Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992
Fergie ein á báti og átskáfuð ár konungsfjölskyldunni
„South York“ í höfuðið á ættaróðal-
inu í Dallas — hallærislegt í hæsta
máta. Hún var löt að sinna opinber-
um störfum sem eru fastir liðir í
lífi konungsfjölskyldunnar. Hún
stakk af í dýra skíðaferð í miðju
Persaflóastríði og sníkti ókeypis
ferðalpg hjá fyrirtækjum út á tjtil-
inn. Alltaf var hún borin saman við
svilkonu sínu. Díana var alls staðar
dýrkuð — tíguleg, iðjusöm, tág-
grönn og fyrirmyndarmóðir. Það
kom þess vegna ekki á óvart þegar
fréttirnar af skilnaðinum bárust að
almenningsálitið var alfarið á móti
Fergie.
Fréttirnar birtust fyrst í blaðinu
Daily Mail sem tilkynnti að lög-
fræðingar drottningarinnar hefðu
tekið þátt í umræðum um skilnað-
armál. „The Palace" — Höllin, eins
og allt í kringum konungsfjölskyld-
una er kallað, vildi halda málinu
leyndu þangað til eftir kosningar í
apríl, en neyddist til þess að stað-
festa fréttirnar.
Höllin hélt blaðamannafund þar
sem fjölmiðlafulltrúi drottningar
tilkynnti að Fergie hefði ráðið al-
mannatengslafyrirtæki til þess að
„leka“ fréttinni í blöðin. Hertoga-
ynjan hefði aldrei verið titli sínu
og starfi vaxin. Drottningin var
sögð ævareið yfir því að kosninga-
baráttan skyldi hafa verið trufluð
á þennan hátt, og að stúlkukindin
skyldi hafa farið svona illa með
uppáhaldsson hennar.
Slík gagnrýni af hálfu konungs-
fjölskyldunnar á sér ekki hliðstæðu.
„Hnífarnir eru á lofti í Höllinni",
voru flennifyrirsagnir dagblaðanna
næsta dag. Bretar eru mjög gefnir
fyrir að halda með lítilmagnanum,
og brátt fór andrúmsloftið að breyt-
ast. Fergie var allt í einu einangr-
uð, einstæð móðir sem stóð varnar-
laus gegn valdi og vegsemd bresku
konungsfjölskyldunnar.
Ritstjóri Daily Mail, Sir David
English, neitaði alfarið að fréttirnar
um skilnaðinn hefðu komið frá
Fergie sjálfri. Höllin þurfti að biðj-
ast afsökunar. Greinar birtust þar
sem fram kom hversu lítinn stuðn-
ing og handleiðslu hún hafði fengið
frá fjölskyldu eiginmannsins, er
hún reyndi að valda því hlutverki
sem giftingin lagði henni á herðar.
Minnst var á hversu leiðinleg mann-
gerð Andrés væri. Þótt hann hefði
getið sér orð sem glaumgosi á
piparsveinaárunum voru aðal-
áhugamál hans myndbönd og golf.
Sem liðsforingi í sjóhernum var
hann oft fjarverandi og skildi
Fergie eftir eina með tvær litlar
dætur, tengdafjölskyldu sem var
illa við hana og fjölmiðlalið sem
elti hana hvert sem hún fór og
gagnrýndi hana á hinn illkvittnasta
hátt hvað sem hún reyndi að þókn-
ast því. Margir greinarhöfundar
spurðu: „A kóngafólk yfirleitt að
giftast alþýðufólki sem ekki hefur
alist upp við þær kröfur sem gerð-
ar eru til kóngafólks. Þetta væri
ástæðan, fyllyrtu margir, fyrir því
að hjónabönd Margrétar og
Snowdowns lávarðar, og Önnu
prinsessu og Marks Phillips, höfðu
flosnað upp.
Hjónaband Andrésar og Fergie
hafði víst gengið illa í marga mán-
uði. Slúðrið magnaðist; öskur og
rifrildi hefðu oft heyrst úr íbúð
hjónanna í Kensington Palace;
Fergie hefði elt Andrés út á gang,
bölvandi og ragnandi; á meðan
„ljósmyndahneykslið" stóð sem
hæst gréti hún sig í svefn á hverri
nóttu.
Myndin sem dregin var upp var
af mjög einmana, taugaveiklaðri
konu. Nú snýst umræðan um það
hvernig konungsfjölskyldan sem
fór svona illa með hana getur keypt
þögn hennar. Henni hafa verið
boðnar, að sagt er, fimm milljónir
punda af bresku blaði fyrir ævisögu
sína, og tvær milljónir punda frá
bandarisku útgáfufyrirtæki.
Frásagnir hennar gætu verið
nokkuð litríkar. Blaðamenn telja
nokkuð víst að hún hafi staðið í
einhvers konar ástarsambandi við
Steve Wyatt. En verri gróusögur
ganga nú um krár Fleet Street.
Eugenie, yngsta prinsessan, á að
vera dóttir Wyatts. Fergie þarf að
fara í fóstureyðingu af því hún
gengur með barn Wyatts undir
belti — þess vegna hefur Andrés
heimtað skilnað. Andrés mun nú
snúa sér aftur að Koo Stark, fyrr-
verandi klámstjörnu, sem er hin
eina sanna ást hans. Fergie hefur
aldrei jafnað sig eftir sambandið
við Paddy McNally, kappaksturs-
manninn sem hún var í sambúð
með áður en hún giftist Andrési.
En hver hinn raunverulegi sann-
leikur er veit enginn. Upp hefur
komið önnur hlið á málinu, sem er
í raun og veru miklu alvarlegra
fyrir breskt lýðveldi en einhverjar
uppákomur konungsfjölskyldunn-
ar; grunur leikur á að breska leyni-
þjónustan hafi „lekið“ fréttinni um
skilnaðinn, en hún hefur allar upp-
lýsingar um Fergie, eins og aðra í
konungsfjölskyldunni.
Það sem átti að vaka fyrir leyni-
þjónustunni var að beina athyglinni
frá hinu slæma efnahagsástandi í
landinu til að auðvelda íhalds-
flokknum að halda völdum í land- -
inu. Umtalið um Fergie og Andrés
hefur leitt huga almennings frá
efnahagsástandinu í heila viku.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
breska leyniþjónustan er talin hafa
beitt lymskubrögðum til þess að
Verkamannaflokkurinn nái ekki
völdum — hún reyndi það einnig
1974. En nú er sjálf drottningin
sögð mjög óánægð með ástandið
og hásettir menn í leyniþjónustunni
munu nú ef til vill þurfa að svara
óþægilegum spurningum frá þjóð-
höfðingjanum sjálfum.
Hagræðing í
framhaldsskólum:
Þrír skólar
verði sam-
einaðir
í einn
NEFND uin hagræðingu í fram-
haldsskólum telur koma til
greina að sameina Stýrimanna-
skólann í Reykjavík, Vélskóla
íslands og Fiskvinnsluskólann í
einn skóla, Sjávarútvegsskóla.
í skýrslu nefndarinnar er einn-
ig talið koma til greina að sam-
eina framhaldsskólann og Stý-
rimannaskólann í Vestmanna-
eyjum.
Af öðrum tillögum nefndarinnar
í kafla um sameiningu og samstarf
skóla má nefna náið samstarf milli
framhaldsskólanna á Húsavík og
Laugum um innritun nemenda og
námsframboð en í þessum skólum
eru samtals um 230 nemendur.
Forsvarsmenn skólans hafa þegar
gert tillögur um slíkt samstarf.
Lagt er til að kannaðir verði
möguleikar á því að fella skólast-
a.rf sem nú fer fram á Eiðum og
í Húsmæðraskólanum á Hallorms-
stað undir Menntaskólann á Egils-
stöðum. Stungið er upp á að kom-
ið verði á skipulögðu samstarfi
milli Flensborgarskóla, Iðnskólans
í Hafnarfriði, Fjölbrautarskólans í
Garðabæ og Menntaskólans í
Kópavogi um innritun og náms-
framboð sem taki bæði til bóknáms
og verknáms.
Talið er koma til greina að flytja
almennt nám sem nú fer fram í
Tækniskóla íslands til undirbún-
ings sérnámi við skólann frá skól-
anum til almennra skóla. Ennfrem-
ur að nám í hússtjórnarskólum
verði fellt inn í almenna framhalds-
skóla og samstarf verði eflt milli
almennra framhaldsskóla og sér-
skóla og þannig leitast við að opna
fieiri námsleiðir að loknu skil-
greindu námi í framhaldsskóla.
Nefnd um tillögur að hagræð-
ingu í framhaldsskólum var skipuð
af menntamálaráðherra 15. janúar
1992. Hún skilað nefndaráliti fyrr
í þessum mánuði.
Gunnar Eyjólfsson
endurkjörinn
skátahöfðingi
AÐALFUNDUR Bandalags ís-
lenskra skáta var haldinn þann
21. mars sl. Fundurinn var vel
sóttur af fulltrúum skátafélag-
anna um land allt. Á fundinum
var stjórnaskipulagi BIS breytt
all verulega og var m.a. kjörin
ein sjö manna stjórn BÍS í stað
framkvæmdarstjórnar og aðal-
sljórnar.
Gunnar Eyjólfsson var endur-
kjörinn skátahöfðingi til næstu
þriggja ára. Ásamt honum voru
kjörin í stjórn: sem aðstoðarskáta-
höfðingjar Kristín Bjarnadóttir og
Páll Zophaníasson, Ásta Ágústs-
dóttir ritari, Guðjón Ríkharðsson
gjaldkeri og Hafdís Óladóttir og
Ölafur Ásgeirsson sem meðstjórn-
endur.
Mikillar bjartsýni gætti á fund-
inum og er- greinilegt að skáta-
hreyfingin er í sókn á 80 ára af-
mælisári.
Landsmót
bjöllukóra
á Selfossi
um helgina
Selfossi.
LANDSMÓT bjöllukóra verð-
ur á Selfossi um helgina. Kór-
arnir eru frá Selfossi, úr
Garðinuni, frá Hellissandi og
frá Reykjavík.
Kórarnir munu æfa saman og
halda síðan tónleika á sunnudag,
29. mars, kl. 14 í Selfosskirkju.
Sig. Jóns.
Sérstak tiiboð nú
fyrir fermingarnar á
þessu frábæra setti.
Mjög vandað, stillanlegt
tölvuborð á aðeins
kr. 13.000.-
Fullkominn skrifstofustóll
í hæsta gæðaflokki
kr. 19.600.-
Gamla Kompaníiö / Kristján Siggeirsson
Hesthálsi 2 - 4 • 110 Reykjavík • Sími 91- 6721 10 • Fax 91- 671688
SSBlillÍ