Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 45

Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 45
MOHGUNBLAttU) ISUNNM0AGUR 20. í MARZ' 4992 .4*5 Tékkóslóvakíu en það að fólk er að kaupa og selja á götum úti — og á einu diskóteki sem ég fór á var fólk að versla með þessi efni og neyta þeirra, rétt eins og þetta væru kex- kökur, skro eða Prince Albert. Það var ekkert pukur, enginn feluleikur. Maður hlýtur að spyija sig hvern- ig það er að búa í landi sem er fullt af allsnægtum og glingri fyrir ferða- menn, en hafa varla efni á að borða sjáifur. Þegar ég fór að spyijast fyrir um hvað hinn venjulegi Tékki gerði sér til upplyftingar og skemmt- unar var mér sagt að hann færi á barinn sinn, borðaði hræódýra pylsu og drykki ógrynni af bjór — en verð- lag á honum fer alveg eftir því hvort krárnar eru fyrir innfædda eða ferðamenn. Á krám fyrir innfædda kostar bjórinn fáeinar krónur, fyrir ferðamenn getur hann kostað allt að 300 krónum íslenskum. SINNULEYSI Það væri synd að segja að Tékkar væru glaðlynd þjóð. Andlitin eru eins og sorgargrímur, það er nánast ómögulegt að kreista fram bros hjá þeim og þeir hafa ákaflega kuldalegt viðmót. Og það er alveg sama hvað maður biður um, ekkert er hægt. Þeim virðist vera alveg sama hvern- ig fólki reiðir af, samkennd og sam- stöðu er ekki hægt að finna. En auðvitað hefur það sínar sérstæðu og skemmtilegu hliðar. Sem dæmi um það er ferð í kristalsverksmiðju. Hópurinn sem ég ferðaðist með hafði bókað heimsókn í kristalsverk- smiðju, áður en við fórum frá Is- landi. Þessi heimsókn átti að verða hápunktur fet'ðarinnar, sérstaklega þar sem hópurinn var nær eingöngu skipaður konum — sem ætluðu að versla á verksmiðjuverði. Þegar hinn langþráði dagur rann upp, varð að bytja á því að múta einhvetjum rútubílstjóra til að aka okkur á áfangastað. Við höfðum þegar fremur slæma reynslu af rútu- ferðum, vegna þess að Tékkum er alveg sama hvoit ferðamenn sjá landið þeirra eða ekki, ef það hentar af sultukrukkum og fjöldaframleidd- um bláum vösum og biðum eftir að komast í kofann þar sem kristallinn er skorinn. En það stóð ekki til, því þarna var ekkert verið að skera kristal. Þetta var bara glerverk- smiðja. Hjá Tékkum þýðir kristall bara hreint gler, það er að segja ólitað, og þegar við báðum um að sjá kristalsverksmiðju vorum við ekki nógu nákvæm — og þeir búa svosem til sultukrukkur úr hreinu gleri. Það þýðir ekkert að kvarta, því Tékkum er hreint aldeilis santa hvort ferðamenn fá það sem þeir borga fyrit' og kerfið hjá þeim er þannig að enginn bet' ábyt'gð — en það sem er sérkennilegra, er að enginn bend- ir á annan sem ábyrgan. Allir yppta öxlum og láta eins og málið korni sér ekki við. Hyort ferðamenn eru ánægðir eða óánægðir eru hreint ekki þeirra höfuðverkur. Sú mynd sem maður fær af Tékkum er að þeirn sé í rauninni sama um allt. Þeir virka algerlega sinnulausir með sjálfa sig, þeim liggur ekkert á og geta staðið og beðið klukkustundum meira en einn og hálfan sólarhring þegar peningaveskið mitt hvarf upp úr hliðartöskunni. Fyrstu klukku- stundina fannst mér það fúlt, en þá fór málið að verða áhugavert. Ég hafði haft vit á að fara utan með ferðatékka og hafði enn ekki skipt miklu af þeim, _svo mínn skaði var svosem enginn. Ég var því upp- litsdjörf, þegar ég fór ásamt leiðsög- umönnum hópsins inn í banka til að fá ferðatékkana endut-greidda — það á jú að vera hægt alls staðar. Þetta voru Thomas Cook tékkat' og eina tnálið var að finna banka sem hefði viðskipti við Thomas Cook. En það hafa ekki margir bank- ar í Prag; hins vegar virtust allit- hafa viðskipti við Atnerican Express. Okkur tókst loks að finna banka þar sem afgreiðslufólkið nennti að hlusta á okkur — og sendi okkur í annan banka. Þar hristi fólk hausinn og sagði okkur að hafa samband við umboðsskrifstofu Thomasar Cooks. Hún var í útjaðri borgarinnar og þangað tókum við leigubíl- sem við borguðum fyrirfram — og þílstjórinn lofaði að bíða eftir okkur. Á umboðs- skrifstofunni voru allar hurðir læst- ar, en fólk var á vappi þar inni og opnaði fyrir okkur. Við röktum raun- ir okkar, en vat' sagt að í rauninni væri ekki búið að opna þessa um- boðsskrifstofu og þeir gætu ekkert fyrir' okkur gert og bættu við: „Ef þið verðir hér eftir tvo mánuði getum við hjálpað ykkut'." Þegar þeim var ljóst að við ætluðum ekki að setjast niður í biðröð í tvo tnánuði og að samningur um ferðatékka gengur út á það að maður geti fengið þá greidda samstundis sé þeim stolið, tók þetta tilvonandi starfsfólk upp símtól og hringdi nokkur símtöl, létu okkur síðan fá nafn á banka í mið- borginni og sögðu okkur að fara þangað. Þegar við komum út var leigubíll- inn horfinn — við einhvers staðar úti í blánum, á bak við útimarkað, og urðum að bytja á því að reyna að fá far inn í borgina. Tékkneski leiðsögutnaðurinn, Thomas, hefur eitthvert sérkennilegt sálarástand af Tékka að vera og snaraðist í að hlaupa upp leigubíl sem hann sá og við komumst í banka. Reyndar var það einn af bönkunum sem við höfð- um þegar verið í, en það gilti einu að umboðsmaður Thomasar Cooks Tékkum er hreint aldeilis sama hvort ferðamenn fá það sem þeir borga fyrir og kerfið hjá þeim er þannig að enginn ber ábyrgð hafði hringt þangað. Þar kannaðist enginn við neitt. Allir yptu öxlum og hristu hausinn og enginn hafði áhuga á málinu. Við fót'um inn á hótel og ég hringdi í íslandsbanka — sagði mínar farir ekki sléttar, kerfið hefði ekki áhuga á málinu, einhvetjir þúsundkaliar í minni buddu væru ekki stærsta vandamál- ið í Prag í dag. Það verð ég að segja að banka- kerfið hér var til meiri fyrirmyndar, vegna þess að eftir klukkustund var hringt í mig aftur til Prag og mér tjáð að búið væri að senda peninga frá viðskiptabanka íslandsbanka í Stokkhólmi og ég gæti sótt þá í viss- an banka í Prag. Við Titomas héldum þangað, en allir héldu áfram að hrista hausinn og sögðu: „Það. kem- ur póstur frá Svíþjóð klukkan tíu í fyrramálið og svo aftui' klukkan tvö.“ Þetta var á fimmtudegi. Á föstudegi klukkan tíu mættum við í bankann til að ná í peningana, en þeir höfðu ekki komið með þeim pósti. Við mættum aftur klukkan tvö, en peningarnir höfðu ekki held- ur komið með þeirn pósti. Þá sagði Thomas: „Ég hef enga trú á að þú fáir peningana á meðan þú ert hér, vegna þess að það tekur þtjár vikur að færa peninga á milli reikninga í bankakerfínu hér.“ Ég sput’ði hvers vegna kerfið væri svona stirt og fékk það svar að það væri ekki stirt, peningarnir væru örugglega komnir, en bankinn héldi þeim inni til að hafa vexti af þeim í þtjár til fjórar vikur. Bankar eru opnir á laugardög- um í Prag og við fórum á laugar- degi, mánudegi og þriðjudegi, klukk- an tíu og klukkan tvö, til að athuga með peningana, en allt kont fyrir ekki. Það hentaði ekki tékknesku bankakerft að redda málunum. Áður en ég fór aftur heim til íslands varð ég að undirrita blað sem var pjakkað upp á handknúna ritvél, þess.efnis að peningana ætti að senda aftur til baka, þegar þeir bærust til Prag. Eftir því sem ég best veit eru þeir ekki enn komnir, níu dögum eftir að ég undirritaði plaggið. Eftir að vera búin að bíða rosa- lega í bönkum í Prag fór ég endan- lega að skilja bækur Kafka. Maður er bara sendur út og suður um kerf- ið, enginn gefur neinar upplýsingar og maður veit ekkert eftir hvetju maður er að bíða, eða hvers vegna. Málið flækist meira og meira og maður fyllir út einhvetja pappíra á fimmtán mínútna fresti til að skýra málið. En enginn les það sem maður skrifar. Tékkar hrista bara hausinn og senda mann á næsta stað, þar sem allt endurtekur sig með tilheyr- andi bið og maður fer alveg eins að eiga von á því að fá dauðadóm — rétt eins og maður hafir lent inni í Réttarhöldunum eftir Kafka. þeim ekki að þrífa bílana eru rúðurn- ar bara skítugar og ferðalangurinn situr inni í helli og sér ekkert hvert hann er að fara. Og það þýðir ekk- ert að kvarta;_ einu svörin sem mað- ur fær eru: „Ég þvoði bílinn í morg- un og þvæ hann ekki aftur í dag,“ jafnvel þótt öllum sé ljóst að bíllinn hafi ekki verið þveginn þetta árið. En hvað með það, þegar okkur hafði tekist að fá bíl og bílstjóra var haldið af stað, jafnvel þótt bílstjórinn hefði ekki hugmynd urn hvar verks- mðjuna væri að finna. En hann má þó eiga það að hann ók um landið, í gegnum snjó og slyddu, í eina og hálfa klukkustund, eða allt þar til við komum að einhvetjum timbur- hreysum — og það stóð heima, þetta var staðurinn sem ferðaskrifstofan í Prag hafði haft samband_ við. Við, fínu frúrnar frá Islandi, í drögtum og hælaháum skóm, með gull og perlur hangandi um okkur allar, tipluðum niður einlivetja drull- utröð og inn í upphafið að þessunt trékumböldum sem voru gisnir og skítugir. Sjónin sem við blasti gerði okkur orðlausar, því að á palli í kringum gríðarstóran ofn stóðu karl- menn á nærbolum og blésu gler í gegnum löng rör. Fyrir framan hvern og einn sat kona við kæliker þar sem glerið var mótað og gufan af glerinu, með tilheyrandi efnum, streymdi í vit þeirra. Það var ljóst að við þessar aðstæður vinnur fólkið dag út og dag inn, allan ársins hring. Við vorum leiddar áfram um verk- sntiðjuna og fengum að sjá helling saman, jafnvel dögum, eftir að eitt- hvað gerist. Á móti hótelinu sem við bjuggum á var Bata-fjölskyldan að opna nýja skóverslun, upp á sex hæðir. Fjöl- skyldan, sem hefur verið í útlegð annars staðar í Evrópu, var að fá eignir sínar í Tékkóslóvakíu aftur, og þessi nýja verslun hafði ákaflega vestrænt yfit'bragð. Hún var opnuð daginn eftir að við komum til Prag, en þá viku sem við gistum borgina komumst við aldrei inn í hana, því biðraðirnar voru myndaðat' við fyrsta hanagal og stóðu fram að lokun. Við komumst aldrei einu sinni til að skoða í gluggana, vegna þess að Tékkar standa í biðröðum heilu kvöldin til að skoða í búðarglugga. Það var rétt eins og ekkert annað væri að gerast í heiminum. Annars er það nú svo, að fyrir verslunar- glaða íslendinga þýðir ekkert að fara til Prag, því yfirleitt er bara einn við afgreiðslu í hverri búð og sá afgreiðir bara einn í einu, jafrivel þótt sá hinn sami skoði allt í búð- inni klukkustundum saman. Það sniglast bara allt áfram. Það getur hæglega ært óstöðugan að bíða eft- ir að röðin komi að honum. í VIÐJUM KERFISINS Á leiðinni til Prag hafði hópurinn verið varaður við vasaþjófum, sem vaða unt borgina eins og engi- sprettufaraldur. Við fengum ná- kvæm fyrirmæli um hvar best væri að hafa peninga og greiðslukort. En við höfðunt ekki verið í borginni Þakkarávarp ÖLLUM ÞEIM, SEM HAFA SÝNT VIÐHORFUM OKKAR í MÁLEFNUM LANDAKOTSSPÍTALA SKILNING, STUÐNING OG VELVILJA Á MARGVÍSLEGAN HÁTT, FLYTJUM VIÐ OKKAR HJARTANS ÞAKKIR. GUÐS BLESSUN FYLGI YKKUR. St. jósefssystur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.