Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 56

Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 56
Gæfan fylgi þér í umferðinni sióvá'SMalmennar MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Rok í Eyjafirði: Morgunblaðið/Rúnar Þór f vandræðum í vendingunni Böm úr Siglingaklúbbnum Nökkva voru að æfa sig á Pollinum við Höepfnersvæðið á Akureyri í gær. Sunnan strekkingur var á Akureyri og átti þessi stúlka greinilega í vandræðum í vendingunni við baujuna. Hlutafélag um miðlun fiskkara í undirbúningi: Má komast af með helmingi færri fiskkör en nú eru til í UNDIRBÚNINGI er stofnun hlutafélags um rekstur fiskkaramiðlunar í eigu fjögurra stærstu fiskmarkaða landsins og flutningafyrirtækisins Hafnarbakka. Hugsanlega verður fiskmörkuðum úti á landi boðin þátt- taka í félaginu, að sögn Braga Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Hafn- arbakka. Þessir aðilar eru sammála um brýna þörf á slíku fyrirtæki og telja þeir að allt of mörg fiskkör séu til á landinu og að þau nýtist ekki sem skyldi. Komast megi af með 28 þúsund kör en nú eru 56 þúsund fiskikör í notkun í landinu og einn miHjarður kr. bundinn í þeim. Trilla í sjálfheldu BÓSI HF 86, 4 tonna trilla, lenti í sjálfheldu í ísafjarðardjúpi í gærkvöldi vegna veðurs. Einn maður var um borð sem sakaði ekki. Björgunarbáturinn Daníel Sigmundson fylgdi trillunni til Súðavíkur. Að sögn Ragnars Kristinssonar, skipstjóra á Daníel Sigmundssyni, gekk vel að fylgja trillunni til hafnar en um 9-10 vindstig voru á þessum slóðum í gærkvöldi. Trillan mun vera óskemmd. -----» ♦ ♦--- Stjóm veitustofnana: Sumarráðn- ingar kann- aðar frekar STJÓRN veitustofnana Reykjavík- urborgar hefur samþykkt að fela forstjórum veitustofnana að at- huga hvort hægt sé að ráða fleira starfsfólk til sumarvinnu til við- bótar þeim 100 starfsmönnum sem þegar hafa verið ráðnir. Tillagan kom frá Páli Gíslasyni formanni stjómar veitustofnana og var hún samþykkt samhljóða. Fram kemur, að ennþá sé erfitt ástand í atvinnumálum ungs fólks í sumar. í vor hafi komið fram við athugun að finna megi hagstæð verkefni hjá veitustofnununum, sem vinna megi í sumar frekar en síðar. Miðað við núverandi ástand á atvinnumarkað- inum geti því verið skynsamlegt að ráða fleira fólk til vinnu núna. Ekki hefur rekstrarform fyrirtæk- isins verið ákveðið, en jafnframt leigu á fískkörum og -kössum er hugsan- legt að það leigi einnig út vörubretti. Bragi sagði að stjómir fyrirtækj- anna fjögurra, Fiskmarkaðs Suður- nesja, Fiskmarkaðs Hafnarfjarðar, Faxamarkaðarins og Hafnarbakka, ættu eftir að taka ákvarðanir um rekstrarform félagsins. Hann kvaðst telja að umboðsmenn yrðu á hveijum stað úti á landi og fælist starf þeirra í að skrá allar hrevfingar á umbúðum jafnóðum. Fiskmarkaðimir væm hver fyrir sig með starfsemi hver í sínu homi varðandi útvegun á fisk- kömm og það sem fyrst og fremst áynnist með stofnun fyrirtækisins væri skipulag og stjómun á notkun karanna. „Sagt er að menn geri út á það að fara í sumarfrí til Evrópu- landa og leita að kömm til að fjár- magna ferðina. Körin liggja um alla Evrópu, þangað sem fiskur hefur verið seldur," sagði Bragi. Fiskkar kostar um 18 þúsund kr. Það em einkum þijú fyrirtæki sem framleiða þau, þ.e. Sæplast, Borg- arplast og Normex. Fiskkassi kostar 1.200-1.500 kr. Talið er að 56 þús- und nothæf kör séu til í landinu en þörf er talin vera fyrir um 28 þús- und, eða helming þess sem til er í landinu. Heildarfjárfesting í fiskkör- um er því rúmur einn milljarður kr. „Það yrði öllum til hagsbóta að halda utan um körin, fylgjast með því hvar þau em og nýta þau sem til em í landinu. Það er gefið mál að það em til miklu fleiri kör í landinu en þarf. Þeir sem þyrftu á þeim að halda tíma- bundið gætu leigt þau í stað þess að kaupa þau,“ sagði Bragi. Hann sagði að menn væm sam- mála um að full þörf væri á slíkri starfsemi og hefði mikil undirbún- ingsvinna og upplýsingaöflun farið fram. í aflatoppum getur orðið gífur- leg eftirspum eftir kömm, sérstak- lega ef aflatoppamir fæm saman við mikinn útflutning á físki. Kör í út- flutningi væm bundin í ljórar vikur eða lengur í útlöndum. -----» ♦ ♦ Góð byrjun í Grímsá: Ain „sýður“ á grunnuni brotum LAXVEIÐI hefur byijað vel í nokkrum ám síðustu daga, í sum- um betur en í meðalári. I Grimsá í Borgarfirði muna menn ekki eftir öðru eins, en þar veiddust 70 laxar tvo fyrstu veiðidagana og stórar göngur sáust á ferðinni svo áin sauð á grunnum brotum. I Haukadalsá i Dölum var einnig hörkubyijun og 20 stórlaxar veiddust þar fyrsta daginn. Vatn hefur sjatnað og hlýnað nokkuð í veiðiám hérlendis síðustu daga og hefur það sitt að segja, því göngur hafa aukist og veiði glæðst viðast hvar. Að sögn veiðimanna við Hauka- dalsá er þetta besta byijunin í þeirri á sem menn muna og svo gott var vatnið í ánni til veiða, að menn gripu jafnvel til flugna af stærðinni 8 og 10 sem að öllu jöfnu tengjast fremur veiðiskap er líður eilítið á sumarið. Víðar byijaði vel, t.d. í Miðfjarðará og Langá, auk þess sem veiði í Norð- urá, Þverá og Kjarrá hefur glæðst vemlega að undanfömu. Sjá nánar „Eru þeir að fá 'ann?“ á miðopnu. Strætisvagnar Reykjavíkur: Ákveðið að taka upp mánaðarkort Einstaklingsfargj öld hækka STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sín- um í gær að hefja notkun á ópersónulegum mánaðarkortum, svo- kölluðum grænum kortum, fyrir fullorðna frá og með næsta hausti. Handhafar slíkra korta munu geta ferðast ótakmarkað með strætis- vögnum um mánaðartima. Hugmyndir eru uppi um að kortin gildi jafnframt á leiðum strætisvagna hinna sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. Hámarksverð á kortunum verður 2.900 krónur. Opersónulegu mánaðarkortin 2.900 krónur en boðið verður upp verða miðuð við handhafa. A kort- unum verða ekki myndir né nöfn og verður því hægt að lána þau öðrum til notkunar. Að sögn Sveins Andra Sveins- sonar, stjómarformanns SVR, munu kortin kosta að hámarki á magnafslátt fyrir fyrirtæki, skólafélög eða aðra sem það vilja nýta sér. Að sögn Sveins Andra er áætlað að meðalferðafjöldi á hvert kort verði 70 ferðir en miðað við 70 ferðir mun hver ferð kosta 41,3 krónur sem er tæplega 20% lægra en afsláttarverð í dag. „Allar ferðir umfram 58 verða því ókeypis séu kortin borin saman við núverandi gjaldskrá," segir Sveinn Andri. „Eins og núverandi kerfi er upp- byggt þá skiptir það í raun engu máli hversu oft farþegar fara með strætisvögnum, hvert einstakt far er alltaf jafn dýrt. Þetta hefur stjóm SVR þótt óréttlátt en með því að taka upp mánaðarkort verð- ur sú breyting á að þeim mun oft- ar sem fólk ferðast með strætis- vögnum þeim mun ódýrari verða ferðirnar," segir hann. Samhliða þessari breytingu sam- þykkti stjóm SVR einróma að hækka staðgreiðslufargjald úr 70 í 100 krónur og bjóða upp á 10 farmiða afsláttarkort þar sem hver farmiði kostar 90 krónur. „Það er ekki reiknað með að þetta skili betri afkomu. Það sem í raun og veru mun gerast er að þeir sem ferðast sjaldan munu greiða niður ferðirnar fyrir reglu- lega notendur," segir Sveinn Andri. Kerfisbreytingin mun fyrst í stað aðeins ná til fullorðinna en gjald- skrá gagnvart börnum, öryrkjum og öldruðum verður óbreytt. Hey flettist af túnum Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. MIKIÐ suðvestan hvassviðri gekk yfir í Eyjafirði í gær og olli tjóni á heyi og ýmsum gróðri. Mikinn moldarmökk lagði yfir sveitina úr nýjum sáðsléttum og kartöflu- görðum. Nýlega slegið gras þomaði mjög hratt og tók að flettast af túnum og fjúka á nærliggjandi girðingar og í skurði. Fengu menn ekki við neitt ráðið. Kálplöntur og kartöflugrös hafa lemstrast og verða lengi að ná ser' Benjamin ísafjarðardjúp:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.