Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 108. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna; Leggst gegn fríð- argæslu í Bosníu Segir starfsemi SÞ í Króatíu í hættu Sameinuðu þjóðunum, Sar^jevo. Reuter. Þingmönnum hitnar í hamsi ítalska þingið kom saman í gær til að kjósa nýjan forseta í stað Francescos Cossiga, sem sagði af sér embættinu. Þingfundurinn hófst með háværum deilum um fyrirkomulag kjörsins, sem þykir mjög flók- ið. Þingmönnunum hitnaði svo í hamsi að til handalögmála kom, eins og sjá má á myndinni. Urslita í kjörinu er ekki að vænta fyrr en aðfaranótt laugardags. Sjá „Forsetakjörið hófst..." á bls. 27. Þing Ukraínu býður Rússum birginn: Sj álfstæðisyfirlýsing Krímarþings ómerkt Kravtsjúk segir hana skapa hættu á stríði við Rússland BOUTROS Boutros-Ghali, f rainkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafnaði í gær hug- Þriðji heimurinn: Fimmtung- ur íbúanna vannærður Genf. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 900 milljón- ir manna eru vannærðar í heiminum, þar af 500 milljónir alvarlega, að því er fram kemur í skýrslu sem gefin var út í gær. í skýrslunni segir að hartnær 13 milljónir barna undir fimm ára aldri deyi á ári hveiju, beint eða óbeint af völdum vannæringar eða sýkingar. „Loforð hafa verið gefín um að ekkert barn skuli svelta. Ekki hefur verið staðið við þessi loforð," segir í skýrslunni. Þar kemur jafnframt fram að nógu mikið sé framleitt af matvæl- um í heiminum þrátt fyrir mikla mannfjölgun. „Fátæku ríkin, sem eru ekki sjálfum sér nóg um mat- væli, hafa hins vegar ekki nægan erlendan gjaldeyri til að kaupa mat á heimsmarkaði.“ Skýrslan var gerð á vegum Al- þjóða heilbrigðismálastofnunár- innar (WHO) og Matvæla- og land- búnaðarstofnunarinnar (FAO). myndum um að senda friðar- gæslusveitir til Bosníu- Herzegovínu og sagði að friðar- gæsla samtakanna í Króatiu væri í hættu. „Ástandið í Bosníu-Herzego- vínu er hörmulegt og hættulegt," sagði í skýrslu sem Boutros-Ghali lagði fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann bætti við að jafn- vel neyðaraðstoð við íbúa Bosníu hefði stöðvast vegna „óagaðra og ölvaðra hermanna“ í landinu. Friðargæsiusveitir Sameinuðu þjóðanna, sem annast eftirlit í Króatíu, eru með höfuðstöðvar í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, og Boutros-Ghali lagði til að allir liðs- menn þeirra yrðu fluttir þaðan. Hann kvaðst þegar hafa gefið yfir- manni sveitanna fyrirmæli um að fækka þeim verulega. Framkvæmdastjórinn komst ennfremur að þeirri niðurstöðu að starfsemi friðargæslusveitanna í Króatíu væri í hættu þar sem ótt- ast væri að bardagar myndu breið- ast út á eftirlitssvæði þeirra. Serbar lýstu í fyrradag yfír ein- hliða vopnahléi í Bosníu til að gefa Evrópubandalaginu færi á að koma á viðræðum að nýju milli leiðtoga Serba, Króata og múslíma í landinu. Vopnahléið tók gildi í gær og allt var með kyrrum kjör- um í Sarajevo, nema hvað leyni- skyttur hleyptu nokkrum sinnum af byssum í morgunsárið. Átök blossuðu hins vegar upp á nokkr- um stöðum í norðurhluta landsins, að sögn fréttastofunnar Tanjug. Kíev. Reuter. ÞING Ukraínu ómerkti í gær sjálfstæðisyfirlýsingu þingsins á Krím frá því í síðustu viku. Lík- legt er talið að þessi ákvörðun verki sem olía á eldinn í deilum Rússa og Ukraínumanna. Leoníd Kravtsjúk, forseti Ukraínu, sagði að sjálfstæðisyfirlýsingin hefði skaþað hættu á stríði við Rúss- land. Úkraínska þingið samþykkti með 340 atkvæðum gegn sex að ógilda yfirlýsingu Krímarþings um sjálf- stæði landsins og viðskilnað við Úkraínu sem taka átti gildi að lok- inni þjóðaratkvæðagreiðslu. Úkraínsku þingmennirnir gáfu Krímarþingi viku til að afturkalla yfirlýsinguna. Þeir veittu einnig Kravtsjúk forseta umboð til að gera ráðstafanir til að tryggja að úkra- ínska stjórnarskráin yrði höfð í heiðri á Krím. Hann getur til að mynda sent þangað nefnd tilsjónar- manna til höfuðs þarlendum yfír- völdum. Kravtsjúk sagði er hann ávarpaði þingið að sjálfstæðisyfirlýsingin hefði skapað hættu á blóðsúthell- ingum á Krím. „Við erum að ræða um svæði, sem gæti orðið að víg- velli tveggja mikilla hervelda — Úkraínu og Rússlands," sagði hann. Nokkrir atkvæðamiklir embætt- ismenn í Rússlandi hafa sagt að rússnesk stjórnvöld hafí rétt til að endurheimta Krímskaga, sem var „gefínn“ Úkraínu árið 1954 til að minnast sambandsins við Rússland í þijár aldir. Margir Rússar telja að „gjöfin“ hafi verið óheimil sam- kvæmt stjórnarskránni. Á Krím búa 2,5 milljónir manna, þar af 60% Rússar. Svartahafsflotinn, sem Úkraínumenn og Rússar hafa hvor- irtveggju gert tilkall til, er með höfuðstöðvar á Krímskaga. Reuter I vígi kapítalismans Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, heimsótti í gær verðbréfamarkaðinn i New York, eitt af höfuðvígjum kapítalismans í heiminum. Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var í för með honum og hundruð fjármálamanna klöppuðu þeim lof í lófa er þeir birtust. A myndinni virða þeir dýrðina fyrir sér ásamt William Donaldson, stjórnarformanni markaðarins. Etna: Eldmessa stöðvar hraunstrauminn Rótn. The Daily Telegrapli. ÍBÚAR í þorpinu Zafferana, sem er við rætur eldfjallsins Etnu á Sikiley, sáu eldflóðið steypast í átt til sín en þegar fyrstu taumarnir náðu fótstalli styttunnar af heilögum Alfio, verndar- dýrlingi þorpsins, stöðvaðist það skyndilega. „Kraftaverk" segja íbúarnir og ekki það fyrsta því eftir mikla eldmessu á föstudag- inn langa dagaði aðra hraunelfi uppi rétt við þorpsmörkin. Þorpsbúarnir efast ekki um, að það hafi verið fyrir guðlega forsjón, að þeir sluppu við send- inguna frá „henni“ eða „kölska“ eins, og þeir kalla Etnu en það var gamall maður í þorpinu, sem tefldi heilögum Alfio gegn hraun- breiðunni. Á föstudaginn langa var einnig beðið til dýrlingsins með sama árangri. Italskir jarðfræðingar og vís- indamenn heyja sína baráttu gegn eldinum úr Etnu með öðrum og veraldlegri vopnum, jarðýtum, sprengiefni og vatni. Svo vill til, að hraunstraumurinn rennur eftir lokuðum göngum efst en kemur síðan fram neðar í hlíðunum og oft þar sem engan varir. Þessum göngum er reynt að loka, fyrst með því að kæla þau með vatni, sem steypt er úr flugvélum, og svo með öflugum sprengjum. Er vonast til, að sprengingarnar bijóti úr gangaveggjunum og loki um leið fyrir rennslið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.