Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 54

Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 54
v 54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Émám FOLK ■ ANDY Roxburgh, landsliðs- þjálfari Skotlands, tilkynnti í gær í Chicago að Richard Gough, fyr- irliði Glasgow Rangers, yrði fyrir- liði skoska landsliðsins í EM í Sví- þjóð. Hann tekur við starfi Gor- don Strachan, sem er méiddur. Gough er 30 ára og hefur leikið 54 landsleiki. Skotland leikur vin- áttuleik gegn Bandaríkjunum í Denver á sunnudaginn. ■ PHIL Neal, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur verið rekinn sem framkvæmdastjóri Bolton. ■ OSSIE Ardiles, sem hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri WBA, hefur fengið Keith Burkinschaw sem aðstoðarmann sinn, en það var einmitt Burkinchaw sem keypti Ardiles frá Argentínu til Totten- ham á sínum tíma, þá sem fram- kvæmdastjóri félagsins. ■ MARSEILLE keypti Francois Omam-Biyik, miðherja Kamerún og franska 21-árs landsliðsmann- inn Zinedine Zidane frá Cannes í gær. Félagið borgaði 70,8 millj. ísl. kr. fyrir Zidane og 53,1 millj. fyrir Omam-Biyik. ■ IRIS Biba maraþonhlaupari frá Þýskalandi féll á lyfjaprófí í Port- úgal á dögunum. Hún varð níunda á heimsmeistaramótinu í Japan en á nú yfir höfði sér keppnisbann. ■ TVEIR slösuðust þegar ítalskir stuðningsmenn Tórinó köstuðu gijóti út um lestarglugga þegar þeir fóru um Belgíu á leið sinni til Hollands til að fylgjast með leik liðs síns og Ajax. Stuðningsmenn- imir skemmdu einnig nýja bíla sem var verið að flytja með lest sem þeir mættu og bmtu nokkra glugga i verslunum sem ekið var framhjá. ■ MICHAEL Jordan vaknaði loks til lífsins í fyrrinótt og skoraði 37 stig, þar af 13 stig í fjórða leik- hluta, þegar Chicago vann New York 96:88 í fimmta leik liðanna í úrlslitakeppni NBA-deildarinnar. Chigago er yfir í fyrsta sinn, 3-2, en allir leikirnir hafa verið mjög jafnir. ■ PAT Ewing hjá New York fékk sjöttu villuna, þegar þijár og hálf mínúta vom til leiksloka og Serði fjarvera hans útslagið. I HVORUGT liðið hefur fyrr náð að skora 96 stig í úrslitaleikjunum. "*/iðureignir liðanna hafa fyrst og fremst verið leikir vamanna. ■ LEIKMENN Chicago hafa kvartað í fjölmiðlum yfir hörku leik- manna New York. Sama var uppi á teningnum, þegar Chicago mætti Detroit. New York hefur svarað því til að menn ættu að hætta þessu voli, en einbeita sér að leiknum í staðinn. ■ UTAH vann Seattle 89:83 á útivelli og er á góðri leið, staðan er 3-1. ■ MIKE Dunlevay, þjálfari Los Angeles Lakers, komst að sam- komulagi við félagið og hætti, en gerði þess í stað átta ára samning við Milwaukee sem þjálfari og framkvæmdastjóri. Þetta er lengsti samningur, sem um getur í deild- inni. ■ DUNLEVA Yvar áður leikmað- ur og aðstoðarþjálfari Milwaukee og er mikill vinur eiganda félagsins. I LOS Angeles Lakers fær m.a. tvo valrétti frá Milwaukee í staðinn á næstu tveimur ámm. ■ CHUCH Daily er hættur sem þjálfari Detroit. Han er þjálfari ólympíuliðs Bandaríkjanna. ■ BILL Fitch gafst upp á leik- mönnum New Jersey og hætti. Leikmenn vom farnir að neita að spila. Leiðrétting Jónas Stefánsson, markvörður drengjalandsliðsins í handknattleik, sem fer til Grænlands eftir helgi, er í FH en ekki KR eins og stóð í blaðinu í fyrradag. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum KNATTSPYRNA Hvað sögðu þeir eftir leikinn í Aþenu? „Þetta var gamla sagan“ „ÞETTA er alltaf sama gamla sagan. Við erum að tapa með einu marki á útivelli. Við feng- um færi til að jafna en heppnin var ekki með okkur frekar en fyrri daginn," sagði Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska liðsins. Byrjunin hjá okkur var slæm. Við verðum að yfirfara þessa andlegu hindrun. Það er greinilega eitthvað sem við þurfum að laga. Allir þessir leikir í EM og HM em erfiðir, sérstaklega á útivöllum." Guðni sagði að vömin hefði virk- að ágætlega. „En við lentum í vand- ræðum með Grikkina í auka- og homspymum. Menn vom ekki alveg með á nótunum. Þegar markið kom á okkur vantaði mann til að dekka þann sem skoraði, við vomm of staðir og ekki nógu vakandi. Það er ljóst að við fáum nóg að hugsa á næstunni og getum ömgglega lagað ýmislegt fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. Eyjólfur Sverrisson „ Við voram einfaldlega ekki nógu grimmir í byijun. Þetta lagaðist eftir að þeir skorðu, því þá þurftum við virkilega að sækja. En ég er ekki ánægður með leikinn, það er alltaf erfitt að sætta sig við tap, við fengum marktækifæri sem við nýttum ekki,“ sagði Eyjólfur Sverr- isson. Eyjólfur fékk ágætt marktæki- færi í lok fyrri hálfleiks. „Færið var þröngt. Markvörðurinn lokaði markinu og svo var ég með vamar- mann í mér. En skotið var lélegt. Ég bjóst við Grikkjum enn sterkari en þeir hafa snerpuna fram yfir okkur. Við eigum að geta unnið þetta lið á heimavelli." Birkir Kristinsson „Það var mikið líf í þessu, l'yrstu þijátíu mínúturnar. Ég átti ekki von á þeim svona grimmum, en ég fékk góða upphitun í markinu,“ sagði Birkir Kristinsson markvörður ís- lenska liðsins. „Ég átti aldrei möguleika í þenn- an bolta, því ég skutlaði mér eftir fyrri skallann sem hafnaði í stöng- inni og lá því niðri þegar að hann náði frákastinu og skoraði. Eftir markið hægðu þeir á sér og við náðum okkur aðeins á strik. Ég er ánægður með mína frammistöðu, en að sjálfsögðu ekki með tapið.“ Rúnar Kristinsson „Byijunin var erfið, við náðum ekki að koma boltanum frá vörn- inni á miðjuna," sagði Rúnar Krist- insson, besti leikmaður íslenska liðsins í gær. „Við höfum verið að spila vel undanfarið og fáum ágæt- is færi, en það vantar allaf herslu- muninn. Við vom of seinir í gang og það dugar ekki gegn svona liði. Ég fékk tvö færi sem ég hefði átt að skora úr.“ Kristján Jónsson „Grikkir byijuðu af rosalegum krafti. Ég bjóst við að landsliðs- mennirnir myndu spila svipað og Panathinaikos, en þeir voru miklu grimmari, það er eins og það þurfi alltaf mark til að vekja okkur. Við verðum að laga það,“ sagði Kristján Jónsson. Hann sagðist hafa brotið á sóknarmanni Grikkja í upphafí leiks og bjóst við að dómarinn myndi flauta og dæma vítaspyrnu. „Þar sluppum við vel.“ Grikkland - ísland 1:0 Ólympíuleikvangurinn í Aþenu, undankeppni HM 5. riðill, miðvikudaginn 13. maí 1992. Mark Grikklands: Panayotis Sofíanopoulos (24.) Gul spjöld: Toursoumides (60.), Valur Valsson (50.) Eyjólfur Sverrisson (77.) Dómari: Aschenmancher frá Þýskalandi. Áhorfendur: 10.000 Lið íslands: Birkir Kristinsson, Sævar Jónsson, Kristján Jónsson, Guðni Bergsson, Val- ur Valsson, Kristinn R. Jónsson, Rúnar Kristinsson, Baldur Bjarnason, Amar Grétars- son, Andri Marteinsson (Hörður Magnússon vm. á 75. mín.), Eyjólfur Sverrisson. Lið Grikklands: Papabopoulos, Aportolakis, Kallitzakis, Manolas, Mitsibonas, Psalouhi- dis, Tsiantakis, Alexandris, Dimitriadis (Borbokis vm á 62. mín.), Toursoumides (Niopl- ias vm. á 78. mín), Sofianopoulos. Islenska landsliðið skipað leik- mönnum 18 ára og yngri gerði jafntefli, 2:2, við Pólveija á móti í Tékkóslóvakíu á þriðjudag. Pálmi Haraldsson, Akranesi - sem jafn- aði, 1:1, beint úr aukaspyrnu og Helgi Sigurðsson, Víkingi, skoruðu mörkin. Helgi skoraði, 2:2, á síð- ustu mínútu leiksins. Strákarnir töpuðu í gær, 0:2, fyrir Tékkum. Jóhann Steinarsson meiddist í leiknum. Að sögn Guðna Kjartans- sonar, þjálfara, var brotið á honum inní teig og vítaspyrnudómur virtist óhjákvæmilegur, en flestum á óvart hefði dómarinn dæmt á Jóhann. ÚRSLIT Knattspyrnu UEFA-keppnin Ajax - Torínó................ 0:0 ■Þetta var síðari leikur liðanna. Ajax kemst áfram því liðin gerðu 2:2 jafntefli i fyrri leiknum. 42.000 áhorfendur voru á leiknum í gær. England Úrlsitakeppnin um laus sæti i deildum. 2. deild: Derby - Blackburn..............2:1 ■Blackbum sigraði 5:4 samtals. Leicester - Cambridge..........5:0 ■Leicester sigraði 6:1 samtals. Leicester og Blackbum leika til úrslita um laust sæti í Úrvalsdeild að ári. 3. deild: Stoke - Stockport..............1:1 ■Stockport sigraði 2:1 samtals. 4. deild: Blackpool - Barnet.............2:0 ■Blackpool sigraði 2:1 samtals. Scunthorpe - Crewe.............2:0 ■Scunthorpe sigraði 4:2 samtals. Frakkland Úrlsitakeppnin um laust sæti i 1. deild að ári. Strasbourg - Rennes............4:1 ■Strasbourg leikur þvi í 1. deild að ári en Rennes fellur í 2. deild. Körfuknattleikur Leikir í NBA-deildinni í fyrrinótt: Austurdeild: Chicago - New York................96:88 (Chicago er yfir 3:2). Vesturdeild: Utah Jazz - Seattle...............89:83 (Utah er yfir 3:1). Siglingar Paul Cayard tapaði þriðju kappsiglingunni í einvíginu um Ameríkubikarinn í skútusigl- ingum í fyrrakvöld og eins og í fyrstu sigl- ingunni gerði hann afdrifarík mistök við rástnarkið. Er staðan því 2-1 fyrir Bill Koch og skútuna Amerika' en fjórða siglingin fer fram í kvöld við Lómatanga skammt frá San Diego. Þar tóku fyrstu spænsku land- nemamir á vesturströnd Ameriku land. Ajax varð annað félagsliðið í Evrópu til að vinna Evrópu- bikarana þijá í knattspyrnu - lék eftir afrek Juventus, þegar félagið vann UEFA-keppnina í gærkvöldi. Aður hefur félagið orðið Evrópu- meistari meistaraliða og bikarhafa. Ajax gerði jafntefli, 0:0, við Torínó í seinni leik liðanna, en fyrri leikn- um lauk einnig með jafntefli, 2:2. Mörkin í Tórínó dugðu Ajax til sig- urs. Torínó var óheppið því að leik- menn liðsins fengu mörg gullin tækifæri til að gera út um leikinn. Rétt undir lok leiksins átti Walter Casagrande hjá Tórínó þrumuskot sem skall á þverslánni á marki Ajax - það var þriðja skot félagsins sem hafnaði á tréverkinu. Casagrande átti t.d. áður skalla á stöng. Það var mikið kapp í leikmönnum lið- anna og undir lokin brutust út slagsmál þegar Roberto Policanon, varnarleikmaður Torínó, braut gróflega á Svíanum Stefan Petters- son, besta leikmanni Ajax, sem fór af leikvelli með brotinn handlegg. Reuter Rúnar Kristinsson í baráttu við Toursounidis í Aþenu í gærkvöldi. Ajax fékk UEFA-bikarínn Jafnt gegn Pólverjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.