Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Féll ekki í kramið hjá bresku konungsfjölskyldunni Birna Helgadóttir skrifar fró London „I guðanna bænum, yðar hátign, viljið þér tala þau til.“ Þannig hljóðaði fyrir- sögn breska blaðsins Daily Mirror núna í vikunni. Fólkið sem Bretadrottning átti að taka í lurginn á var að sjálfsögðu hjónakornin Andrés og Sara, en í forsíðugreininni stóð að fyrst, hún væri á annað borð að þessu gæti hún alveg eins talað við hin vandræðabörnin í fjölskyldunni í leiðinni; Mar- grét systir og dóttirin Anna báðar fráskildar; hjónaband Karls og Diönu í rústum að sagt er; yngsti sonurinn Játvarður gengur alls ekki út, þótt hann sé efnilegasti piparsveinn Bretlands. Getur verið að drengurinn sé hommi? onungshöllin Buckingham Palace er sem sagt orðin að hálfgerðu vand- æðaheimili, og má segja að þessi síðasta vika hafi verið hið mesta kvalræði fyrir fjöl- skylduna. Bretar eru stoltir af kóngafólki sínu, en þeir gera líka þá lágmarks- kröfu að í staðinn fyrir þær milljón- ir af almannafé sem það fær á ári hveiju, sýni það gott fordæmi. Og fjölmiðlarnir hafa ekki verið feimn- ir við að minna kóngafólkið óþægi- lega á þetta. Hvað fordæmi snertir hefur Sara, hertogaynjan af Jórvík, lengi valdið breskum almenningi miklum von- brigðum. Erlendis eru menn víst hrifnir af því hversu „hress“ og blátt áfram hún er — en það sama er ekki hægt að segja um breska skattborgara sem þurfa að halda henni uppi. Upphaf óvinsælda „Fergie" má rekja til þess þegar hún yfirgaf dóttur sína nokkurra vikna gamla til þess að fara í ferðalag með Andrési. Síðan skrifaði hún nokkrar barnabækur um litlu þyrluna Budgie. Agóðinn átti að renna til góðgerðarstarfsemi, en síðan kom í Ijós að hertogaynjan hafði hirt alla peningana sjálf. Hvert hneyksl- ið rak annað. Faðir hennar, Ronnie Ferguson, var fastagestur „nudd- stofu“ í gleðikvennahverfi Lundúna. Systir hennar stóð í mjög vand- ræðalegum hjónaskilnaði. Það sem fyllti svo mælinn var „ljósmynda- hneykslið" fræga, þar sem myndir af Fergie og olíufurstanum Steve Wyatt fundust á glámbekk í tómri íbúð. Ofan á allt þetta var „Fergie fitu- bolla“, eins og hún var kölluð í fjöl- miðlum, talin eyðslusöm, gráðug, ósmekkleg í klæðaburði og hreint út sagt ruddaleg. Húsið sem hjónin létu byggja í Berkshire var kallað FramtíÖin blasti við brúðhjónunum á brúðkaupsdaginn. Ódýr og spennandi sumarfargjöld með SAS Haföu samband viö söluskrifstofu SAS eða feröaskrifstofuna þína. /M/JMS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 SUMARLEYFISFARGJÖLD SAS 15. apríl - 30. september 1992 Reykjavík - Kaupmannahöfn .20.900.- Reykjavfk - Gautaborg .20.900.- Reykjavík - Osló .20.900.- Reykjavík - Stokkhólmur .24.900,- Reykjavík - Helsinki .24.900.- Reykjavík - Hamborg .24.900.- Lðgmarksdvöl 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuður. Barnaafsláttur er 20%. Tll sölu fram að 1. mai 1992. 1250 kr. Innlendur flugvallarskattur er ekkl Innifallnn í uppgefnu veröl auk 600 kr. á fargjald tll Kaupmannahafnar. YDDA F42.30 / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.