Morgunblaðið - 14.05.1992, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.05.1992, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Nemendur Bændaskólans á Hvanneyri. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson HVANNEYRI Vantaði ekki í kennslustund báða veturna Við slit Bændaskólans á Hvann- eyri kom fram í ræðu skólastj- óra Sveins Hallgrímssonar að skólinn gerði æ meiri kröfur til nemenda, þeir aftur kvörtuðu undan miklu námsefni en samt voru meðalein- kunnir óvenju háar við brottfararpróf í þetta sinn. Nemendur sóttu kennslu mjög vel og hlutu 17 þeirra 10 í eink- un fyrir ástundun. Í skólaslitaræðu sinni gerði skóla- stjóri m.a. að umræðuefni, að skólinn hefði í mörg ár fengið naumt skammtað fé til viðhalds húsakynna skólans. Nú er svo komið að það verður að setja þak á „Nýja“ skóla- húsið, 30 árum eftir byggingu þess með steyptu flötu þaki. Ibúðarhús- næði skorti einnig á staðnum. Af 42 nemendum sem höfðu lokið prófum hlutu 2 ágætiseinkunn, 22, 1. og 15, 2. einkunn. Hæstu meðal- einkunn að þessu sinni hlaut Lárus Pétursson, Káranesi í Kjós 9,2. Að venju gáfu margir aðilar verðlaun til þeirra, sem hæstu einkunnir hlutu. Lárus hlaut verðlaun fyrir hæstu ein- kunn á búfræðiprófí og í verknámi. Hilda Pálmadóttir fyrir árangur í rekstrarsviði, í hrossarækt og ferða- þjónustu, Kristín Hermannsdóttir verðlaun fyrir árangur á sviði naut- griparæktar og verknán ásamt Lár- usi og Helga Lilja Pálsdóttir fyrir ullariðn. Steingrímur Kristinsson skaraði fram úr á sviði sauðfjárrækt- ar, einnig hlaut hann sérstaka viður- kenningu fyrir að hafa ekki vantað í eina einustu kennslustund báða veturna. Landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, flutti ávarp og afhenti Mævu Friðrúnu Sólmundsdóttur verðlaun fyrir árangur í skógrækt. Hilda Pálmadóttir ávarpaði samkom- una f.h. nýútskrifaðra búfræðinga. D.J. FLUGLEIDIR Ifklúbburinn KEILIR tilkynna eftiifarandi: laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. maí nk. verður leikinn 36 holu höggleikur með og án forgjafar á Hvaleyrarvellinum. Glæsilegar feróir frá FLUGLEIDUM eru í verólaun. AUKAVERDLAUN fyrir að fara holu í höggi á 17 braut er ferð fyrir tvo með Flugleiðum til Orlando. FLUGLEIDIR Ræst verður út frá kl. 8.00. Skráning verður i síma 53560 föstudaginn 15. maítol kl. 21.00. Mótið er stigamót. Kappleikjanefnd. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Hluti af nemendum Popplingaskóla Ingu Jónasar á Suðureyri með popplingahúfur á höfði á lokadegi skólans. UPPLYFTING Skólaslit í popplinga skóla Ingn Jónasar að voru kátir krakkar sem tóku á móti fréttaritara þeg- ar að hann leit inn í síðasta kennslutímann í Popplingaskóla Ingu Jónasar á Suðureyri. Að sögn Ingibjargar Jónasar- dóttur popplingaskólastjóra fékk hún hugmyndina að stofnun skól- ans í vetur sem leið þegar að umræðan um Suðureyri við Súg- andafjörð var sern neikvæðust hjá stjómvöldum. „Ég neita að gefast upp fyrir illu umtali og ákvað því að gera eitthvað jákvætt og skemmtilegt í hita leiksins og auglýsti opnun skólans. Ég fékk strax fimmtán nemendur sem hafa sýnt mikinn áhuga og hafa mætt vel í vetur. Þar sem ég hef ekki yfir hljómsveit að ráða þá hef ég lagt meira upp úr leik í kringum danslögin sem við flytj- um. Þá hefur eiginmaðurinn minn, Guðmundur A. Elíasson spilað undir á harmonikku í nokkrum laganna. Einnig höfum við horft á spólur frá rokklingaskóla Báru og Birgis og reynt að læra af þeim frábæra árangri sem þau hafa náð þar í sínu starfi". Ingibjörg segist vera ánægð eftir veturinn og vonast til að krakkarnir hafi haft bæði gagn og gaman að. - Sturla Páll. Morgunblaðir/-pþ Mömmurnar meö afkvæmi sín í miðdegismætingnnni. FÉLAGSMÁL Mömmumiðdegi Um miðdegið á miðvikudögum hafa 8 til 12 mömmur mætt í sal Kristniboðssambandsins við Háa- leitisbraut með bömin sín. Hefur þessi tími hentað sumum frekar held- ur en mömmumorgnar, sem eru í safnaðarheimilum nokkurra kirkna. Eru flestar mæðumar með böm, sem em nýfædd og upp að skólaaldri. Þó er það ekki skilyrði að eiga börn til að mæta þarna. Forsvarsmæðumar fyrir þessu starfi, þær Arna Ingólfsdóttir og Valdís Jónsdóttir, sögðu, að megin- markmiðið með þessu mömmumið- degi væri að hittast til að spjalla saman, auk þess sem þær hefðu stund með krökkunum, þar sem sungið væri með þeim og sagðar sögur. Þetta starf byijaði nú eftir áramót- in, og væri það opið hveijum, sem vildi koma, ekki síður feðrum, sem þó væru ákaflega latir við að láta sjá sig. COSPER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.