Morgunblaðið - 11.04.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
86. tbl. 80. árg.
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rússland:
Jeltsín vinnur mikil-
vægan sigur á þingi
Moskvu. Reuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, vann mikinn sigur í gær þegar
nýr sambandssáttmáli, sem bindur Rússland og sjálfstjórnarlýð-
veldin saman I eitt ríki, var samþykktur nær einróma. Hafði ver-
ið búist við, að andstæðingar hans á þingi, kommúnistar og þjóð-
ernissinnar, myndu nota þetta mikilvæga mál til að koma höggi
á forsetann en þeir voru búnir að greiða sáttmálanum atkvæði
áður en þeir áttuðu sig. Eru stuðningsmenn Jeltsíns mjög sigur-
vissir og hóta að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um umbótastefn-
una reynist þess þörf.
Rúslan Khasb-
úlatov, forseti
rússneska þings-
ins og stuðnings-
maður Jeltsíns,
lagði sambands-
sáttmálann fram
til samþykktar í
mikilli skyndingu . , ,
og flaug hann í Jetsln
gegn með 848 atkvæðum gegn
10. Þegar atkvæðagreiðslan var
afstaðin áttuðu andstæðingar
Jeltsíns sig á því, að gullið tæki-
færi til að hafa í hótunum við for-
setann, hafði gengið þeim úr
greipum. Risu þá sumir þeirra upp
til mótmæla en fengu engu um
breytt. Með samningnum á að
vera tryggt, að Rússlands bíði
ekki sömu örlög og Sovétríkjanna,
að leysast upp, og samþykkt hans
var með nokkrum hætti sú trausts-
yfirlýsing, sem Míkhaíl Gorbatsjov
fékk ekki.
Til að draga mesta broddinn
úr gagnrýni andstæðinga sinna
samþykkti Jeltsín að segja af sér
forsætisráðherraembættinu, sem
hann gegnir líka ásamt því að
vera varnarmálaráðherra, en þó
ekki fyrr en seinna, þegar efna-
hagsumbótunum hefur verið
hrundið í framkvæmd. Þá gerðu
stuðningsmenn hans kommúnist-
um og þjóðernissinnum það ljóst,
að reyndu þeir að hindra störf
forsetans og stjórnarinnar yrði
farið fram á, að þingið yrði leyst
upp og boðað til þjóðaratkvæða-
greiðslu 12. júní nk. Þáyrðu Rússa
beðnir að velja á milli Jeltsíns og
samsteypustjórnar kommúnista
og þjóðernissinna og einnig spurð-
ir álits á nýjum drögum að
stjórnarskrá þar sem gert er ráð
fyrir valdamiklu forsetaembætti
að bandarískri fyrirmynd.
Það var sáttatónn í máli Jeltsíns
á þingi í gær en það fór ekki á
milli mála, að hann stefnir að því
að styrkja völd forsetaembættis-
ins,'ekki veikja þau. Þá tilkynnti
hann einnig, að verulegar breyt-
ingar á ríkisstjórninni væru ekki
fyrir dyrum.
Reuter
Nokkrir af forystumönnum breska Ihaldsflokksins fagna sigi-i eftir að úrslit þingkosninganna í Bret-
landi voru kunn í gær. Þeir eru, talið frá vinstri: Chris Patten, formaður flokksins, John Major forsæt-
isráðherra og kona hans, Norma, John Wakeham orkumálaráðherra og Douglas Hurd utanríkisráð-
herra. A spjöldunum stendur: „JM er forsætisráðherra".
Breski Ihaldsflokkurinn vinnur sigur í þingkosningunum:
Aukið valfrelsi og stéttlaust
þjóðfélag markmið Majors
Búist við að Kinnock segi af sér - Breyt-
ingar á ríkisstjórn íhaldsmanna í aðsigi
, Lundúnum. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðatnanni Morgtinblaðsins.
IHALDSFLOKKURINN breski,
undir sljórn Johns Majors for-
sætisráðherra, vann sigur í þing-
kosningunum á fimmtudag og
hlaut hreinan meirihluta á þingi.
Aldrei áður í nútímastjórnmála-
sögu Breta hefur það gerst að
sami flokkur sé við völd fjögur
kjörtimabil í röð en meirihluti
Ihaldsflokksins á þingi, 21 þing-
sæti, hefur ekki verið minni frá
því í tíð Winstons Churchills árið
1951. Verkamannaflokkurinn
jók fylgi sitt á landsvísu miðað
við kosningarnar 1987 en flokk-
urinn náði ekki að vinna sigra í
nægilega mörgum einmennings-
kjördæmum til að koma í veg
fyrir áframhaldandi stjórn
íhaldsmanna.
Sprenging í Lundúnum
Lundúnum. Reuter.
TALIÐ var að þrír menn hefðu
beðið bana og tugir manna orðið
fyrir meiðslum er öflug sprengja
sprakk í miðborg Lundúna í
gærkvöldi.
Maður með írskan hreim hafði
varað við sprengjutilræðinu og tals-
menn lögreglunnar töldu að írski
lýðveldisherinn (IRA) hefði verið
að verki til að mótmæla úrslitum
þingkosninganna á Bretlandi.
Gerry Adams, forseti Sinn Fein,
stjórnmálaarms IRA, tapaði þing-
sæti í Belfast á Norður-írlandi.
Talsmenn lögreglunnar sögðu
að sprengjan hefði sprungið í fjár-
málahverfinu í miðborg Lundúna.
Starfsmaður Reuter-fréttastof-
unnar, sem var að vinna í hverf-
inu, sagði að margar byggingar
hefðu orðið fyrir skémmdum.
Talsmaður lögreglunnar sagði
Keuter
Lögreglumaður gengur um götu í miðborg Lundúna eftir sprengju-
tilræði í gærkvöldi. Gatan er þakin rusli eftir tilræðið eins og sjá má.
að bifreið hefði sprungið við bygg-
ingu Lloyd’s-tryggingafélagsins í
miðborginni.
Sjúkrabílstjóri sagði að 50
manns hið minnsta hefðu orðið
fyrir meiðslum í sprengingunni.
Byggingar hefðu skemmst í allt
að 500 metra fjarlægð.
Flokksbræður Johns Majors
fögnuðu ákaft þessum óvænta sigri
en forsætisráðherrann lagði áherslu
á málefnin í sigurræðu sinni og
ítrekaði að ekki stæði til að einka-
væða heilbrjgðisþjónustuna hér í
Bretlandi. íhaldsflokkurinn vildi
koma á stéttlausu þjóðfélagi: „Ég
heiti ykkur því að þetta tækifæri
munum við ekki misnota." Talið var
í gærkvöldi að afsögn Neils
Kinnocks, leiðtoga Verkamanna-
flokksins, væri yfii'vofandi og breyt-
inga á ríkisstjórn Johns Majors er
sömuleiðis að vænta.
Undanfarnar fjórar vikur höfðu
skoðanakannanir bent til þess að
Verkamannaflokkurinn hefði for-
skot á íhaldsmenn og að Neil
Kinnock, leiðtogi flokksins, yrði
næsti forsætisráðlierra Bretlands
þótt flokkur hans fengi tæpast
þingmeirihluta. Kannanir sem voru
birtar daginn fyrir kjördag sýndu
hins vegar snarpa fylgisaukningu
íhaldsmanna. Kannanir sem gerðar
voru á kjörstað staðfestu þessa þró-
un en á óvart kom að íhaldsflokkur-
inn skyldi hljóta svo öruggan meiri-
hluta á þingi sem raun ber vitni.
Flokkurinn fékk 336 menn kjörna
en fylgi hans á landsvísu reyndist
42% og er það lítil sem engin breyt-
ing frá 1987. Verkamannaflokkur-
inn hlaut 271 mann kjörinn, bætti
við sig 42 þingsætum frá 1987 og
fékk 34,5% fylgi á landsvísu,
samanborið við.rúm 30% árið 1987.
Fylgisaukning Fijálslyndum dem-
ókrötum til handa, sem fram hafði
komið í skoðanakönnunum, reynd-
ist ekki eiga við rök að styðjast.
Flokkurinn missti fylgi líkt og gerð-
ist 1987 og fékk 20 menn kjörna
en bandalag fijálslyndra og jafnað-
armanna hafði 22 menn á þingi
eftir síðustu kosningar. Þjóðernis-
sinnar í Skotlandi fengu 3 menn,
velskir þjóðernlssinnar 4 og flokkar
á Norður-írlandi 17.
John Major forsætisráðherra lýsti
í stuttu ávarpi, sem hann flutti í
Downingstræti 10 hér í Lundúnum,
hugmyndafræði og baráttumálum
íhaldsflokksins á þann veg að val-
frelsi einstaklingsins og myndun
hins stéttlausa þjóðfélags bæri þar
hæst. „Að þessu munum við stefna
og ég heiti ykkur því að við munum
ekki misnota þetta tækifæri," sagði
forsætisráðherrann, sem nú hefur
hlotið umboð þjóðarinnar til að
stjórna Bretlandi næstu fimm árin.
Þess er vænst að skýrt verði frá
breytingum á stjórn Majors jafnvel
í dag, laugardag. Því er spáð að
miklar breytingar verði gerðar og
líklegt þykir að vegur Michaels
Heseltines umhverfisráðherra vaxi
en hann var helsti keppinautur
Majors um leiðtogaembættið. Er
jafnvel talið að Heseltine verði
næsti fjármálaráðherra Bretlands.
Úrslitin eru talin mikið áfall fyr-
ir Verkamannaflokkinn og leiðtoga
hans, Neil Kinnock. í yfirlýsingu
sem birt var í höfuðstöðvum Verka-
mannaflokksins í Lundúnum síð-
degis í gær sagði Kinnock að hann
hygðist nú gera samstarfsmönnum
sínum grein fyrir hvernig hann
myndi bregðast við ósigrinum á
fimmtudag. Onnur yfirlýsing ýrði
birt á mánudag. Var þetta túlkað
á þann veg að Kinnock hygðist
segja af sér leiðtogaembættinu.
Sjá fréttir á bls. 26-27 og
miðopnu.