Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Guðrún Jóns- dóttir - Minning Fædd 20. október 1913 Dáin 21. mars 1992 Astkær frænka okkar, Guðrún Jónsdóttir, Stórholti 19, andaðist laugardaginn 21. mars. Útför henn- ar fer fram mánudaginn 30. mars, klukkan þrjú, frá Fossvogskirkju. Guðrún fæddist á Keisbakka á Skógarströnd 20. október, 1913. Foreldrar hennar voru Jón Loftsson bóndi og Þórunn Magnúsdóttir ljós- móðir. Börnin á Keisbakka voru fimm: Sigurlaug, Daníel, Guðrún, Gunnar og Þórunn. Salbjörg Ey- jólfsdóttir ólst upp á Keisbakka sem fóstursystir þeirra systkinanna. Það var stórt heimilið á Keis- bakka og börnunum snemma haldið að vinnu eins og gerðist til sveita. Móðirin var oft að heiman við ljós- móðurstörf, hún var greind kona og atkvæðamikil en heilsulítil strax upp úr miðjum aldri. Faðirinn var hin trausta þungamiðja heimilisins. Jón var hæglátur maður, vinnusam- ur, greiðvikinn og vinsæll af sveit- ungum sínum. Guðrún fór til Reykjavíkur og hóf nám við Kennaraskóla íslands árið 1936. Möguleikar á framhalds- menntun voru ekki miklir á íslandi fyrir heimsstyrjöldina síðari. Ungt fólk frá Reykjavík og nágrenni, sem hafði fjárráð eða önnur tök á að bijótast til mennta, sótti í Mennta- skóla Reykjavíkur með háskólanám fyrir augum. Ungt og fátækt fólk után af landi sótti frekar í Kennara- skóla íslands. Kennaraskólinn opn- aði möguleika á góðri, almennri menntun, gaf þar að auki starfsrétt- indi og þar var styttra nám en í Menntaskólánum. Guðrún Jónsdóttir naut skóla- + Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, bróðir, tengdafaðir og afi, VALGEIR B. HELGASON rennismiður, Langholtsvegi 116a, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Hlíf Valdirnarsdóttir, börn, fósturbörn, systkini, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ARNGRÍMSDÓTTIR frá Árgilsstöðum, Melabraut 18, Seftjarnarnesi, sem lést 19. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 31. mars kl. 15.00. Benjamin Jóhannesson, , Þóra Haraldsdóttir, Óskar Ármannsson, Arngrímur Benjamínsson, Sverrir Benjamínsson, Málfríður Sigurhansdóttir, Jóhannes Geir Benjamínsson, Bryndís B. Garðarsdóttir, Snjólaug Benjamínsdóttir, Jón Þ. Ólafsson og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, ÓLAFS Þ. JÓNSSONAR, Brekkugötu 14, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við samstarfsmönnum við íslenska álfélagið. Sesselja Zophoniasdóttir, Hafsteinn Ólafsson, Þóra Bragadóttir, Jón Ólafsson, Þórhildur Sigurjónsdóttir, Örn Ólafsson, Ann-Helen Oddberg, Theodór Ólafsson, Hulda Snorradóttir, barnabörn og systkini hins látna. + Hugheilar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, SIGURÐAR BERGSSONAR, Hábergi 40. Gréta Maria Garðarsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, Jóhanna Lárusdóttir, Bergdís Sigurðardóttir, Garðar H. Sigurðsson, Fanney Sigurðardóttir, Brynja Sigurðardóttir, Drífa Sigurðardóttir. Arnar Jóhannsson, Esther Ósk Ármannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, + Eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir, JÓHANN KRISTINN HALLDÓRSSON, vistheimilinu Seljahlíð, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.30. Ragnheiður Sölvadóttir, Sólveig Jóhannsdóttir, JónJónsson, Guðjón Jónsson. + Faðir okkar og tengdafaðir, ÁRNI INGÓLFSSON skipstjóri, Snorrabraut 79, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 13.30. Vigdís Árnadóttir, Ingóifur Árnason, Margrét Ingvarsdóttir, Jóhanna Árnadóttir, Jóhannes Pálmason. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA GUÐFINNSDÓTTIR, Ásvallagötu 61, verðuf jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.30. Haukur Hafliðason, Guðrún Friðbjörnsdóttir, Ómar Hafliðason, Ingibjörg Jakobsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. vistarinnar í Kennaraskólanum og náði prýðilegum námsárangri, en hún starfaði aldrei sem kennari. Hún lauk prófí vorið 1939 og var heima á Keisbakka næsta vetur. Skarð hafði þá þegar verið höggvið í systkinahópinn, Daníel hafði feng- ið lömunarveiki sem unglingur og hún dró hann til dauða, aðeins tutt- ugu og fimm ára gamlan. Öll fjöl- skyldan syrgði hann sárt. Um haustið 1939 dó Jón Loftsson og Þórunn, kona hans, brá búi árið eftir og flutti til Reykjavíkur. Guð- rún bjó með móður sinni alla tíð. Síðustu árin sem móðirin lifði var heilsa hennar á þrotum. Hún var sjúklingur sem þurfti mikla að- hlynningu og Guðrún annaðist hana í veikindum hennar. Þórunn Magn- úsdóttir lést árið 1960. Þegar Guðrún kom aftur til Reykjavíkur árið 1941, vann hún um tíma á barnaheimilinu Tjarnar- borg og á stríðsárunum veitti hún forstöðu sumardvalarheimili Rauða krossins fyrir börn í Reykholti í Borgarfirði. Guðrún giftist aldrei og eignaðist ekki börn sjálf, en við systrabörn hennar þekktum þann áhuga og virðingu sem hún bar fyrir börnum. Hún laðaðist að því sem var ungt og leitandi og hafði mjög gaman af þeirri hreinskilni og falsleysi sem börnum er svo eig- inleg. Eftir stríðið var Guðrún svo heppin að fá vinnu á skrifstofu Við- tækjaverslunar ríkisins. Skrifstofu- stöður voru eftirsóttar af því að atvinnutækifæri fyrir konur voru ekki fjölbreytt í Reykjavík í þá daga. Guðrún var framfærandi bæði sín og móður sinnar á meðan hún lifði en hún hafði líka sterka innri þörf + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR lést í Landakotsspítala 27. mars sl. Magni Guðmundsson, Elín Magnadóttir, Ingibjörg Magnadóttir. + Eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, ADOLF TÓMASSON véltæknifræðingur, Hrólfsskálavör 11 (Skálatúni), Seltjarnarnesi, sem andaðist 24. mars sl., verður jarðsunginn frg Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. apríl kl. 15.00. Blóm afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Sigrún Baldvinsdóttir, Þorsteina S. Adolfsdóttir, Tómas I. Adolfsson. Sigríður Pálsdóttir, Þorsteina Guðjónsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir eru færðar öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR frá Steinum, Austur-Eyjafjöllum. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Guðbrandur Guðbrandsson, Björg Jóhannsdóttir, Jón Oddsson, Guðmunda Jóhannsdóttir, Sigurður Gunnsteinsson, Jóna Jóhannsdóttir, Ólafur Haraldsson, Anna Jóhannsdóttir og fjölskyldur. fyrir að vera fjárhagslega sjálfstæð og engum háð í þeim efnum. Þetta átti ekki aðeins rætur í uppeldi hennar, heldur var það stór hluti af því persónulega ákvarðanafrelsi sem var Guðrúnu mjög dýrmætt. Guðrún vann hjá Viðtækjaversl- uninni í meira en tuttugu ár og eftir að Viðtækjaverslun ríkisins var lögð niður fékk hún vinnu hjá Ríkis- útvarpinu, Skúlagötu 4. Hún hafði bundið mikla tryggð við Viðtækja- verslun ríkisins, bæði stofnunina og fólkið eftir svo langan starfsfer- il en fljótlega var henni farið að þykja jafn vænt um Ríkisútvarpið og fólkið þar. Hún vann bæði í inn- heimtudeildinni og í verslun og móttöku á fyrstu hæð í útvarpshús- inu við Skúlagötu. Hún sat þar í litla básnum sínum í þjóðbraut, flestir þeirra sem komu og fóru áttu erindi við hana og smám sam- an eignaðist hún marga vini og kunningja sem hún hafði mjöggam- an af að spjalla og spauga við. Hennar staður var í gamla húsinu og hún vann hjá útvarpinu þar til það flutti í nýja húsið við Efsta- leiti, þá hætti hún. Um það leyti var hjartað líka farið að gefa sig og heilsan að bila. Guðrún var þrekmikil og tápmik- il kona. Hún ferðaðist töluvert um dagana, gekk mikið á hverjum degi og synti__mikið, helst vildi hún stunda sundlaugarnar daglega. Þó að þrekið minnkaði síðustu árin hélt. hún áfram að reyna að hreyfa sig sem mest alveg til hins síðasta. Hún átti góðar vinkonur sem hún spilaði reglulega við og hún hafði mikið samband við systur sínar. Gunnar bróðir hennar lést árið 1969 og Sigurlaug var kvödd úr heimi héðan árið 1990. Þær systurnar frá Keisbakka voru tengdar sterkum böndum. Á meðan systur Guðrúnar' bjuggu báðar úti á landi var heimili hennar og ömmu sá staður sem allir leituðu til þegar komið var til Reykjavíkur. Þangað komu systkini Guðrúnar og systkinabörn, þar var gott að koma og gott að vera. Þar var fallegt, gestrisið og hlýlegt heimili. Það var prýtt handavinnu Guðrúnar sem hafði gaman af að sauma út og þar voru ekki síst bækurnar hennar, valdar bækur sem báru þess vott að þær höfðu verið lesnar oft. Guðrún var víðlesin og ákaflega 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öl! kvöld tl! kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.