Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 11 Leyfið okkur að bjarga börnunum „Auðvitað beijast allir foreldrar gegn því að láta börnin frá sér, en gefast svo upp, þegar þau eru farin að haga sér nógu illa. Það hefur reynst afar erfitt að dæma foreldra óhæfa samkvæmt íslenskum barna- verndarvenjum. Það kann að hljóma kaldrana- legt, en kerfið verður að vera til- búið til að taka börn úr mann- skemmandi kringumstæðum, gegn vilja foreldra, áður en þau eru búin að líða óbætanlegan skaða. Þegar loks á að gera það, hamast ijölmiðl- ar og skamma Barnaverndarnefnd •fyrir grimmd, á sama tíma og við skömmum hana fyrir linkind," segir Halla. „Það er geysilega mikilvægt að meðferð hefjist fljott, að þess.i börn séu ekki komin yfir 9-10 ára, seinna er varla hægt að bjarga þeim,“ seg- ir Páll. „11-12 ára eru þau orðin svo forhert og agalaus, að þau eru búin að taka völdin á heimilinu, jafn- vel mæðurnar eru hræddar við þau,“ skýtur Sólveig inn í. „Grimmd barna er ekki eins ógn- andi þegar þau eru lítil eins og þeg- ar þau eru orðin 11-12 ára,“ segir Páll. „Miklu auðveldara er að vinna með 9 ára barn en ungling," segir Sólveig. Stórvirkra aðgerða er þörf — Hvað er til ráða? „I fyrsta lagi þurfum við meðferiÞ arheimili fyrir Ibörn undir 9 ára. í öðru lagi heimili fyrir eldri börn sem eru svo iila farin þegar þau koma hingað, að enginn þolir að hafa þau. Þegar engir foreldrar eða fósturheimili finnast, verða að koma til önnur úrræði. Þörf er á langtíma- vistun fyrir 11-16 ára börn,“ segir Páll, „Ég sé ekki marga þá kappa sem ég þekki fara inn á venjulegt fóstur- heimili," segir Sólveig. „Það væri strax betra, ef við hefðum íbúð fyr- ir móður eða fjöiskyldu og fagfólk gæti aðstoðað foreldra við að ráða við börnin.“ „Svona trufluð börn verða að fara í fóstur til menntaðs fólks sem kann að taka leiðbeining- um frá fagfólki," segir Páll. „Það þarf einstaka persónuleika til að ráða við svona börn. Fólk sem tæki það að sér, ætti að fá fullt kaup fyrir eitt barn. Og samfélagið á að sjá þeim fyrir stöðugum leiðbeining- um og aðstoð." Og Páll kemur með hetjusögu frá Svíþjóð: „Kona tók að sér að sjá um vegalaus börn fyrir barnavernd- arráð Stokkhólmsborgar. Þetta var mjög sterk kona sem bjó uppi í sveit. Ahrifin sem hún varð fyrir, styrktu hana tii meiri og meiri dáða. Og hún fór að klifra upp samfélagsstig- ann. Menntaði sig á þessu sviði. Fór að vinna hjá Félagsmálastofnun, þar sem hún sá um að útvega heimili fyrir þessi börn. Hún endaði sem borgarstjóri!" „En þetta var líka óvenju sterk kona með sérstaka hæfileika og í sérstæðum aðstæðum," segir Páll brosandi. Og við förum að ræða um allar íslensku sveitakonurnar sem hafa fórnað sér í gegnum árin. Tek- ið við óprúttnum Reykjavíkurstrák- um og tekist að snúa þeim til mann- vænlegs þroska. En aðstæður eru líka að breytast í íslenskri sveit. Nú hafa fá sveitaheimili aðstæður til að taka á móti svona trufluðum börnum. „Mjög ólíklegt að eitt meðferðar- heimili fyrir 6-7 börn dugi til, þörf- in er miklu meiri,“ segir Sólveig, „tíu ný tilfelli (10-12 ára börn) hafa komið inn á borð til mín frá áramótum." „Og þörfin stóreykst ár frá ári,“ segir Halla. „Nú eru sagt að vegalausu börnin séu á milli 20-30, en miklu fleiri eru næstum því eins illa stödd. Átakanlegast er að sjá börn vel af guði gerð, búa við þannig aðstæður að allt fer í voða.“ Hættuleg börn — Hafið þið haft til meðferðar þessi svonefndu vígabörn? „Ég hef haft börn til meðferðar sem eru beinlínis hættuleg sjálfum sér og umhverfi sínu,“ segir Halla. „Tvö slík börn bíða eftir plássi á legudeild. Kannski fá þau pláss í haust, þegar deildin opnar aftur en enginn veit hvað gerist þangað til.“ „Mikið er horft á kynferðislega misnotaðar stúlkur, en við þekkjum líka drengi sem hafa verið misnot- aðir,“ segir Sólveig. „Þessir drengir beita ekki ofbeldi, en eru sjúklega fastir í kynferðislegu rugli og reyna að misnota önnur börn. Ef ekkert verður róttækt að gert, þá erum við komin með fullorðna gerendur eftir 5-6 ár.“ — Hvað með langtímaúrlausnir? „Vandinn er hjá fjárveitingavald- inu,“ segir Sólveig. „Allir eru komn- ir með mál upp í háls og við erum að lenda í þeim aðsþæðum að kenna hvor öðrum um. Á meðan veltast börnin um í kerfinu. Mjúku málin mæta afgangi hjá stjórnvöldum. Ég vil heldur skila börnunum mínum þeim arfi að skulda peninga, en hér gangi lausir margir hættulegir vandræðamenn." „Við skulum vona, að dropinn haldi áfram að klappa steininn og holi hann að lokum,“ segir Páll:“ HJÁLPAÐU MÉR! RAUÐAKROSSHÚSIÐ, ATHYARF FYRIR VEGALAUS UNGMENNI „ÞETTA er hvítt hús með svörtu þaki, annað hús frá horni Skothúsvegar að Tjarnargötu 35,“ sagði Hans Henttinen, forstöðumaður Rauðakrosshússins. „Auðvelt að rata hingað fyrir vegalaus börn. En áhyggjuefni hvað mörg þeirra vita ekki af okkur.“ bætir hann við. Og ég geng inn í eldra hús, með rósettur í lofti og hvítmálaðar staf- hurðir. Heimilislegt. Hlýlegt and- rúmsloft. Enda sækja þeir hingað, aftur og aftur, utangarðsunglingarn- ir sem eiga hvergi höfði sínu að halla. „Hér er búið að vera mjög anna- samt frá áramótum,“ segir Hans. „Síminn ekki stoppað og oft svo fullt hús, að verið er að kafsigla okkur. Nú eru komin 2.200 símtöl frá ára- mótum. í fyrra voru þau 4.500 allt árið. Og hjá okkur skiptir ekki máli af hverju börn og unglingar eru vega- laus. Við tökum á móti þeim öllum, burtséð frá hvert vandamálið er,“ segir Hans. — Hvernig viðtökur fá þau? „Við bytjum á að setjast niður með þeim í rólegheitum til að finna út af hveiju þau leita hingað. í fram- haldi er haft samband við fjölskyldu eða aðra sem tengjast málinu. Með öðrum orðum má segja að við reynum að finna hentugasta aðilann til að sinna hveiju einstöku tilfelli." Pú hefur aðgang a6 ofckur allan sólarhringinn Graent timanúm«r 99 66 22 ft RAUÐAKROSSHÚSID Tjamargotu 35.101 Reyúavík Plastkortið sem mörg börn og unglingar ganga með upp á vas- ann. Börn í varnarstöðu — Eru þau á varðbergi? „Það er mjög einstaklingsbundið. Sum veigra sér við að leita aðstoðar utan fjölskyldu, finnst þau vera að SJÁ NÆSTU SÍÐU I JAPONSK GÆÐ\ DCX500 Verð með plötuspilara.. ...kr. 56.890stgr. Verð án plötuspilara ....kr.49.990,- stgr. Umboðsmi REYKJAVÍK: Heimilistæki hf., Sætúni 8, Frístund-Kringlan, Kringlunni, Rafbúð Sambandsins, Holtagörðum, Kaupstaður í Mjódd. AKRANES: Skagaradíó. BORGARNES: Kaupfélag Borg- firðinga. ÍSAFJÖRÐUR: Póllinn hf. SAUÐÁRKRÓKUR: Raf- sjá. OLAFSFJÖRÐUR: Valberg. AKUREYRI: Radíónaust. HÚSAVÍK: KÞ. Smiðjan. VESTMANNAEYJAR: Brimnes. SELFOSS: Kf. Árnesinga. KEFLAVÍK: Radíókjallarinn. Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartúni 24 Sími 626080. Fax. 629980. — — Útvarp: FM/LW/MW 24 stöðva minni (12 á FM) Magnari: 120 watta (2x60W) 5-banda tónjafnari Rafdrifin hækkun/lækkun Segulband: Tvöfalt kassettutæki Hraðupptaka Dolby B Samtengd afspilun Geislaspilari: Minni fyrir allt að 16 lög Fyrir báðar stærðir af geisladiskum Lagaleitun Endurtekning Spólar inn í lög Fjarstýring: Mjög fullkomin,16 aðgerðir. Hátalarar: 80 wött 3-way Booster

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.