Morgunblaðið - 14.05.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.05.1992, Qupperneq 20
I 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 Merkjasalan 15. og 16. maí: Vinnum saman — Verndum hjartað eftir Ingibjörgii Ólafsdóttur Landssamtök hjartasjúklinga eru enn á ferð og er það í þriðja sinn sem farið er með rauða hjartapijón- inn út til að leita stuðnings lands- manna. Og ávallt er það sami til- gangurinn, nefnilega sá að sfana i fé til styrktar hjartaskurðlækning- um á Landspítalanum og endur- þjálfun hjartasjúklinga, með öðrum orðum, koma þessum sjúklingum til heilsu og starfa út í lífið aftur. Flestir í þessum umrædda hópi eru konur og karlar á besta aldri og eru því dýrmæt sínum nánustu og þjóðinni allri, fólk með fulla starfsorku, þegar sjúkdómurinn knýr dyra. Það er sorgleg staðreynd að í okkar síversnandi og nánast sveltandi heilbrigðiskerfi skuli það vera almenningurí landinu sem leita þarf til; fara beint ofan í vasa þeirra sem hafa meira en nóg með að sjá sér og sínum farborða. Aðdragandi, aðgerð og endur- þjálfun, þetta þrennt er hvert kapít- uli út af fyrir sig. Á undanförnum árum hef ég kynnst mörgu af þessu hugrakka fólki og séð blik augria þeirra kvikna á ný og kraftinn og lífsorkuna bijótast fram aftur. Allir þeir peningar sem komið hafa inn, fýrst og fremst fyrir sölu á rauða hjartapijóninum og einnig sölu á happdrættismiðum á sl. hausti, hafa farið til að kaupa á tækjum á endurþjálfunarstöðina á Ingibjörg Ólafsdóttir „Verkefnin eru næg framundan. Það þarf að styrkja aðstöðu deildanna úti á landi. Þá á ég við deildir hjartasjúklinga sem stofnaðar hafa verið í kaupstöðum víða.“ Reykjalundi og HL:stöðina í Reykjavík og víðar. Ágóðinn af happdrættissölunni á sl. hausti fór til kaupa á ómsjártæki fyrir hjarta- deild Landspítalans. Það tók vissan tíma að panta tækið, fá það af- greitt og tækið komst í notkun um áramótin og var mikill ávinningur. En verkefnin eru næg framundan. Það þarf að styrkja aðstöðu deild- anna úti á landi. Þá á ég við deild- ir hjartasjúklinga sem stofnaðar hafa verið í kaupstöðum víða. Áframhaldandi þjálfyn og hreyfíng er hjartasjúklingum lífsnauðsynleg og skiptir öllu. Landssamtök hjartasjúklinga fóru vel af stað, en mikið starf er framundan um ókomin ár. Höfundur er lýúkrunarfræðingur á Reykjalundi. auto motor Hið virta þýska bílatímarit AUTO MOTOR UND SPORT hefur verið með MAZDA 323 í langtímaprófun síðastliðin 2 ár. Nú nýlega hafði honum verið ekið 100.000 kílómetra og reyndist hann hafa lægstan rekstrar- og viðhaldskostnað allra þeirra bíla, sem tímaritið hefur tekið í slíka prófun. Ennfremur var haft samband við fjölda eigenda og luku þeir einróma lofi á bílinn, einn sagði m.a.: „Ánægðari getur maður ekki verið!“ Við bjóðum MAZDA 323 í 4 misstórum útgáfum, sem hafa gjörólíkt yfirbragð, útlit og eiginleika. Þær eru allar með vökvastýri og ríkulegum staðalbúnaði. Hægt er að velja um 4 mismunandi vélar, sem eru með bensíninnspýtingu og mengunarvörn, sjálfskiptingu eða handskiptingu og flestar gerðir fást nú með ALDRIFI. MAZDA 323 kostar frá 885 þúsund krónum. (3 dyra hlaðbakur LXi, staðgreiðsiuverð með ryðvöm og skráningu.) MAZDA endist lengur! útiUft GLÆSIBÆ, SÍMI 812922 Glæsilegur golffatnaður fyrir dömur og herra R/ESIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50 Þú svalar lestraiþörf dagsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.