkingi náði síð- an að jafna eftir góða sókn íslands fyrir hlé. Islendingar komust inn á teig en gestgjafarnir spyrntu frá og flýttu sér fram til að gera íslensku strákana rangstæða. „Kristinn Rún- ar stakk sér þá skemmtilega í gegn, fékk góða sendingu og skallaði bolt- ann fyrir til Atla sem setti hann inn.“ Að sögn Ásgeirs hefðu mörk ís- lands getað verið orðin fleiri fyrir hlé, bæði Rúnar Kristinsson og Atli Einarsson fengu góð færi._ Tómas Ingi Tómasson, ÍBV, sem kom inn á strax eftir leikhléið fyrir Grétar Einarsson, kom íslandi svo í 2:1 um miðjan seinni hálfleik. „Andri fékk knöttinn hægra megin eftir góða sókn, sendi fyrir og Tómas skallaði hann inn,“ sagði Ásgeir. Olafur Kristjánsson úr FH bætti svo þriðja markinu við. Liðið fékk óbeina aukaspyrnu skammt innan teigs, knettinum var rennt til Ólafs sem skoraði. „Þetta var frekar klaufalegt' hjá markmanninum, en hann hefur þó sennilega séð boltann seint, enda skotið snöggt og af frek- ar stuttu færi,“ sagði landsliðsþjálf- arinn. Ásgeir sagðist mjög ánægður með ferðina. Aðstæður allar væru eins og best væri á kosið og gott að geta haft strákana saman á æfing- um. Liðið æfir í Dubai í dag og á morgun, en heldur heim á leið annað kvöld. Atli Einarsson gerði fyrsta mark íslands. Stúlkurnar töpuðuí Þýskalandi íslenska kvennalandsliðið I knattspyrnu lék í gær gegn úr- valsliði Hessen í Þýskalandi. Þýska úrvalsliðið sigraði 3:0 og voru öll mörkin gerð í síðari hálf- leik. íslenska liðið lék ágætléga í síðari hálfleiknum og hafði þá í fullu tré við þýsku stúlkurnar. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir komandi leiki liðsins í Evr- ópukeppni kvennalandsliða. Liðið mætir svæðisúrvali Grúnberg á morgun, en þar dvel- ur liðið í æfingabúðum fram á sunnudag. Aöalfundur 1992 Skeljungurhf. Einkaumboö fyrir Shell-vörur á íslandi Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 20. mars 1992 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. 3. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 13. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. Tómas Ingi Tómasson kom Is- landi yfir. SUND „Undrabarnid“ Nall bætti heims- metið öðru sinni BANDARÍSKA stúlkan Anita Nall sem er aðeins 15 ára, bætti heimsmetið í 200 m bringusundi í annað sinn í úr- slitum á úrtökumóti Bandaríkj- amanna fyrir Ólympíuleikana í Barcelona sem fram fór í Indi- anapolis í gær. Hún bætti met- ið fyrst í undanrásum, synti á 2:25.92 mín. og síðan synti hún á 2:25.35 mfn. í úrslitum siðar um daginn. Wall, sem er yngsti meðlimur bandaríska landsliðsins, bætti fjögurra ára gamalt met þýsku sundkonunnar Silke Hörner um 1,36 sek. sem verður að teljast ótrú- leg bæting hjá þessu 15 gamla „undrabarni". Nall hefur með þessum stórkost- lega árangari tryggt sér sæti í bandaríska ólympíuliðinu. „Mig hefur alltaf dreymt um að komast á ólympíuleika," sagði Nall, sem var lang fyrst í sundinu. Tveir fyrstu í hverri grein tryggðu sér sæti í ólympíuliði Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem tryggðu sér farseðilinn til Barcelona var Mora- les, sem er 27 ára og því 12 árum eldri en Nall. Morales sigraði í 100 m flugsundi á 54,05 sekúndum, sem er töluvert frá heimsmeti hans (52,84 sek.) sem hann setti 1986. „Eg er ánægður með að komast í ólympíuliðið. Ég var ekki fullkom- lega ánægður með sundið og bjóst ekki við að ná inní í liðið," sagði Morales. Heimsmeistarinn Nicole Haislett sigraði í 200 m skriðsundi kvenna á 1:58.65 mín. og Jenny Thompson varð önnur á 1:59.98 mín. FOLK ■ GUÐBJÖRG Gylfadóttir, fijálsíþróttakona sem nú dvelur í Alabama í Bandaríkjunum, keppti í kúluvarpi á svæðismóti háskóla fyrir stuttu. Þetta er fyrsta mót hennar í tvö ár. Hún varpaði kúl- unni 14,88 metra og náði þriðja sæti. Þess má geta að íslandsmet Guðrúnar Ingólfsdóttur er 15,64 metrar og er það orðið 10 ára gam- alt. ■ NIGEL Mansell frá Bretlandi sigraði í fyrsta Formula 1-kapp- akstri keppnistímabilsins, sem fram fór í Suður Afríku á sunnudaginn. Ók Williams bíl sínum hringina 72 á einni klukkustund, 36 mín. og 45,320 sekúndum. ■ RICCARDO Patrese frá Ítalíu, sem einnig er í Williams-liðinu, varð annar, 24,360 sek. á eftir og heimsmseistarinn, Ayrton Senna, Brasilíu, á McLaren varð þriðji, 34,675 sek. á eftir. ■ JOSE MariaOlazabal setti vall- armet á golfvellinum í Santa Cruz á opna Tenerife-mótinu fyrir skömmu er hann lék á 20 höggum undir pari eða samtals 268 höggum. Olazabal, sem er 26 ára, lék síðasta hringinn á 63 höggum. „Ég hef aldr- ei leikið eins vel áður. Það er varla hægt að leika betur en ég gerði síð- asta hringinn." ■ PAT Nevin, útheijinn smái en knái, hefur verið lánaður frá Ever- ton til 2. deildarliðs Tranmere. ■ PETER Reid, stjóri Man. City, greiddi 500.000 Frá Bob Pund 1 Sær fyrir mið’ Hennessy vallarleikmanninn í Englandi Fitzroy Simpson, 22 ára, frá Swin- don. Hann leikur gegn QPR á laug- ardag. ■ HOWARD Kendall, stjóri Ever- ton, neitaði því í gær að hann væri á leiðinni til Átletico Bilbao á Spáni aftur. Fréttir þess efnis hafa birst í blöðum á Englandi undanfarið. ■ PETER Shilton er orðinn fram- kvæmdastjóri Plymouth í 2. deild eins og fram hefur komið. Shilton lækkar í launum um 3.000 pund á viku [um 309.000 ÍSK]. Hafði 5.000 á viku hjá Derby en lækkkar í 2.000. ■ JOHN McGovern, fyrrum sam- heiji Shiltons og fyrirliði hjá Nott- ingham Forest, verður aðstoðar- maður hans hjá Plymouth. Ekki Mick Mills, eins og haldið hafði verið. ■ SHILTON lék fyrst 16 ára í meistaraflokki og á alls 1.324 leiki að baki. Þar á meðal 125 landsleiki, sem er met á Englandi. ■ CHELSEA kaupir Stamford Bridge, heimavöll sinn, í mánuðin- um fyrir 23 milljónir punda [tæplega 2,4 milijarða ÍSK]. Lengi hefur stað- ið til að byggingarfyrirtækið sem á völlinn selji, og nú verður loksins af því. Þess má geta að 2. deildarlið Fulham leikur einnig á „Brúnni“ næsta vetur. ■ PAUL Gascoigne er staddur í Róm og æfði með verðandi félögum sínum í Lazio í fyrradag. Allt var með felldu og sagði þjálfari liðsins að „Gassi“ væri greinilega á undan áætlun með að ná sér af hnémeiðsl- unum sem hijáð hafa hann síðan sl. vor. Hann sýndi glæsileg tilþrif, skoraði m.a. með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu af 30 m færi, framhjá varnarvegg þannig að menn stóðu og horfðu undrandi á. Unglinganámskeió KR í f r jálsíþróttum fyrir 14 ára og yngri verdur haldid nú á vormisseri og hefst í Baldurshaga, Laugardal, föstudaginn 6. mars nk. kl. 17.00. Þjálfari verður Svanhildur Kristjónsdóttir BS, íþróttafræðingur. Skráningargjald er kr. 2000,- og greiðist vió innritun. Æfingar verða á eftirtöldum tímum: Mánudaga kl. 18.00 í Baldurshaga. Föstudaga kl. 17.00 í Baldurshaga. Laugardaga kl. 16.20 í KR-heimilinu. Komið og æfið skemmtilega íþrótt í góðum félagsskap! Frjálsiþróttadeild KR. (Hiitifiiiiiiiimiii -r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.