Morgunblaðið - 11.04.1992, Page 18

Morgunblaðið - 11.04.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 Á NOTUÐUM VÉLSLEÐUM ARCTIC CAT SLEÐAR ÁSAMT ÖÐRUM TEGUNDUM ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VELSLEÐAFATNAÐI Þannig verður nú, þegar Bach- sveitin í Skálholti ásamt átta er- lendum hljóðfæraleikurum, Mót- ettuskór Hallgrímskirkju, tveimur erlendum og fimm íslenskum ein- söngvurum flytur Jóhannesarp- assíuna mánudaginn 13. apríl í Hallgrímskirkju undir stjórn Harð- ar Askelssonar. Sjálfur fylli ég að vísu þann flokk, sem telur tónlist Bachs þola verulega breidd í flutningi, en engu að síður verð ég að viður- kenna, að sum verk hans og þá sér í lagi Jóhannesarpassían hitta ótrúlega vel í mark, þegar þau eru færð til upphaflegs vegar í flutn- ingi og fyrra tíma hljóðfæri notuð og fyrri tíma sönghefðir virtar. Það er ekki ólíkt því að við flytjum úr raflýstri uppljómun 20. aldar- innar inn í dularfullt hálfrökkur fyrri alda, þar sem einungis eitt ljós skín, en skín skært. Við samningu Jóhannesarpass- íunnar var Johann Sebastian Bach í mun að nota Biblíuþýðingu Mar- teins Luthers. í Köthen, þar sem hann starfaði áður en hann gerð- ist kantor við Tómasarkirkjuna í Leipzig árið 1723, var Kalvinstrú ríkjandi og Biblíuþýðing Marteins Luthers átti því ekki upp á háborð- ið. í Leipzig var þetta hins vegar ekki vandamál. Því er það vel við hæfi að hlutverk guðspjallamanns- ins i væntanlegri uppfærslu Jó- hannesarpassíunnar í Hallgríms- kirkju og Skálholti sé í höndum ungs þýsks tenórsöngvara, Karl- Heins Brandt. Hlutverk Krists verður í höndum norska bassa- söngvarans Njál Sparbo en önnur einsöngshlutverk eru í höndum íslenskra söngvara. Margrét Bóas- dóttir, sem má segja að sé sér- hæfð í túlkun á tónlist Bachs, syngur sópranaríurnar, Sverrir Guðjónsson altaríurnar, Gunnar Guðbjömsson tenóraríurnar, Bergþór Pálsson bassaaríurnar og Tómas Tómasson syngur hlutverk Pílatusar. I flestum aríunum koma fram hugleiðingar mannsins um það, sem er að gerast, eins og til dæmis í tenóraríunni „Ach, mein Sinn, wo willt du endlich hin?“ þar sem maðurinn veltir fyrir sér af- neitun Péturs postula á Jesú Kristi og afleiðingum ístöðuleysis hins mannlega eða í bassaaríunni „Mein teurer Heiland“ þar sem maðurinn spyr sig í undrun, hvort orðin „Es ist vollbracht" eða „það er fullkomnað" þýði í raun að maðurinn hafi verið leystur undan viðjum dauðans. Það er þó ef til vill í aríunni „Es ist vollbracht" sem innblástur Johanns Sebast- ians Bachs nær hvað hæst og að þessu sinni fellur það í hlut Sverr- is Guðjónssonar, kontratenórs, að túlka þessa aríu. Það er, að ég best veit, algjör nýung hérlendis að fela kontratenór þetta hlutverk, en sannleikurinn er að althlutverk- in í passíum Bachs liggja einstak- lega vel fyrir kontratenórrödd, mun betur en þau falla að eðli dökkrar kvenraddar, enda var það að öllum líkindum sú rödd, sem Bach hafði í huga við samningu verksins og fellur hljómurinn eðli- lega að notkun gamalla hljóðfæra við flutning þess. Þegar vel tekst er eins og tónlistin sé ekki alveg af þessum heimi og var það vafa- laust tilgangurinn. Ég vona, að sem flestir mega njóta. Höfundur er læknir. tíma sínum. Víst er, að mörg þau hljóðfæri, sem nú þykja sjálfsögð voru annað hvort ekki til eða til í öðru formi en nú tíðkast og hljómurinn því annar. Sumir halda því fram, með þó nokkrum rétti, að tónlist Bachs sé svo stórkostleg, að hún nái langt út fyrir takmörk nokkurs hljóðfæris, tímabundins smekks eða tímabundinna möguleika. í þeim skilningi beri hún í sér tíma- leysið. I leit sinni að hinum eina sanna tóni hafa aðrir horfið aftur til hefða þess tíma, sem Bach starf- aði á og hafa reynt að halda sér við þá hljóðfæraskipan og söng- hefðir, sem þá tíðkuðust, að svo miklu leyti, sem þær eru okkur kunnar. Jóhannesarpassían í HallgTÍ mski rkj n BIFREIDAR & LANDBÚNADARVÉLAR HE Ármú/a 13, 108 Reykjavík, símar 68 12 00 & 3 12 36 eftir Halldór Hansen „Ef tii vill eru tímar kraftaverk- anna ekki liðnir,“ varð mér hugs- að, þegar það fór að kvisast á tím- um síðari heimsstyijaldarinnar, að dr. Victor von Urbancic væri að undirbúa flutning Jóhannesarp- assíunnar eftir Johann Sebastian Bach á íslandi. Jafnvel í áræðn- ustu draumum háfði mér aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að heyra þetta eða önnur öndvegis- verk tónbókmenntanna hér á landi. Það sýndist jafnólíklegt og að hægt yrði að senda menn til tunglsins. En margur draumurinn frá í gær tilheyrir gráum hvers- dagsleikanum í dag og er tekið sem sjálfsögðum hlut. „Sic transit gloria mundi.“ I dag stöndum við frammi fyrir því, að hægt er að heyra Otelló eftir Verdi í Islensku Operunni, La Bohéme eftir Puccini í Borgar- leikhúsinu, Matteusarpassíuna eftir Bach í Langholtskirkju og Jóhannesarpassíuna eftir sama höfund í Skálholti og Hallgríms- kirkju - allt svo til á sama tíma. Hver hefði trúað þessu fyrir ekki alltof löngu? Ef til vill eru tímar kraftverkanna enn ekki liðn- ir. Ævintýrin halda alla vega áfram að gerast, jafnvel þó að við íslendingar, jafnt sem aðrir, miss- um oft sjónar á „undrinu", þegar vaninn blindar og sinnuleysið lokar sýninni. Og þó hefur „undrið“ í innsta boðskap kristinnar trúar ekkert breyst, hvort sem við komum auga á það eða ekki og það „undur“ var innblástur Johanns Sebastians Bachs í tónlistarsköpun sinni. Án þessa „undurs“ hefði hvorki Jó- hannesarpassían eða Matteusar- passían getað séð dagsins ljós. Oft nægir innblástur þessarar tónlist- ar til að lyfta okkur mannanna börnum upp úr viðjum vanans og doða hversdagsleikans - alla vega um stund - þannig að skynjunin Fra æfmgu fyrir fyrsta flutnmg Jóhanncsarpassiunnar her a landi með upprunalegum hljóðfærum. Þær eru þó um margt ólíkar. Matteusarpassían er stærri í snið- um og nær flugi á öðrum nótum en Jóhannesarpassían. Ef til vill er það í samræmi við guðspjöllin sem liggja þeim til grundvallar og afstöðu guðspjallamannanna sjálfra. Þær eiga það þó sameiginlegt að vera mjög í anda siðbótarstefnu. Marteins Luthers og þar með í samræmi við trúarsannfæringu Johanns Sebastians Bachs. Báðar eru mjög persónulegar í afstöðu sinni og frásögn, leggja rækt við umræður og íhuga efnisinnihald guðspjallanna. Þær eru að þessu leyti gjörólíkar til að mynda H- sig betur og í enn óhagstæðara ljósi en ella í návist hins full- komna, en þolir illa að horfast í augu við svo ófagra spegilmynd. Þó Jóhannesarpassían sé laus við allan leikhúsbrag, er hún þó að sumu Ieyti dramatískari en Matt- eusarpassían og minna um milda drætti í henni. Þeir verða þó þeim mun áhrifaríkari, þá sjaldan þeir halda innreið sína, fyrir það að vera boðberi eilífðargildanna gegn því tímabundna og forgengilega. Menn hafa lengi um það deilt hvernig tónverk Johanns Sebast- ians Bachs og annarra gamalla höfunda hafi verið flutt í sinni upprunalegu mynd á sköpunar- „Sjálfur fylli ég að vísu þann flokk, sem telur tónlist Bachs þola veru- lega breidd í flutningi, en engu að síður verð ég að viðurkenna, að sum verk hans og þá sér í lagi Jóhannesar- passían hitti ótrúlega vel í mark, þegar þau eru færð til upphaflegs vegar í flutningi og fyrra tíma hljóðfæri notuð og fyrri tíma sönghefðir virtar.“ opnast á ný fyrir ævintýri „undursins“ í öllum sínum fersk- leika. Hvert okkar þarf ekki á því að halda? Líkur benda til að Johann Se- bastían Bach hafi samið fleiri passíur sem hafa glatast. En við getum verið þakklát fyrir að bæði Jóhannesarpassían og Matteus- arpassían hafi varðveist og haldið velli. Já, meira en það, þær vinna stöðugt á. moll messunni sem er ópersónu- legri og fjarlægari hinu mennska í háleitum boðskap sínum. En af þeim tveimur passíum, sem varð- veist hafa, er Jóhannesarpassían sú mannlegri í þeim skilningi að hún fæst beint og milliliðalaust við átök mannkyns við hið guð- lega, sem það skynjar á einhvern hátt, en getur ekki skilið og ræðst að lokum gegn, ef til vill vegna þess að hið ófullkomna sér sjálft Halldór Hansen HALLVEIGARSTAÐIR Til leigu skrifstofuhúsnæði á Hallveigarstöðum, Túngötu 14(nú Borgardómaraembættið). Laust frá 1. ágúst nk. Upplýsingar í síma 624393 frá kl. 9-12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.