Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 28

Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 28
28 MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. LÍN Mikil breyting hefur orðið á starfsemi Lánasjóðs ís- lenzkra námsmanna á nokkrum umdanförnum árum. Sú var tíðin, að námsmenn gátu aldrei gengið út frá nokkrum hlut vísum hjá lána- sjóðnum og mikil gagnrýni var á vinnubrögð sjóðsins við afgreiðslu námslána. Þetta hefur gjörbreytzt. í raun og veru má segja, að starfs- hættir sjóðsins og starfsmanna hans séu til fyrirmyndar. Hafi við- skiptamenn sjóðsins þau gögn á hreinu, sem þeim ber að skila geta þeir gengið út frá því sem vísu að lánin eru afgreidd þegar í stað og á þeim tíma sem sagt hefur verið. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Að undanfömu hafa staðið yfir á Alþingi miklar umræður um lána- sjóðinn og námslánakerfið vegna fmmvarps, sem ríkisstjómin hefur lagt fram um breytingar á náms- lánakerfinu. Þetta framvarp gerir ráð fyrir þeirri grandvallarbreyt- ingu að námslánin séu greidd út eftir að námsmaður hefur skilað inn tll sjóðsins gögnum um að hann hafi náð tilskyldum árangri í námi. Talsmenn lánasjóðsins hafa sagt, að námsmenn eigi að brúa bilið með bankalánum og hafa þeir tek- ið upp viðræður við einhveija bank- anna a.m.k. um slíkar bráðabirgða- lánveitingar. í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að í viðræð- um bankanna og lánasjóðsins hefðu komið fram hugmyndir um, að bankarnir mundu afla sér upplýs- inga um námsárangur námsmanna, sem til þeirra leita og byggja lán- veitingar að einhveiju leyti á þeim upplýsingum. I fyrradag birtist hér í blaðinu grein eftir Steingrím Ara Arason, aðstoðarmann ijármálaráðherra, sem á sæti í stjórn lánasjóðsins, þar sem hann færir fram efnisleg rök fyrir þessari fyrirhuguðu breyt- ingu. Kjarninn í röksemdafærslu Steingríms Ara er sá, að u.þ.b 5.000 námsmenn og makar þeirra af um 8.000 viðskiptamönnum lán- asjóðsins hafí gefið upp að hausti rangar upplýsingar um tekjur, sem hafi valdið því, að sjóðurinn hafi þurft að leggja út 300-400 milljón- ir króna umfram það sem hann ella hefði þurft að gera. Að vísu koma þeir peningar til baka, ef svo má að orði komast, vegna þess að skattskýrslum er skilað inn til lána- sjóðsins í byijun febrúar ár hvert, bomar saman við tekjuupplýsingar frá haustinu áður og lánveitingar að vori skertar sem hugsanlegum mismun nemur. Um þetta segir Steingrímur Ari Arason: „Veruleg- ur hluti þessara ofgreiddu lána greiðist sjóðnum án vaxta þegar frá líður. Það er þó ekki kjarni málsins. Hann er sá, að með röng- um upplýsingum fékk rúmlega helmingur námsmanna á þessu skólaári í hendur mikla vaxtalausa fjármuni, sem þeir áttu ekki rétt á.“ Þetta era þungar ásakanir. Það má lesa margt út úr tölum. Þótt ekki skuli úr því dregið, að einhver hópur námsmanna hafi reynt að misnota námslánakerfíð, sem að vísu hlýtur að vera mjög erfitt vegna þess hversu afdráttarlausar starfsreglur þess eru, má spytja hvort það sé hugsanlegt, að svo stór hluti námsmanna hafí gert það. Tekjuupplýsingum er skilað síðla sumars eða snemma á haust- in. Hvað gerist ef námsmaður vinn- ur með námi fram að áramótum og getur hvorki séð fyrir að hann fái síika vinnu eða áætlað tekjur sínar af slíkri vinnu með nokkurri nákvæmni, þegar tekjuupplýsing- um er skilað inn til lánasjóðsins? Hvað gerist ef námsmaður, sem er við nám erlendis, kemur heim í jólafrí og fær tilfallandi vinnu og þar með tekjur sem hann hafði enga hugmynd um að mundu falla til nokkram mánuðum áður? Varla halda talsmenn lánasjóðsins því fram, að í því felist misnotkun eða röng upplýsingagjöf, ef slíkar tekj- ur koma ekki fram fyrr en á skatta- framtali? Það er margt óljóst um fram- kvæmd þessa tvöfalda kerfis, sem ríkisstjórnin og stjómarflokkamir virðast vilja taka upp við veitingu námslána. Hvaða kröfur gera bankamir um ábyrgðir? Hvernig meta bankarnir, hvort þeir treysta sér til að veita námsmanni bráða- birgðalán? Hvað gerist ef náms- maður sem fær bráðabirgðalán í banka veikist á miðju tímabili, get- ur ekki lokið prófi og fær þar með ekki lán hjá lánasjóðnum eftir ára- mót og verður síðan að leita til banka um enn frekari lán fram á vorið? Ef niðurstaðan verður sú, að bankarnir byggja lánveitingar að einhveiju leyti á námsárangri verða þeir að setja upp sérstakt kerfí til þess að meta prófgögn, sem era mismunandi frá hinum ýmsu löndum og skólum. Sjá menn fyrir endann á því sem hér er verið að gera? Það er enginn vafi á því, að það er nauðsynlegt að breyta námslán- akerfinu með ýmsum hætti. Þar hefur ekki aðeins verið um að ræða einhveija misnotkun heldur og ekki síður, að fólk hefur notfært sér út í yztu æsar það sem kerfíð hefur haft upp á að bjóða. Á hinn bóginn ber að framkvæma allar breytingar á þessu kerfi af mikilli varkárni. Það er t.d. augljós hætta á því, að þeir sem minna mega sín eigi erfíð- ara uppdráttar af margvíslegum ástæðum, þurfí þeir að leita til banka til að fjármagna skólagöngu sína. Þótt um bráðabirgðalán sé að ræða þýðir það kerfi sem nú er rætt um að námsmenn era með bráðabirgalán í banka frá hausti og fram á vor. Það kostar péninga. Lánasjóðurinn segist ætla að lána fyrir þeim kostnaði. Hvaða vit er í því? Bæði frá sjónarmiði lána- sjóðsins og viðskiptamanna hans, sem borga lánin til baka með verð- tryggingu og nú einnig með ein- hveijum vöxtum. Alþingi Iýkur væntanlega af- greiðslu þessa frumvarps nú í vik- unni. Alþingismenn ættu að skoða hug sinn vandlega áður en þeir taka ákvörðun um að standa að þessari breytingu á námslánakerf- inu. Er breytingin nógu vel undir- búin til þess að óhætt sé að taka þetta skref? Kostnaður við heil- brigðisþj ónustu Rangar forsendur en rétt reiknað eftir Ólaf Ólafsson Hagfræðistofnun Háskóla íslands heldur áfram veginn og endurtekur fyrri fullyrðingar út frá gögnum OECD (Mbl. 28. apríl og 6. maí 1992). A fundi með fulltrúa OECD á Hótel Sögu fyrir nokkra kom ræki- lega í ljós að grunntölur OECD eru ekki traustar. Verulegur hluti „heil- brigðiskostnaðar“ margra OECD þjóða fellur undir félagskostnað — færast því á reikning félagsmála- ráðuneyta — og lækka þar með út- gjöld þeirra vegna heilbrigðisþjón- ustu. Jean Pierre Pouillier sem er höf- undur framangreindra gagna full- yrti á fyrrnefndum fundi á Hótel Sögu að gögn OECD um kostnað á heilbrigðisþjónustu milli ríkja „séu almennt ekki sambærileg". í inn- gangsorðum Pouillier í aðalriti OECD Health Care System in Trans- ition, París 1990a) tekur hann þetta sérstaklega fram: „Data are gener- ally not comparable" Rök fyrir því era meðal annars: 1) „Skortur á viðurkenndum alþjóð- legum skilgreiningum á sjúkra- húsum (rúmum) hjúkrunarheim- ilum og heimahjúkran". 2) „Að löndin búi við mismunandi læknisfræði-, félags- og efna- hagslegt skipulag". Athugun á grunngögnum OECD Til nánari skýringar á skekkju Hagfræðistofnunarinnar skal gerð grein fyrir hvernig útgjöld á íslandi og í nágrannalöndunum skiptast á milli heilbrigðis- og félagsgeira. Tafla I. Heildarkostnaður til heil- brigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu(2) % af vergri þjóðarframl- 1990 ísland 8,5 Danmörk 6,2 Finnland 7,4 Noregur 7,2 Svíþjóð 8,7 Bretland 6,6 Vestur-Þýskaland 8,1 (Sjukvárdskostnader i de nordiska lándema, óbirt) Bretland og Vestur-Þýskaland eru tekin með vegna þess að þau eru svokölluð viðmiðunarlönd, sem Hag- fræðistofnunin tekur með. Gildrur sem Hagfræðistofnunin varaðist ekki við gerð skýrslu sinnar era meðal annars þessar:<3,4) 1. Danir og Vestur-Þjóðveijar greiða kostnað vegna elli- og hjúkrunarheimila af félagslegum kostnaði. Samkvæmt útreikning- um Svía lækkar kostnaður þeirra um 1,4% af vergri þjóðarfram- leiðslu ef elli- og hjúkrunarheim- ilum er sleppt í útreikningunum. Á íslandi er þessi kostnaður greiddur af heilbrigðiskostnaði. 2. Danir og Svíar greiða fyrir vistun fyrir þroskahefta af félagsgeir- anum. Samtals má því hækka útgjöld Dana um 2,0% og verður heildarkostnaður þeirra svipaður og t.d. íslendinga. 3. Kostnaður vegna áfengismeð- ferðarstofnana, sem er að vísu nokkuð sérstæður fyrir ísland, er færður undir heilbrigðisþjón- ustu á íslandi en yfírleitt undir félagsmál í öðram löndum. 4. Á hinum Norðurlöndunum er greiðslufyrirkomulag ólíkt því sem gerist hér á landi. í Dan- mörku greiðir ríkið um 40% af heildarkostnaði til heilbrigðis- þjónustu, í Finnlandi 50%, í Nor- egi 70% og í Svíþjóð 15%. Sveit- arfélög greiða mest.. Verulegur rekstrarkostnaður sveitarfélaga s.s. vegna tannlækninga, heima- hjúkranar og sjúkraþjálfunar falla undir félags- og heilbrigðis- mál, sem erfitt er að greina í sundur. Á íslandi greiðir ríkið þetta mest allt nema heima- hjálp.<5) Það eru því engin skörp eða stöðluð skil á milli félagslegr- ar þjónustu annars vegar ogheil- brigðisþjónustu hins vegar. 5. Launatengd gjöld eru mjög há í Svíþjóð eða um 48%, í Bretlandi 12%. í heilbrigðisþjónustunni er launakostnaður milli 60-70% af heildarkostnaði. Upphæð þessar- ar greiðslu setur því verulegt strik í reikninginn. 6. Sem dæmi um áhrif mismunandi greiðslumáta má nefna að í jan- úar 1992 fluttust útgjöld fyrir minni sjúkrahúsin í sveitum Ólafur Ólafsson „Enginn má skilja þessi orð á þann veg að Land- læknisembættið sjái ekki ýmsa annmarka við kostnað og rekstur heilbrigðisþj ónustunn- ar enda gert margar tillögur til úrbóta í því efni. Sumar hafa náð fram að ganga en aðrar ekki.“ (umönnunarstofnanir) og heima- hjúkrun í Svíþjóð til sveitarfélaga sem hafði þau áhrif að greiðslan féll að verulegu leyti undir félags- lega þjónustu. Við þessa breyt- ingu telja Svíar að útgjöld til heilbrigðisþjónustu lækki úr 8,5 í 7,0% af vergri þjóðarfram- leiðslu.10 eða svipað og í Dan- mörku. Útgjöld til félagsmála Sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu er ísland lægst í Evrópu.(,|) Tafla II. Ýmsar greiðslur sem aðrir færa á félagskostnað færum við á heil- brigðiskostnað. Á norrænum land- læknafundi er haldinn var í apríl sl. Afnám einkasöluréttar ríkisins á tóbaksvörum; Oljóst hver áhrífin yrðu á verðlagningu tóbaks FRIÐRIK Theódórsson, framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co, sem er einn helsti umboðsaðili fyrir tóbaksvörur, segir að ef einkasölurétt- ur ríkisins á tóbaki verði afnuminn verði innflytjendur að leggja í verulegan kostnað við að byggja upp dreifingarkerfi og annast birgða- hald, en á þessu stigi sé óijóst hvaða áhrif þetta hefði á verðlagning- una. Hann segir að gefa verði einkaaðilum ákveðinn aðlögunartíma til að taka yfir tóbakssöluna, og hann fái ekki séð að nokkur geti verið tilbúinn til þess 1. janúar 1993. „ÁTVR nýtur í dag bestu kjara í flutningum til landsins í skjóli þess magns sem þeir eru að flytja, og þeir njóta einnig þeirra skilyrða inn- anlands. Dreifingarkostnaður á tób- aki hjá þeim er því mjög lítill, og í fljótu bragði get ég ekki séð annað en að hann myndi aukast. Hvort tóbaksverð kæmi til með að hækka af þeim sökum fer svo allt eftir því hvernig verðlagningunni verður háttað, en við vitum ekki enn hvaða skilyrði koma til með að fylgja þess- um breytingum hvað það varðar. Það eru því ýmsir þættir sem verður að skoða vel áður en þetta gerist, ef það þá gerist eitthvað. Þetta frum- varp kom fram 1985 og því var frest- að aftur fyrir tveimur árum síðan, en það hefur reyndar ekki farið í gegnum þingið,“ sagði Friðrik. Börkur Arnason, framkvæmda- stjóri heildsöludeildar hjá Globus hf., sem er annar stærsti umboðsaðilinn fyrir tóbaksvörur, sagði að lítill tími hefði gefist til að fara í saumana á þessu máli. Á þessu stigi væri t.d. ómögulegt að segja til um hvort tób- ak kæmi til að hækka, m.a. vegna hugsanlega hærri dreifingarkostnað- ar. Þá væri ekki vitað hvort innflytj- endur fengju gjaldfrest á því sér: staka tóbaksgjaldi sem fyrirhugað er að leggja á samkvæmt fumvarp- inu, eða hvort staðgreiða þyrfti gjaldið um leið og varan yrði leyst úr tolli. Eftir þessu færi til dæmis hvort mögulegt væri að veita kaup- mönnum gjaldfrest eða ekki, en í dag verða þeir að staðgreiða það tóbak sem þeir kaupa. Hann sagði að ef gjaldfrestur fengist á tóbaksgjaldinu væri líklegt að einhvei; samkeppni yrði á þessum markaði, en ef slíkur frestur fengist ekki væri ljóst að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.