Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 29

Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 -----------,------------------------- 29 Útgjöld til heilbrigðis- og félagsþjónustu á Norðurlöndum sem hlut- fall af vergri þjóðarframleiðslu 1975-1987. var að venju ræddur kostnaður við heilbrigðisþjónustu. Meðal annars kom í Ijós að heilbrigðisráðuneyti á Norðuriöndum taka ekki lengur mið af tölum OECD vegna ónákvæmni þeirra. Athugun þeirra hefur leitt í ljósað stofnunin leggur enga eða litla vinnu í að samræma gögn frá mismunandi löndum. Hagfræðistofnunin gerir mikið úr aldursleiðréttingu útgjalda til heil- brigðismála og telja sig vera upp- hafsmenn slikra reiknisaðferða. Sænska „landstingsförbundet" og norsku lénin hafa beitt þessari að- ferð en telja hana ónákvæma og byggða á óöruggum grunni.(7) (Rigs- dagens revisorer Förs. 1990/91: 71, Stokkhólmur). Til stuðnings finna þeir svipaða útreikninga úr erlendri heimild. Því miður ber allt að sama brunni því Hagfræðistofnunin og hinn erlendi reikningsfélagi styðjast við tölur frá OECD en ekki er gerð tilraun til þess að kanna hver.raun- verulegur kostnaður við öldrunar- þjónustu er á íslandi. Trúlega er þó rétt með farið að kostnaðaraukning hefur orðið veruleg á íslandi á sl. árum, enda mikil uppbygging hér. Um skráningu gagna Mikill munur er á skráningu sjúkrarúma milli einstakra landa enda enginn alþjóðlegur staðall til. Sum lönd gefa aðeins upplýsingar um hluta af rúmum, allt niður i 1/10 hluta. Önnur gefa aðeins upp- lýsingar um „bráðarúm" eða ein- göngu um stofnanir í opinberum rekstri þó að 30—40% af sjúkrahús- um séu í einkaeign. Unnið er að úrbótum á tölfræðinni en gengur seint.(2,8) Um skráningar Landlæknisembættisins Hagfræðistofnunin gerir lítið úr „sérviskulegum heimatilbúnum skil- greiningum Landlæknisembætt- isins“ við skráningu sjúkrarúma. Hagfræðistofnuninni skal góðfús- lega bent á að Landlæknisembættið skráir sjúkrahús samkvæmt íslensk- um lögum og hefur ekki sent tölur til OECD. Það hafa aðrir aðilargert. Framvegis verður gerð breyting á þessu fyrirkomulagi ef það má vera til þess að koma í veg fyrir óvæntar uppákomur sem taka tíma og skapa leiðindi. Landlæknisembættið mun OECD Leiðr. tölur „Bráðarúm" á 1000 íb. 9,0 4,8 Lcgudagaráíbúa 3,0 2,4 Meðallegudagar 13,6 8,5 senda tölur í samráði við Hagstofu íslands til OECD. Sem dæmi skal nefnt að leiðréttar OECD tölur fyrir 1989 eru þessar fyrir ísland: Til upplýsinga skal þess getið að hagfræði- og landafræðistofnun Cambridge-háskóla, sem unnið hef- ur lengi að alþjóðlegum saman- burði, tók íslenskar heilbrigðis- skýrslur til úrvinnslu fram yfir 25 aðrar heilbrigðisskýrslur í Evrópu vegna gæða skýrslunnar enda er nokkur reynsla fengin af yfir 150 ára skráningu.(9) Ég þekki ekki til þess að skýrslur Hagfræðistofnunar um heilbrigðis- mál hafi fengið slíka viðurkenningu enda virðast þær enn á burðannáls- stigi! Lagt er til að hin unga Hagfræði- stofnun kynni sé betur forsendur skráningu heilbrigðisskýrslna til þess að ágætir reiknishæfileikar starfsmanna hennar nýtist betur. Enginn má skilja þessi orð á þann veg að Landlæknisembættið sjái ekki ýmsa annmarka við kostnað og rekstur heilbrigðisþjónustunnar enda gert margar tillögur til úrbóta í því efni. Sumar hafa náð fram að ganga en aðrar ekki, því að byr vill ráða í þessum efnum sem öðrum. Þetta er ófijó umræða og læt ég hér með lokið þátttöku minni. Heimildir: 1. Health Care System in Transition, OECD, Paris 1990. 2. Gerdtham Ulf-G og Bengt Jönsson. Sjukvárdskostnader i de Nordiska lfindema. 3. Sjukvárd i mtdra lánder SNS Forlag 1991. 4. Social tryghed i de Nordiska lande. Nordisk Stat. skriftserie, Köbenhavn 1989. 5. Health situation in the Nordic countries. Annus Medicus, Helsinki 1982. 6. Socialstyrelsen, Stokkhólmur 1992. 7. Rigsdagens Revisorer. Förs 1990/91: 17, Stokkhólmur. 8. Measuring Health Care OECD Paris 1985. 9. A.D. Cliff et al 1981. Spatial Diffusion Cambridge University Press. Höfundur er landlæknir. mjög fjársterka aðila þyrfti í þessi viðskipti. „Við höfum sjálfír dreift tóbaki sem við höfum keypt af ÁTVR, og þá til þess að halda dreifingunni í lagi. Ef einkasala ÁTVR verður af- numin erum við farnir að tala um birgðahald, fjármögnun og meira í kringum þetta á allan hátt en hingað til. Við höfum ekki lagt neinar línur hvað þetta varðar í smáatriðum, en ég reikna þó með að við komum sjálf- ir til með að annast þetta,“ sagði Börkur. Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisns, sagði að á síðasta ári hefði tóbaks- sala ÁTVR numið um 1/3 af heildar- sölu tóbaks og áfengis, eða um 4,1 milljarði króna. Hann sagði að hugs- anlega yrði starfsmönnum ÁTVR fækkað um 10 ef einkasöluréttur ríkisins á tóþaki yrði afnumin, en starfsmenn ÁTVR eru nú rúmlega 150 talsins að meðtöldum afgreiðslu- mönnum vínbúðanna. Þá sagði hann fyrirsjáanlegt að lagerhúsnæði myndi losna af þessum sökum, sem nýta mætti til annarra hluta. Bjarni Finnsson formaður Kaup- mannasamtaka Islands sagði að samtökin fögnuðu öllu frelsi í þessum efnum, þó breytingin gagnvart kaup- mönnum yrði í sjálfu sér kannski ekki mjög mikil. „Það verður örugg- lega meiri samkeppni um betri þjón- ustu þeirar aðila sem eru að selja þessa vöru. Ég sé ekkert annað en jákvætt við þetta, og við fögnum þessu sem skrefí í þá átt að einkaað- ilar og samkeppni fái að njóta sín hvarvetna þar sem er verslun og við- skipti.“ María E. Ingvadóttir varaformað- ur Neytendasamtakanna sagði að í þessu máli sem öðnim hefðu Neyt- endasamtökin alltaf verið fylgjandi fíjálsri samkeppni og því fögnuðu samtökin því að þetta mál væri kom- ið í þennan farveg. „Mér finnst miklu eðlilegra að þarna sé einhver sam- keppni eins og annars staðar, en þó ríkið hætti að flytja inn tóbak þá má ekkert slá af kröfum varðandi t.d. merkingar á tóbaki og fræðslu, og ef eitthvað er þá verður að herða á í þeim efnum,“ sagði hún. < Mál norskra Grænfriðunga gegn Magnúsi Guðmundssyni: Sakfellt í fjór- um atriðum en sýknað í þremur BORGARDÓMUR Óslóborgar hefur tekið til greina fjórar af sjö dómkröf- um Grænfriðunga í Noregi í meiðyrðamáli þeirra gegn Magnúsi Guð- mundssyni kvikmyndagerðarmanni. Magnús var sýknaður af þremur kröfum. Þá var Magnús dæmdur til að greiða Grænfriðungum jafnvirði 300 þúsund króna í miskabætur en var sýknaður af skaðabótakröfu. Málsaðilar voru auk þess dæmdir til að bera eigin málskostnað vegna þess að litið var svo á að báðir aðilar hefðu að hluta unnið og að hluta tapað málinu. Grænfriðungar höfðuðu málið vegna sýningar á heimildarmynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, í norska sjónvarpinu árið 1989. Dómurinn komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að ummæli í mynd- inni um að ýmsir héldu því jafnvel fram að náttúruverndarsamtök not- uðu hryðjuverk sér til framdráttar, um leið og sýnd er mynd af skipi Sea Shepherd-samtakanna og Síríusi, skipi Grænfriðunga, gætu orðið til þess að áhorfendur tengdu Grænfrið- unga við hryðjuverk. Þessi ummæli voru dæmd dauð og ómerk. Þá taldi dómurinn að Magnús Guð- mundsson hefði ekki fært nægar sönn- ur á, að atriði í kvikmynd.Grænfrið- unga um selveiðar væru fölsuð og voru tvenn ummæli í myndinni sem lúta að því dæmd ómerk. Hins vegar taldi dómurinn að Magnús hefði sýnt fram á að Grænfriðungar hefðu, gegn betri vitund, haldið á lofti og nýtt sér þá þjóðsögu að selir væru fláðir lif- andi. Því var ekki fallist á kröfu Græn- friðunga um að ómerkja ummæli í myndinni þar að lútandi og á þeirri forsendu var Magnús einnig sýknaður vegna ummæla um að meðvituð not- kun Grænfriðunga á fölsunum í áróðri sínum bryti alvarlega gegn yfírlýstum markmiðum og stefnu samtakanna. Hins vegar þótti dómnum þetta ekki réttlæta ummæli Danans Leif Blædal að Grænfriðungar stunduðu „svindel og bedrag“ sér til framdráttar og voru þau ummæli því dæmd ómerk. Norskir Grænfriðungar kröfðust skaðabóta að jafnvirði 2,5 milljóna íslenskra króna af Magnúsi á þeirri forsendu að sýning á mynd hans hefði valdið þeim fjárhagslegu tjóni en rétt- urinn taldi erfitt að metá slíkt tjón og féllst því ekki á skaðabótakröfuna. Einnig var gerð krafa um allt að 1 milljónar króna í miskabætur, og taldi rétturinn að það væri gróf ásökun að gefa í skyn að Grænfriðungar stund- uðu hryðjuverk, sérstaklega í ljósi þess að samtökin stunduðu friðsam- legar aðgerðir. Því féllst rétturinn á kröfuna um miskabætur og taldi þær hæfilegar 30 þúsund norskar krónur eða um 300 þúsund íslenskrar krónur. Árni Finnsson talsmaður Grænfrið- unga á Norðurlöndum sagðist vera ánægður með þennan dóm. Mestu máli skipti að með honum væru dæmdar dauðar og ómerkar fullyrð- ingar um að Grænfriðungar hefðu falsað myndir sér til framdráttar. Nú væri óskandi að umhverfismál fengju þá málefnalegu og hlutlausu umfjöll- um sem þeim bæri. Ámi sagði að Grænfriðungar myndu ekki áfrýja þessum dómi fyrir sitt leyti. Magnús Guðmundsson sagðist telja að í heild væri dómurinn sigur fyrir sig þótt hann væri nokkuð loðinn. Grundvallamiðurstaðan væri að rétt- urinn teldi sannað að Grænfriðungar beiti vitandi vits fölsunum og villandi upplýsingum sér til framdráttar og því væm þijú atriði, sem Grænfrið- ungar hefðu kært, látin halda sér. Magnús sagðist vera að íhuga að áfrýja dómnum með tilliti til niður- stöðunnar um atriðin í selamyndinn þar sem hann væri ekki í nokkrun vafa um réttmæti þess sem hann hefð sagt um hana. Hins vegar gæti þa reynst erfítt af fjárhagsástæðum o því kæmi til greina að breyta mynd inni á þann hátt að þar yrðu birta þær sannanir sem Magnús teldi a( væru fyrir því að selamynd Grænfrið- unga væri fölsuð og áhorfandanum síðan látið eftir að meta þær. • ------»■» 4------ Lægra fargjald á Saga Class FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að bjóða farþegum á Saga Class sér- gjald, sem er 20% lægra en fullt Saga Class gjald. Þá er miðað við að fólk ákveði ferðir sínar með meira en fjögurra daga fyrirvara. Sérgjaldið gildir til allra viðkomu- staða Flugleiða á Norðurlöndum og : Bretlandi og einnig til Lúxemborgai og Amsterdam. í frétt frá Flugleiðun segir, að þetta sé í fyrsta sinn serr Flugleiðir bjóði sérkjör á Saga (ílass Það sé þáttur í stefnu fyrirtækisim að koma á meiri sveigjanleika í öllun starfsháttum, til undirbúnings aukinn samkeppni innan Evrópska efnahags- svæðisins. Nýja fargjaldið gildir einungis báð- ar leiðir og þarf að bóka og greiða samtímis, eigi síðar en fjórum dögun fyrir brottför. Heimferð má vera opin. en hana þarf að bóka með 4 daga fyrirvara. Miðað er við að flogið sé fram og til baka á sömu flugleið. Félag um nýja isjávarátvegsstefnu: Kynnmgarfundir verða um allt land FÉLAG um nýja sjávarútvegs- stefnu stendur fyrir fundaherferð um þessar mundir, þar sem ætlunin er að kynna félagið og hlusta á skoðanir fundargesta. Er fyrirhug- að að þessir kynningarfundir verði um allt land áður en landsfundur verði haldinn í júní, þar sem form- leg stofnum félagsins fer frain. Félagið hefur þegar haldið fundi í Sandgerði, Keflavík, Þorlákshöfn, Akranesi, Borgarnesi og öllum þétt- býlisstöðum á Snæfellsnesi. Að sögn Árna Gíslasonar, í stjórn félagsins, hefur verið all góð mæting á fundina. Hann telur að í félaginu nú séu um 200 fullgildir meðlimir. Árni segir að mikil óánægja hafí komið fram með núverandi stjórn fískveiða, og þá sér- staklega með það sem hann kallar „kvótabrask". Félag um nýja sjávarútvegsstefnu, er undirbúningsfélag. Formleg stofn- um er fyrirhuguð í júní. Fundaherferð- in nú hefur þann tilgang að kynna félagið og kynnast viðhorfum fólks. Félagið hefur einnig opnað skrifstofu að Suðurlandsbraut 12. Fundaherferðin heldur áfram um helgina á Norðurlandi. Föstudaginn 15. maí, á Hvammstanga, laugardag- inn 16. maí, á Hofsósi, Siglufírði, 01- afsfirði og Dalvík. Sunnudaginn 17. maí, á Sauðárkróki, Skagaströnd og Blönduósi. Síðar er ætlunin að halda áfram austur um land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.