Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 39

Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 39 I J I ;j 1 gróðurhúsagösum gætu íslendingar bundið samsvarandi magn af C02 með ræktun skóga. Talið er, að hægt sé að rækta birkiskóga á rúm- lega 11 þúsund kmz hérlendis. Þeir mundu á vaxtarskeiðinu árlega binda u.þ.b. 1 millj. t C (3). Fræðilega er talið, að í framtíð- inni muni verða unnt að minnka kolefnislosun á íslandi að jafngildi 474 GgC/a ( gígagrömm kolefnis á ári ) (3) eða tæplega 0,5 millj. t með útrýmingu kolefniseldsneytis. Samkvæmt þessu virðist búið með undirskrift að girða fyrir stórfellda hagnýtingu orkulinda Islands. Miðað við álframleiðslu virðist hámark við- bótarvirkjana aðeins vera 4.200 GWh/a (300 þús. árstonn Al) vegna þesara takmarkana. Þetta jafngildir einungis nýtingu um 10 TWh/a (terawattímar á ári) af 30 TWh/a hagkvæmri vatnsorku á Islandi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hér er aug- ljóslega um vafasama stjórnvaldsað- gerð að ræða, sem þarfnast nánari skýringa. Áður var drepið á, að nýr meng- unarvaldur á íslandi mundi þurfa að fjármagna gagnaðgerðir. Hversu mikið mundi orkuverðið þurfa að hækka við slíkt? Gerum ráð fyrir, að slík stórfelld skógrækt mundi kosta 1 Mkr/km2, sem er sennilega iágmark. Til að rækta skóg á áður- nefndum rúmum 11 þús. km2 lands, sem mundi vega upp á móti gróður- húsaáhrifum frá 200 þús. t. álveri, þyrfti a.m.k. 11 milljarða kr. Slíkt álver notar um 3.000 GWh/a og vaxtarskeið skógarins er svipað og afskriftartími virkjunar. Meðal- virkjunarkostnaður á hagkvæmustu vatnsorku til stóriðju er um 15 millj- arðar kr/TWh, og skógræktin gæti kostað um 4 milljarða kr./TWh. Hin ótrúlega staða virðist komin upp, að strangt tekið sé búið að girða fyrir frekari uppbyggingu stóriðju á íslandi án kostnaðarsamra hliðar- ráðstafana, t.d. skógræktar, sem gæti þýtt hækkun raforkuverðs um fjórðung. Lokaorð Yfirþyrmandi opinber afskipti til lengdar hafa hvergi orðið til heilla. I orkugeiranum á Islandi ríkir nú illvíg stöðnun. Misvægi er á milli framboðs og eftirspurnar raforku með hörmulegum afleiðingum fyrir orkuverð í landinu í nánustu fram- tíð. Hið fáránlega fyrirkomulag rík- ir, að stjórnmálamenn eru í markaðs- leit fyrir raforku með þeim árangri, sem ekki þarf að lýsa hér. Á síðustu öld voru uppi nokkrir heimspekilega þenkjandi menn, sem misskildu og mistúlkuðu í grundvali- aratriðum „hina sögulegu þróun mannkynsins“. Á okkar öld önd- verðri voru uppi ofstækismenn í stjórnmálum, sem hnepptu stóran hluta mannkyns í heljarfjötra þess- ara „hugsjóna". Hér á í hlut sam- eignarstefnan, sem nú er í fjörbrot- unum. Hins vegar ríða afturgöngur forn- eskjujafnaðarStefnu enn húsum á íslandi undir ýmsum merkjum. Nú er mál að linni. (1) Samkeppnishæfni [slenskrar raforku, Jóhann Már Maríusson, Orkuþ. nóv. '91. (2) Ný skipan íslenzkra orkufyrirtækja, Aðalsteinn Guðjohnsen, Orkuþing nóv. '91. (3) Útstreymi gróðurhúsalofttegunda á ís- landi og leiðir til úrbóta, próf. Valdimar K. Jónsson, próf. D. Abrahamsson, Orkuþing nóv. '91. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og deildarstjóri hjá íslenzka álfélaginu hf. í Straumsvík. Hafnarstúdent- ar telja breyt- ingar lánskjara mismuna námsmönnum FUNDUR í félagi íslenskra námsmanna hefur einhljóða sam- þykkt eftirfarandi ályktun um breytingartillögur ríkisstjórnar íslands til laga um Lánasjóð og lán til námsmanna: „Fundurinn telur að með þeim lögum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram sé verið að leggja frumkvæðið að því að í framtíðinni verði íslend- ingum mismunað í að hefja og stunda nám og hér sé því verið að bijóta í bága við tilgang Lánasjóðs- ins hingað til. Ljóst er að mun erfiðara verður fyrir námsmenn að framfleyta sér frá hausti 1992. Námsmönnum er vísað á almennan lánamarkað og vita allir hver vaxtabyrðin er þar. Auk þessa munu námsmenn verða að þurfa að hugsa sig þrisvar um hvernig framtíð þeir vilja skapa sér og fjölskyldum sínum við að leggja út í nám. Ekki minnst ef óvissa skapast á atvinnumarkaði í framtíð- inni. Hér mun niðurstaðan án efa verða að íslendingar munu bægja því frá að auka við þekkingu og reynslu sína. Við veltum fyrir okkur hvaða þjóð er þess verð. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að hugsa til menntamála í framtíðinni þegar þeir leggja til atkvæðagreiðslu og mótmæla til- lögunum." (Fréttatilkynning) ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX íl>:ré SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapiö öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguieikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 Kynning n námi við skólann veturinn 1992 til 1993 verður haldin nk. mánudag, 18. maí, kl. 17.30 á Hótel Holiday Inn við Sigtún. Ferðamálaskóli Islands The Icelandic school of Travel and Tourism Höfðabakka 9, sími 671466. P DAIHATSU 4x4 rF' Innifalib Vökvastýri Utvarp Segulband Klukka Skipt aftursætisbak Nýskráning Höfuöpúöar aö aftan Plussklædd sæti Samlæsing Þriggja ára ábyrgö Verksmiöjuryövörn Númeraplötur Heilir hjólkoppar Skottlok/bensínlok opnast innanfrá 1600 cc, 16 ventla med beinni innspýtingu 1600 cc, 16 ventia Innifalib Vökvastýri Klukka Nýskráning Tauklædd sæti Þriggja ára ábyrgö Verksmiöjuryövörn Númeraplötur Varadekkshlíf Skottlok/bensínlok opnast innanfrá 4.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.