Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 32

Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna; Sljómarandstæðingar vilja að lánaðar verði 800 millj. í haust Stjórnarandstæðing’ar vilja að óráðstöfuðum fjárlagaheimildum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, LIN, að upphæð 800 milljónir króna verði varið til að greiða út námslán í haust. Þeir reyna enn að fá frumvarp- inu um LÍN breytt. Ólafur G. Einarsson segist í engu hafa breytt sinni skoðun. Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al), fulltrúi Alþýðubandalagsins í mennt- amálanefnd, greindi frá því að Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefði í fyrrakvöld átt fund með nefndinni og þar hefði ráðherrann skýrt ýmis atriði eftir bestu getu. En margt yrði samt að ræða og vekja athygli á. Meðal þeirra atriða sem Hjörleifur gerði að umtalsefni voru ábendingar sem fram kæmu á minn- isblaði um áhrif þess að afnema ákvæði 1. málsgreinar 6. greinar, þess efnis að námslán verði ekki veitt fyrr en námsmaður hafi skilað upplýsingum um árangur í námi, svonefnt eftiráákvæði, þar segir m.a.: „í ár hefur ofangreint ákvæði í för með sér að lán vegna haustmiss- eris sem áætluð eru 1.270 milljónir að óbreyttum reglum greiddust á næsta ári. Þess ber þó að geta að í lok vormisseris verða einungis eftir ’ 800 milljónir króna á flárlögum bæði af framlagi og lántökuheimildum til þes að mæta þessum útgjöldum. Um 2.000 milljónir hafa þegar verið greiddar til LIN af ríkisframlagi, sem er 2.220 milljónir. Framlagið er því þegar að mestu greitt. A þessu sviði ríkisfjármála þýðir ákvæði með öðr- um orðum fyrst og fremst að hægt er að fresta því að nýta lántökuheim- ildir þar til á næsta ári. Ef ákvæðið yrði fellt úr gildi þyrfti að óbreyttum reglum LIN að afla fjár sem nemur '470 milljónum króna til að ná endum saman eða lækka haustlán um þá Ijárhæð, ef fylgja á forsendum fjár- laga. Þetta jafgildir lækkun haust- lána um 37%“ Hjörleifur sagði ljóst af fyrr- greindu að þama væru fyrir hendi ' 800 milljónir sem heimildir væru fyrir og unnt væri að borga út til námsmanna í haust 63% af því sem sjóðurinn skyldi greiða út af óbreyt- um reglum. Hjörleifur boðaði breyt- ingartillögu sem miðaði að því að þessar 800 milljónir yrðu greiddar út í haust. Hjörleifur tilgreindi fleiri atriði sem menntamálaráðherra hefði verið spurður um, m.a. hefði komið fram við 2. umræðu að ætlunin væri að greiða hærri námslán vegna vaxta- kostnaðar sem námsmenn yrðu að greiða þegar þeir leituðu fyrir- greiðslu bankakerfísins til að brúa bilið fram að afgreiðslu námslánsins. Ráðherra hefði upplýst að þessi hækkun yrði ekki metin einstaklings- bundið heldur yrði einhvers konar meðaltalsregla notuð sem myndi leiða til almennrar hækkunar náms- lána. Hins vegar hefði ráðherra ekki getað upplýst hvaða áhrif þetta hefði á hag Lánasjóðsins. Hjörleifí þótti óvissa um þetta og fjölmörg fleiri atriði næsta gagnrýnisverð. Stjóm- armeirihlutinn teldi sig ekki umkom- inn að svara spurningum um hag Lánasjóðsins eða væntanlegar útl- ánareglur fyrr en þetta frumvarp hefði verið samþykkt. Hjörleifur sagði margt enn óupp- lýst um fyrirgreiðslu bankakerfísins, hann greindi einnig frá því að for- ráðamenn lánastofnana munu vænt- anlega vilja fá upplýsingar frá LÍN um námsframvindu námsmanna. Það sem lægi örugglega fyrir væri það að námsmenn myndu lenda í miklum hrakningum og óhagræði. Það væru aðrar aðferðir til þess að veita að- hald ef stjómarmeirihlutanum væri svo umhugsanum að „aga“ náms- menn. Það væri deginum ljósara að stjórnarmeirihlutinn stefndi að meiru; því að gera kerfísbreytingu, minnka fjárþörf LÍN með því að fækka námsmönnum. Alþýðuflokks- menn máttu sitja undir nokkurri gagnrýni ræðumanns fyrir meint þýðlyndi við Sjálfstæðisflokkinn og hans stefnu en því til viðbótar vitn- aði Hjörleifur til ályktunar og áskor- unar Sambands ungra jafnaðar- manna þar sem fram kom sterkur vilji til að fallið yrði frá eftirágreiðsl- um. Hjörleifur hvatti stjórnarmeiri- hlutann sterklega til þess að hugsa sinn gang og lagfæra þetta frum- varp. Kristín Einardóttir (SK-Rv) sagði að þótt stjórnarmeirihlutinn hefði kvartað undan löngum umræð- um, m.a. um þetta mál, þá væri margt órætt um þetta frumvarp, túlkun á lagagreinum þess og út- færslu og ekki ekki síður hvað þess- ar breytingar þýddu. Það væri dæmi- gert fyrir íslensk stjórnvöld að vaða út í lagabreytingar án þess að gera sér nokkra grein fyrir afleiðingunum. Kristin taldi sig geta leitt líkur að sumum þeirra, misrétti, fækkun námsmanna, og menntunarleysi í þjóðfélaginu. Og einnig væri ljóst að með þessu frumvarpi væri vegið að þeim sem verst hefðu kjörin. Finnur Ingólfsson (F-Rv) sagði ríkisstjórn- ina vera að búa til „framtíðar- vanda". Ætlaði menntamálaráðherra en að halda þessu óráði, frumvarp- inu, til streitu? Finnur vonaði að enn tækist að afstýra skaða og fá fram einhveijar leiðréttingar og batt hann nokkrar vonir við að Sigbjörn Gunn- arsson (A-Ne) hefði greint frá því í viðtali við DV að enn væri unnið að því að fá „eftiráákvæðinu“ breytt. Til þeirra sem skila árangri Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra taldi nokkurs misskiln- ings gæta með þessar margumræddu 800 milljónir. Það sem gerðist væri það að haustlánin færðust yfir ára- mótin og greiddust út í febrúar. En ráðherra varð einnig að benda á það að menn áætluðu að vegna sumarl- ána yrðu 100 milljónir greiddar út í haust. Ráðherra vildi reyna að svara þeim spurningum sem til hans hefði verið beint, þótt enn lægju ekki fyrir niður- stöður um öTl efnisatriði, t.d. hvernig reikna ætti bankavexti vegna „eftirá- ákvæðanna". Það myndi væntanlega gerast með þeim hætti að Lánasjóð- urinn kynnti sér vaxtakostnað í bankakerfinu og reiknaði álag ofan á lánin. Það væri mjög erfitt að áætla hvað þetta þýddi í auknum útgjöldum sjóðsins en sjóðstjórn mæti það svo, útfrá reynslu af lán- veitingum til 1. árs nema, að það gæti þýdd 1-2% hækkun, til peninga metið 35-70 milljónir króna. Það væri ekki heldur mögulegt að greina nákvæmlega frá væntanleg- um úthlutunarreglum, sjóðstjórn hefði eðlilega hafið undirbúning með hliðsjón af frumvarpinu en skiljan- lega væri ekki hægt að ganga frá þeim endanlega fyrr en frumvarpið hefði verið samþykkt. Ráðherra lagði áherslu á að þessar tafir væri slæm- ar fyrir Lánasjóðinn en þær væru sérstaklega slæmar fyrir námsmenn. Menntamálaráðherra taidi að agi myndi nú sem hingað til verða verk- efni skólastjórnenda. Væri það eðli- legt, en það væri líka eðlilegt að hafa námslánakerfí sem gerði ráð fyrir því að menn skiluðu árangri. Þegar við hefðum úr takmörkuðu fjármagni að spila hlytum við að beina því til þeirra nemenda sem sýndu eðlilega námsframvindu. Sem svar við fyrirspurn Finns Ing- ólfssonar um hvort hann héldi þessu frumvarpi til streitu kvaðst Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra í engu hafa breytt sinni skoðun og kvaðst ekki heldur hafa orðið var við neinn þrýsting frá stjórnarliði til þess að breyta frumvarpinu. Laust fyrir kl. 19 í gærkvöldi var dreift breytingartillögum frá stjórn- arandstæðingum. M.a. er gerð tillaga um ákvæði til bráðabirgða þess efnis að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 6. gr. skuli haustið 1992 veita lán er nema a.m.k. % hlutum áætlaðra námslána á haustmisseri. Einnig er gerð tillaga um að þessi lög verði endurskoðuð fyrir lok þessa árs og nýtt frumvarp lagt fyrir næsta þing. Kl. 20.30 var þessari umræðu slit- ið þar eð samkomlag var um að greiða fyrir því að frumvörp um at- vinnuleystryggingar kæmust til nefndar. En 3. umræðu um frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna verður fram haldið og lokið á 145. fundi Alþingis sem hefst síð- degis í dag. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Umræður á Alþingi aukist um 70-80% Harkaleg þingskapaumræða UMRÆÐUHLUTI Alþingistíðinda er að verða 70-80% umfangsmeiri heldur enn á fyrri þingum. Davíð Oddsson forsætisráðherra telur þetta benda til þess að ummæli sín um málæði einstakra þingmanna séu ekki úr lausu lofti gripin. vandlifað fyrir þá þingmenn sem reyndu að taka þátt í þingstörfum með eðlilegum og venjulegum hætti. Hvað gengi forsætisráðherra til? Vildi hann stefna þinginu í upp- nám? Koma málum í óefni? Hindra afgreiðslu mála? Væri hann vísvit- andi að niðurlægja alþingismenn og Alþingi? Forsætisráðherrann hefði veist að þingmönnum í út- varpsumræðum og kallað ræður þeirra „langhunda og málæði“ sem engu breyttu. Hann færi „hrakyrð- um“ um Alþingi íslendinga." Davíð Oddsson forsætisráð- herra kvaðst ekki hafa tamið sér orðbragð Svavars Gestssonar. For- sætisráðherra sagði að deildir Al- þingis hefðu verið sameinaðar í eina deild og hefði sú breyting átt að minnka almenna umræðu, gera hana skapfellda og skipulegri. Sam- Harkaleg skoðanaskipti urðu um „mælgi" eða „málæði" þingmanna undir liðnum „gæsla þingskapa". Að loknum atkvæðagreiðslum í gær urðu nokkrar umræður um óaf- greidd mál og skýrslur, m.a. um skýrslu Byggðastofnunar en um- ræðu um hana var frestað í nóvem- ber. Var bent á þá raun sem Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) hefði af því að hafa orðið að gera hlé eftir að hafa flutt „fyrri hluta sinnar ræðu“. Davíð Oddsson forsætisráðherra benti hins vegar á að umræður um þessa tilteknu skýrslu hefðu verið alllangar fyrr í vetur og að fyrri hluti af ræðu Ólafs Þ. Þórðarsonar hefði verið tvær klukkustundir. Það kom einnig fram að Ólafur Þ. Þórð- arson ætti ótrúlega erfitt með að ljúka sinni ræðu. Svavar Gestsson (Ab-Rv) taldi kvæmt þeim tölum sem nú lægju fyrir stefndi í það að umræðuþátt- urinn í þingtíðindum ykist um 70-80% á þessu eina ári. Hann benti einnig á það að stjórnarandstæðing- ar hefðu haft á orði og kvartað yfir að hann kæmi í veg fyrir að stjórnarsinnar töluðu í málum nema í undantekningartilfellum. Þrátt fyrir þetta kæmi á daginn að um- ræðuþátturinn hefði næstum tvö- faldast. Steingrímur J. Sigfússson (Ab-Ne) sagði að þetta þing hefði um margt verið afbrigðilegt. Til umfjöllunar hefðu verið mörg átak- amál og stjórnarnefnd þingsins hefði af „vissum ástæðum“; kjörs í nefndina, farið í upplausn. Stein- grímur átaldi það að forsætisráð- herra teldi sig þess umkominn að gerast siðameistari og háyfirdómari um störf og ræður alþingismanna. Steingrímur vildi að forseti Alþing- is skapaði svigrúm fyrir sérstaka umræðu um þessar „uppákomur", vinnubrögð og samskipti við forsæt- isráðherra. Fleiri stjórnarandstæð- ingar tóku til máls og gagnrýndu Davíð Oddsson fyrir að vera ósýnt um lýðræðislega umræðu og vilja skerða málfrelsi þingmanna. Stjórnarandstaðan hefði fyllsta rétt til andmæla og ræða mál innan ramma þingskapa. STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Lög frá Alþingi I gær voru þijú lagafrumvörp samþykkt sem lög frá Alþingi. Frumvarp um jarðasjóð. Frumvai-p um brottfall laga nr. 2/1917 sem kváðu á um bann við sölu og leigu skipa úr landi. Einnig var samþykkt frumvarp um lax og silungsveiði. Ennfremur voru tvær þingsálykt- unartillögur samþykktar í gær. Heimild til að fullgilda samning um réttindi barna. Og samþykkt um að skora á Alþingi að hrinda í framkvæmd ályktunum Vestnor- ræna þingmannaráðsins 1991. Tennishöllin hf. reisir sex valla höll í Kópavogsdal BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt að veita Tennishöll- inni hf. fyrirheit um lóð í Kópavogsdal. Um er að ræða lóð fyrir tvö hús með sex völlum og tengibyggingu auk þriggja útivalla. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 100 milljónir króna. Stefnt er að opnun hússins kl. 10 að morgni 16. ágúst næstkomandi, að sögn Garðars I. Jónssonar, forstjóra Tennishallarinnar hf. Ákveðið hefur verið að reisa sex valla tennishöll ásamt þremur útivöllum við Knattspyrnuvöll Kópavogs í Kópavogsdal. Tennishöllin verður í Kópavogs- dal, rétt við Knattspymuvöll Kópa- vogs. Húsið samanstendur úr tveimur stálgrindarhúsum, sem keypt eru tilbúin frá Bandaríkjun- um og tekur 6 vikur að framleiða þau en 45 daga að reisa húsin. Þrír vellir eru í hvoru húsi og mið- ast annað þeirra við að rúma stærstu „Davis Cup“ tennismót. Milli húsanna er tengibygging, að mestu úr gleri, þar sem gert er ráð fyrir kaffístofu, verslun með tenn- isvörur, gufuböðum og barna- gæslu, en á efri hæð verður veit- ingaaðstaða. í stjórn hlutafélags- ins eru auk Garðars, Símon Kjær- nested, Bragi Einarsson og Stein- dór Ólafsson. „Við munum stefna að alþjóleg- um tennismólum öldunga tvisvar á ári í húsinu. Áætlað er að Smá- ólympíuleikarnir í tennis verði jafn- vel á íslandi 1997 og þá verður þetta hús tilbúið," sagði Garðar. „Það hefur þegar farið fram kynn- ing á Tennishöllinni í Evrópu og Bandaríkjunum og erum við að vonast til að hingað komi menn til að leika tennis þegar of heitt er í veðri til dæmis í Florida. Það er með tennis rétt eins og golf, að margir hafa atvinnu af að ferðast og leika tennis og vonandi verður nú loksins farið að leika tennis hér af alvöru með tilkomu Tennishall- arinnar." í tengslum við Tennishöllina verður stofnaður tennisklúbbur, Forskots-Tennisklúbburinn. Boðið verður upp á kennslu og þjálfun og er stofnendum klúbbsins, sem láta skrá sig fyrir 1. júní, gefinn kostur á hagstæðari áskrift að völlunum og þeim tryggðir fastir timar í hverri viku. Sérgjöld verða fyrir íþrótta- og starfsmannafélög, námsmenn, fyrirtæki, stofnanir, hótel og sendiráð. Vellirnir og hús- ið allt verður tölvustýrt og opnið allan sólarhringinn. „Það er langt síðan ég fór að láta mig dreyma um að hægt væri að leika tennis innan dyra hér á landi en ég hef búið erlendis og leikið tennis í mörg ár,“ sagði Garðar. „Ég snéri mér í fyrstu til Reykjavíkurborgar en þegar áhugi þeirra vaknaði var það um seinan. Þá höfðum við fengið vilyrði fyrir lóð í Kópavogi og úthlutun í Garðabæ, sem ég hef trú á að við nýtum fljótlega. Kópavogur, Garðabær og Mosfellssveit hafa stutt okkur dyggilega og eiga þakkir skilið."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.