Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 Sólveig Kristmunds- dóttir - Minning Fædd 9. október 1906 Dáin 6. maí 1992 Nú er hún amma okkar búin að kveðja þetta líf. Hún andaðist á Kumbaravogi, Stokkseyri, 6. maí síð- astliðinn en þar dvaldist hún síðustu fimm árin. Það var hugsað mjög vel um hana og er öll íjölskyldan afar þakklát öllu starfsfólkinu fyrir góð- vild í hennar garð. Var heilsa hennar orðin bágborin á þessum tíma og gott að vita af henni í góðra manna höndum. Amma fæddist á Gestsstöðum í Strandasýslu, foreldrar hennar voru Bjargey Símonardóttir og Krist- mundur Jónsson. Fjölskyldan flutti að Valshamri í Geirdal þegar hún var árs gömul. Móðir hennar var ekkja eftir Grím Ormsson, en þau eignuðust ellefu böm. Með Krist- mundi eignaðist hún tvær dætur, Þorbjörgu, sem dó ung, og Sólveigu, sem nú er horfin síðust af þessum systkinahópi. Amma talaði oft um sveitina sína, þaðan átti hún sínar ljúfustu minn- ingar frá æskuárunum. Hún átti sín uppvaxtarár í Geiradalnum, hún átti heimili á Tindum hjá systur sinni Ragnheiði og manni hennar, Amóri. Finnst okkur að þeirra böm hafið verið henni eins og góð systkini alla tíð. Amma starfaði á heimili Steinunn- ar og Tómasar, sem bjuggu í Miðhús- um í Reykhólasveit, héldu þau tryggð Útför t INGILEIFAR ÁRNADÓTTUR frá Stóra-Ármóti, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 16. maíjd. 13.30. Jarðsett verður í Laugardælum. Fyrir hönd aðstandenda, Búnaðarsamband Suðurlands. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KR. TRAUSTASON, Skúlagötu 76, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. maí kl. 13.30. Bjarni Jónsson, Hörður Hólm Garðarsson, Guðrún Ólafsdóttir, Þóra Haraldsdóttir, Kaj Larsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg dóttir okkar og systir, MARGRÉT VALA EMILSDÓTTIR tölvunarfræðingur, sem lést 9. maí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfólagsins. Jóna Vestmann, Emil Guðmundsson, Ellen Emilsdóttir, Emil Emilsson. t Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Hagamel 50, sem lést á heimili sínu föstudaginn 8. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar.látnu, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélagið. Gunnar Magnússon, Baldur Gunnarsson, Edda K. Haraldsdóttir, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Hilmar Sigvaldason, Gunnhildur Ólöf Gunnarsdóttir, Magnús Björgvin Gunnarsson, Stefania Sara Gunnarsdóttir, Kristján Ágústsson, Gunnar Magnús Gunnarsson, Guðrún H. Eiríksdóttir, Jón Rúnar Gunnarsson, Martha Kr. Halldórsdóttir, Pétur Sigurður Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, vináttu og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Birgir Sigurjónsson, Harpa Kolbeinsdóttir, Haraldur G. Hlöðversson, Anna Kolbeinsdóttir, Marý Kolbeinsdóttir, Marinó Sigursteinsson, Guðrún Kolbeinsdóttir, Jörundur Guðmundsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Elfa Kolbeinsdóttir, Patrick Tear, Freyr Kolbeinsson, Jóhanna Jónsdóttir, systkini og barnabörn. við hana alla tíð sem hún mat mik- ils, einnig böm þeirra sem henni þótti afar vænt um og talaði oft um. Um tvítugt kom amma suður til Reykjavíkur og hóf störf við Mál- leysingjaskólann. Margrét Rasmus veitti honum forstöðu á þeim tíma. Árið 1932 réðst amma ráðskona til Sigurðar Jóhannssonar, en hann var ekkjumaður og átti þijú ung böm. Er skemmst frá því að segja að hún annaðist þau sem sín eigin börn og reyndist þeim sem traustur stólpi í einu og öllu alla tíð. Amma varð seinni kona afa og eignuðust þau tvö börn, Jónínu, fædda 1937, og Kristmund, fæddan 1942. Foreldrar hennar fluttu öldmð á heimilið og vom til dauðadags við góða ummönnun hennar. Afi andaðist 10. desember 1976 eftir stutt veikindi. Eftir það dvaldi amma á heimili dóttur sinnar Jónínu og Halldórs, tengdasonar síns, þar til hún flutti á Kumbaravog. Hún amma var alltaf svo góð og hress við okkur bamabörnin, hún var alltaf glöð í bragði og ræðin. Hún hafði góða nærvem, sem kallað er. Hún var afar sjálfstæð og hafði skoðanir á hlutunum, sem hún tróð ekki upp á aðra, hún fór ekki af sínu, hún amma. Hún bar virðingu fyrir manneskjunni, enda var hún alls staðar vinsæl og mikill aufúsugest- ur. Hafði hún mikla skapstillingu og gátum við margt af henni lært. Marga sokkana og vettlingana pijónaði hún á okkur ömmubömin og þökkum við fyrir okkur. Það var ávallt gott að koma til ömmu og afa sem vora svo yfírveguð og trúuð. Þar var nú ekki sýndarmennskan. Nú er hún horfín til afa sem hún annaðist alltaf vel og þótti svo vænt um. Blessuð sé minning hennar. Sigurbjörg og Sigurður. Minning: Michael Kriegsfeld Michael Kriegsfeld er allur. Ein- hvem veginn átti ég von á því að ég myndi sjálfur kveðja þennan heim á undan Michael. Hann var á tíma- bili orðinn hluti af tilvemnni hér á landi eins og krían og Morgunblaðið — álíka eilífur og Esjan. Einhvern veginn skaut honum upp, eins og sjálfkrafa, utan úr heimi, og aldrei þreyttist hann á að tala við og kenna þeim sem á hann vildu hlusta. Fyrir mörgum ámm þegar ég var að byija að læra arkitektúr tók einn af kennumnum okkar upp á því að „kenna okkur að sjá“. Eg hélt nú fyrst að hann gæti ekki bætt miklu við það sem ég kunni þá þegar í þeirri list að beita sjóninni — en viti menn. Á nokkmm vikum opnaði þessi maður fyrir mér algerlega nýj- an heim og kenndi mér að taka eftir fyrirbrigðum sem ég hafði ekkert tekið eftir, eins og hvernig skuggar falla, em mismunandi dökkir og hvemig litir breytast og taka lit af öðmm litum. Samt hefði ég áður getað svarið að ég væri alsjáandi. Á svipaðan hátt lauk Miehael upp fyrir mér öðmm víddum í mannlegu lífí og mannlegum samskiptum sem ég varð að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég hafði tekið jafn lítið eftir og skuggunum og litunum áður fyrr. Auðvitað var það sárt að þurfa að viðurkenna að maður taki ekki eftir því sem er að gerast beint fyrir framan augun á manni og án efa fannst mörgum sem kynntust Micha- el það erfítt að þurfa þannig að horf- ast í augu við sjálfa sig og lífs- blekkinguna. Mannlegt samfélag er nú einu sinni þannig að þeir eru ekki margir sem hafa þor eða vilja til að tjá sig og lifa í samræmi við sínar eigin tilfínningar og sannfær- ingu. Einhvem veginn er það svo auðvelt að ljúga bæði að sjálfum sér og öðrum — kannske bara svona pínulítið — bara til þess að komast hjá óþægindum, en kannske nóg til þess að aldrei er horfst í augu við raunvemleikann, fólk og fyrirbrigði eins og þau em í raun og vem. Þann- ig getur fólk búið saman í heilan mannsaldur án þess að þekkja hvort annað almennilega, án þess að lifa sínu eigin lífí — heldur eins og það heldur að aðrir vilji að það lifí. Og áður en varir er lífíð bara búið — og ekkert eftir nema ósögð orð og tilfinningar sem aldrei vom tjáðar. Ég hef ekki kynnst mörgum á lífs- Faðir minn, + ÁRNI LAUGDAL JÓNSSON, Bergþórugötu 14a, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 15. maí kl. 16.00. Stefán Árnason. + Ástkær bróðir okkar og mágur, JÓN GÍSLASON, Álftröö 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaöir, en þeim, sem viija minnast hans, er bent á Hjartavernd. Halldór Gíslason, Sigurborg Jakobsdóttir, Gunnþóra Gísladóttir, Stefán Gislason. + Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför MARKÚSAR JÓNSSONAR, Bláskógum 1, Hveragerði. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Þorleifsdóttir. Lokað Skrifstofa Rauða kross íslands, Rauðarárstíg 18, verður lokuð frá kl. 10.00-13.00 fimmtudaginn 14. maí vegna minningarathafnar um JÓN KARLSSON, hjúkrunarfræðing. Rauði kross íslands. leiðinni sem voru næmari á tilfínn- ingar manna en Michael, hvernig þeim leið, hvenær þeir vom að ljúga eða segja satt. Það er mín gæfa að hafa kynnst honum. Þótt Michael sé horfínn eins og farfuglarnir, þá eig- um við, kunningjar hans hér á Is- landi, sem vomm famir að líta á hann eins og fastan punkt í tilver- unni, minningu um mjög sérstæðan, tilfinninganæman mann sem kenndi okkur „to pay attention". Þegar ég kvaddi Michael í síðasta sinn, fómm við upp á Öskjuhlíð, borðuðum epli í hádeginu og horfðum á sólina skína á Skeijafjörðinn á milli tijánna. Að skilnaði gaf hann mér vísu sem honum hafði verið gefín í Danmörku og vel er við hæfí að sé hinsta kveðja til hans frá okk- ur sem þekktum hann hér á landi: Har du viser min ven syng dem nu for nu er tiden hvor viser skal synges og den der skal synge er du i morgen er máske for sent min ven det er trist for de viser der aldrig blev sunget sá tal nu ikke om viser med mig lad viseme tale for dig.“ Gestur Ólafsson. Opið alla daga frá kl. 9-22. + Am International Prentvélar, plötugerðartæki, setningartæki og fleiri tækl fyrir prentiðnað. Varityper OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 á&ietytivicfti'i, erfafciaasMi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.