Morgunblaðið - 19.06.1992, Page 4

Morgunblaðið - 19.06.1992, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Glímt við Júdasog Brynjólfstak ÞEIR ERU eflaust margir sem glímt hafa við steinana Júdas og Brynjólfstak í gegnum árin. FerðaJfólk sem leggur leið sína út á Látrabjarg staldrar gjarn- an við steinana tvo til að spreyta sig. Júdas er 130 kg en Brynjólfs- tak er 281 kg á þyngd. Agúst Ólafsson, formaður björgunar- sveitarinnar Blakks frá Patreks- fírði, glímdi við steinana fyrir skömmu og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum gekk hon- um vel. Ágúst reif Júdas upp að bringu í fyrstu tilraun og blés ekki úr nös á eftir. Hann reisti Brynjólfstakið upp á rönd og lyfti honum síðan fáeina sentimetra á loft. Sagt er að þeir sem lyfta Júd- asi séu hraustir, en þeir sem lyfti Brynjólfstaki séu aflraunamenn miklir. Umræddur steinn hefur ^Morgunblaðið/Róbert Schmidt Ágúst Olafsson glímir hér við aflraunasteinana. reynst sumum erfíður í hendi því oftar en einu sinni hafa menn orðið undir steininum og slasast illa. Menn ættu því aldrei að glíma við Brynjólfstak einir á ferð. R. Schmidt. Aðskilnaður dóms- og framkvæmdavalds 1. júlí: Sjötíu löglærðir fulltrú- ar í óvissu um stöðu sína MIKIL óvissa ríkir um stöðu 70 löglærðra fulltrúa sem koma munu til með að starfa hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík, hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur og hjá sýslumönnum úti á landi eftir aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds 1. júlí nk. Að sögn Völu Valtýsdóttur, formanns Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu, hefur enn ekki samist um hvaða starfsheiti fulltrúarnir muni bera, hvert starfssvið þeirra verði eða á hvaða launakjörum þeir verði. Hún segir að þessi mál hefðu átt að vera frágengin fyrir hálfu ári. „Upphaflega báðum við um fund vegna þessa máls í nóvember sl. Við vorum hins vegar ekki boðuð á fyrsta fund fyrr en 20. maí sem er hálfu ári of seint,“ segir Vala. Með aðskilnaðarlögunum voru embætti Sakadóms, Borgardóms og Borgarfógeta í Reykjavík lögð niður en í þess stað sett á laggirnar emb- ætti Sýslumanns í Reykjavík og Héraðsdómstóls í Reykjavík. í stað sýslumanna og bæjarfógeta úti á landi koma sýslumenn og héraðs- dómstólar. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 19. JUNI YFIRLIT: Um 1000 km suður af landinu er 1043 mb hæð en við strönd Græn- lands vestur af Snæfellsnesi er vaxandi 1000 mb lægð á leið NA. SPÁ: Það verður vestan- og suðvestanátt um allt land, víða allhvöss eða hvöss á norðan- og vestanverðu landinu en stinningskaldi eða allhvasst í öðrum tands- hlutum. Skúrir verða um vestanvert landið en léttskýjað austantil. Síðdegis fer heldur að draga úr veöurhæðinni. 7-12 stiga hiti verður um vestanvert landið og við ströndina en allt að 17 stiga hiti á Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Minnkandi vestanátt á vestan- og sunnanverðu landinu en norðvestan stinningskaldi norðaustanlands. Skýjað verður og skúr- ir um norðan- og vestanvert landið en bjart veöur suðaustanlands. Hiti 7-15 stig. Hlýjast á SA-landi. HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg norðvestlæg átt. Skýjað og smáskúrir um norðan- og vestanvert landið, en víða léttskýjað annars staðar. Hiti verður 6-13 stig og hlýjast á.SA-landi. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V 'v' V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjóður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka riig.. FÆRÐÁ VEGUM: <k«. i7.30rgœr) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, utan einstaka vegakafla á Vestfjörð- um sem lokaðir eru vegna aurbleytu og sumstaðar eru sérstakar öxulþungatak- markanir af þessum sökum. Á Norðausturlandi hafa hálendisvegir í Oskju, Kverkfjöll og Snæfell verið opnaðir. Á Suðurlandi hefur verið opnað í Jökul- heima og Veiðivötn. Þessar leiðir eru aðeins færar jeppum og stórum bílum. Þorskafjarðarheiði á Vestfjöröum hefur nú verið opnuð fyrir alla umferð. Klæð- ingaflokkar eru nú að störfum víða um landið og að gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að forða tjóni af völd- um steinkasts. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hiti veður 18 léttskýjsð 13 mi6tur Bergen 14 skýjaö Helsínki 13 rigning Kaupmannahöfn 16 skúr Narssarssuaq 4 súid Nuuk -1 snjókoma Ósló 19 skýjað Stokkhólmur 20 skýjað Þórshöfn 12 alskýjað Algarve 21 þokumóða Amsterdam 15 skúr Barcelona 21 mistur Berlín 22 hálfskýjað Chicago 20 skýjað Feneyjar 25 heiðskírt Frankfurt 20 skýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 12 rigning London 18 skýjað Los Angeles 15 léttskýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Madríd 23 skýjað Malaga 28 léttskýjað Mallorca 26 hálfskýjað Montreal 20 skýjað NewYork 19 léttskýjað Orlando vantar París 18 skýjað Madelra 20 skýjað Róm 23 skýjað Vín 21 hálfskýjað Washington 20 léttskýjað Wihnipeg 11 hálfskýjað Vala segir að meginágreiningur- inn sé um kjör þeirra starfsmanna sem komi til með að starfa hjá sýsl- umönnum úti á landi. „Samninga- nefnd ríkisins og dómsmálaráðunT eytið líta svo á að um nýjar stöður sé að ræða hjá þeim sem koma munu til með að starfa hjá einbætt- unum í Reykjavík og eru því tilbún- ir að semja um þær þó enn sé því ekki lokið,“ segir Vala. „Embættin úti á landi verða hins vegar ekki lögð niður heldur verður einungis um breytingu á verkefnum að ræða. Við lítum svo á að stöður þessara félagsmanna úti á landi séu nýjar og það beri að semja um þær jafnframt því sem verið er að semja um kjör þeirra starfsmanna sem verða á hinum nýju stofnunum í Reykjavík. Þetta vilja samninga- nefndir ríkisins hins vegar ekki fall- ast á,“ segir Vala. Vala segir að fulltrúarnir séu óánægðir með þetta og hafi margir látið það í ljós að þeir líti svo á að ráðningarsamningar þeirra séu úti um næstu mánaðamót og þeir fari þá á biðlaun. -----♦ ♦ «--- Útgáfa Þjóðviljans gjaldþrota Útgáfufélagið Bjarki sem gaf út Þjóðviljann, var tekið til gjald- þrotaskipta hjá skiptaráðandan- um í Reykjavík síðastliðinn þriðjudag. Bústjóri hefur verið ráðinn Elvar Örn Unnsteinsson hdl. Gjaldþrotaúrskurðurinn var kveðinn upp að ósk stjómar félags- ins. Ekki fengust í gær upplýsingar um eigna- og skuldastöðu Utgáfu- félagsins Bjarka, en einhveijar eignir eru til í þrotabúinu, að sögn Grétu Baldursdóttur borgarfógeta. Sem kunnugt er var útgáfu Þjóð- viljans hætt á liðnum vetri en nokkrir fyrrverandi starfsmenn blaðsins hófu útgáfu Helgarblaðs- ins sem meðal annars hafði á leigu eignir og aðstöðu Þjöðviljans. Þjóðverji slasast ÞÝSKUR ferðamaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgarspitalann í Reykjavík eftir að hann féll af bíl á Kleifaheiði á þjóðhátíðardaginn og meiddist á höfði. maðurinn lá enn á gjörgæslu- deOd Borgarspítalans síðdegis í gær. Landhelgisgæslunni barst beiðni um að sækja manninn umklukkan hálfþijú 17. júní en þá hafði maður- inn fallið aftan af bifreið sem ekið var eftir Kleifarheiði og lent á hnakkanum. Þyrlan lenti á knatt- spyrnuvelli við Patreksfjörð og flaug þaðan á Borgarspítalann þar sem hún lenti skömmu fyrir klukk- an 18. Þar lá maðurinn enn á gjörgæslu- deild síðdegis í gær. Slasaðist eftir glæfraakstur STÚLKA var flutt frá Flúðum á slysadeild í Reykjavík eftir bíl- veltu á Flúðum aðfaranótt 17. júní. Ökumaður bílsins, sem er grunaður um ölvun, stakk af frá slysstaðnum en gaf sig síðar fram við lögreglu. Lögreglunni á Selfossi var til- kynnt um ökumann sem talin væri ölvaður og æki fólksbíl sínum glæfralega um Flúðir. Þegar lög- reglan kom á staðinn var maðurinn búinn að velta bílnum og farinn af staðnum en stúlka sem verið hafði farþegi í bílnum var slösuð eftir. Hún var flutt til læknis á Laugar- ási og þaðan á slysadeild Borgar- spítalans í Reykjavík. Meiðsli henn- ar reyndust hins vegar ekki alvarleg og var hún útskrifuð um hádegi á 17. júní. Um svipað leyti gaf ökumaður bílsins og eigandi sig fram við lög- reglu á Selfossi og gekkst við akstr- inum. Bíll hans er stórskemmdur. Morgunblaðið selst í 52.165 eintökum í SAMRÆMI við reglur upplagseftirlits dagblaða hjá Verslunar- ráði íslands, hefur trúnaðarmaður þess sannreynt sölu Morgun- blaðsins í mánuðunum mars, apríl og maí 1992. Á þessu þriggja mánaða tímabili seldust að meðaltali 52.165 eintök. Meðaltalssala Morgunblaðsins á sex mánaða tímabilinu frá því í desember 1991 til og með maí 1992 var hins vegar 52.308 eintök. mánaða fresti og verða næstu tölur birtar í júlí. Það eftirlit nær einnig aðeins til þeirra aðila sem nýta sér eftirlitsþjónustuna að eigin frumkvæði. Nýjustu tölur frá upplafeftirlit- inu liggja jafnan frammi í af- greiðslu Verslunarráðsins á 7. hæð í Húsi verslunarinnar og er hægt að fá þær sendar í sím- bréfi. Af hálfu Verslunarráðsins annast Herbert Guðmundsson fé- lagsmálastjóri umsjón með upp- lagseftirlitinu, en trúnaðarmaður þess er Reynir Vignir löggiltur endurskoðandi hjá Endurskoðun- armiðstöðinni hf. - N. Mancher. í frétt frá Verslunarráði íslands segir: „Þetta eru tölur yfir þau eintök, sem útgáfufyrirtæki Morgunblaðsins hafði fengið greidd þegar skoðun eftirlitsins fór fram. Tölur frá upplagseftir- liti dagblaða eru birtar á þriggja mánaða fresti. Um þessar mundir notar Morgunblaðið eitt dagblað- anna sér þessa þjónustu, en það hefur raunar nýtt sér eftirlitið frá upphafi þess fýrir um 7 árum.“ Frá upplagseftirliti tímarita, upplagaeftirliti fréttablaða og upplagseftirliti kynningarrita eru birtar tölur um prentað upplag og dreifingu (ekki sölu) á fjögurra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.