Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 38
"38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Orkumál í ljósi alþjóð- legrar mengunarbaráttu eftir Bjarna Jónsson Orkumál á íslandi virðast nú í sjálfheldu. Til að bijótast út úr víta- hringnum þarf djarflega uppstokk- un. í nágrannalöndum okkar er skipu- _ lag orkugeirans nú mjög í deiglunni og má segja, að stefnumótun Evr- ópubandalagsins um hindrunarlaus- an orkumarkað eigi þar stærstan hlut að máii. Að sjálfsögðu er markmiðið lækkun raforkuverðs til notenda, jafnt fyrirtækja sem heim- ila, og að styrkja þannig samkeppn- isstöðu Evrópu. íslendingar geta margt af þessu lært og ættu að draga lærdóm af reynslu annarra í þessum efnum. Hérlendis hefur t.d. staðið mikill styr um orkuverð til stóriðju. Ýmsir þingmenn hafa látið í ljós ótta við að orkusala til stóriðju mundi leiða til hækkunar orkuverðs Landsvirkjunar til almennra dreifi- veitna. I tíð ríkisstjómar dr. Gunn- ars Thoroddsen var að vísu beinlínis lögfest, að slíka orkusölusamninga mætti ekki gera, en í umræðum um Atlantál hafa efasemdaraddir enn skotið upp kollinum. í ljósi þess, sem fram hefur komið um áætlaðan meðalvinnslukostnað Landsvirkjun- ar (1) og markaðsverð til nýrrar stóriðju, er skiljanlegt að tortryggni gæti í þessum efnum. Til er leið, sem mundi tryggja hraðlækkandi orku- verð til almennra dreifiveitna á næstu árum og útiloka ofangreinda tortryggni. Hún er sú, að nýtt fyrir- tæki, t.d. Stórvirkjun hf., verði stofn- að um nýjar virkjanir til stóriðju. Um yrði að að ræða almenningshlut- afélag og hlutabréf jafnframt boðin til sölu á alþjóðlegum hlutabréfa- mörkuðum. Með því móti mætti bú- ast við tiltölulega háu fjárfestingar- hlutfalli Stórvirkjunar hf. með eigin fé, sem mundi leiða til minni fjár- magnskostnaðar og þar af leiðandi lægri vinnslukostnaðar en ella. Fyr- irtækið gæti þess vegna boðið lægra orkuverð. Í anda fijálsræðis á kom- andi íslenzkum raforkumarkaði væri Stórvirkjun hf. jafnframt heimilt að bjóða dreifíveitum orku til sölu, væntanlega í samkeppni við Lands- virkjun. Gjaldskrár í sinni núverandi rjynd yrðu þá úr sögunni, en raf- orkuverð mundi ákvarðast af fram- boði og eftirspum. Slíkt fyrirkomulag kallar á ein- földun á skiptingu landsins í dreifi- veitur og stofnun orkumiðlunarfyr- irtækis. Norsk athugun varðandi hagræðingu innan orkugeirans þar í landi leiddi í ljós, að lágmarks- stærð dreifiveitu þarlendis til að full- nægja nútímakröfum um gæði þjón- ustunnar jafngildi 80 GWh/a (gfgawatttímar á ári) ockusölu eða 'í.OOO notendum (1). Það gæti því hentað að hafa í landinu ein 8 orkubú, t.d. Orkubú Ingólfslands- náms í Hafnarfirði, Orkubú Suður- nesja, Orkubú Eyjafjarðar, Orkubú k J/estfjarða, Orkubú Norðurlands, Orkubú Vesturlands, Orkubú Suð- urlands og Orkubú Austurlands. Öll orkubúin, að hinu fyrst talda undan- skildu, yrðu væntanlega með svipaða orkusölu, vel yfír ofangreindum hag- kvæmnimörkum. Inni á svæðum þessara orkubúa gætu áfram verið sjálfstæðar rafveitur, sem þá eru tengdar beint við meginflutning- skerfið sjá sjálfar um orkudreifmgu og kaupa gjama orku samkvæmt langtímasamningi, eins og t.d. stóriðjan. Sjálfsagt er að taka mið af fyrirætlunum ýmissa þjóða um éinkavæðingu orkugeirans og stefna á fullkominn sveigjanleika á mark- aðnum, þannig að t.d. notandi á landfræðilegu veitusvæði Orkubús Ingólfslandnáms gæti keypt raforku af Orkubúi Suðumesja, ef hið síðar- nefnda byði hagstæðara verð. Þann- ig mættu orkubúin selja út fyrir sín svæði eftir vissum reglum. Óþarft er að taka fram, að til að ná fram hámarks hagræðingu þyrftu staðbundnar hitaveitur að falla und- ir orkubúin, enda verður raforku- vinnsla fyrirsjáanleg í auknum mæli í háhitaorkuverum. Með þessu móti ætti þungum bagga að verða létt af ýmsum sveitarfélögum landsins, en þau gætu hins vegar orðið veru- legir hluthafar í orkubúunum. Ekki er loku fyrir það skotið, að einka- væðing íjarskiptakerfa og gagna- neta gæti tengzt nýjum orkubúum, jafnvel vatnsveitur og sorpeyðing, hið síðastnefnda með háhitabruna til orkuvinnslu. Meginhlutverk orkubúanna yrði orkudreifíng í sinni víðtækustu mynd. Þetta yrðu þyí öflug fyrirtæki, en í nokkurri sam- keppni innbyrðis. I þeirri mynd, sem hér hefur ver- ið dregin upp af framtíðarskipulagi raforkumála á íslandi, er orkumiðl- arinn lykilatriði. Hann þarf að eiga og reka stofnlínukerfi landsins, þ.e. línur og aðveitustöðvar á 132 kV kerfísspennu og hærri. Miðlarinn væri tengiliður kaupanda og selj- anda í kerfislegum og markaðsleg- um skilningi. Miðlarinn væri kerfís- stjórnandi og mundi ákvarða orku- verð til dreifíveitna á hverjum tíma út frá fyrirliggjandi tilboðum vinnslufyrirtækjanna. Eignaraðild að miðlunarfyrirtækinu gætu átt t.d. Landsvirkjun, Stórvirkjun hf., orku- búin og ríkissjóður, e.t.v. um það bil fjórðung hver aðili. Komið hefur fram, að aðgerðir til jöfnunar raforkuverðs í landinu á aldarfjórðungnum 1965-1990 nema á verðlagi í október 1991 um 36 milljörðum kr. (2). Um helmingur af þessu eru yfírtökur ríkissjóðs á lánum vegna raforkuframkvæmda. Hið síðastnefnda nemur um tíunda hluta af erlendum skuldum þjóðar-' búsins. Skoða mætti, hvort eðlilegt væri að miðlarinn yfírtæki þennan skuldabagga af ríkissjóði um leið og mannvirkin sjálf og greiddi hann niður með tekjum sínum af rafork- umiðlun í landinu. Kostir þessa nýja skipulags orku- geirans yrðu margþættir til hags- bóta öllum orkunotendum og ekki sízt atvinnulífi í landinu, t.d. hag- ræðing á orkudreifingarsviðinu og afnám einokunar á sviði stærri vatnsaflsvirkjana og raforkusölu. Lækkun orkuverðs í landinu er lyk- ilatriði til að laða erlent áhættufjár- magn inn i atvinnulífíð. Raunhæf samkeppni á raforkusviðinu er aug- ljóslega nauðsynleg út frá almennum valddreifíngarsjónarmiðum, en nú nemur raforkuvinnsla Landsvirkjun- ar um 93% af allri raforkuvinnslu í landinu. Eignir fyrirtækisins nema ÁRNAÐ HEILLA Ljósmyndarinn-Jóhannes Long. HJÓNABAND: Þetta eru brúð- hjónin Anna Guðrún Halldórsdóttir og Halldór B. Hreinsson. Þau voru gefín saman í Fella- og Hólakirkju 11. aprfl sl. Prestur var sr. Hreinn Hjartarson, faðir brúðgumans. Heimili þeirra er í Leirubakka 4. nú svipaðri upphæð og öll fískikvóta- eign landsmanna. Slík samþjöppun valda og eigna í einu fyrirtæki er vandfundin á Vesturlöndum. Mengunarmál Mengun þekkir engin landamæri. Orkugnótt er megineinkenni tækniv- æddra þjóðfélaga samtímans. Sá galli er á gjöf Njarðar, að frumorkan kemur að mestu úr kolefniselds- neyti, sem við bruna (orkuvinnslu) myndar gastegundir, sem taldar eru draga úr varmageislun frá jörðu. Frumorkan í vatnsföllum og iðrum íslands veldur rajög lítilli mengun við vinnslu raforku. í alþjóðlegu samhengi geta íslendingar lagt til- tölulega mikið að mörkum til að draga úr gróðurhúsaáhrifunum með því að laða til landsins orkuaðlandi iðnað frá löndum, sem ekki eiga kost hreinna orkugjafa. Almennt eru menn samdóma um, að bregðast þurfí snarplega við þeirri þróun umhverfismála, sem getur af sér hættulega röskun á lífríki jarð- ar. Hér er oftast um að ræða afleið- ingar af athöfnum manna til að full- nægja kröfum nútíma þjóðfélags. I mörgum tilvikum er nútímatækni þess megnug að draga nægilega úr mengun og hreinsa upp eldri mis- gjörðir gegn náttúrunni, sem annað- hvort voru framdar með takmark- aðri tækni eða viljaleysi til mengun- arvarna. Nú eru nokkrar gastegund- ir áberandi í umræðunni um mengunarefni og má nefna koltvíildi C02 brennisteinstvíildi S02, NOx og lílórflúorkolefni KFK. KFK-gastegundir eru taldar valda hraðstíga eyðingu ósonlagsins, sem virkar sem sía fyrir útfjólubláa geisla utan úr geimnum, en í of miklum mæli ógna þeir lífríki jarðar. Þessi efni eru líka í mismiklum mæli gróðurhúsalofttegundir. Iðnríkin hafa nú bundizt samtökum um að draga þegar í stað verulega úr fram- leiðslu og notkun KFK, og efnaiðn- aðurinn vinnur af kappi að þróun efna í staðinn fyrir KFK. NOx-losun á sér stað við e!dsneytisbruna, t.d. farartækja, og til að stemma stigu við slíkri mengun hefur verið hann- aður búnaður og lögskipaður til hreinsunar á útblæstri bíla. Á síðustu 10 árum hefur iðnaður- inn í Evrópu, þ.m.t. raforkuvinnslan, dregið úr losun S02 út í andrúmsloft- ið um 20%. Samt sem áður er súrt regn sums staðar í Evrópu og N- Ameríku staðbundið vandamál enn, m.a. vegna þess að úrkoma hefur aukizt þar undanfarin ár. Þetta hef- ur sums staðar valdið útrýmingu Ijósmyndarinn-Jóhannes Long. HJÓNABAND: Þetta eru brúð- hjónin Svanhvít Sveinsdóttir og Ásmundur Vilhelmsson. Þau voru gefín saman í L’ágafellskirkju 4. april. sl. Prestur var sr. Jón Þor- steinsson. Heimili þeirra er í Trönu- hjalla 17, Kópavogi. Bjarni Jónsson „ í orkugeiranum á ís- landi ríkir nú illvíg stöðnun. Misvægi er á milli framboðs og eftir- spurnar raforku með hörmulegum afleiðing- um fyrir orkuverð í landinu í nánustu fram- tíð. “ fískstofna í stöðuvötnum, t.d. í Nor- egi, þar sem u.þ.b. 150 þúsund tonn af brennisteini og köfnunarefni falla árlega til jarðar, aðallega ættað frá Þýzkalandi, Bretlandi, Póllandi og Rússlandi. Mengun er því alþjóðleg vandamál. í hinni alþjóðlegu baráttu við mengun á ísland töluverða mögu- leika á að koma sínum hreinu orku- lindum á framfæri, ef rétt er á hald- ið. Möguleikarnir eru einkum fólgnir í þeirri staðreynd, að í Evrópu eru unnar árlega með kolefniseldsneyti um 36,2 TWh af raforku, sem síðan er notuð til að framleiða hráál. Við þessa raforkuvinnslu til rafgreining- ar myndast u.þ.b. 32 milljónir tonna af C02, sem öllu er sleppt út í and- rúmsloftið. Þetta er þó aðeins brot af heildarlosun C02 í Evrópu vegna raforkuvinnslu, eins og sjá má af jþví, að iðnvædd ríki, eins og Bret- land og Þýzkaland, sleppa árlega sem svarar til u.þ.b. 7 t/íb (tonn á íbúa )af C02 eingöngu við raforku- vinnslu. Heimsmeðaltal C02-losunar Ljósmyndarinn-Jóhannea Long. HJÓNABAND: Þetta eru brúð- hjónin Ásdís Sveinbjörnsdóttir og Sigurbjörn Hallgrímsson. Þau voru gefín saman í Bústaðakirkju 4. apríl sl. Prestur var sr. Pálmi Matthías- son. Heimili þeirra er á Skólavegi 14, Vestmannaeyjum. af mannavöldum alls er talið nema 5-6 t/íb, en íslenzka losunin er tvö- falt hærri. Hún er þó minni en í mörgum iðnvæddum löndum, eins og skiljanlegt er, þar sem tæp 70% frumorkunnar eru „hreinar" orku- lindir. Sumir fræðimenn telja að draga verði úr heildarkolefnisút- streymi í heiminum að jafngildi 14,7 Gt ( gígatonn = milljarður tonna “af C02 til að stöðva uppsöfnun þess í andrúmsloftinu og að meðaltalslosun á jarðarbúa megi aðeins nema um 2,6 t/íb ( tonn á íbúa) af jafngildi C02 (3). Gróft séð er hér um a.m.k. helmingsminnkun að ræða. Meðal flestra þjóða er slíkt ógjörningur á núverandi tæknistigi án verulegrar efnahagslegrar niðursveiflu, sem ógjörningur er að ná sæmilegri sam- stöðu um. Hins vegar var á árinu 1990 und- irrituð yfírlýsing af umhverfisráð- herrum margra ríkja, þ.á m. EES- ríkjanna (EFTA + EB), sem skuld- bindur þjóðirnar til að stöðva aukn- ingu á losun C02, þannig að á árinu 2000 verði hún ekki meiri en á árinu 1990. Samt mun C02 ; andrúmsloft- inu tvöfaldast fram að lokum næstu aldar m.v. 280 ppm sem viðmiðun um árið 1800. í löndum, þar sem raforkuvinnsla er að megninu til úr vatnsorku, t.d. í Noregi og á íslandi, þykir þessi samþykkt mjög umdeilanleg. Ástæð- an er sú, að hún girðir fyrir frekari nýtingu vatnsorkunnar eða annarra endurnýjanlegra orkulinda til iðnað- ar, sem gefur frá sér gróðurhúsag- as. Samt veldur t.d. álframleiðsla í Noregi eða á íslandi í heildina að- eins um 27% af C02-mengun jafn- mikillar áliðju í Bretlandi eða Þýzka- landi, ef gert er ráð fyrir raforku- vinnslu í kolefniskyntum orkuverum þar. Þau sjónarmið eru og uppi, að skynsamlegra hefði verið að miða við notkunarland fremur en fram- leiðsluland álsins. Sem dæmi um vanda íslendinga í þessu efni er, að 400 þús. t álver, sem talin er allhag- kvæm stærð, mundi auka gróður- húsaáhrif frá íslenzku athafnalífí um 120% eða um jafngildi 2 millj. t af C (kolefni) á ári. Hvemig er hægt að snúast við þessu? Nokkrar leiðir má reyna, en þær munu allar verða kostnaðarsam- ar. I raun verður orkusalan til nýrr- ar stóriðju að bera kostnað af að- gerðum til að vega upp á móti gróðurhúsaáhrifum nýrrar stóriðju. Með þessu móti er ljóst, að fyrirfram er búið að skerða samkeppnishæfni íslenzkra orkulinda, t.d. miðað við ný kjarnorkuver í Evrópu. Sem dæmi má nefna, að Japanir eru nú að þróa lítil, mjög örugg kjarnorkuver til að mæta vaxandi markaði fyrir raf- orkuvinnslu án koltvíildismyndunar. Ef t.d. Danir mundu reisa 2 slík kjarnorkuver, mundi C02-mengun þeirra minnka um 25% og S02 svip- að. Danir gætu á þann hátt hugsan- lega selt raforku til álvers í Dan- mörku á samkeppnishæfu verði án þess að auka gróðurhúsaáhrif frá sér. Samhliða losun aukins magns af IJósmyndarinn-Jóhannes Long. HJÓNABAND: Þetta eru brúð- hjónin Sigríður Tryggvadóttir og Héðinn Sveinbjömsson. Þau vom gefin saman í Kópavogskirkju 25. apríl sl. Prestur var sr. Pálmi Matt- híasson. Heimili þeirra er á Lauga- vegi 137.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.