Morgunblaðið - 19.06.1992, Page 33

Morgunblaðið - 19.06.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 33 Djassklúbb- ur Egilsstaða í tónleika- för nyrðra DJASSKLÚBBUR Egilsstaða verður í snöggri tónleikaferð um Norðausturland um helgina. í kvöld, föstudagskvöldið 19. júní, verða haldnir tónleikar á Hótel Húsa- vík og hefjast þeir kl. 21, á morgun, laugardag, verða tónleikar í Sælu- húsinu á Dalvík kl. 16 og síðustu tónleikamir verða á Hótel KEA á Akureyri kl. 21 á laugardagskvöld. Á tónleikunum koma fram Djass- kórinn Amdís frá Egilsstöðum, Garð- ar Harðarson blúsari og hljóðfæra- leikararnir úr Djasssmiðju Austur- lands. Gestir á tónleikunum verða Viðar Alfreðsson, trompetleikari og Jón Páll Bjarnason, gítarleikari. Tónleikaferð Djassklúbbs Austur- lands er farin til þess að hita upp fyrir hina árlegu Djasshátíð á Egils- stöðum og kynna hana. Hátíðin sem hefst 25. júní næstkomandi er sú fímmta í röðinni. Á henni koma fram þeir listamenn sem eru með í tón- leikaferðinni auk fjölda annarra. (Fréttatilkynning) ---------------- Ráðstefna um at- vinnusköpun kvenna: Markaðstorg o g umræður RÁÐSTEFNA um atvinnusköpun kvenna, undir yfirskriftinni „Að taka málin i eigin hendur“ verður sett í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, föstudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þing- kona flytur erindi senT nefnist Tíma- mót, ný byijun, á föstudagsmorgun, en eftir hádegi verður unnið í hópum þar sem fjallað verður um mismun- andi leiðir kvenna til áhrifa. Síðdegis verður haldið markaðs- torg í Alþýðuhúsinu þar sem þátttak- endur kynna vörur sínar, þjónustu og aðgerðir, en um kvöldið verður dagskrá í Kvennalundi í Naustaborg- um þar sem m.a. verður plantað og grillað. Stefanía Traustadóttir félagsfræð- ingur flytur erindi seinni ráðstefnu- daginn, sem nefnist Samkeppn- in/samstaðan, Konan, ísland og umheimurinn. Síðan verður unnið í hópum um leiðir til atvinnusköpunar. Lynn Ludlam framkvæmdastjóri með eigin atvinnurekstur í almanna- tengslum og markaðssetningu í Los Angeles í Bandaríkjunum flytur fyr- irlestur kl. 13.30 á laugardag, en síðdegis verður unnið í hópum undir yfírskriftinni Að skipuleggja framtíð- ina. Að lokum verða pallborðsumræður um framtíðarsýn um stöðu kynja, atvinnusköpun og áhrif kvenna, en ráðstefnunni lýkur kl. 18 á laugar- dag. ------» » »----- Píanótón- leikar í Safnahúsinu TÉKKNESKI píanóleikarinn Pa- vol Kovác heldur tónleika í Safna- húsinu á Húsavík sunnudags- kvöldið 21. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru sónötur eftir Mozait og Beethoven og polkar og pólonesur eftir Chopin, Smetana og Listz. Pavol Kovác nam píanóleik í heimalandi sínu, en er nú búsettur í Þýskalandi. Hann hefur haldið tón- leika í yfír 30 löndum og kemur til íslands úr tónleikaferð um Bandarík- in. Auk tónleikanna á Húsavík leikur hann einnig í Listasafni Siguijóns Ólafssonar næstkomandi þriðjudags- kvöld. Morgunblaðið/Rúnar Þór Það er vandasamt verk að stilla um 130 manna hópi upp til myndatöku, en Páll Pálsson ljósmyndari bar sig fagmannlega að er hann stillti nýstúdentum Menntaskólans á Akureyri upp í Stefánslundi á þjóðhátíðardaginn. 127 stúdentar brautskráðust frá Menntaskóianum á Akureyri: Meðaleinkunn á stúdentsprófi ekki verið hærri í marga áratugi 43% nýstúdenta með fyrstu einkunn SKÓLAHÁTÍÐ Menntaskólans á Akureyri var haldinn á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní. Að þessu sinni voru 127 stúdentar braut- skráðir frá skólanum, en alls hafa 4.779 stúdentar verið braut- skráðir frá skólanum. Meðalein- kunn á stúdentsprófi nú var 7,22 og hefur hún ekki verið svo há í áratugi, að sögn Tryggva Gisla- sonar skólameistara. Tæpur helmingur nemenda, eða 43% þeirra, náði fyrstu einkunn og sagði Tryggvi að slíkt tækist ekki nema með mikilli vinnu bæði nemenda og kennara. Með- aleinkunn á stúdentsprófi hefði verið að hækka hægt og sígandi undanfarin ár, en hefði ekki ver- ið hærri en nú í áratugi. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Finnur Friðriksson, 9,51. Fjölmenni var við skólahátíð Menntaskólans á Akureyri, svo sem venja er, en fulltrúar afmælisár- ganga voru viðstaddir, þ.e. 50 ára, 40 ára, 30 ára, 25 ára, 20 ára, 15 Niðjamót í Grímsey: íbúatalan tvöfaldaðist Grímsey. ÍBÚATALA Grímseyjar tvö- faldaðist um helgina þegar þar var haldið niðjamót afkomenda lngu Jóhannesdóttur, en Inga var tvígift, fyrri maður hennar var Bjarni Gunnarsson, en seinni maður hennar var Guð- laugur Óli Hjálmarsson. Af- komendurnir eru á fjórða hundrað talsins, búsettir víðs vegar um landið. Inga Jóhannesdóttir var fædd 20. júní árið 1874, en hún lést 18. júní 1975. Hún giftist Bjarna Gunnarssyni og bjuggu þau í Fjörðum og síðar Steindyrum á Látraströnd. Bjarni fórst í sjóslysi er þau höfðu verið gift í 10 ár. Seinni maður Ingu var Guðlaugur Óli Hjálmarsson en þau fluttu til Grímseyjar árið 1914. Þau bjuggu að Básum um 15 ára skeið, en fluttu þá til Húsavíkur, en aftur komu þau til Grímseyjar árið 1935 og byggðu þá upp húsið að Garði þar sem þau þjuggu alla sína ævi. Guðlaugur Oli lést árið 1956, en Inga sem fyrr sagði árið 1975. Niðjamótið tókst i alla staði vel, að sögn Huldu Reykjalín og var glatt á hjalla um helgina. Böm og fullorðnir. skemmtu sér saman í félagsheimilinu Múla á föstudagskvöld og á laugardag var afhjúpaður minnisvarði um Ingu og eiginmenn hennar, en það er steinn tekin úr landi Bása með áletraðri plötu. Inga og Bjarni eignuðust þijú börn, en með Guðlaugi Óla eign- aðist hún eitt bam. Flestir Gríms- eyingar geta rakið ættir sínar til Ingu og einhvern tíma var haft á orði, að hún væri amma allra Grímseyinga. „Það var mikil og góð samstaða á niðjamótinu og við viljum senda bestu þakkir til allra sem gerðu þetta mögulegt,“ sagði Hulda. - HSH ára, 10 ára, 5 ára og 1 árs stúdenta. Tryggvi gerði í ræðu sinni að umtalsefni óvissu er ríkti í skóla- og menntamálum. Sífellt væri verið að leita nýrra leiða og margt hefði gott verið gert frá því fræðslulög vora sett 1946. „Ekki hefur þó á þessum tíma tekist að fullgera neitt og flestir skólar landsins meira og minna hálfkaraðir og búa sumir við þröngan kost, enda er það skoðun mín að skóla- og menntastefnu vanti — og hafi lengi vantað á ís- landi. Misjafnt gengi nemenda staf- ar meðal annars af því að stefnu í skóla- og menntamálum vantar." Umræða um skólamál hefði mót- ast af tali um fjármál, en menntun yrði ekki keypt fyrir peninga eins og önnur vara. Sá sem öðlast vildi menntun fengi hana aðeins með eigin vinnu. Skólum landsins hefði verið fengið það hlutverk sem heim- ilin höfðu áður varðandi uppfræðslu og uppeldi og ummönnum barna og ungmenna. Þetta hefði dregið dilk á eftir sér sem nú yrði að taka afleiðingunum af. Þá nefndi Tryggvi að allt stefndi Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - VMA Framhaldsskólakennarar Lausareru kennarastöður veturinn 1992-93. Kennslugreinar: Enska, danska, raungreinar og faggreinar stýrimanna- og fiskiðnaðarnáms. Umsóknarfresturtil 25. júní. Upplýsingar í símum 96-61380, 96-61381 og 96-61 162. Skólasl|óri. í að framhaldsskólar landsins yrðu héraðsskólar og MA yrði héraðs- menntaskóli Eyjafjarðar. Fram- haldsskólar hefðu verið stofnaðir í öllum kjördæmum og hefði slíkum skólum fjölgað úr 5 í 26 á 20 árum. Þessari þróun yrði ekki snúið við og væri það styrkur hveiju sveitar- félagi og hagur heimila að halda ungu fólki í heimabyggð svo lengi sem kostur væri. Á meðan þessi nýja skólaskipan hefði ekki fest sig í sessi væri hætta á ríg milii skóla og héraða. -------» ♦ ♦-------- ■ HLJÓMS VEITIN Svartur pipar leikur á tveimur dansleikjum í 1929 á Akureyri föstudaginn 19. og laugardaginn 20. júni. Hljóm- sveitina skipa: Jón Borgar Lofts- son, trommur, Hafsteinn Val- garðsson, bassi, Veigar Margeirs- son, hljómborð og trompet, Ari Einarsson, gítar, Ari Daiiíelsson, saxafónn og Hermann Ólafsson, söngur. Hljómsveitin hefur nú feng- ið til liðs við sig söngkonuna Mar- gréti Eir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.