Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 52

Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 52
BögglopóJtur um dllt lond PÖSTURQGSÍagl MORGUNBLADW, ADALSTILETI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 601100, SÍMBIIÉF 691181. PÓSTIIÓLF 1555 / AKVREYRl: IIAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. * Ibúðarhús brann á Þór- pddsstöðum ELDUR VARÐ laus í íbúðarhúsi á bænum Þóroddsstöðum skammt frá Sandgerði i fyrrinótt. Húsið er tvílyft og urðu miklar skemmd- ir á neðri hæð af eldi, reyk og vatni, en eldur náði ekki til efri hæðarijinar. Fjórir voru í húsinu og voru allir komnir út þegar slökkviliðið í Sandgerði kom á vettvang. Tilkynnt var um eldinn til lögregl- unnar í Keflavík klukkan 4.51 í fyrri- nótt og fór slökkviliðið í Sandgerði á staðinn, en slökkviliðið í Keflavík var einnig kallað út. Vel gekk að slökkva eldinn og var slökkvistarfi lokið klukkan sex. Talið er að eldur- .inn hafi kviknað út frá feiti í potti. ----» ♦ ♦-- Breytingar í Miklagarði: Þorskhausar til Nígeríu Morgunblaðið/Sverrir Starfsmenn Sjófangs á Grandagarði voru í óðaönn að búa sig undir að þurrka þorskhausa þegar ljósmyndari átti þar leið um í góðviðrinu vikunni. Þorskhausarnir verða sendir til Nígeríu, en þar þykir þessi matur hið mesta lostæti. Tvö mál um skattameðferð kvóta komin til ríkisskattanefndar: Dæmi að kvóti sé afskrifaður að fullu við úreldingu skipa Vöruúrval minnkar og verð lækkar BREYTING verður á verslun Mik- lagarðs við Holtaveg í Reykjavík í næstu viku. Breytingin felst í því að vörunúmerum verður fækkað verulega, dregið verður úr þjónustu og vöruverð lækkað. Að sögn Björns Ingimarssonar framkvæmdastjóra verður meira vöruúrval og þjónusta í öðrum verslunum fyrirtækisins, eins og í Kaupstað í Mjódd, versluninni í JL-húsinu og verslunum í Garðabæ og Hafnarfirði. Stórmarkaðarnir í hverfum höfuð- borgarsvæðisins verða reknir undir nafninu Kaupstaður. Vöruúrvalið verður minna í Miklagarði við Sund en Björn Ingimarsson sagði að vöru- úrval yrði engu að síður mun meira en í Bónus-verslununum. Björn sagði að fyrirtækið hefði undirbúið þessar breytingar með því að leita eftir hagstæðari innkaupum erlendis frá og hefði því markmiði verið náð. Því væri ekki að leyna að Mikligarður hefði ekki náð ailt of hagstæðum innkaupum fram til þessa. RÍKISSKATTANEFND hefur nú fengið til úrskurðar tvö mál um skattameðferð fiskveiðikvóta. Málflutningi í þessum málum lauk nýlega en þar kom fram að dæmi eru um að útgerðarmenn afskrifi fastan kvóta skipa að fullu við úreldingu þeirra. Annað málið snýst síðan um hvernig beri að afskrifa kvóta við kaup á honum. Ríkisskattstjóri hefur haft það sem meginreglu að Iangtímakvóta beri að afskrifa á sama hátt og skip, það er um 8% á ári. Útgerð- armenn hafa afskrifað kvóta um 25% en einnig er dæmi um að kvótinn sé afskrifaður um 50% eða allur við kaup á honum. Endurskoðunardeild ríkisskatt- stjóra hefur unnið að samræm- ingu þeirra mála sem skattstjórar hafa tekið upp vegna kvótamála. Garðar Valdimarsson ríkisskatt- stjóri segir að hann vilji ekki tjá sig um þau mál sem eru til meðferðar hjá ríkisskattanefnd. Hinsvegar hafí skattstjórar breytt framtölum út- gerðarmanna þar sem skip með kvóta hafi verið úreld og kvótinn gjaldfærður um leið niður í núll. „Almennt má segja að dæmi hafa komið upp þar sem skip hefur verið fært niður í reikningum fyrirtækisins og afskrifað sem úrelt og kvóti þess með, þótt hann hafi verið fluttur yfír á annað skip,“ segir Garðar. „Þessu erum við ekki sammála og viljum fá úrskurð ríkisskattanefndar um hvernig beri að færa kvótann í reikningum við þessar aðstæður." Garðar segir að embætti hans telji ekki fært að gjaldfæra kvóta skips niður á núllið við úreldingu þess þar sem kvótinn sé eftir sem áður í eigu viðkomandi útgerðar. „Nefna má raunhæft dæmi þar sem skip með kvóta var keypt á 50 milljónir króna árið 1989,“ segir Garðar. „Kvóti þessa skips var metinn á 35 milljón- ir króna en skipið sjálft á 15 milljón- ir. Arið eftir var skipið selt án kvót- ans á 15 milljónir króna. Við söluna var bókfært í reikningum að sölutap- ið hefði numið 35 milljónum króna. Hér er verið að gjaldfæra tap á Hátíðleg athöfn í Ósló þegar Grá- gás heillagrip Orators var skilað Ósló. Frá Guómtindi I,öve, frétlnritara Morgunbladsins. Grágás, heillagrip Orators, félags laganema við Háskóla fs- lands, var skilað formlega á föstudag. Norskir laganemar hnupl- uðu gripnum í heimsókn sinni til Islands í síðasta mánuði, en létu loks undan þrýstingi og skiluðu honum formlega við hátíð- Iega athöfn á Háskólatorginu í miðborg Óslóar. Tók Einar Bene- diktsson sendiherra á móti hinni uppstoppuðu grágæs fyrir hönd eigenda. Mun það vera alsiða meðal laganema að taka ófrjálsri hendi minjagripi af þessu tagi er þeir sækja hverjir aðra » heim. Athöfnin hófst á slaginu þrjú með lúðraþyt. Margmenni úr hópi stúdenta var viðstatt er fulltrúar laganema og lagadeildar gengu inn á torgið ásamt sendiherra Is- lands og sendiráðsritara. Dag Herrem, formaður orðu- ' nefndar félags laganema, liélt stutta ræðu þar sem hann þakk- aði þann tíma sem gæsin gisti grannlandið, og afhenti síðan sendiherra Grágás. Svo mjög var ákvörðunin um að skila gæsinni umdeild, að tekið var til þess bragðs að festa hana við einn nefndarmanna með hand- járnum „til að koma í veg fyrir að öfgasinnum úr röðum nemenda tækist að gera áformin að engu“, eins og komist var að orði í ræð- unni, enda hafi gæsin uppruna- lega verið gjöf frá Norðmönnum. Einar Benediktsson hélt einnig stutta tölu þar sem hann tók fram að þess misskilnings hefi gætt að gæsin hefði farið sjálfviljug úr heimahögum, en því færi víðs fjarri. Hún hafi verið þvinguð, og færð ólöglega úr landi. Sendiherra fól þvínæst Grágás í hendur Ólafi Sigurðssyni sendi- ráðsritara með þeim ummælum að honum væri án efa treystandi fyrir gæsinni fyrsta spölinn, því þar færi maður vestfirskur, eins og íslendingurinn Leifur Eiríks- son. Vöktu hin síðustu ummæli é. nokkurn urg meðal viðstaddra. Við sama tækifæri var skilað ýmsum fleiri munum er slæðst höfðu með í farteski Norðmann- anna. Var þar um að ræða gesta- bók Orators og fundarhamar for- manns þess, ásamt forláta vík- ingahjálmi. Á hausti komanda mun vera von á fulltrúum frá Orator í heim- sókn til kollega sinna í Noregi. Aðspurður hvort hann hræddist hefndaraðgerðir svaraði Dag Herrem því játandi. Lukkudýr þeirra væri stytta af hryssu nokk- urri er gert hefur víðreist, en að sjálfsögðu yrðu allar varúðarráð- stafanir gerðar. móti sölunni sem nemur meiru en andvirði skipsins og slíkt teljum við ekki hægt.“ Hvað varðar ágreiningsefnið um hvernig beri að eignfæra keyptan langtímakvóta í bókhaldi fyrirtækja hafa endurskoðendur og ríkisskatt- stjóri túlkað afskriftir á mismunandi hátt. Reikningsskilanefnd endur- skoðenda túlkar málið þannig að afskrifa eigi kvótann um 25% á ári þegar kvótinn er færður sér en 8% þegar hann er færður með skipi. Skattyfirvöld vilja að sömu reglur séu og gildi um afskriftir skipa eða 8% á ári. Garðar segir að síðan séu dæmi um 50% afskriftir og að við kaup á bátum sem síðan er lagt séu dæmi um að kvótinn sé afskrifaður í heild um leið. Ríkisskattanefnd hefur nú þessi mál til úrskurðar og raunar munu fleiri slík á leið til nefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun ætlunin að hraða áliti nefndarinnar í þessum málum og það á að liggja fyrir í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.